Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kjarnorkuvopnalaus svæði Tómlæti stjómvalda Herstöðvaandstœðingar: Miðar lítt ístofnun kjarnorkuvopnalaus svæðis á Norðurlöndum. 9 afhverjum 10 Islendingum hlynntir stofnun svæðisins. Enginn áþreifanlegur árangur afstarfi norrœnu embœttismannanefndarinnar Þrátt fyrir að næstum tvö ár séu nú liðin frá því stofnuð var nefnd embættismanna frá öllum Norðurlöndum til að vinna að undirbúningi stofnunar kjarn- orkuvopnalauss svæðis á Norður- löndum virðist enginn áþreifan- legur árangur ætla að verða af starfí nefndarinnar. Raunvextir Krafa um lækkun Stefán Valgeirsson, fjórða hjól- ið undir vagni ríkisstjórnar- innar segir að vextir verði að lækka án tafar, stjórnarsamstarf- ið sé til lítils ef það gangi ekki eftir. Heilu byggðarlögin eigi allt undir því að vextir lækki. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru menn í viðskiptaráð- uneytinu mjög óánægðir með hvað bankakerfið hefur lækkað vexti lítið miðað við lækkun verð- bólgunnar. Þar bíða menn nú niðurstöðu könnunar á verðlags- hækkunum í októbermánuði o'g grípa ekki til frekari aðgerða fyrr en þær niðurstöður liggja fyrir ásamt upplýsingum um þróun lánskjaravísitölu. Stefán Valgeirsson sagði í sam- tali við Þjóðviljann í gær að hann hefði gert kröfu til þess við upp- haf stjórnarsamstarfsins, að raunvextir lækkuðu í 3-4%. Þeir hefðu lækkað um 0,5% frá stjórnarmyndun og væru nú 8,75% en um 20% á gráa mark- aðnum. „Ég ætlast til þess að ríkisstjórnin ræði við mig um þessi málefni og að hún geri þær ráðstafanir sem duga,“ sagði Stefán. Hann teldi sig ábyrgan í þessu máli og honum bæri skylda til að vara stjórnina við. Hann ætlaði ekki að taka þátt í því að stuðla að fjöldaatvinnuleysi, bara vegna þess að menn þyrðu ekki að taka á málinu. Ef vextir lækk- uðu ekki þyrfti að lækka gengið og þá væri stjórnin búin að vera, fólkið myndi snúa við henni baki. Landssmiðjan Engir erfiðleikar Stjórn Landssmiðjunnar hf. vill gera eftirfarandi athugasemd við frétt Þjóðviljans 3. nóvember 1988 um leit Rafha í Hafnarfirði eftir samruna fyrirtækja í málm- iðnaði. Ríkissjóður er hluthafi í Rafha hf. Fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs bauð Lands- smiðjunni hf. hlut sinn í Rafha hf. til kaups og hefur stjórn Lands- smiðjunnar haft það mál til at- hugunar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um mál þetta af hálfu Landssmiðjunnar. í áðurnefndri grein er haft eftir stjórnarfor- manni Rafha að ljóst sé að mörg þeirra fyrirtækja sem hann hefði átt í viðræðum við ættu í erfið- leikum. Það er Ijóst að finna má fyrirtæki í málmiðnaði sem eiga í rekstrarerfiðleikum og/eða hafa fengið greiðslustöðvun. Vegna þessara ummæla svo og að Landssmiðjan hf. er tilgreind eitt fyrirtækja í greininni er því hér með komið á framfæri að þessi ummæli eiga ekki við um Lands- smiðjuna hf. Yfirgnæfandi meirihluti lands- manna eða 9 af hverjum 10 er hlynntur stofnun svæðisins og með það í huga eru tómlæti og aðgerðarleysi íslenskra stjórnvalda í þessu máli lítt skiljanleg að sögn Samtaka her- stöðvaandstæðinga. Óháðar friðarhreyfingar á Norðurlöndum telja að taka beri alvarlega og sannreyna þær hug- myndir sem Sovétríkin hafa sett fram varðandi þeirra hlut í að stofnun svæðisins verði að veru- leika. Á sl. ári hafa Sovétríkin margoft ítrekað vilja sinn til að flytja á brott skammdræg kjarn- orkuvopn á Kólaskaga, í Eystra- salti og á svæðinu umhverfis Leníngrad sem eru bein ógnun við öryggi Norðurlanda. í tilefni heimsóknar aðalfram- kvæmdastjóra NATO hingað til lands hvetja Samtök herstöðva- andstæðinga íslensk stjórnvöld til að gera honum grein fyrir afstöðu íslensku þjóðarinnar til stofnunar kjarnorkuvopnalauss svæðis á Norðurlöndum og hvaða breytingar þurfi að gera á her- stöðinni á Keflavíkurflugvelli til að hugmyndin geti orðið að veru- leika. Til að koma hreyfingu á málið hafa óháðu friðarhreyfingarnar sent opið bréf til ríkisstjórna í löndum sínum þar sem þær eru hvattar til að taka til hendinni og kanna þegar í stað innihald og trúverðugleika tillagna Sovét- manna varðandi brottflutning skammdrægra kjarnorkuvopna til þess að hægt verði að lýsa Norðurlöndin kjarnorkuvopna- laust svæði. Þá hafa friðarhreyfingarnar einnig sent bréf til sendiráða Sovétríkjanna á Norðurlöndum þar sem Sovétríkin eru hvött til að flytja án skilyrða og einhliða burt þau skammdrægu kjarnork- uvopn sem sé beint að Norður- löndum og ógni öryggi íbúa þeirra. -grh Varaflugvöllur Orð Wömers rangtúlkuð Vigfús Geirdal: Rangt hjáfréttamönnum R ÚV og Stöðvar2 að Wörnersegi varaflugvöll ekki verða hernaðarmannvirki. Varaflugvöll ber að skoða í samhengi við sóknarstefnu í Norðurhöfum Ifréttatímum Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 á fímmtudag full- yrtu fréttamenn að Manfred Wörner aðalframkvæmdastjóri NATO hefði sagt hugsanlegan varaflugvöll á Islandi ekki verða hernaðarmannvirki. Vigfús Geir- dal, sem stundað hefur sjálfstæð- ar rannsóknir á hernaðarmálum, segir þetta rangtúlkun á orðum. framkvæmdastjórans. Vigfús sagði í samtali við Þjóð- viljann að Wörner hefði á engan hátt dregið úr því að hugsanlegur varaflugvöllur yrði hernaðar- mannvirki, „military installati- on.“ Aðalframkvæmdastjórinn hefði hins vegar sagt að flugvöll- urinn yrði ekki „military base,“ eða herstöð. Það væri algerlega á hreinu að áhugi NATO stafaði fyrst og fremst af hernaðarþörf- um. Enda fjármagnaði mann- virkjasjóður NATO eingöngu hernaðarmannvirki. Hann hefði ekki getað fjármagnað Leifsstöð og aðalstöðvar NATO í Evrópu, þar sem aðalstöðvarnar ætti ekki að nota á stríðstímum. Þegar Wörner útlistar þarfir NATO fyrir varaflugvöll segir Vigfús að spyrja þurfi; hvers vegna núna? NÁTÓ hafi verið með flugvöll á íslandi í um 40 ár og ekki þurft á varaflugvelli að halda. Hugleiðingarum varaflug- völl komi á sama tíma og NATO segi að dregið hafi úr hernaðar- umsvifum Sovétríkjanna hér við land. Þetta beri að skoða í sam- hengi við sóknarstefnu banda- ríska flotans á norðurslóðum sem einnig sé orðin viðurkennd stefna NATO. Þessari stefnu fylgi aukin umsvif. Vigfús bendir á að NATO velti einnig fyrir sér að reisa vara- flugvöllinn í Meistaravík á Græn- landi. Það sé besta sönnun þess að flugvöllurinn hafi eingöngu hernaðarlegt gildi. Flugvellinum í Meistaravík hafi verið haldið við sem eyðiflugvelli, en flugvöllur- inn við Scoresbysund þjóni öllu almennu flugi fyrir byggðina á svæðinu. Vigfús sagði flugvellina á Egilsstöðum, Húsavík og Sauðárkróki sjálfkrafa fullnægja Við bíðum bara eftir að hann láti sjá sig. Það er ekki rétt að við sitjum um hann, sagði tals- maður Bandaríkjahers þegar hann var spurðu út í þær fullyrð- ingar að leyniþjónusta Banda- / ríkjahers sæti um manninn sem flúði herþjónustu á Keflavíkur- velli fyrir tólf dögum. Að sögn Þorsteins Ingólfs- sonar hjá varnarmáladeild hefur herinn ekki leitað til íslenskra stjórnvalda vegna þessa máls. Þetta væri alfarið mál hersins. kröfum flugmálaáætlunar um varaflugvöll í almennu flugi og vísaði til ummæla flugmálastjóra í þeim efnum. Mannvirkjasjóður NATO myndi greiða kostnað við flugbrautina sjálfa og sértækan búnað fyrir herinn en Tslendingar þyrftu að leggja út kostnað eð þeir þyrftu hvort sem væri að leggja út, ef ekki meiri vegna aukaumstangs við herinn. Jón Baldvin Hannibalsson ætti að vera búinn að brenna sig nóg á flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli til að bæta þessu ekki við, sagði Ekki vildi flóttamaðurinn ræða við fjölmiðla í gær, en hann dvel- ur á heimili móður sinnar í Reykjavík. Að sögn talsmanns hersins er ekki ljóst hvaða refs- ingu hann fengi gæfi hann sig fram, en hann sagði að hámarks- refsing fyrir brot af þessu tægi væri tveggja ára fangelsisvist. Fari svo að hann gefi sig ekki fram á Keflavíkurflugvelli missir hann bandaríska ríkisborgararétt sinn, og verður eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. -sg Vigfus. -hmp Hermaðurinn Fer enn huldu höfði Talsmaður Bandaríkjahers neitar að setið sé um hann. Herinn hefur ekki leitað aðstoðar íslenskra stjórnvalda Arthur Morthens sérkennslufull- trúi á ráðstefnu Félags sér- kennslufulltrúa á Holiday Inn o Ráðstefnuhald Tímamot í sérkennslu Eg leyfi mér að fullyrða að ís- lenski grunnskólinn sé í kreppu. Hann er ekki fær um að sinna þeim grundvallarmannrétt- indum sem felast I jafnrétti til náms. Honum er ætlað að laga starf sitt að hverjum einstaklingi, og virða þannig mismunandi ein- stakiinga, en á hinn bóginn felast kennsluhættirnir í því að öllum er kennt hið sama, óháð þroska og getu, og því er djúp gjá milli yfirlýstra markmiða og mældra markmiða, sagði Arthur Mort- hens sérkennslufulltrúi á ráð- stefnu Félags sérkennslufræðinga í gær. Arthur sagði að ráðstefnan væri haldin við þau tímamót að ný sérkennslureglugerð væri í deiglunni, en talið er að allt að 20% nemenda þurfi á sérkennslu að halda um lengri eða skemmri tíma. Hann sagði að með ráð- stefnunni væri stefnt að því að stilla saman strengi og slá skjald- borg um þessa nemendur. Um er að ræða tveggja daga ráðstefnu, og lýkur henni seinnipartinn í dag. í fimmtán framsöguerindum er fjallað um málefni barna með sérkennslu- þarfir, almenna kennslu, sér- kennslu og skólaþróun hér á landi. Ráðstefnan er haldin á Holi- day Inn og var húsfyllir þar um miðjan dag í gær er blaðamaður rak inn nefið. Arthur kvað að- standendur ráðstefnunnar ánægða með undirtektirnar, en hann giskaði á að um 150 manns væru viðstaddir; sérkennarar, sálfræðingar og einnig margir for- eldrar. Hr, Flokkur Endurborin aronska Nýr stjórnmálaflokkur, Launþegaflokkurinn, hefur litið dagsins Ijós. Um er að ræða klofningsbrot úr Borgaraflokkn- um sem leggur höfuðáherslu á að tekið verði gjald fyrir veru bandaríska hersins hér á landi, til að standa undir útgjöldum þjóð- arbúsins. Önnur stefnumál flokksins eru m.a. þau að efla kaupleiguíbúða- kerfið, skera niður rfkisútgjöld, afnema lánskjaravísitölu, einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, auka kaupmátt, endurskipu- leggja fiskveiðar og fiskvinnslu, fækka ráðuneytum í sjö með deildarskiptu innanríkisráðu- neyti, einföldun í landbúnaðar- kerfinu, aukið trúarlíf og siðgæði Iandsmanna og styttingu skóla- ársins, svo eitthvað sé nefnt. í bráðabirgðastjórn Launþega- flokksins eiga sæti þeir Hreiðar Jónsson og Geir Gígja en fram- haldsstofnfundur verður boðað- ur fljótlega. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 5. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.