Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 10. nóvember 1988 244. tölublað 53. árgangur Fjölmiðlar Einokun fjáimagnsms Menntamálaráðherra: Auglýsingar inni í dagskrá ólöglegar. Ljósmiðlafrelsi hefur snúist upp íeinokunfjármagnsins. Haft íhuga við endurskoðun útvarpslaga Svavar Gestsson menntamála- ráðherra segir það alvarlegt um- hugsunarefni þegar frelsi í út- sendingum ljósvakamiðla snúist upp í andhverfu sína þannig að hluti þjóðarinnar væri útilokaður frá því að sjá íslandsmeistara- mótið í handknattleik, vegna þess að ein sjónvarpsstöð kaupir sér einokunarrétt. Með þessu sé sá einkaréttur sem ríkið hafði orðinn að einokunarrétti þeirra sem borgi mest. Svavar telur að þessa staðreynd verði að hafa í huga við endurskoðun útvarps- laganna í vetur. í samtali við Þjóðviljann sagði Svavar að það væri alveg tví- mælalaust í útvarpslögunum, að auglýsingar skyldu vandlega að- greindar frá öðru efni. Á þessum grundvelli hefði ríkisútvarpið skrifað menntamálaráðherra í maí sl. og óskað eftir úrskurði ráðuneytisins um það hvort lög- legt væri að vera með auglýsingar inni í mynd. Ráðuneytið sendi þetta erindi til útvarpsréttarnefndar sem lá lengi yfir málinu en komst ekki að ein- hlítri niðurstöðu. Eftir það hefur málið síðan verið til meðferðar hjá menntamálaráðuneytinu, og sagðist Svavar ekki hafa vitað af bréfi RÚV fyrr en í síðustu viku. Menntamálaráðherra skrifaði útvarpsstjóra bréf í gær þar sem auglýsingar með þessum hætti eru úrskurðaðar óheimilar og Stöð 2 var einnig tilkynnt þessi niðurstaða. Svavar sagðist hafa rætt við Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóra stöðvarinnar og hann hefði tjáð sér að hann myndi umsvifalaust taka tillit til þessa úrskurðar. Hvort þetta hefði síðan áhrif á útsendingar á handboltaleikjum vildi Svavar ekkert segja til um, en það alvar- lega í málinu væri að frelsið hefði snúist upp í andhverfu sína. -hmp Sjá síðu 3 Útgáfa Ohátíðleg bók Mín káta angist,fyrsta skáldsaga Guðmundar Andra Thorssonar kom útígœr Guðmundur Andri afhjúpar „Kátu angistina" sína í hófi Félags íslenska bókaútgefenda í gær. Mynd: Jim Smart. „Mín káta angist“ nefnist fyrsta skáldsaga Guðmundar Ándra Thorssonar, sem kom út hjá Mál og menningu í gær. Þjóð- viljinn hitti Guðmund Andra í hófi Félags íslenskra bókaútgef- enda, sem haldið var í gær og markar upphaf jólabókavertíðar- innar. Guðmund Andra er óþarfi að kynna fyrir lesendum Þjóðvilj- ans. Hann hefur ritað gagnrýni í blaðið okkar en er nú ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Hvað segir nýr höfundur? „Hann segir eitthvað nýtt. Nei annars, þetta er bara lítil saga sem ég vona að fólk hafi gaman af að lesa, þetta er ekki bók- menntaviðburður. “ Hvernig líður bókmenntafræð- ingi sem nú er orðinn að rithö- fundi? „Ef illa fer þá er alltaf hægt að segja við mig að ég sé misheppn- aður rithöfundur, þessvegna skrifi ég krítík, - það væri þá loks- ins orðið dagsatt.“ Hvernig lýsirðu nýju bókinni? „Þetta er bók um 25 ára strák sem verður skotinn í stelpu og horfir um leið á hillingarnar hrynja. Þetta er eiginlega Reykjavíkursaga, saga með alls- konar stellingar, ekki mjög hátíð- legar stellingar. Mér finnst þetta sjálfum vera óhátíðleg bók.“ -m /Sáf Grandi Elstu konunum sparkað Framsókn: Eldri verkakonum fórnað á altari hagrœðingar og skipulagsbreytinga. Hinn árlegi basarfélagsins til styrktar konum sem hœtt hafa störfum eða eiga í erfiðleikum verður nk. laugardag að Skipholti 50 A Hjá Verkakvennafélaginu Framsókn eru 22 verkakonur á atvinnuleysisskrá sem unnið hafa um lengri eða skemmri tíma hjá Granda hf. Þær voru ekki endur- ráðnar eftir hagræðingar og skip- ulagsbreytingar sem gerðar voru á fiskvinnslu fyrirtækisins í ágúst sl. Að sögn Rögnu Bergmanns formanns Verkakvennafélagsins Framsóknar eiga eldri verkakon- ur erfitt uppdráttar innan fyrir- tækja sem þær hafa unnið hjá lengi þegar ákveðið er að hag- ræða og endurskipuleggja þau. Pá bitna þessar aðgerðir fyrst og fremst. á eldra fólkinu sem fær ekki endurráðningu, þó svo að það sé engu síðri starfskraftur en margt yngra fólkið. Þá hefur Verkakvennafélaginu borist nokkrar tilkynningar frá atvinnurekendum þar sem til- kynntar eru hagræðingar og skip- uíagsbreytingar á störfum ræsti- ngakvenna. En það virðist vera helsta hálmstrá atvinnurekenda og hagræðingarráðunauta þeirra í dag að ganga í skrokk á ræsti- ngakonum þegar niðurskurðar- hnífnum er beitt. Á nk. laugardag heldur félagið sinn árlega basar í húsakynnum þess að Skipholti 50 A og hefst hann klukkan 14. Öllum ágóða af honum verður ráðstafað til að gleðja fullorðnar verkakonur sem hætt hafa störfum og konur sem eiga bágt og hefur sú hefð haldist í áratugi. Á basarnum verður ma. boðið uppá handunn- ar prjónavörur, ýmislegt föndur, jóladúka, og svuntur. Auk þess verður þar happadrætti að ó- gleymdu kaffi, vöfflum og öðru góðgæti. -grh Bandaríkin Varamaður færist upp George Bush kjörinn í Hvíta húsið en demókratar halda þingi Maður að nafni George Bush verður 41. forseti Bandaríkj- anna. í fyrradag og í gærmorgun bárust skýr skilaboð frá banda- rísku þjóðinni um að þetta væri vilji hennar og ósk. Bush er ekki allsendis ókunnur innviðum Hvíta hússins því þar hefur hann verið tíður gestur Ronalds Reagans síðustu átta árin enda skjólstæðingur hans, varamaður og þægur þjónn. Þótt Bush hafi knésett dem- ókratann Dukakis í óþrifalegri og auvirðilegri kosningabaráttu geta flokksbræður hins sigraða hugg- að sig við þá staðreynd að þeir hafa enn bæði tögl og hagldir í báðum þingdeildum. Sjá síðu 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.