Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 18
Alþýðubandalagið á tuttugu ára afmæli sem form- legur stjórnmálaflokkur. Saga þess nær þó lengra en tuttugu ár aftur í tímann. Hana má rekja aftur til 1956 að stofnað var kosningabandalag undir nafninu Alþýðubandalag en það var hugmynd margra vinstri manna að það bandalag yrði breiður sósíalískur flokkur sem sameinaði sem mest af vinstrisinnuðu fólki innan sinna vébanda. Að Alþýðubandalaginu stóðu í upphafi Sósíalista- flokkurinn og ýmsir vinstri sinnaðir Alþýðuflokks- menn undir forystu Hanníbals Valdimarssonar. Síðar komu margir fleiri til liðs við hreyfinguna m.a. margirfélagar úr Þjóðvarnarflokknum. Þegar flokkurinn var svo formlega stofnaður 2.-3. nóv- ember 1968 hafði gengið á ýmsu á vinstra kantin- um í íslenskri pólitík. Nýja helgarblaðið hafði tal af Ragnari Arnalds, sem varð fyrsti formaður Al- þýðubandalagsins eftir að það varð formlegur flokkur, og bað hann líta um öxl til liðinnar tíðar. Fróðir menn hafa sagt að nútíðin eigi rætur sínar í fortíðinni og að framtíðin spretti af nútíðinni. Má vera að unnt sé að draga nokkurn lærdóm af sögunni. Þegar Ragnar Arnalds var kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins 1968, var hann aðcins þrí- tugur að aldri. Hann sat þá ekki á þingi og tveimur árum síðar flyst hann búferlum norður í Skaga- Qörð. Skyldi ekki stundum hafa verið erfitt að sinna formennsk- unni? Eftir á að hyggja kann það að virðast eínkennilegt að flokkur- inn skyldi velja mig svona ungan til forystu vegna þes að ég var ekki á þingi og var alls ekki atvinnumaður í stjórnmálum um þetta leyti. Ég var þá nýútskrifað- ur lögfræðingur og hafði lifibrauð af kennslustörfum og þar að auki frambjóðandi fyrir kjördæmi norður í landi sem mikið þurfti að sinna. En þetta skýrist kannski fyrst og fremst af því að þörfín var mikil á nýju yfirbragði, nýjum vinnubrögðum og breyttum áherslum. Hreyfingin var algerlega í rúst. Hún var þríklofin, enda komu fram þrír listar í bæjarstjórnar- kosningum í Reykjavík 1970, skipaðir mönnum sem áður höfðu tilheyrt þessari hreyfingu, þ.e. listar Sósíalistafélagsins, framboð Hanníbalsmanna og svo framboð Alþýðubandalagsins. Ég var einn af þeim ungu mönnum sem höfðu vaxið upp í þessari pólitísku hreyfingu án þess að vera negldur niður í ein- hverri klíku. Ég hafði hvorki ver- ið í Sósíalistaflokknum né í liði Hanníbalsmanna. Ég kem inn í pólitíkina fyrst og fremst sem herstöðvaandstæðingur og var valinn til framboðs fyrir Alþýðu- bandalagið 1963 sem slíkur. Ég var sem sagt valinn fulltrúi fyrir nýjan tíma og í stjórn flokks- ins voru með mér Adda Bára Sig- fúsdóttir, fyrsta konan sem gegndi starfi varaformanns í pól- itískum flokki á íslandi, og Guðj- ón Jónsson, nýr og drífandi kraft- ur í verkalýðshreyfingunni. Um okkur öll þrjú gilti það sama; við höfðum ekki verið í fremstu víg- línu í þeim slag sem á undan var genginn. Síðan bættust auðvitað við fjölnmargir gamiir baráttu- menn þannig að úr þessu varð töluvert breiður frontur. Var hlutverk flokksformanns gagnvart fjölmiðlum ekki jafn- veigamikið þá eins og nú virðist vera? Fjölmiðlar komu ekki eins mikið við sögu í pólitíkinni eins og þeir gera í dag. Ég get nefnt það sem dæmi, að frá því ég var kosinn formaður og fram á haust 1970 kom ég aldrei fram í sjón- varpi. Menn störfuðu þá með svolítið öðrum hætti, og blöðin skiptu meira máli þá en nú. Út- varp og sjónvarp héldu sig miklu meira frá stórpólitíkinni en seinna varð. Ytti þettta kannski undir ofur- vald hjáþingflokknum? Það segir sig sjálft að þing- flokkurinn var mjög öflugur í flokksstarfinu. Flokkurinn var tekjulaus með öllu. Hann hafði ekki einu sinni ráð á að hafa framkvæmdastjóra, hvað þá að formaðurinn gæti helgað flokkn- um alla krafta sína í launuðu starfi. Það voru kosningar fram- undan. Að sjálfsögðu hefði það verið hrapalleg byrjun fyrir ung- an formann að falla í næstu kosn- ingum. Ég átti því ekkert val; ég hlaut að leggja þunga áherslu á mitt kjördæmi og þess vegna fluttist ég norður haustið fyrir kosningar til að geta betur undir- búið þær. Alþýðubandalagið er talið stofnað 1968 en löngu fyrir þann tíma hélt það landsfund og kaus sér miðstjórn. Allt á þetta sér upphaf 1956 þegar Sósíalista- flokkurinn og Málfundafélag jafnaðarmanna með Hanníbal Valdimarsson í fylkingarbrjósti gera mcð sér kosningabandalag og 1963 koma Þjóðvarnarmenn inn í þetta bandalag. Var þetta ekki býsna langur aðdragandi að stofnun formlegs stjórnmála- flokks? Þetta var hæg og langdregin þróun. Fyrstu merkin um sam- starf þessara aðila komu fram á Alþýðusambandsþingi haustið 1954 þegar samstarf tókst þar milli sósíalista og fulltrúa vinstri arms Alþýðuflokksins. Þetta nýja bandalag náði meirihluta í miðstjórn ASI. En það var fleira en verkalýðsmálin sem samein- aði þessi öfl, t.d. andstaðan við hersetuna. Menn í vinstra armi Alþýðuflokksins voru allir ein- dregnir andstæðingar hersetunn- ar. Það líða svo sjö ár þar til Þjóð- varnarmenn koma inn í myndina 1963. Fyrst í stað var skipulag innan Alþýðubandalagsins mjög los- aralegt og byggðist á kosninga- nefndum og fáeinum Alþýðu- bandalagsfélögum. Um margra ára skeið voru bæði til sósíalist- afélög og Aiþýðubandalagsfélög á sömu stöðunum. Ég studdi Þjóðvarnarflokkinn í kosningunum 1953 en hafði þá ekki kosningarétt því að ég var aðeins 14 ára. Síðan studdi ég Al- þýðubandalagið í kosningunum 1956 og ávallt síðan. En 1960 fer ég að vinna fyrir hernámsands- tæðinga og gerðist í því skyni rit- stjóri Frjálsrar þjóðar, málgagns Þjóðvarnarflokksins, án þess þó að ganga í flokkinn því að ég studdi Alþýðubandalagið áfram. Það var mikill kraftur í starfi hernámsandstæðinga á þessum árum sem meðal annars sýndi sig í Kcflavíkurgöngu og Þingvalla- fundi 1960. Þetta starf byrjaði 1958 með samtökum, sem hétu Friðlýst land undir forystu margra merkra rithöfunda, m.a. Einars Braga, Þorsteins Valdimarssonar og Jónasar Árnasonar. Við héldum marga fundi m.a. á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum, við Jónas ásamt séra Rögnvaldi Finnbogasyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni. En 1960 ráðumst við í Keflavíkurgöngu og þá var Kjartan Ólafsson orðinn helsti skipuleggjandinn. Um sumarið voru mikil fundarhöld, boðað var til Þingvallafundar um haustið og stofnuð Samtök hernámsand- stæðinga. Ég kynntist auðvitað Alþýðu- bandalagsfólki út um allt land í þessu starfi því að maður var í þessu alla daga. í framhaldi af því var ég fenginn til framboðs á Noðurlandi vestra 1963 og varð landskjörinn þingmaður. í kjölfar þessara kosninga kom mikill skriður á stofnun Alþýðu- bandalagsfélaga. Ég vann t.d. að stofnun Alþýðubandalagsfélaga víðs vegar í mínu kjördæmi. Sums staðar á landinu var and- staða við stofnun þessara félaga. Hvort var hún meiri frá félögum í Sósíalistaflokkknum eða fylgis- mönnum Hanníbals? Þegar ég kom inn í þetta, var sú andstaða mjög óveruleg utan Reykjavíkur og ég mætti t.d. engri andstöðu í mínu kjördæmi. En í Reykjavík var feiknalegur ágreiningur um málið. Stór hóp- ur manna í Sósíalistaflokknum vildi ekki leggja hann niður og Alþýðubandalagsfélag var ekki stofnað í Reykjavík fyrr en 1966. Þá loks er haldinn landsfundur Alþýðubandalagsins með kjörn- um fulltrúum víðs vegar af landinu, en áframhaldandi var mikill ágreiningur um það hvern- ig skipulagsmálum skyldi háttað. Sumir vildu að Alþýðubandalag- ið væri einungis regnhlífar- samtök, og að undir regnhlífinni störfuðu félög eða samtök, eins og t.d. Sósíalistaflokkkurinn. Það voru fyrst og fremst Reykvíkingarnir í Sósíalista- floicknum sem voru á þessari línu. En þeirri skoðun óx stöðugt fylgi að það bæri að steypa þessu öllu saman í einn skipuíagsbund- inn stjórnmálaflokk sem ekki leyfði að flokksmenn væru í öðr- um samtökum sem talist gætu flokkspólitísk. Hannibalsmenn voru á þessari línu. Ég var líka innilega sam- mála þeim um að það gengi ekki að hafa skipulag Alþýðubanda- lagsins svo losarálegt. Én um leið mislíkaði mér ýmis vinnubrögð þeirra. Þegar kom að því að Al- þýðubandalagsfélögin bæru ábyrgð á ákvörðunum og málum væri ekki ráðið til lykta á æðstu stöðum með einhvers konar hrossakaupum eins og verið hafði í kosningabandalaginu, t.d. hvað snertir skipun á framboðslistum, þá vildu Hanníbalsmenn ekki una þeirri niðurstöðu. Ég gat ekki stutt þá í því. Ég leit á mig sem sáttamann sem hefði það hlutverk að miðla málum í þess- ari hreyfingu og reyna að tryggja að hún yrði stokkuð upp. Mér fannst t.d. fráleitt að menn gætu ekki unað við þá niðurstöðu sem löglegur fundur ákvæði. Á fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sem haldinn var í Tónabíói vorið 1967, varð mikill ágreiningur um skipan framboðs- lista í Reykjavík. Þar voru lagðir fram tveir listar. Atkvæða- greiðslan var svolítið klunnaleg vegna þess að ákveðið var að greiða atkvæði um hvorn listann fyrir sig. Eðlilegra hefði verið að kjósa um hvert sæti listans en mönnum var aðeins boðið upp á að samþykkja annanhvorn list- ann í heilu lagi og fékk þá annar listinn 254 atkvæði en hinn bara 81. Hvernig stendur á því að ekki var reynt að fara einhverja milli- leið með því að greiða atkvæði á annan hátt? Vildu menn fá upp- gjör? Auðvitað var það stífni sem réði þarna ferðinni en ég ætla ekki að fella dóm um það hver sýndi mesta stífni bak við tjöldin. Þegar á fundinn var komið, var ekkert samkomulag. Niðurstað- an varð að Hanníbal og hans fylg- ismenn töldu sig hafa algerlega tapað. Þarna verður klofningur- inn. Þeir sem biðu ósigur gengu af fundi og yfir það greri aldrei um heilt. Hannibal hafði þá þegar ákveðið að vera í framboði í efsta sæti Alþýðubandalagslistans á Vestfjörðum en hann tekur ákvörðun um það skömmu síðar að bjóða fram sérstakan lista í Reykjavík, að vísu undir nafni Alþýðubandalagsins. Oft er rætt um þennan Tónabí- ósfund sem ögurstund í sköp- unarsögu Alþýðubandalagsins. Voru miklar tilfinningar í spil- inu? Já, heiftin var gífurleg. En þarna var Hannibal að vinna sigur í baráttu sinni fyrir því að gera Alþýðubandalagið að skip- ulagsbundnum flokki og þó um leið að tapa með því að una ekki við niðurstöðuna í löglegri at- kvæðagreiðslu. En hann kom samt inn í þing- flokkinn eftir þessar kosningar. Töldu ekki sumir að unnt hefði verið að bera klæði á vopnin með því að kjósa hann formann þing- flokksins? Það er rétt að Hannibal var áfram um skeið í þingflokknum en raunverulega varð klofningur- inn á Tónabíósfundinum. Á mið- stjórnarfundi haustið 1967 tíndi Hannibal það til sem mikilvægar ástæður þess að hann væri tilknú- inn að segja skilið við Alþýðu- bandalagið að hann hefði fallið fyrir Lúvík Jósepssyni sem for- maður þingflokksins og Guð- mundi Hjartarsyni sem formaður framkvæmdarstjórnar. Einnig hefðu kosningar í starfsnefndir á fundinum farið á hinn verri veg, og af þeirri ástæðu gengi hann af fundi með öllu sínu liði. En það fundust mér vera tylliástæður. Hugur hans stefndi til hægri og frá þessu augnabliki kom hann aldrei nærri störfum Alþýðu- bandalagsins. Tæpu ári síðar í nóvember 1968 höldum við formlegan stofnfund Alþýðubandalagsins sem stjórn- málaflokks og þá sendi hann okk- ur kveðjubréf. En þá var hann löngu farinn. í þessu kveðjubréfi segir Hann- ibal að meiningin með stofnun Al- þýðubandalagsins sem stjórn- málaflokks sé að upp úr öskunni eigi að rísa Sósíalistaflokkurinn endurborinn. Varð það niður- staðan eftir að Hannibal var far- inn og hafði stofnað nýjan flokk, Samtök frjálslyndra og vinstri manna? Nei, alls ekki. Við vorum býsna mörg sem ekki höfðum verið í Sósíalistaflokknum og komum inn í þetta samstarf á öðr- um forsendum. Margir af þeim, sem studdu Hannibal í kosning- unum 1967 gengu til liðs við Al- þýðubandalagið. Ein af mikil- vægum áherslubreytingum sem áttu sér stáð var t.d. sú ákvörðun að ekki skyldu höfð flokksleg samskipti við valdaflokka þeirra ríkja sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. Þar með var slitið algerlega á þau tengsl sem Sósíalistaflokkurinn hafði haft við Sovétríkin. Eftir að þú varst kjörinn for- maður á landsfundinum 1968 hélstu ræðu sem endaði á þessa leið: „Störfum og störfum, því að við höfum byr.“ Hvenig hefur byrinn verið síðustu 20 árin og hvernig hefur Alþýðubandalag- inu gengið að hafa áhrif á þróun þjóðfélagsins? Enginn vafi er á því, að hefði farið fram skoðankönnun haustið 1968, hefði fylgi Alþýðubanda- lagsins ekki verið ýkja mikið. Hreyfingin var í rúst. En við náð- um okkur upp. Kosningarnar 1970 reyndust örlagarík próf- raun. Þá var sótt að okkur úr tveimur áttum og menn óttuðust áð sósíalísk hreyfing á íslandi væri að leysast upp. Okkar listi fékk 16,4% í Reykjavík, listi Sós- íalistafélagsins fékk aðeins 1% og listi Hanníbals fékk 7,1%. Út- koman hjá Alþýðubandalaginu víðs vegar um landið var einnig mjög ánægjuleg. Þetta voru sérkennilegir tímar. Viðreisnarstjórnin var þarna á sínu lokaskeiði Hún beitti sér fyrir mikilli kjaraskerðingu. Um svipað leyti og Alþýðubandalag- ið er stofnað verða meiri gengis- fellingar en dæmi eru til um fyrr 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. nóvember 1988'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.