Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR Rafha Leitaö eftir samruna Rafha í viðrœðum við önnur fyrirtœki í málmiðnaði um samruna að eru upp hugmyndir að sameina nokkur fyrirtæki í málmiðnaði. Yið hjá Rafha höf- um verið að leita hófanna hjá nokkrum fyrirtækjum og kannað afstöðii þeirra til þess hvort heppilegt sé að vera fleiri saman, sagði Stefán Rafn Jónsson, stjórnarformaður Rafha í Hafn- arfirði, en fyrirtækið hefur átt í viðræðum við ma. Landssmiðj- una og nokkur önnur stór fyrir- tæki um hugsanlega sameiningu. Stefán sagði að viðræðurnar væru á byrjunarstigi og alls óvíst væri hvað kæmi út úr þeim. Ástæður þess að fyrirtækið færi út í þessar viðræður sagði hann slæma stöðu þess og að ljóst væri að mörg þeirra fyrirtækja sem hann hefði átt í viðræðum við ættu í sams konar erfiðleikum. Ekki vildi Stefán gefa upp hvaða önnur fyrirtæki hefðu tekið þátt í þessum viðræðum en hann sagði að þeir hefðu rætt við þó nokkur. Hugmyndir Rafha- manna munu vera að byggja upp eitt stórt málmiðnaðarfyrirtæki og ná þannig fram meiri hagræð- ingu í rekstri fyrirtækjanna. Sigurður Daníelsson, forstjóri Landssmiðjunnar, vildi í gær ekki staðfesta að þeir ættu í viðræðunt um samruna þessara fyrirtækja en hann sagði að innan málmiðn- aðarins væru í gangi umræður um samruna til að mæta þeim erfi- leikum sem steðjuðu að fyrir- tækjum í greininni. Hann sagði ljóst vera að meðalstór fyrirtæki á borð við hans, ættu nú í erfið- leikum og að kannski væri fram- tíðarlausnin að byggja upp stórt málmiðnaðarfyrirtæki. -sg Morgunblaðið 75 ára afmæli Morgunblaðið hélt í gær uppá að 75 ár eru liðin frá stofnun blaðsins. Af því tilefni færði blað- ið samtökum fatlaðra og starfs- mannafélagi gjafir, kynnti teikningar að nýju stórhýsi í Kringlunni og afhenti verðlaun í ljóðasamkeppni. Blaðinu bárust margar kveðjur á þessum tímamótum, m.a. eftir- farandi frá Þjóðviljanum: Bestu afmælisóskir. Megi lifa sem lengst í gömlum glæðum milli Morgunblaðs og Þjóðvilja. Pass- ið ykkur á myrkrinu. Þjóðhagsstofnun Andbyr eftir góoærið Allt bendir til að landsfram- leiðsla verði 1,5% minni í ár en 1987 og að þjóðartekjur minnki um 2%. Þetta eru mikil umskipti til hins verra frá góðæri síðustu þriggja ára þegar land- sframleiðsla jókst að meðaltali um 5,5% á ári og þjóðartekjur um 6% á ári. Þetta kemur fram í Þjóðhagsáætlun Þjóðhagsstofn- unar fyrir 1989 og birt var í gær. Þjóðhagsstofnun gerir einnig ráð fyrir að landsframleiðsla 1989 dragist saman um önnur 1,5% og þjóðartekjur um 3%. Samkvæmt þessari spá minnkar því lands- framleiðslan samanlagt um 3% 1988 og 1989 og þjóðartekjur um 5%. Þetta er meiri samdráttur þjóðartekna en verið hefur síðan 1968. Að mati Þjóðhagsstofnunar eru orsakir þessarar öfugþróunar einkum þær að nauðsynlegt hefur reynst að draga úr fiskafla á þessu ári en sjávarútvegurinn hefur um árabil borið uppi þann hagvöxt sem verið hefur að undanförnu. Talið er að verðmæti sjávarafla dragist saman um 2% 1988 og í heild verði samdráttur í útflutn- ingi vöru og þjónustu um 1% á milli áranna 1987 og 1988. Við þetta hefur bæst töluverð lækkun verðs á sjávarafurðum á er- lendum mörkuðum. í erlendri mynt hafa sjávarafurðir lækkað að meðaltali um 1% frá 1987 og um 7,5% frá byrjun þessa árs. A móti lækkun sjávarafurða vegur að hluta mikil hækkun á verði áls og kísiljárns þannig að viðskipt- akjörin breytast lítið frá því í fyrra. Þjóðhagsstofnun telur að verð- bólgan frá upphafi og til loka 1988 verði um 19% í stað 26% 1987. Halli í viðskiptum við út- lönd verður tæplega 12 miljarðar sem er ríflega 4,5% af lands- framleiðslunni í stað 3,5% af landsframleiðslu 1987. Vegna lækkunar verðs sjávar- afurða á erlendum mörkuðum, aflasamdráttar og misgengis inn- lends og erlends verðlags spáir Þjóðhagsstofnun því að rekstrar- staða flestra útflutnings- og sam- keppnisgreina verði áfram þröng. Ennfremur að botnfisk- veiðar og -vinnsla verði reknar með töluverðum halla í ár þrátt fyrir að töluvert hafi dregið úr honum eftir fyrstu efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar. Jafn- framt hefur gætt vaxandi erfið- leika í öðrum atvinnugreinum ss. verslun og þjónustu sem ma. hafa komið fram í fjölgun gjaldþrota að undanförnu. Þrátt fyrir þessar þrengingar hefur atvinna verið mikil og framan af árinu gætti skorts á vinnuafli en athuganir benda þó til að verulega hafi dregið úr eftirspurnarþenslu á vinnumarkaðnunt að undan- förnu. -grh Handbolti KR burstaði Fram Valur hóf titilvörnina með sigri. FH marði Stjörnuna. Víkingar í kennslustund á Akureyri Keppni í 1. deild íslandsmóts- ins í handbolta er loks hafin og verður hún eflaust með skemmtilcgasta móti í vetur. Nokkrir af okkar bestu leik- mönnum, sem leikið hafa erlendis undanfarin ár, hafa snúið heim og hefur dcildin varla nokkru sinni verið sterkari er nú. Tveir þessara leikmanna eru þeir Alfreð Gíslason og Páll Ól- afsson sem nú leika með KR. Er óhætt að segja að koma þeirra til liðsins hafi haft góð áhrif, því KR-ingar burstuðu reynslulaust lið Fram með 30 mörkum gegn 18. Leikurinn var einstefna KR- inga nánast frá upphafi til enda og höfðu þeir góða forystu í leikhléi, 15-7. íslandsmeistarar Vals hófu tit- ilvörnina með sigri á Breiðabliki, 27-23 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 15-7. Valdimar Grímsson var þeirra atkvæða- mestur og skoraði hann 10 mörk. FH-ingar lentu í miklu basli með Stjörnuna en sigruðu í æsi- spennandi leik með 23 mörkum gegn 22. Leikurinn var mjög jafn allan tímann en staðan í hálfleik var 12-12. Víkingar héldu norður á Akur- eyri og fengu slæma útreið gegn KA sem sigraði, 30-20, en staðan í leikhléi var 12-8. Þá var leik ný- liðanna, ÍBV og Gróttu, frestað því ekki var flogið til Eyja. Ör- ugglega ekki í síðasta skipti í vet- ur. -hK/pom Forystumenn BSRB afhenda forsætis- og fjármálaráðherra samþykktir þings BSRB. Frá v.: Ragnhildur Guðmundsdóttir 2. varaformaður, Haraldur Hannesson 1. varaformaður, Steingrímur Hermannsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Mynd-Jim. BSRB Ríkisstjómin sett inn í málin eir Steingrímur Hcrmannsson forsætisráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra voru í gærmorgun kallaðir á fund formanns og vara- formanna BSRB, þar sem þeim, sem fulltrúum ríkisstjórnarinnar voru kynntar samþykktir 35. þings BSRB. „Við lögðum mikla áherslu á það við ráðherrana að það hlyti að teljast mjög alvarlegt þegar rætt er um íslensk innan- ríkismál undir liðnum mannréttindamál, en á þingi BSRB var fjallað um afnám samningsréttar undir þeim lið,“ sagði Ógmundur Jónasson, for- maður BSRB, í gær. Vísaði Ög- mundur þar í samþykktir BSRB, þar sem samtökin fordæma aðför stjórnvalda að samningsréttinum og krefjast þess að gildandi samn- ingar séu ekki gerðir ómerkir, heldur verði gildandi lög um af- nám samningsréttar þegar numin úr gildi. Haft var eftir Ólafi Ragnari eftir fundinn að ríkisstjórnin hefði tekið sameiginlega þessa ákvörðun um afnám samnings- réttarins og því yrði ekki breytt. Um það hver viðbrögð forystu BSRB væru við þessum ólögum, sagði Ögmundur að á stjórnar- fundi BSRB nú sl. mánudag hefði verið samþykkt að leita eftir sam- ráði og samvinnu við önnur samtök launafólks um það hvern- ig brugðist skuli við. Ögmundur sagði að nýsamin fjárlög hefði borið á góma í við- ræðunum við ráðherrana, þótt stjórn BSRB hefði ekki haft tæki- færi til að kynna sér efni þeirra nema mjög lauslega. Þar væru ýmsir þættir sem segja mætti að væru í anda stefnu BSRB að ein- hverju leyti, t.d. væri talað um að leita skuli leiða til jöfnunar lífs- kjara og að skattbyrði fólks með lægri tekjur og barnmargra fjöl- skyldna skuli ekki hækka. Sagði Ögmundur að bent hafi verið sér- staklega á, að það væri ástæða til að bæta kjör þessa fólks, ekki væri nóg að skattbyrðin stæði í stað heldur þyrfti skattbyrði þess að minnka. Þá hefði sú spurning verið lögð fyrir ráðherrana, að ef rétt væri að almennur samdráttur væri í nánd í þjóðfélaginu, hvort rétt Fiskmarkaði Vestmannaeyja sem hóf starfsemi í janúar sl. verður lokað 1. desember nk. A meðan hann var og hét seldi hann 4.200 tonn af fiski fyrir 128,7 mifjónir króna. Hann er annar markaðurinn sem hættir starf- semi á árinu en áður hafði Fisk- markaði Norðurlands á Akureyri verið lokað. Eftir eru fískmark- aðirnir á Suðurnesjum, Hafnar- firði og Faxamarkaður í Reykja- vík. væri staðið að niðurskurði ríkis- ins eins og hann birtist í fjárlaga- frumvarpinu. Það væri röng leið að segja að niðurskurður ætti að „meðaltali“ að vera einhver til- tekin prósentutala, heldur þyrfti að reyna að beita almennu að- haldi eða niðurskurði þar sem það væri réttlætanlegt, en á öðr- um stöðum gætu aukin útgjöld leitt til sparnaðar þegar fram í sækti. Þá hefði verið bent á að þenslan í ríkisgeiranum hefði ver- ið minni en annars staðar í þjóðfélaginu. Röng og óhófleg fjárfesting, t.d. í verslunar- og skrifstofuhúsnæði, græfi undan þjóðarhag og héldi niðri launum og öðrum lífskjörum í landinu. Þessu þyrfti að linna. phh Að sögn Finns Sigurgeirssonar framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Vestmannaeyja þykir rétt að stoppa nú þar sem allt bendi til þess að markaðurinn fái ekki til- skilið magn fisks til að geta staðið undir sér. Þegar er tap á rekstrin- um uppá 1,5 miljónir króna en Finnur sagði að hluthafar mark- aðsins gætu búist við að fá aftur helminginn af 3,3 miljóna króna útborguðu hlutafé þegar öll kurl yrðu komin til grafar. -grh Vestmannaeyjar Markaðurinn lokar Hóf starfsemi í janúar sl. en lokar 1. desember nk. I Fimmtudagur 3. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.