Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.11.1988, Blaðsíða 8
VIÐHORF Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Mýrargata og nágrenni Tillaga aö deiliskipulagi af Mýrargötu og ná- grenni er hér meö auglýst samkvæmt gr. 4.4 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985. Svæöiö afmarkast að austan af Grófinni, aö sunnan af Vesturgötu, aö vestan af Ánanaustum. Tillagan nær einnig til reits sem afmarkast af Vesturgötu aö norðan, Seljavegi aö austan, Holtsgötu að sunnan og Ánanaustum aö vestan. Svæöiö er undir stjórn tveggja aðila, svæöiö sunnan Mýrargötu heyrir undir Reykjavíkurborg en svæöiö noröan Mýrargötu undir Reykjavíkur- höfn. Skipulagstillagan er samstarfsverkefni Borgarskipulags, Borgarverkfræöings og Reykjavíkurhafnar. Skipulagstillagan veröur til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur Borgartúni 3, 4. hæö alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00 frá 7. nóvember til 7. desember. Athugasemdum eöa ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags innan auglýsts kynningartíma. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavík Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Kirkjusandur-Laugarnes-Klettur Tillaga aö deiliskipulagi svæöis, sem afmarkast aö sunnan af lóðarmörkum SÍS og SVR á Kirkju- sandi, aö austan viö austanverðan Laugarnes- veg, af Kleppsvegi sunnanveröum og noröaust- ast austan við lóð Stálumbúða við Sundagarða, auglýsist hér meö samkvæmt gr. 4.4 í skipulags- reglugerð nr. 318/1985. Tillagan er samstarfsverkefni Borgarskipulags, Borgarverkfræöings og Reykjavíkurhafnar. Skipulagstillagan verður til sýnis hjá Borgar- skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3,4. hæö frá kl. 8.30 til 16.00 alla virka daga frá 7. nóvember til 7. desember. Athugasemdum eöa ábendingum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega til Borgarskipulags innan auglýsts kynningartíma. Vill fólk vondar útvaipsstöðvar? Jón Rúnar Sveinsson skrifar Þetta finnst mér áleitin spurn- ing eftir að niðurstöður síðustu hlustendakönnunar Félagsvís- indastofnunar voru birtar. Þar kemur í Ijós að hlustun á Útvarp Rót er aðeins um eða innan við 1% þegar best lætur. Samkvæmt þessu er hámarkshlustun á Út- varp Rót ca. 2000 manns. Reyndar var könnunin gerð á virkum degi; hlustunin á Rótina er að öllum líkindum talsvert meiri um helgar. Ég væri augljóslega að tala gegn betri vitund ef ég væri ánægður með þennan árangur af starfi okkar sem höfum í meira en ár verið að vinna að framgangi óháðs grasrótarútvarps á íslandi. Að teknu tilliti til þess að Rótin er fyrst og fremst rekin af áhuga- mönnum hefur dagskrá hennar nefnilega verið ótrúlega góð og á svo sannarlega skilið að miklu fleiri hlusti en könnun Félagsvís- indastofnunar leiðir í ljós. Að hafa metnað En hvað er þá svona gott við dagskrá Útvarps Rótar? Þá staðhæfingu má rökstyðja á marga vegu. Eitt er það að Út- varp Rót hefur sýnt talsverðan menningarlegan metnað í dag- skrárgerð, t.d. með því að vera með upplestur úr fagurbók- menntum, ekki síst íslendinga- sögunum. Einnig hefur stöðin haldið úti margvíslegu efni fyrir börn og unglinga, samtals 10-15 klst. á viku. Af efni frá fjölmörg- um félagasamtökum nefni ég t.d. mjög vandaða, vikulega þætti um umhverfismál. Umfjöilun um þann málaflokk hef ég ekki orðið var við hjá sjálfri Rás 1, sem þó er flaggskipið í innlendri dagskrár- gerð á öldum ljósvakans. Útvarp Rót fer vissulega ekki í föt Rásar 1, en þó er Utvarp Rót sú út- varpsstöð hérlendis sem kemst næst „gömlu gufunni" hvað snertir innlenda dagskrárgerð og áherslu á hið talaða orð. Þó svo að Rótin hafi frá upp- hafi sett hið talaða orð í öndvegi, þá er tónlistarflutningur stöðvar- innar einnig verulegur. Þar hefur yyÁ Útvarpd Róthefur verið reynt að gera allt það sem „loftnetsgrammófónarn- ir“ við Sigtún og Snorrabraut gera ekki... “ verið reynt að gera allt það sem „loftnetsgrammófónarnir" við Sigtún og Snorrabraut gera ekki, svo sem eins og að leika klassíska tónlist í rninnst 10 tíma á viku, tónlist frá löndum þriðja heimsins, tónlist frá Norður- löndum og tónlist frá evrópskum menningarlöndum eins og Frakk- landi og Þýskalandi. Sem og þær tegundir engilsaxneskrar dægur- tónlistar sem helst ekki má spila á „stjörnubylgjunum", eins og t.d. pönk, nýrokk, djass og blús. Hver er svo niðurstaðan af því að reyna að reka opna, menning- arlega og lýðræðislega útvarps- stöð, sem ekki er háð fjármagns- öflunum? Jú, hlustun þeirra af nýju útvarpsstöðvunum, sem leggur sig fram um gæði og list- fengi í stað síbylju og sorpfrétta, mælist varla. Sigurvegarinn í kapphlaupinu um athygli hlust- enda er hinsvegar sú útvarpsstöð, sem einna hraðast hefur Íækkað flugið í dagskrárgerðinni frá síð- ustu hlustendakönnun, t.d. með því að leggja að mestu á hilluna allar fyrri tilraunir til alvarlegs fréttaflutnings. Tryggjum tilvist Rótarinnar! Starfið við uppbyggingu dag- skrár útvarps Rótar hefur gengið betur en nokkur þorði að vona. Tekist hefur að virkja áhugafólk og félagasamtök við að gera góða dagskrá. Akkilesarhæll útvarps Rótar, svo leitað sé líkinga í grískar forn- sögur, er hinsvegar fjármálin. MINNING Skuldir eru taldsverðar og „lausafjárstaðan“ heldur kröpp. Staðan er þó ekki verri en hjá ýmsum öðrum fyrirtækjum í fjöl- miðlabransanum og góðar líkur á að Rótin verði langlífari en sumir þeir aðilar sem nú hafa einna mest umleikis á öldum Ijósvakans og nefni ég hér engin nöfn. Við, sem viljum ekki að fjár- magnseigendur ráði æ meiru í heimi fjölmiðlanna og grafi þann- ig undan lýðræðislegum skoðana- skiptum í þessu landi, verðum að sameinast í kröftugu átaki til þess að styrkja stöðu útvarps Rótar. Það er t.d. mjög æskilegt að fleiri en þeir 5-600 hluthafar sem nú eiga stöðina gerist meðeigendur með því að kaupa hlutabréf, eða að núverandi hluthafar bæti við sig bréfum. Tekjur stöðvarinnar af áskriftum eru nú um 100 þús- und á mánuði. Þá tölu þarf a.m.k. að tvöfalda hið bráðasta. Rótin er einnig þessa dagana með happdrætti í gangi, sem allir hlustendur og stuðningsmenn ættu að taka þátt í. Símanúmer Rótarinnar - fyrir þá sem vilja vera með í því að halda stöðinni „í loftinu“ er 62 36 10 og 62 36 66. Að lokum er rétt að nota þetta tækifæri til þess að minna á hlut- hafafund sem haldinn verður á morgun, sunnudaginn 6. nóvem- ber. Þar gefst gott tækifæri til þess að ræða málin og skipu- leggja sem skjótastar aðgerðir til þess að rétta við fjárhagsstöðu Rótarinnar. Jón Rúnar er stjórnarformaður í Rót hf. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Reykjavík FJÖLBRAUTASKÓUHN BREIÐHQUI Frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Fyrirsæta Fyrirsætu vantar að myndlistardeild Fjölbrauta- skólans í Breiðholti. Dag- og kvöldtímar. Upplýs- ingar á skrifstofu skólans, sími 75600. Ragnar Kjartansson Fœddur 24.5. 1930 - Dáinn 25.10. 1988 í gær, 4. nóvember, var til moldar borinn Ragnar Kjartans- son rannsóknamaður á Veður- stofu íslands. Ragnar starfaði á Veðurstofu íslands frá 1961 og við jarðeðlisfræðideiid frá árinu 1964 til dauðadags. Eftir að eg byrjaði við jarðeðlisfræði- deildina, árið 1966, vorum við Nafni einu starfsmennirnir þar um langt skeið, og þaðan eru kynni mín af honum. Ragnar var fæddur í Reykja- vík, 24. maí 1930, sonur hjón- anna Ragnheiðar Magnúsdóttur frá Vallanesi og Kjartans Gísla- sonar frá Mosfelli. Ragnar mun hafa verið kominn langleiðina gegnum menntaskóla þegar hann varð að hætta þar vegna þess heilsuleysis, sem síðan þjáði hann alla tíð. Af söntu ástæðu þurfti hann að gefa upp á bátinn frama sem píanóleikari, en hann stundaði lengi nám í Tónlistar- skólanum og hefur mér verið sagt að hann hafi verið mjög efnilegur á því sviði. Ragnar var einstaklega sam- viskusamður starfsmaður og síð- ustu árin kom hann oft sárþjáður til vinnu, oft frekar af vilja en getu. Hann var einstaklega þægi- legur í umgengni, lúmskfyndinn og talaði ekki illa um nokkurn mann. Það gat ekki hjá þvífarið að við Nafni ræddum þjóðmálin á löngunv starfsferli, enda tilefnin ærin. Hann var flokksbundinn Sjálfstæðismaður og ég kommi. Er það skemmst frá okkar um- ræðu að segja að við högguðumst aldrei í sannfæringunni. I mínum huga standa þó eftir alveg óborg- anlegar sögur Nafna um viður- eign hans við flokkinn sinn. En svoleiðis sögur eiga víst ekki heima í minningargrein. Nafni dó úr lungnabólgu, þriðjudaginn 25. október, sl. Eftir stendur minningin um góð- an og hlýjan mann. Við á Veður- stofunni vottum venslafólki Ragnars og sambýliskonu hans okkar innilegustu samúð. Ragnar Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.