Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 7
smáfiskadráp frystitogara og lé- lega nýtingu hráefnisins. Þessu vísar Sveinn alfarið til föðurhús- anna og máli sínu til stuðnings vísar hann á skýrslu Þórðar Arel- íussonar veiðieftirlitsmanns sem hann tók sanran sl. sumar eftir að hafa verið um borð í Örvari HU. Þar er þessum ásökunum vísað á bug en áhöfninni hrósað fyrir skipuleg vinnubrögð, afköst og gæði framleiðslunnar. „Þessar gagnrýnisraddir um að við séum að henda smáfiski ganga hreinlega ekki upp þar sem við fáum mjög gott verð fyrir hann eða 55 krónur fyrir kílóið í stað 10-14 krónur sé honum skilað í frystihús,“ sagði Sveinn Ingólfsson. Hvert stefnir? Haldi vegur sjófrystingar áfram að vaxa á meðan hin hefð- bundna fiskvinnsla á undir högg að sækja vegna rekstrarerfiðleika getur svo farið að fiskvinnsla landsmanna færist að mestum hluta út á hafið. Fari svo spyrja menn í sjávarútvegi hvað verði þá um fiskvinnsluhúsin sem fyrir eru og hvað verður um framtíðarat- vinnuhorfur fiskvinnslufólks og unt sjávarplássin vítt og breitt um landið. Talsmenn sjófrystingar segja að nú þegar sé varla hægt að vinna úr þeim afla sem þegar ber- ist á land nema með innflutningi erlends vinnuafls og því sé hag- kvæmast að vinna aflann út á sjó í stað þess að hokra yfir honum í landi og fá mun minna verð fyrir afurðirnar. Þá sé vinnslan enn- fremur öll á kúpunni og eigi sér varla viðreisnar von í hinni hefð- bundnu framleiðslu í dag. Hinir sömu segja að ef fiskvinnslan eigi að rétta úr kútnum þurfi að fækka verulega þeim hraðfrystihúsum sem nú eru starfrækt en þau munu vera um 100 talsins. Einnig er því haldið fram að þar sem ekki eru frystiskip til staðar í sjávarplássum sé stórum hluta aflans skipað í gáma til út- flutnings vegna vinnuaflsskorts í vinnslunni til að fá hærra verð fyrir fiskinn. Sloriö út og menningin inn Nær sé að taka á þessum hlutum af skynsemi í stað þess að ríghalda sér í úrelta framleiðslu sem er haldið við af gömlum vana fremur en að hún eigi einhverja franrtíð fyrir sér. Hinir róttæk- ustu í þessum efnum halda því frarn að best sé að breyta úr sér gengnum fiskvinnsluhúsum í menningarmiðstöðvar sem geti glætt og aukið andlegt líf íbú- anna. Framleiðslan sé ábata- sömust út á sjó hvort senr mönnum líki það vel eða ekki. Þar er hráefnið ferskast og best fallið til vinnslu enda skili það verðmætari afurðum en land- frystingin. Þá megi ekki gleyma þeirri staðreynd að með fullkomnari frystitogurum eru möguleikar á mun fjölbreyttari vinnslu um borð en nú er. Með tíð og tfma verði það ofan á að frystiskipin fullvinni fiskinn í fjölbreyttar afurðir til jafns og ef ekki meir en hægt er.í fullkomnustu hraðfrysti- húsum landsins í dag. Meiri verkaskipting Eins og gefur að skilja eru tals- menn hefðbundinnar fiskvinnslu í landi ekki á sama máli og for- mælendur sjófrystingar. Sæ- mundur Guðmundsson hjá sjá- varafurðadeild Sambandsins tel- ur þróunina stefna í þá átt að sjófrystingin vinni afurðir í grófari pakkningar en vinnslan í landi í tilbúnar og verðmætar neytendaumbúðir. I því augna- miði opnar Sjávarafurðadeildin á næstunni nýja vöruþróunarstöð í því skyni að þróa nýjar sjávaraf- urðir í takt við kröfur markaðar- ins. Arnar Sigurmundsson formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva segir það ekki vera neitt launung- armál í dag að vandi fiskvinnsl- unnar sé það mikill vegna viðvar- andi taps á síðustu misserum að hún eigi erfitt að mæta þeirri sam- keppni sem sjófrystingin veitir henni. Hann telur þó að fjárfest- ingu í frystitogurum sé að mestu lokið í bili. Boðaður er samdrátt- ur í afla á næsta ári og það muni ganga jafnt yfir landvinnslu sem og sjófrystingu. Róbótar til sjós og lands í athyglisverðri grein urn Þró- un vinnslu og vinnslutækni í fisk- vinnslu á íslandi eftir þá Sigurjón Arason og Guðmund Þórodds- son hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins sem birtist í síðasta tölublaði Ægis riti Fiskifélags ís- lands byggist framtíð vinnslunnar á aukinni vélvæðingu og sjálf- virkni með rninni nrannskap en nú er en því meir með aðstoð ró- bóta til sjós og lands. Samkvæmt hugmyndum þeirra mun vegur sjófrystingar aukast og jafnvel er hugsanlegt að rækjuvinnslan flytjist einnig út á hafið með tíð og tíma. Aögerða er þörf Að framsögðu er því ljóst að sjófrystingin er komin til að vera og hlutur hennar í freðfiskfram- leiðslunni mun eflast frá því sem nú er ma. með vinnslu vannýttra fisktegunda. Núverandi fisk- vinnsla í landi er á krossgötum og nauðsynlegt að forráðamenn hennar átti sig á því í tíma. Það virðist vera brýn þörf á endur- skipulagningu og hagræðingu í landvinnslunni og þar kann að þurfa að fækka vinnslustöðvum og sameina þær. Ef ekki verður brugðist við af skynsemi gæti skapadægur þess- arar höfuðatvinnugreinar lands- manna verið framundan. -grh Frystitogurum hefur fjölgað verulega síðustu árin og á næsta ári verða 70 skip í flotanum sem geta fryst aflann um borð, þar af 18 flakafrystitogarar. Helstu markaðir fyrir sjófrystar afurðir eru í Evrópu, Japan og Taiwan. Föstudagur 4. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.