Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 04.11.1988, Blaðsíða 30
MYNDLIST Alþyöubankinn, Akureyri, kynningu á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur lýk- ur í dag, 4.nóvember. FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Ólöf Einarsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir sýnatextílverk. Sýningin stendurtil 13. nóvember og er opin daglega kl. 14-19. Gallert Borg, Baltasar sýnir 26 nýjar lithografíur. Sýningin, sem stendurtil 15. nóvember, er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, Hafdís Ólafsdóttir sýnir grafíkmyndir. Sýninginstendurtil 13. nóvemberog er opin kl. 12-18 þriðjudaga til föstu- daga, og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna sem að galleríinu standa. Opið kl. 12- 18allavirkadaga. Gallerí List, Skipholti 50 b, Jónína Björg Gísladóttir sýnir handmálaðar silkislæöur til sunnudags, 6. nóvem- ber. Galleríið er opið virka daga kl. 10- 18 og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Rósa Gísladóttir sýnir höggmyndir unnar í steinsteypu. Sýningin stendur til sunnudags, 6. nóvember, og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Holiday Inn, sýning á verkum Snorra Arinbjarnarstendurtil 13. nóvember og er opin virka daga kl. 14-22, og kl. 14-19umhelgar. Hótel Borg, sýning á verkum Daða Jónssonar stendur út nóvember. Kjarvalsstaðir, Vestursalur, Septem 88, sýning Septem-hópsins til minn- ingar um Valtý Pótursson. Austursal- ur, málverkasýningar Guðmundar Ármanns og Kristins G. Jóhanns- sonar. Sýningarnar standa til 13. nóvember, Kjarvalsstaðir eru opnir daglegakl. 14:22. Listasafn ASI, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá opnar sýningu á mynd- verkum úr ull, á morgun kl. 14. Sýn- ingin stendur til 20. nóvember og verður opin kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20umhelgar. Lístasafn Einars Jónssonar, er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11- 17. Listasafn Islands, sýning á kyrralífs- myndum Kristínar Jónsdóttur stendur til 27. nóvember. Sýnishorn eldri verka í eigu Nýlistasafnsins verða á efri hæð safnsins til 13. nóvember. Einnig eru til sýnis íslensk verk í eigu Listasafnsins. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer fram á fimmtudögum kl. 13:30, og er mynd nóvembermán- aðar Uppstilling, eftir Kristínu Jóns- dóttur. Listasafnið er opið alla daga nemamánudaga, kl. 11-17. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi eropið laugardaga og sunnudagakl. 14-17. Kaffistofan er opinásamatíma. MÍR, Vatnsstíg 10, á morgun kl. 15 verður opnuð sýning á grafík og list- munum frá sovétlýðveldinu Kirgizíu í Miðasíu. Sýningin verður opin fram eftir mánuðinum, virka daga kl. 17- 18:30 og kl. 15-19 um helgar. Mokka, Skólavörðustíg, Asta Guð- rún Eyvindardóttir sýnir olíumyndir. Sýningin stendurtil 13. nóvember. Norræna húsið, Anddyri, sýning á Ijósmyndum sænska málarans Bruno Ehrs. Kjallari, Ólafur Sveinn Gíslason sýnir skúlptúra. Sýningun- um lýkur á sunnudaginn, 6. nóvem- ber. Norræna húsið er opið kl. 9-19 virka daga og kl. 12-19 um helgar, sýningarsalir í kjallara eru opnir kl. 14-18daglega. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Gunnar Örn sýnir málverk og máluð einþrykk unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 16. nóvember og verður opin virka daga kl. 10-18, kl. 14-18 um helgar. Nýlistasaf nið, sýning á verkum er- lendra listamanna í tilefni 10 ára af- mælis safnsins stendur til 13. nóvem- ber og er opin virka daga kl. 16-20 og kl. 14-20 umhelgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Asgríms stend- ur til febrúarloka 89. Safnið verður opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 13:10- 16. Slúnkaríki, ísafirði, sýning á verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur stendurtil 13. nóvember. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendurtil 25. nóvember. Opið kl. 9:15-16 alla virka daga. Undir pilsfaidinum, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Örn Karlsson opnar sýningu á klippimyndum á morgun kl. 15. í tengslum við sýninguna verða ýmsar uppákomur (s.s. tónleikar og performansar) á sunnudagskvöld- LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Kjallara Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóar- konunnar, annað kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16, mánudagskvöld kl. 20:30. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, Mjallhvít, á sunnudaginn kl. 15. Leikfélag Akureyrar, Tangó, Inn- sýn, Af mönnum, gestaleikur Is- lenska dansflokksins, i kvöld og ann- aðkvöld kl. 20:30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil i Katt- holti, í Bæjarbíói á morgun og sunnu- dag kl. 16. Leikfélag Kópavogs, Félagsheimili Kópavogs, Fróði og allir hinir grisling- arnir. Leikfélag Mosfellssveitar, Hlé- garði, Dagbókin hans Dadda. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, sunnudagskvöld kl. 20. Sveita- sinfónía, í kvöld og annað kvöld kl. 20:30. Leikfélag Selfoss, Leikhúsinu v/ Sigtún, Mávurinn, í kvöld kl. 20:30. Litla leikfélagið, Garðinum, Himna- ríki Hitlers (Ótti og eymd í Þriðja rík- inu), Gyðingakonan, Spæjarinn og Krítarkrossinn, frumsýning annað kvöld kl. 21. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht og Sköllótta söngkonan eftir lonesco, í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Þjóðleikhúsið, Stóra sviðið, Mar- mari, laugardagskvöld kl. 20, síðasta sýning. Gamla bíó, Hvar er hamarinn? á morgun kl. 14, sunnudag kl. 15. TONLIST Kolbeinn Bjarnason flautuleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari spiia í Eyrarbakkakirkju á sunnudaginn kl. 16. Á efnisskránni er tónlist allt frá tímum barokkmeistaranna til vorra daga. Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari heldureinleikstónleika í Nor- ræna húsinu á sunnudaginn kl. 17. Á efnisskránni er svíta nr. 3 eftir Britten, svíta í C-dúr eftir Bach og sónata gpus 8 eftir Kodaly. íslenska óperan, Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavtaradze píanóleikari, halda tónleika á morgun kl. 17. Á efnisskránni eru sónötur eftir Richard Strauss, Brahms og Rach- maninoff. Listafélag Menntaskólans v/ Hamrahlið heidur UPPAsamkomu ársins í hátíðarsal MH i kvöld kl. 22. Fram koma hinar vanmetnu AmRÍKUstjörnur Sykurmolarnir, Ris- aeðlan, Langi Seli og Skuggarnir. MÍR, tónleikar og danssýning v/ Sovéskra daga verður í Þjóðleikhús- inu á sunnudagskvöldið kl. 20. Fram kemur listafólk frá sovétlýðveldinu Kirgizíu, alls um 20 listamenn með fjölbreytta efnisskrá: hljóðfæraleikar- ar, dansarar og söngvarar. HITT OG ÞETTA MÍR, Vatnsstíg 10, opið hús á morg- unkl. 14-18ítilefniSovéskradaga. Hvað á að gera um helgina? Vilborg Halldórs dóttir leikkona „Ég ætla að eyða hluta af helginni í að hreinskrifa gömul skúffuljóð frá undangengnum árum og svo er aldrei að vita nema ég taki nokkur tangó- spor að auki ef tækifæri gefst. Hvar það verður er hinsvegar leyndarmál," sagði Vilborg Halldórsdóttir leik- kona. Þar fyrir utan hefur Vilborg áhuga á að sjá uppsetningu Kjartans Ragn- arssonar á Hamlet í Iðnó en einnig ef tími gefst til að sjá Barfluguna í Regn- boganum með Mickey Rourke og Faye Dunaway. „Helgarmaturinn verður ofnsteikt naglasúpa með við- biti,“ sagði Vilborg Halldórsdóttir. Kvikmyndasýningar, kvæðalestur, tónleikarog fleira. Listahátíð unglinga verður haldin í Fellahelli og Gerðubergi dagana 6. til 11. nóvember. Boðið upp á tónlist, myndlist, upplestur, dans, glensog fleira. Allirvelkomnir. Þjóðfræðafélagið heldurfund í stofu 308, Árnagarði v/ Suðurgötu á mánu- daginn kl. 20. Halla Kjartansdóttir ræðir um drauma í fornsögum og þjóðsögum. Áfram forum, 1. fundur verður hald- inn í Öldugötusal Hallveigarstaða, Túngötu 14 á morgun kl. 11. Sigríður Vilhjálmsdóttirþjóðfélagsfræðingur kynnir bókina Konur og karlar á Norð- urlöndum. Hana nú, lagt upp í laugardags- gönguna í fyrramálið kl. 10 frá Digra- nesvegi 12. Útivist, helgarferð á Snæfellsnes dagana 4.-6. nóvember. Sunnu- dagsferð: Seljadalur- Krókatjörn- Álfaborg. Borgargleði, skemmtun fyrir börn á öllum aldri á Hótel Borg á sunnudag- inn kl. 15. Hljómsveit Andra Bach- mann, kaffi og borgarbakkelsi, að- gangseyrir 250 kr., frítt fyrir fullorðna í fylgd með börnum. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæámorgun kl. 13:30. Köku- basar kl. 15,óskaðeftirkökum. Danskennsla kl. 17:30, dansað kl. 20:30-23:30. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 á sunnudaginn kl. 14, frjálst spil og tafl, dansaðkl. 20-23:30. Opið hús í Tónabæ á mánudaginn kl. 13:30,félagsvistkl. 14. Stjórn Styrktarfélags vangefinna boðar til sameiginlegs fundar með foreldrum/ forráðamönnum og starfs- mönnum félagsins í Bjarkarási á mánudaginn kl. 20:30. Magnús Krist- insson formaður félagsins greinir frá helstu verkefnum þess, Stefán Hreiðarsson læknir, forstöðumaður Greiningarstöðvar ríkisins, segirfrá starfsemi stofnunarinnar, kaffi- veitingar. Biblíuerindi í Neskirkju, dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessorflyturerindi um fyrstu kafla 1. Mósebókar í safnaðar- heimili kirkjunnar á sunnudaginn kl. 15. Borgfirðingafélagið í Reykjavík, félagsvist á sunnudaginn kl. 14 í Sóknarsalnum, Skipholti 50 a. Húsmæðrafélag Reykjavíkur held- ur basar á sunnudaginn að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14. Handavinna ss. vettlingar, peysur, jólapóstpokar, jólasvuntur og lukkupokar. Allur ágóði rennur til líknarmála. Kvenfélagið Hringurinn heldur handavinnu- og kökubasará sunnu- daginn kl. 14 í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109-111. Allurágóði rennurtillíknarmála. J.C.bros heldur flóamarkað og köku- basar kl. 9:30-16:30 í dag, í glerskál- anum á Eiðistorgi. Til sölu heimabak- aðar kökur og ónotaður fatnaður. Skátafélagið Segl vígir nýtt fé- lagsheimili að Tindaseli 3 í Selja- hverfi í dag kl. 14. Opið hús eftir vígsl- una. Kvöldvaka í Ölduselsskóla hefst kl. 20. Allir skátar og velunnarar velk- omnir. Templarahöllin, Eiríksgötu 5, skemmtikvöldin verða á hverjum föstudegi í vetur. Allir sem vilja skemmta sér án áfengis velkomnir. Félagsvist hefst kl. 21. Tíglarnir leika fyrirdansi. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Upplýsingar eða áróður? Nú eru forsetakosningar í að- sigi í Bandaríkjunum og fram- bjóðandinn sem ættaður er frá grísku eynni Lesbos er að sjálf- sögðu minn maður þótt hann eigi undir högg að sækja. Lengi vel var allt útlit fyrir að varamaður Reagans ynni yfirburðasigur en á síðustu dögum og vikum hefur sá gríski halað inn stig og saxað á förskot Bush. Ástæðan fyrir þessari síðbúnu sókn Michaels Dukakis er sögð sú að hann hafi breytt um stíl í baráttunni og farið að höfða til fylgismanna velferðarkerfisins, snúið sér frá miðju til vinstri. Það gerði hann meðal annars í nýjum sjónvarpsauglýsingum þar sem ráðist var beint framan að áróð- ursmeisturum andstæðingsins sem eru mestu refir og hafa að baki sér rótgróna, volduga og vel smurða kosningavél Repúblik- ana. Forsetakosningar í Bandaríkj- unum hafa löngum verið mikið sjónarspil og fjölmiðlagrfn þótt það sem tekist er á um sé vita- skuld ekkert grín. Auglýsinga- stofur leika æ stærra hlutverk í því að velja þessu volduga ríki forystu og ég heyrði í útvarpinu á dögunum að hvor frambjóðandi eyddi að þessu sinni hálfum öðr- um miljarði íslenskra króna, bara í sjónvarpsauglýsingar. Eru þá öll önnur viðvik ótalin, svo ekki sé minnst á eyðslu allra hinna fram- bjóðendanna því jafnframt for- setakosningunum er einnig kosið til þings og í fjölmörg önnur emb- ætti. Þessi þróun er orðin nokkuð gömul í Bandaríkjunum og hún hefur líka skotið rótum í Evrópu. Hér á landi slógu auglýsingastof- urnar í gegn fyrir alvöru í síðustu kosningum. Flestir eru sammála um að Steingrímur Hermannsson megi ekki síst þakka slagorðinu um „klettinn í hafinu“ stórsigur sinn á Reykjanesi. Sá frasi var samin af auglýsingafólki og sú stétt átti óvenju annríkt í síðustu kosningum, flestir ef ekki allir flokkar höfðu samband við auglýsingastofurnar. Við höfum líka fengið að sjá aðra hlið á störfum auglýsing- astofanna að verki í stjórnmálum frá því kosið var í fyrra. Jón Bald- vin er maður nýjunganna og hann innleiddi umdeildar upplýsinga- herferðir í tengslum við breyting- ar á skattakerfinu og annað sem hann var að dunda sér við í fjár- málaráðuneytinu. Þetta hefur einnig rutt sér til rúms í Bretlandi (er ekki Jón Baldvin menntaður þar?). f frétt- „Er heppilegt íyrir lýðræðið í landinu að fela auglýsingastofum að annast þjóðfélagsumræðuna? Er sú umræða ekki einmitt hornsteinn iýðræðisins?" um í vikunni var sagt frá því að lögreglan í Lundúnum hygðist fara í herferð gegn afbrotum á götum stórborgarinnar. í því skyni hafði stofnunin gert samn- ing við auglýsingarisann Saatchi & Saatchi um að annast þessa herferð að stórum hluta. Það var einmitt sú stofa sem sá um að tryggja Margréti Thatcher endur- kjör í síðustu kosningum. Nú, hvað með það þótt þar til gerðum fagmönnum sé falið að annast upplýsingastreymið frá stjórnvöldum til þegnanna? Það er í sjálfu sér allt í lagi upp að vissu marki. Það er ekkert við það að athuga þótt pólitíkusar feli fagfólki gerð upplýsingaefnis um til að 'mynda alnæmi eða skaðsemi reyícinga og annarra fíkniefna. Því meiri fagmennska sem viðhöfð er þeim mun meiri líkur eru á að boðskapurinn kom- ist til skila. Það er hins vegar umdeilan- legra þegar í hlut eiga fyrirbæri sem ekki ríkir pólitísk eining um. Svo ég vitni enn til Bretlands þá hafa tvö fyrirtæki séð kosti þess að leggja út í auglýsingaherferðir um starfsemi sína. Annað þess- ara fyrirtækja er verktakasam- steypan sem er að grafa göng undir Ermarsund en hitt er kjarn- orkuverið í Sellafield. í þeim herferðum er ekki verið að upp- lýsa almenning um allar hliðar á starfsemi þessara fyrirtækja. Því sem telja má umdeilt er alveg sleppt, til dæmis er hvergi minnst á það hvernig Sellafield- orkuverið losar sig við kjarnork- uúrgang. í þessum dæmum er í raun ekki verið að upplýsa heldur stunda einhliða áróður. Og þá er spurn- ingin sú hvort skattgreiðandinn er fús til að borga slíkan áróður. Er það heppilegt fyrir lýðræðið í landinu að fela auglýsingastofum að annast þjóðfélagsumræðuna? Er sú umræða ekki einmitt horn- steinn lýðræðisins? 30 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 4. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.