Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.11.1988, Blaðsíða 7
isstjórnarinnar 1989 Menntamál Dreífbýlisnemend- ur stýrktir betur Styrkur til framhaldsskóla- nema, sem í daglegu tali er kallaður dreifljýlisstyrkur, hækkar um helming á næsta ári. Þessi liður í fjárlögum hækkar úr 25 miljónum í 50 miljónir en hann hefur ekki hækkað síðan 1982. Lánasjóður íslenskra náms- manna mun fá 1,6 miljarð til ráð- stöfunar sem er um 17% hækkun en útlán sjóðsins eru talin verða um 1,9 miljarðar. Hækkanir til einstakra skóla og stofnana, sem heyra undir menntamálaráöuneytið, frá nú- verandi fjárlögum eru yfirleitt í kring um áætlaða hækkun verð- lags sem er 11-12%. Þannig hækka framlög til Rannsóknar- ráðs ríkisins um 14% Námsgagn- astofnunar um 12%, Iðnskólans í Reykjavíkum 15% ogum 14% til Fiskvinnsluskólans. Nokkrar stofnanir skera sig hins vegar úr. Þar má nefna Tækniskóla íslands en framlög til hans hækka um 43%. Þar er hækkunin skýrð með hækkun rekstrarliða sem aðallega tengj- ast stækkun húsnæðis skólans. Svipað gildir um Hótel- og veitingaskólann sem fær 26% hækkun. Framlög til Myndlista- og handíðarskólans hækka um 40% vegna stöðufjölgana við skólann, tímabundinna verkefna og 1 miljón fer til greiðslu fyrir- sætustarfa. Þeirsem fá minni hækkanir eru til dæmis Tilraunastöð háskólans á Keldum sem fær sömu krónu- tölu og í ár. Raunvísindastofnun fær 7% hækkun, Stofnun Arna Magnússonar 2% og Náttúru- fræðistofnun 4%. Framlag til reksturs menntaskóla hækkar um 8% og til Kennaraháskóla ís- lands um 7%. -hmp Menning og listir Rífleg hækkun framlaga Töluverð raunhækkun er á franrlögum til lista í fjárlaga- frumvarpinu. Heildarframlagið er tæpar 190 miljónir sem er 34% hækkun frá gildandi fjárlögum. Starfslaun listamanna verða 18 miljónir og er það 80% hækkun frá því í ár og 36% hækkun verð- ur til Rithöfundasjóðs íslands sem fær rúmar 7 miljónir til ráð- stöfunar. Bandalag íslcnskra leikfélaga og Alþýðuleikhúsið fá yfir 100% hækkun, það fyrrncfn- da 131% og það síðarnefnda 159% hækkun. Aðrar umtalsverðar hækkanir eru til íslenska dansflokksins 67% eða 2,5 miljónir, Listasafns Sigurjóns Ólafssonar 4 miljónir eða 60% hækkun og Bandalags íslenskra listamanna en frantlag til þess hækkar úr 100 þúsundum í 400 þúsund sem er 300% hækk- un. Sex nýir aðilar fá fjár- veitingu; íslenska hljómsveitin, Starfslaunasjóður myndlistar- manna, Leikbrúðuland, Lista- safn ASÍ, Listahátíð og fé verður veitt til samnorrænnar menning- arkynningar. Framlag til Kvikmyndasjóðs íslands verður 71 miljón sem er nokkur hækkun frá því í ár þegar framlög til sjóðsins hækkuðu til muna. Kvikmyndasafn íslands fær 56% hækkun á framlögum. Safnið fær 5*8 miljónir en þar af eru tvær miljónir ætlaðar til varð- veislu gamalla kvikmynda. Sér- stök byggingarnefnd verður skipuð til að sjá um nýtingu og innréttingu Mjólkurstöðvarinn- ar, höfuðstöðva Þjóðskjalasafns- ins. Þar er forgangsverkefni að koma hluta hússins í notkun sem geymslu fyrir skjöl þannig að hægt verði að rýma dýrt leiguhús- næði. Tíu miljónir fara í þetta verkefni. Þjóðleikhúsið fær 13 miljónir til viðhalds og viðgerða en alls fær Þjóðleikhúsið 171 miljón króna. Innheimta sérstaks skatts vegna Þjóðarbókhlöðu er talin munu skila 240 miljónum í tekjur til rík- issjóðs en þrátt fyrir það er aðeins áætlað að setja 90 miljónir til byggingar Þjóðarbókhlöðu. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er áætlað að ljúka bygging- unni á 4 árum. -hmp Eitt og annað Rýnt í frumvarpið Ríkisstjórnin Ríkisstjórnin mun kosta skatt- borgarana minna á næsta ári en fyrri ríkisstjórn gerði. Framlag til ríkisstjórnar lækkar úr 43,9 miljónum í 39,7 miljónir eða um 10%. Þessi lækkun stafar aðal- lega af því að ráðherrar núver- andi stjórnar eru færri en í fráfar- andi stjórn og aðstoðarmenn eru sömuleiðis færri. Aðalskrifstofur ráðuneytanna fá flest allar til sín töluverðar hækkanir. Mest er hækkunin til fjármálaráðuneytis 63%. Hækk- unin er að hluta skýrð með því að fjórir nýir starfsmenn bættust í ráðnuneytið vegna skattkerfis- breytinganna og stöðum hefur fjölgað um 3 vegna starfa við tekjuáætlanir sem áður voru hjá Þjóðhagsstofnun. Framlög til dóms- og kirkjumálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis hækka um 19%. Samgönguráðuneytið fær 12% hækkun en sjávarút- vegsráðuneytið er eina ráðuneyt- ið sem er með lækkun á framlagi til aðalskrifstofu, lækkar um 16%. Framlag til utanríkisráðu- neytis hækkar um 26% og um 17% til forsætisráðuneytis. Landgræðsla Framlag til almennrar land- græðslu verður á næsta ári 58,7 miljónir og er það 34% hækkun frá síðasta ári. Til ræktunar nytja- skóga fara 10,5 miljónir sem er 79% hækkun frá fjárlögum ársins í ár. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli Ákveðið hefur verið að gera átak til hagræðingar við embætti lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli sem hefur verið mjög dýrt í rekstri að sögn fjármálaráð- herra. Kannaðir verða möguleik- ar á samvinnu lögreglu og tollgæslu. Gert er ráð fyrir að lækka megi tilkostnað um 10 miljónir með hagræðingu. Aburðarverð hækkar Áform Áburðarverksmiðju ríkisins um fjárfestingar á næsta ári eiga að dreifast á tvö ár. í stað 120 miljóna fær verksmiðjan 60 miljónir sem fara til endurnýjun- ar ammoníaksgeymis. Gert er ráð fyrir minni sölu áburðar á næsta ári og þarf áburðarverð því að hækka úr rúmum 14 þúsund krónum tonnið í 18 þúsund krón- ur. Þetta er 26% hækkun. Umferðarráð fær stórhækkun Umferðarráð fær 69% hækk- un á fjárlögum næsta árs. Hækk- un umfram verlagsbreytingar stafar af því að 5 mil jónir eru sett- ar til kynningar- og fræðslustarf- semi. Rúm milljón fer til tækjak- aupa svo útvarpa megi beint frá húsakynnum Umferðarráðs. Gjaldþrotatollur Á fjárlögum þessa árs var 23 miljónum veitt til ríkisábyrðar á launum vegna gjaldþrota fyrir- tækja. Ríkissjóður hefur þegar þurft að greiða út 70 miljónir vegna gjaldþrota. Á næsta ári eru settar 35,4 miljónir í þennan lið. Efling Hollustuverndar Deildir Hollustuverndar eru orðnar fjórar, ný deild „eitur- efnaeftirlit" tekur til starfa, 3 miljónir verða settar í eftirlit með innfluttum matvælum og leiða þessar breytingar til 47% hækk- unar á framlagi til Hollustuvern- dar. Rannsóknastöð beri sig Framlag til Laxeldisstöðvar- innar í Kollafirði, sem heyrir undir Veiðimálastofnun, mun lækka úr 11,2 miljónum í 1 milj- ón. Stefnt er að því að laxeldis- stöðin standi undir sér fjárhags- lega. Skarpari Sjónstöð Fjárveiting til Sjónstöðvar ís- lands verður 19,8 miljónir og hækkar um 80% frá fjárlögum 1988. Hækkun umfram verð- lagsforsendur er vegna þess að nýtt framlag, 5,7 miljónir til greiðslu á sjóntækjum, fer nú fram í gegnum Sjónstöðina. Þetta var áður greitt af sjúkratrygging- um. Strandferði3(r endurskoðaðar Framlög til strandferða verða 24,5 miljónir sem er svo gott sem sama krónutala og í ár. Fyrir- komulag þjónustu Skipaútgerðar ríkisins er í endurskoðun. Beint framlag til Skipaútgerðarinnar verður 61 miljón en 94 miljónir fara til endurskipulagningar strandflutninga. Verða að skila hagnaði Rekstrargjöld Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli eru áætluð 86 miljónir á þessu ári og er það 40% meira en gert var ráð fyrir á fjárlögum 1988. Á næsta ári er ætlast til þess að Fríhöfnin skili 21,8 miljónum í hagnað til ríkis- sjóðs að meðtöldum mörkuðum tekjum Ferðamálaráðs. Sölu varnarliðseigna er einnig gert að skila 50 miljóna hagnaði til ríkis- sjóðs og ef það tekst ekki verður „sjoppan“ lögð niður en rekstrar- gjöld fóru 8% fram úr áætlun í ár. Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli á líka að standa undir sér en rekstur hennar hefur gengið mjög illa. Fjármálaráðherra sagði við kynningu fjárlagafrum- varps á dögunum, að flugstöðin hefði kostað íslendinga 2 milj- arða og 350 miljónir færu til hennar í ár. Rafmagnseftirliti ríkisins er ætlað að skila 1,9 milj- ónum í hagnað og á að verðleggja þjónustu sína í samræmi við til- kostnað. -hmp Flmmtudagur 3. nóvember 1988 ÞJÖDVIUINN - SÍDA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.