Þjóðviljinn - 03.11.1988, Page 1

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Page 1
Neskaupstaður Engin stríðstól hér BœjarstjórnNeskaupstaðarhafnaði beiðni utanríkisráðuneytisins um að leyfa rannsóknaskipi fráNATO aðhafaþar viðdvöldagana9.-10. nóvembernk. Ferístaðinn tilEskifjarðar. Umboðsaðili skipsins kaupfélagið Fram íNeskaupstaðfyrir tilstuðlan SÍS Beiðni utanríkisráðuneytisins um að NATO- rannsóknaskipið Alliance fengi heimild til að koma til hafnar í Neskaupstað dagana 9. - 10. nóvember nk. var hafnað á fundi hafnarstjórnar og einnig á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Að sögn Ásgeirs Magnússonar bæjarstjóra er hér um að væða táknræna yfirlýsingu um að til hafnar í Neskaupstað séu skip sem sigla undir fánum hernaðar- bandalaga, hvort sem það eru skip frá NATO eða Varsjár- bandalaginu, ekki velkomin, nema í neyðartilvikum. Á fundi hafnarstjórnar var beiðni utanríkisráðuneytisins einróma hafnað en þar sitja 3 full- trúar Alþýðubandalagsins, 1 frá Sjálfstæðisflokki og 1 frá Óháð- um borgurum. Á fundi bæjar- stjórnar í fyrradag lögðu 5 bæjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins fram tillögu þess efnis um að skip sem sigla undir fánum hernaðar- bandalaga væri óheimill að- gangur að Norðfjarðarhöfn og var það samþykkt með 5 at- kvæðum meirihlutans en minnih- lutinn sat hjá. Hann skipa 2 sjálf- stæðismenn, 1 Framsóknarmað- ur og 1 frá Óháðum borgurum. Pegar svo fundargerð hafnarst- jórnar kom til afgreiðslu á bæjar- stjórnarfundinum greiddu allir 9 bæjarstjórnarfulltrúarnir henni samþykki sitt. Ásgeir Magnússon bæjarstjóri sagði það vera umhugsunarefni fyrir- lítil bæjarfélög hvað þau gætu gert til að leggja sitt af mörkum til að stemma stigu við sívaxandi hernaðarbrölti stór- veldanna í kringum landið. Sér- staklega ætti þetta við sveitar- og bæjarfélög þar sent Alþýðu- bandalagið mætti sín einhvers þar sem þingmönnum þess á Alþingi væri haldið úti í kuldanum þegar utanríkis- og varnarmál væru annars vegar. Prátt fyrir bann bæjar- og hafn- aryfirvalda í Neskaupstað við því að NATO-skipið Alliance komi þar til hafnar hafa Eskfirðingar samþykkt að leyfa því að koma til hafnar þar í bæ. Umboðsaðili skipsins þegar það kemur til Austfjarða er kaupfélagið Fram í Neskaupstað og þá væntanlega í gegnum Samband íslenskra Sam- vinnufélaga sem virðist hafa góð og náin tengsl við NATO. -grh Lesendakönnun Skýr sérstaða Þjóðviljans LesendurÞjóðviljansjákvœðirengagnrýnir. Vilja hvassapólitík og sjálfstœða afstöðu. Þrír lesa hvert blað Fjárlagafrumvarp Þjóðviljinn hefur skýra sér- stöðu meðal dagblaðanna; hann er ótvírætt málgagn „vinstri- hreyfingar". Það eru lesendur blaðsins sem þetta segja. Þeir eru samkvæmt nýgerðri áskrifenda- könnun gagnrýnir á ýmsa efnis- þætti blaðsins en í heildina ánægðir með meginstefnu þess. f könnuninni var úrtak af les- endum beðið að taka afstöðu til ýmissa fullyrðinga um Þjóðvilj- ann, og var áberandi að lesendur samsinntu mjög þeim fullyrðing- um sem lögðu áherslu á pólitískt hlutverk hans. Lesendur líta greinilega á blaðið sem nátengt Alþýðubandalaginu en virðast ætlast til sjálfstæðra vinnubragða á ritstjórn. Til dæmis kom fram eindregið jákvæði við fullyrðingu um að blaðið ætti „ekki að vera málsvari forystumanna samtaka launafólks, heldur leggja sjálf- stætt mat á launabaráttuna". Þegar lesendur í könnuninni voru beðnir að segja til um hvaða svið ætti að fjalla meira um í blað- inu voru skýrastar óskir um neytendamál og húsnæðismál, og einnig lögð áhersla á efnahags- og peningamál. Svarendur virtust tiltölulega sáttir við umfjöllun blaðsins um skólamái, dagvist- armál, heilbrigðismál, málefni kvennahreyfingar. Þá vilja les- endur að blaðið standi sig í her- stöðvamálinu. Samkvæmt könnuninni eru fleiri á því að Þjóðviljinn sé „skemmtilegur aflestrar" en ekki, og flestir eru á því að útlit blaðsins sé „í góðu lagi“. Menn eru síður á því að í blaðinu sé „neikvæður nöldurtónn“, og fáir kannast við að hafa oft orðið var- ir við „óvandaðan fréttaflutning. í könnuninni kemur fram að þrír einstaklingar að meðaltali lesa hvert eintak af Þjóðviljan- um, og er þá aðeins átt við áskrift á heimili og ekki teknir með vinnustaðir. Þetta þykir há tala og ætti að vekja athygli auglýs- enda. Þeir félagsfræðingarnir Þor- björn Broddason og Kristinn Karlsson önnuðust könnunina í samráði við Þjóðviljann og munu nákvæmari niðurstöður birtast hér í blaðinu næstu daga. Inmriðir kannaðir Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 10 miljarða tekju- aukningu ríkissjóðs. Ýmsum stofnunum gert að bera sig. Menning og listir efldar Fyrsta fjárlagafrumvarp Ólafs Ragnars Grímssonar fjármála- ráðherra gerir ráð fyrir því að tekjur ríkissjóðs aukist um 10 miljarða frá fjárlögum þessa árs. Tekjuskattur hækkar um 2 milj- arða og hækkandi tolltekjur og tekjur vegna bjórs skila rúmum 3 miljörðum í ríkissjóð. Hækkanir á framlögum til menningar og lista eru verulegar á sumum sviðum. Til dæmis hækka framlög til Alþýðuleik- hússins um 159% og sex nýir aðil- ar fá nú framlög úr ríkissjóði í fyrsta skipti. Kvikmyndasjóður fær 71 miljón til ráðstöfunar og framlög til Kvikmyndasafns hækka um 56%. Sölunefnd varnarliðseigna er gert að skila 50 miljóna hagnaði á næsta ári ella verður hún lögð niður. Flugstöðinni á Keflavíkur- flugvelli er einnig gert að skila hagnaði og framlag til Áburðar- verksmiðjunnar er lækkað. Það leiðir til 26% hækkunar áburðar- verðs. Sjá miðopnu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.