Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 20
BARNAFRÉTTIR Gólfleikjabók Bók sem börnin leika sér með á gólfinu þegar veður hamla útivist Út er komin hjá Erni og Öriygi allnýstárleg barnabók, sem er hvorttveggja i senn bók og leik- fang. Hún nefnist Gólfleikjabókin og eins og nafn hennar gefur til kynna er ætlunin aö börn leiki sér meö hana á gólfi eöa boröi eftir því sem aðstæður leyfa. Bókin er prentuð á þykk spjöld og í henni eru margs konar þrautir og leikir sem börn og raunar fullorönir líka geta sameinast um og leikið aftur og aftur. í Gólfleikjabókinni er klukka meö færanlegum vísum, dagatal með hreyfanlegri skífu, þrír skemmtilegir leikir, bæjarkort til bílaleikja, stóreflis brúöuhús, sögur og vfsur og dansgólf meö danssporum. Gólfleikjabókin er í raun sneisafull af leikjum, myndum, frásögnum og vísum. Höfundar eru Carolien og John Astrop en þýðingu annaöist Jón Skapta- son. Vegna stærðar sinnar er bókin afgreidd í sérstaklega til- sniönum plastpoka og þarf starfsfólk bókabúöanna því ekki aö hafa fyrir innpökkun. Nýju fötin keisarans Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér nýja barnabók, sem ber heitið Nýju fötin keisarans og aðrar gamansögur. Bók þessi kom fyrst út í Bandaríkjunum 1986 og hefur síðan fariö sigurför um mörg lönd. í bókinni eru eftirgreindar þrjár gamansögur eða ævintýri: Nýju fötin keisarans, hið þekkta ævintýri H.C. Andersens, Óskirnar þrjár, gömul ensk þjóðsaga, sem víða hefurfarið og Meistari meistaranna, sem einnig er ensk þjóðsaga, en þó yngri. Sögur þessar eru allar sagðar í gamansömum tón og eru því skemmtilegar aflestrar, þótt þær séu í eðli sínu dæmi- sögur. Allar myndir í bókinni eru nýjar, gerðar af Karen Milone. Gefa þær sögunum nýtt gildi. Myndir þessar eru glæsilegar að allri gerð og prentaðar í 4 litum. Stef- án Júlíusson rithöfundur íslensk- aði bókina. Bókin er fyrir börn á öllum aldri. Tröllaævintýri Nú langar okkur að fá frá ykkur tröllaævintýri í Barnakompuna. Við erum viss um að þið getið samið gott ævintýri og sent okk- ur. Ekki væri verra að fá mynd með. Við ætlum að hjálpa ykkur af stað og gefa ykkur lýsingu á þremur aðalpersónum sögunn- ar. Þið getið bætt við persónum og svo er það ykkar að láta ævintýrið gerast. Sendið ævin- týrið til Barnakompunnar, Þjóð- viljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Persónur í Tröllaævintýri: Tómas tröllkarl. 499 ára hell- isbúi sem farinn er að eldast. Besta skinn en nokkuð upp- stökkur. Heyrir illa og nærsýnn. Anna. Anna er barn eða ung- lingur. Hún þykir fádæma huguð og hrekkjótt en er, eins og allar góðar aðalpersónur, góð inni við beinið. Elli. Ungur drengur sem býr í nágrenni við Tómas. Elli notar gleraugu og er mikill spekingur. Veit allt sem þörf er á að vita en er oft mikill klaufi. BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON Við höfum fengið hér í Barnakomp- unni að sjá Ijóð og sögur sem börn hafa samið. Hérna kemur fyrsta söguljóðið þar sem sagan er sögð í Ijóðformi. Þar segir af kindinni Bú- kollu og Betu frænku. Fret Einu sinni var rolla hún hét Búkolla. Hún œtlaði að drekka kaffi úr bolla en kaffið vildi ekki í bollanum tolla. Þá reyndi hún að fá sér að éta hún reyndi að éta tvo Breta. Það tókst en þá þurfti hún að freta. Frœnka Búkollu hét Beta. Þegar hún heyrði fretið gat hún ei á sér setið hún reyndi að slá heimsmetið og fretaði og fretaði á fu/lu. Þegar fretin á speglinum skullu sprakk hann í þúsund mola. Þá fór ungfrú Beta að vola og hœtti að reyna að slá met. Hilmar Hilmarsson, 11 ára. Er athyglisgáfan í lagi? í hverri röð eru tveir sem líta alveg eins út. Finndu þá og litaðu. í haust var tekinn í notkun nýr skóli í Reykjavík. Þetta var Vesturbæjarskólinn sem áður hafði verið í gömlu húsi við Stýrimannastíg. Gamla húsið við Stýrimannastíg hafði lengi verið skóli því áður en Vesturbæjarskólinn tók sér þar ból- festu var húsið notað sem stýrimannaskóli. Nú stendur húsið við Stýrimannastíg autt. Einn nemandi Vesturbæjarskólans samdi Ijóð um búsetuskipti skólans. Skólinn Skólinn vaknar með opnar dyr og fullur af börnum og kennurum og sfólum. Hann er glaður af nofkun. En ó morgun fer allf sfólar, borð og kennarar og börn. Honum leíðisf gömlu húsi sem óður var skóli og annar skóli ó undan. Allfaf er rifísf. Það finnsf honum fúlf. Nýr skóli hlœr og gleðsf af illgirni. Gamli skólinn er nú ekkerf ekki skóli ekki íbúð ekkert. Hálfdán Bjarki 10 ára Vesturbœjarskóla. 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.