Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Þingmenn Biðlaun ekki uppgefin Friðrik Ólafsson skrifstofustjóri Alþingis: Persónulegar upplýsingar. Ekki ástœða til að gefa það upp Friðrik Ólafsson skrifstofu- stjóri Alþingis segir að upplýs- ingar um það hvaða þingmenn hafi þegið biðlaun séu persónu- legar upplýsingar sem hann telji sig ekki geta gefið upp. Málið sé þannig vaxið að hann sjái ekki Biðlaun í tilefni Ekki er einleikið hvernig allt kerfið rís upp til varnar gegn leiðum kvennalistakvenna til þess að treysta lýðræðið og efla virkni kvenna í stjórnmálum. Menn ólmast í hefðbundnu flokkunum og nota ofurvald fjöl- miðlanna til þess að reyna að koma höggi á kvennalistakonur með því að gera verkaskiptaregl- ur okkar tortryggilegar, jafnvel gefa í skyn að einstakár konur séu að þessu í eiginhagsmunaskyni. í alvöru piltar, er ekki mögu- leiki að hafa umræðuna á örlítið hærra plani? Reyndar getið þið huggað ykkur við það, að með háttalagi sínu spara kvennalista- konur almenningi stórfé, þegar til lengdar lætur, þar sem þing- menn fá biðlaun í helmingi lengri tíma eftir 10 ára setu og ávinna sér æ meiri lífeyrisréttindi því lengur sem þeir sitja. Þið getið spurt framámenn í Alþýðu- bandalaginu betur um það. Kvennalistakonur ríða ekki fei- tum hesti frá þeim leik. Verkaskiptareglur Kvennalist- ans miða að því að dreifa valdi, verkefnum og ábyrgð. Þeim er ætlað að vinna gegn persónu- dekri og hindra að einstaklingar gerist sjálfskipaðir sérfræðingar í krafti reynslu sinnar af fulltrúa- störfum. Þessar reglur gera mest- ar kröfur til okkar sjálfra, en eru að sjálfsögðu ógnun við sam- tryggingarkerfi hefðbundnu flokkanna. Með kveðju og ósk um heiðar- legri vinnubrögð í framtíðinni leyfi ég mér að skjóta að ykkur vísukorni, sem ég lærði þegar ég var ung. Sá sannleikur er enn í fullu gildi: Ég segi ekki beint, að þú sért með andlega flekki, en samt finnst mér dálítið kyndugt þitt háttalag, því flest sem þú vilt, að aðrir menn geri þér ekki er einmitt það sem þú gerir þeim sérhvern dag. Kristín Halldórsdóttir þingkona Kvennalistans. Handbolti FH tapaði fyrir KA Grótta vann Breiðablik Fjórir leikir voru í 1. deildinni í handbolta í gærkvöld. Helstu tíð- indin voru þau að FH-ingar töp- uðu á heimavelli sínum í Hafnar- firði fyrir KA frá Akureyri, 24- 25. Erlingur Kristjánsson skoraði sigurmark norðanmanna úr vít- akasti eftir að leiktímanum lauk. fslandsmeistarar Vals tóku Framara í kennslustund að Hlíð- arenda og sigruðu með 15 marka mun, 35-20. Þá kom Grótta á óvart og sigraði Breiðablik, 20- 17, og Víkingar unnu Vest- mannaeyinga, 29-19. -þóm ástæðu til að gefa þessar upplýs- ingar. Þegar Friðrik var beðinn um upplýsingar um þann fjölda þing- manna sem þegið hefðu biðlaun frá því að þau komu til sögunnar 1982, sagði hann að starfsmenn þingsins hefðu nóg að gera nú á mesta annatíma þingsins. Það væri mjög tímafrek vinna að taka þetta saman og það væri ekki víst að skrifstofa Alþingis hefði þess- ar upplýsingar þar sem þessi mál færu oft beint í gegnum launa- deild fjármálaráðuneytisins. Eftir síðustu kosningar hurfu 21 þingmaður af Alþingi, annað hvort vegna þess að þeir náðu ekki kjöri eða vegna þess að þeir buðu sig ekki aftur fram. Ef þeir hafa allir þáð biðlaun eru þau samtals hátt á fjórðu miljón króna. En samkvæmt lögum um þingfararkaup eiga þeir þing- menn sem setið hafa lengur en eitt þing rétt á biðlaunum, burt séð með hvaða fyrirvara þeir hætta á þingi. Eitthvað hefur ver- ið um það að þingmenn þiggi ekki biðlaun. -hmp Selma Ósk Kristiansen: Hvet alla til að nota daginn í dag til að gera skil í happdrætti Þjóðviljans. Mynd-Jim Smart. Happdrœtti Þjóðviljans Dregið verður í dag Síðustuforvöð að geraskil. Selma Ósk Kristiansen: Óvenjuglœsilegir vinningar. Hallur PállJónsson: Stuðningurinn mikilvœgurfyrir blaðið Eg vænti þess fastlega að áskrif- endur og velunnarar blaðsins haldi vöku sinni sem fyrr og láti ekki undir höfuð leggjast að kaupa heimsenda happdrættis- miða. Þetta er lítil upphæð fyrir hvern og einn, en mikilvæg fyrir blaðið ef viðbrögð verða góð, segir Hallur Páll Jónsson fram- kvæmdastjóri Þjóðviljans, en dregið verður í Happdrætti Þjóð- viljans í dag. Að sögn Selmu Óskar Kristi- ansen, umsjónarmanns happ- drættisins, hafa undirtektir stuðningsmanna og áskrifenda verið nokkuð góðar, en lokaskil vantar enn frá nokkrum stöðum. - Ég vil hvetja alla sem eiga eftir að gera skil að nota nú síð- asta daginn. Það eru óvenju glæsilegir vinningar í boði í ár og því um að gera að vera með, sagði Selma. í aðalvinning er bifreið, en aðr- ir vinningar eru m.a. tölva, sól- arlandaferðir, sjónvarp, mynd- bandstæki, ritvélar, uppþvotta- vél, örbylgjuofn, bóka-, húsbúnaðar- og vöruúttektir. Það er einnig nýmæli að nú er dregið í happdrættinu í byrjun nóvember en ekki rétt fyrir jól eins og undanfarin ár og áratugi. - Þjóðviljinn er eins og hvert annað fyrirtæki, að því leyti að hann hefur ekki farið varhluta af erfiðu efnahagsástandi undanfar- ið. Það er því á brattann að sækja þessa mánuðina. Á hinn bóginn hefur blaðið aldrei verið hugsað sem peningakvörn, við gefum út Þjóðviljann til að halda á lofti sjónarmiðum jafnréttis, sósíal- isma og verkalýðshreyfingar. Styrkur blaðsins fyrr og síðar hef- ur verið sú breiða fylking sem að- hyllst hefur slík viðhorf. Ég leyfi mér að vona að sú fylking sé núna í sókn en ekki í vörn, segir Hallur Páll Jónsson. Hann sagði ennfremur að stefnt sé að miklum breytingum á högum blaðsins á næsta ári, en þá er gert ráð fyrir að Þjóðviljinn flytji í nýtt húsnæði að Lynghálsi 9. Þá verður tekin upp að nýju samvinna við hin Blaðaprents- blöðin, m.a. á sviði umbrots og setningar, en einmitt á því sviði eiga sér nú stað miklar tækninýj- ungar í blaðaheiminum. Slík samvinna á að geta skilað tölu- verðri hagræðingu þegar frá líð- ur, að sögn Halls Páls. -lg- Tónleikar „Minni Steinþórs" í Tunglinu verða í kvöld kl. 21.30 haldnir tónleikar í minn- ingu Steinþórs Stefánssonar tón- listarmanns sem lést af slysförum1 fyrr á þessu ári. Steinþór spilaði með ýmsum merkum nýbylgju- rokksveitum á árunum 1978- 1988. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Minni Steinþórs" og á þeim koma fram ýmsir samstarfsmenn og vinir hans í tónlistinni. Þetta kvöld munu meðal ann- ars koma fram hljómsveitirnar: Sniglabandið, Október, Langi Seli og Skuggarnir, Q4U, Fræb- bblarnir, Kamarorghestar, Lost og Daprinsip. Nicaragua Fellibylur og styrjöld Litskyggnusýning og umrœður í Sóknarsalnum í kvöld Högni Eyjólfsson sem er ný- kominn úr þriggja mánaða ferð til Nicaragua sýnir litskyggnur frá landinu í Sóknarsalnum í kvöld. Högni var ásamt tveimur íslendingum í alþjóðlegum vinnu- hóp sem tók þátt í byggingu barnaheimilis og skóla í norðurhéruðum landsins en þau hafa orðið einna verst úti í þeirri styrjöld sem geisað hefur í landinu undanfarin 6 ár. Þær litskyggnur sem Högni tók eru frá þessum héruðum og ferðalagi hans um Atlantshafs- strönd Nicaragua. Hann var einnig staddur í höfuðborginni Managua þegar fellibylurinn Jó- hanna gekk yfir landið og sýnir myndir af þeirri eyðileggingu sem hann skildi eftir sig. Sýningin hefst kl 20.30 og að henni lokinni verður kynnt hugmynd um hóp- ferð til Nicaragua á 10 ára afmæli byltingarinnar á næsta ári. Fjársöfnun er hafin vegna þeirra 300.000 manna sem misstu heimili sín í fellibylnum. Fjár- framlög má leggja inn á reikning 0801-05-081657 í Alþýðubankan- um. Hægt er að greiða framlög með gíróseðli í öllum bönkum og sparisjóðum. -hmp Hluthafar O. N. Olsen Mótmæla ákvörðun skiptaréttar Vilja að Bjartmar hf., Landsbanki og Féfang hf. afléttipersónulegum ábyrgðum. Að öðrum kosti verði kaupsamningiþrotabús O. N. Olsen og Bjartmars hf riftað Fyrrum hluthafar jækju- vinnslu O.N.OIsen á ísafirði hafa ritað skiptarétti ísafjarðar bréf þann 3. þessa mánaðar þar sem þeir mótmæla ráðstöfunum eigna O. N. Olsen hf skv. kaupsamningi. Telja þeir að ekki hafi verið tekið tillit til hagsmuna þeirra einstaklinga sem standa í persónulegum ábyrgðum fyrir O. N. Olsen hf. Þá fara fyrrum hlut- hafar fram á að Bjartmar hf, en það er fyrirtæki það sem kaup- endur þrotabús O. N. Olsen stofnuðu, verði meinuð afnot af vélum sem Bjartmar notar í dag, þar sem þær vélar séu keyptar á kaupleigusamningi hjá Féfangi hf. og fyrrrum hluthafar í O. N. Olsen standa í ábyrgðum fyrir. í bréfinu er þess krafist að verði ekki orðið við þessum kröf- um, kalli skiptaráðandi saman fund með veðhöfum og fulltrúum hluthafa, þar sem afstaða verði tekin til riftunar kaupsamning- sins við Bjartmar hf. Er bent á að forráðamenn Bjartmars hafi ekki fengið neina fyrirgreiðslu í bönkum og að engin starfsemi hafi átt sér stað í fyrirtækinu frá því kaupin voru gerð. Síðan bréfið var ritað, hefur þó vinnsla á hörpudisk hafist í Bjartmar hf. phh 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.