Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 6
A undanförnum árum hefur frystitogurumfjölgað verulega og verða um 70 á nœsta ári. Síðustu tvö ár hefur arðsemi sjófrystingar verið 10% meiri en landfrystingar. Hefðbundin landfrysting á í vök að verjast. Nauðsynlegtað auka vélvœðingu og sjálfvirkni. Róbótar til sjós og lands Hefðbundin landfrysting á nú undir högg að sækja og fer hlutur hennar í freðfiskframleiðslunni minnkandi eftir því sem sjófrystingin sækir á. Gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað á undanförnum árum á frystitogurum og varla kem- ur hingað til lands nýtt skip að það sé ekki frystiskip að meira eða minna leyti. Jafnframt hefur útflutningur á sjófrystum sjávarafurðum stóraukist bæði að magni og í verð- mætum. Talsmenn sjófrystingar telja að þessi þróun eigi eftir að halda áfram í auknum mæli í náinni framtíð og benda á að með sífellt betur búnum togurum aukist möguleikar þeirra á fullvinnslu enn frekar en er í dag. Á sama tíma er hin hefðbundna fiskvinnsla rekin með töluverðu tapi sem ekki sér enn fyrir endann á þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda til að- stoðar. Þá eru til aðrir sem halda því fram að ef sjófrystingunni vex enn frekar fiskur um hrygg megi búast við erfiðleikum í atvinnulífi hinna ýmsu sjávarplássa um land allt. í þessu sambandi nægir að benda á að nýlega fengu Hrísey- ingar nýtt skip sem upphaflega átti að vera hefðbundinn ísfisktogari en á smíðatímanum var tekin sú ákvörðun að búa það frystitækjum og frysta aflann um borð í stað þess að vinna hann í landi. Hvað verður um vinnsluna í Hrísey er hins vegar óvíst en forráðamenn þar bera sig vel og telja að ekki verði nein vand- kvæði á að útvega nægilegt hrá- efni til landvinnslunnar. Hvað sem þessu líður er það næsta víst að hefðbundin land- frysting er búin að vera í þeim mæli sem hún var og þróunin er í þá átt að vinna aflann út á sjó. Hvort vinnsla sjávarafurða er alfarið á leið út á hafið er svo annað mál 'en allt bendir til að vegur sjófrystingar eigi eftir að aukast enn frekar á kostnað hefð- bundinnar fiskvinnslu í landi. 70 frystiskip Núverandi frystiskipaútgerð hófst ekki að ráði hér á landi fyrr en 1982 þótt það sé ekki nýtt undir sólinni að afli skipa hafi verið frystur um borð fyrr á árum en ekki í eins miklum mæli og nann er í dag. Fyrstir til að ríða á vaðið voru Skagstrendingar þeg- ar frystitogarinn Örvar HU var smíðaður í Slippstöðinni á Akur- eyri. Þá brostu margir útgerðar- menn í kampinn og töldu að út- gerðin væri dæmd til að mistak- ast. Síðan hefur mikið vatn runn- ið til sjávar og úrtöluraddirnar heyrast ekki lengur. Allt útlit er fyrir að á næsta ári verði skip með búnað til frysting- ar orðin um 70 talsins og þar af 20 með flökunarvélar. Um síðustu áramót voru frystiskip aðeins 50 en í ár hefur þeim stórfjölgað og ekkert sem bendir til að sú þróun hægi neitt á sér. Af þessum 70 skipum eru 18 flakafrystitogarar, 15 togarar sem heilfrysta botnfisk og/eða rækju, 16 loðnuskip sem stunda jöfnum höndum rækjufr- ystingu og heilfrystingu botnfisks og 21 skip sem flest eru í rækjufr- ystingu. Á þessu ári hafa bæst við flot- ann fimm nýir flakafrystitogarar þe. Ýmir HF, Haraldur Krist- jánsson HF, Vestmannaey VE, Snorri Sturluson RE, og Snæfell EA. Á seinni hluta síðasta árs bætust við flotann Sjóli HF og Sléttbakur EA sem komu af full- um þunga inn í framleiðsluna á þessu ári. f prósentum talið er þessi fjölgun á flakafrystitogur- um um 40%. Til viðbótar má nefna að skipum með heilfrysti- búnað fjölgar einnig og nýjustu dæmin þar eru Björgvin EA, Brettingur NS og um kontandi áramót er Snæfugl SU væntan- legur til landsins. I honum mun verða búnaður til heilfrystingar en jafnframt mun auðveldlega vera hægt að breyta honum í flakafrystiskip ef svo ber við. Útflutnings- framleiðsla freðfisks í úttekt sem Benedikt Valsson hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofn- un gerði fyrir Sjávarfréttir og birtist í 3. tbl. þess í ár kemur fram að 1985 var hlutur landfryst- ingar 93% af útflutningsfram- leiðslu freðfisks á móti aðeins 7% í sjófrystingu. í verðmætum talið nam hlutur landfrystingar þá tæp- um 9 miljörðum króna á móti að- eins 689 miljónum í sjófrystingu. 1986 vex vegur sjófrystingar enn og er orðinn um 9% af heildarút- flutningi freðfisks á móti 91% í landi og 1987 voru hlutföllin 84% í landi á móti 16% út á sjó. Þá reyndist verðmætaskiptingin vera þannig að landfrystingin frysti til útflutnings fyrir tæpa 13 miljarða króna en sjófrystingin fyrir um tæpa 2,4 miljarða af sam- tals 15,2 miljörðum króna sem fékkst fyrir freðfiskafurðir. í nýútkomnum Útvegi riti Fiskifélags íslands kemur fram að alls hafi verið sjófryst 65 þús- und tonn 1987 á móti aðeins 39 þúsund tonnum 1986. Þar af var þorskur 28 þúsund tonn á móti 16 þúsund tonnum 1986, grálúða 12.900 tonn á móti 5.400 tonnum 1986, rækja 11.400 tonn á móti 8.300 tonnum. Aftur á móti dróst sjófrysting á karfa saman á milli þessara ára úr 6.200 tonnum 1986 í aðeins 4 þúsund tonn 1987. Arðsemi land- og sjófrystingar í sömu úttekt Benedikt Vals- sonar fyrir Sjávarfréttir kemur fram að áætluð arðsemi land- frystingar annars vegar og sjó- frystingar hins vegar er sjófryst- ingunni í hag síðustu 4 árin og þá er arðsemin reiknuð fyrir eignar- og tekjuskatt. Til að fá sem raunhæfastan samanburð eru dregin saman í eitt afkoma ísfisk- togara og frystihúsa þar sem frystitogarinn sameinar þessar tvær rekstrareiningar. Arðsemi veiða þe. stærri og minni skutto- gara 1984 var -4%, vinnsla -2,5% en sjófrystingin var 5,5%. 1985 var arðsemi veiða -0,5%, vinnsla 0,5% en sjófrysting 7%. 1986 var góðæri á öllum vígstöðum; veiðar með 3,5%, vinnsla 5% og sjó- frysting heil 14%. í fyrra 1987 var arðsemishlutfallið hið sama í veiðunum og 1986 en hafði minnkað hjá vinnslunni úr 5% í 1,5% 1987. Á því ári slaknaði að- eins á arðsemi sjófrystingar sam- anborið við 1986 eða úr 14% í 12,5%. Samkvæmt þessu hefur arðsemi sjófrystingar verið um 10% meiri en landfrystingar síð- ustu tvö árin og skýrir það að verulegu leyti afhverju frystingin leitar fremur út á hafið en að vera að óbreyttu í landi. Nýting fram- leiðslutækja Höfuðkostur sjófrystingar um- fram landfrystingu er einkum í því fólginn að framleiðslutækin um borð í frystitogaranum eru að allan sólarhringinn á meðan tog- arinn er á veiðum sem skilar hám- arksafköstum í hvert sinn. Þessu er að sjálfsögðu ekki hægt að koma við í hefðbundinni fisk- vinnslu í landi nema með vakta- vinnu eins og á sjónum, en ekki eru líkur á að svo verði í nánustu framtíð vegna skorts á hráefni og vinnuafli. Þar við bætist að hráefni fryst- itogarans er eins ferskt og hugsast getur á meðan landvinnslan er að vinna úr afla ísfisktogara sem er að venju um viku gamall frá því fiskurinn var veiddur og þangað til hann kemur til verkunar í vinnslustöðinni. Þessu til viðbótar má nefna að í frystitogaranum er framleiðslu- ferlið allt mun einfaldara en það er hjá ísfisktogaranum og land- vinnslunni. Um borð í ísfisktog- aranum þarf að ísa fiskinn í kassa eða kör og landa honum þegar skipið kemur að landi og koma aflanum til vinnslustöðvarinnar þar sem hann er tekinn til verk- unar eftir því sem henta þykir hverju sinni. Þessi framleiðslu- ferli er ekki að finna í frystitogar- anum. Þar er aflanum strax kom- ið í vinnslu um leið og hann kem- ur úr sjónum eftir að búið að er blóðga hann og slægja. Síðast en ekki síst hefur verð á sjófryst- um afurðum verið allt að 10% hærra en fyrir landfrystar afurðir sem eru aðallega vegna ólíkra gæða, þó eitthvað hafi dregið úr þessum verðmismun uppá síð- kastið. Markaðir sjófrystra afurða Helstu markaðir fyrir sjófryst- ar afurðir eru í Evrópu og í Austur - Asíu ss. í Japan og Taiw- an. Þorskflökin eru seld til Evr- ópu en hausaður og heilfrystur karfi og grálúða til Japans og Ta- iwans. Að sögn Sæmundar Guð- mundssonar hjá Sjávarafurða- deild Sambandsins hefur verð á sjófrystum afurðum verið í heildina séð mjög gott að undan- förnu þó svo að karfamarkaður- inn í Japan sé út úr myndinni eins og stendur vegna offramboðs og veikinda keisarans. Þess vegna hefur fiskneysla dregist mjög saman í landi hinnar rísandi sól- ar. Þá hefur verð á heilfrystri grálúðu rokkað dálítið í ár eftir stærð grálúðunnar eða frá 3 þús- und dollurum tonnið niður í 2.100 fyrir þá smærri. Þá lækkaði verð á sjófrystum þorskflökum í Evrópu í vor en hækkuðu síðan aftur þegar leið á árið. Lítið selt á Bandaríkja- markaði Lítið hefur hins vegar farið fyrir útflutningi sjófrystra afurða á markað í Bandaríkjunum en talið er að mikilvægi lians eigi eftir að vaxa í framtíðinni ef ein- hver áhersla verður lögð á að afla afurðunum markaða þar í landi. Talsmenn sjófrystingar benda hins vegar á að stærstu sölu- samtök freðfisks séu fyrst og fremst söluaðilar fyrir landfryst- ingu og í eigu hennar og séu ekk- ert að flíka sjófrystum afurðum á erlendum mörkuðum vegna sam- keppninnar á milli þeirra afurða og landfrystra. Verði aftur á móti ráðist í markaðssetningu sjó- frystra afurða í einhverjum mæli sé ekki úr vegi að áætla að vegur þeirra eigi eftir að vaxa enn frek- ar og skapa þjóðarbúinu ómæld- ar tekjur umfram þær sem nú eru. Þessu vísa stóru sölusamtökin að sjálfsögðu á bug og segjast ekki gera greinarmun á hvort afurðin sé fryst í landi eða á sjó þegar leitað sé sölu á henni. Að- almálið er að hægt sé að selja hana á viðunandi verði og þá sé það efst í huga kaupandans hversu gæði vörunnar eru mikil. Öfund og rógburður Eins og áður var getið voru Skagstrendingar upphafsmenn að því sjófrystingaræði sem nú gengur yfir landið og miðin. Að sögn Sveins Ingólfssonar fram- kvæmdastjóra Skagstrendings hf. á Skagaströnd töldu kollegar hans hann vera eitthvað skrítinn að vera fara útí sjófrystingu og ráðlögðu honum að fara í rann- sókn til að fá úr því skorið hvort hann væri með réttu ráði eða ekki. Þá hafa ófáar raddir heyrst um 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.