Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 1
Ferðaskrifstofumálið: Eimskip skipar fyrir Eimskip sendiFerðaskrifstofunni telefaxskeyti með leiðbeiningum um hverjuferðaskrifstofumenn œttu að svara fjölmiðlum. „Forðast skal átök ífjölmiðlum viðjónas Hallgnmsson. "Eimskip og Ferðaskrifstofa IslarAs eru ennþá óskyld fyrirtœki Svo sem kunnugt er aí fréttum Þjóðviljans hefur sala Ferðaskrif- stofu ríkisins til starfsmanna hennar verið til rannsóknar hjá samgönguráðuneytinu. Það upp- lýstist með skrifum Þjóðviljans að starfsmenn höfðu gert sam- komulag við Eimskipafélag ís- lands um að Eimskip keypti allt að þriðjungi hlutabréfa í Ferða- skrifstofu Islands, áður en starfs- menn ákváðu að taka tilboði ríkisins um kaup á fyrirtækinu, sem var forsenda þess að lög frá Alþingi tóku gildi. Eitthvað hef- ur Eimskipafélagsmönnum þótt fréttaflutningurinn óþægilegur, því í síðustú viku sendu þeir forr- áðamönnum Ferðaskrifstofu ís- lands telefax-skeyti, þar sem þeim eru lagðar línurnar um það hverju þeir eigi að svara fjölmiðl- um um málefni Ferðaskrifstofu íslands. _ Sérstaklega eru þeir varaðir við að lenda í opinberum deilum eða skrifum við Jónas Hallgríms- son, forstjóra hinnar nýstofnuðu Norrænu ferðaskrifstofu, en sú ferðaskrifstofa fékk einmitt samning þann sem Ferðaskrif- stofa lslands hafði við Smyril Line. Þeim sem til þekkja þykja þetta furðuleg vinnubrögð af hálfu Eimskipafélags íslands, sérstaklega þegar tekið er tillit tií þess að Eimskipafélagið er enn ekki orðið eigandi að Ferðaskrif- stofu íslands. „Alltaf má fá ann- að skip og annað föruneyti. Eng- in ástæða er til að ræða neitt sér- staklega um Norrænu, nema spurt sé hvort Ferðaskrifstofan hafi misst umboðið fyrir Norr- ænu. í því sambandi sícal forðast átök við Jónas Hallgrímsson í fjölmiðlum", segir í niðurlagi skeytisins, sem sent er með blað- haus Eimskipafélagsins. Jónas Hallgrímsson hefur sl. 15 ár séð um samninga við Smyril Line, sem rekur ferjuna Nor- rænu. Hafði hann forgöngu um það á sínum tíma að Ferðaskrif- stofa ríkisins fékk samning við Smyril Line, en samningar þess- ara aðila runnu út 1. október sl. Sennilega hafa Austfirðingar haft veður af hugsanlegum kaupum Eimskips í Ferðaskrifstofu ís- lands og gert Færeyingum við- vart, því Jónas Hallgrímsson náði samningunum til Austfars hf. sem hann erforstjóri fyrir. Smyril Line hafði engan áhuga á að fara í samvinnu við Eimskipafélagið í gegnum Ferðaskrifstofu íslands, þar sem þeir telja Eimskip vera sinn samkeppnisaðila. Enda er látið að því liggja í telefax-skeyti Eimskips að félagið fyrirhugi að „fá annað skip" sem yrði þá vænt- anlega í samkeppni við Smyril. Austfar hf. á nú 51 % hlutafjárí Norrænu ferðaskrifstofunni, sem hefur samning við Smyril Line. Smyril Line á hins vegar 49% í Norrænu ferðaskrifstofunni. Það er ætlan manna að það hafi ekki síst verið áhugaefni Eimskipafé- lagsmanna að ná í gegnum Ferða- skrifstofu íslands samningunum við Smyril Line, sem þeir hefðu og gert, hefði Jónas Hallgrímsson ekki orðið fyrri til. Það eru um- ræður um þessi mál m.a. sem Eimskipafélagsmerm skipa nú Ferðaskrifstofumönnum að hafa hljótt um og það jafnvel þótt for- mlega séu engin tengsl á milli fyrirtækjanna. /Má telja þessi samskipti fyrirtækjanna einstök í sinni röð. / Þjóðviljinn'hafði samband við Steingrím J. Sigfússon sam- gönguráðherra, en hann vildi hvorki játa né neita tilvist þessa skeytis, né tjá sig um málið að öðru leytí en því að rannsókn ríkislögmanns væri lokið og hann myndi svara fyrirspurn Guð- mundar Ágústssonar á Alþingi nk. fimmtudag. / -phh Hárskurður 327% verðmunur Þeir sem hafa í hyggju að láta snyrta á sér kollinn ættu að vanda val sitt á hárgreiðslu- og rakara- stofum. í verðlagskönnun sem Verðlagsstofnun gerði í septemb- er og október kemur í ljós að verðmunur þessarar þjónustu er alltað327%. Könnunin náði til 126 stofa á höfuðborgarsvæðinu. Lægsta verð á herraklippingu var 650 krónur á hárgreiðslustofunni Ellu við Dunhaga, Þemu við Reykjavíkurveg og rakarastofu Sigurðar við Laugarnesveg. Hjá Dúdda á Suðurlandsbraut kost- aði klipping 1.100 krónur eða 69% meira en hjá fyrrgreindum stofum. Herraklipping kostaði 1.095 krónur hj á Aristókratanum og Hári og snyrtingu. Dömuklipping kostar það sama á flestum stofum og herra- klipping. Dúddi tekur þó meira fyrir dömuklippingu en herra, þar sem hún kostar 1.530 krónur sem er 136% hærra verð en þar sem hún er ódýrust. Hjá Salon VEH í Húsi verslunarinnar kost- ar dömuklipping með blæstri 1.815 krónur sem er 179% hærra verð en hjá þeim ódýrustu. Mun- urinn á milli stofa verður síðan enn meiri þegar ýmis aukaþjón- usta eins og hárþvottur er tekin með, eða allt að 327% munur. -hmp Ymir skaltu heita. Það var Hulda Daníelsdóttir sem gaf hinum nýja bor Jarðborana nafn. Hún er eiginkona Guðmundar Sigurðssonar yfirverkstjóra hjá fyrirtækinu, en hann er oftast kallaður bormaður íslands nr. 1. Mynd:Þóm. Jarðbor Ýmir skaltu heita í gær bættist sjöundi jarðbor- inn í eigu Jarðborana. Honum var gefið nafnið Ýmir sem sótt er til goðsagna eins og önnur nöfn á jarðborum fyrirtækisins. Að sögn Karls Ragnars fram- kvæmdastjóra Jarðborana hafa orðið miklar framfarir í bortækni og nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að hanga í tískunni, eins og hann orðaði það, en tólf ár eru liðin síðan síðast var fenginn nýr bor til landsins. Nýi borinn kostaði rúm- ar 25 miljónir kr. og getur hann borað 500 metra djúpar holur. Karl sagði að næg verkefni væru framundan, og þótt nokk- urs samdráttar hefði gætt í starf- semi fyrirtækisins að undanförnu sagðist hann bjartsýnn á að næg verkefni væru fyrir nýja borinn. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.