Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Dauðvona sjúklingar - Náið í lækni strax Hvaö sem líður skapferli ráðherra og samstarfsörðug- leikum innan ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar, er víst að hún hrökklaðist frá vegna þess að hún var ekki þess um- komin að efna til aðgerða sem treyst gætu grundvöll undir- stöðuatvinnugreinanna. Þegar Þorsteinn Pálsson varð for- sætisráðherra sumarið 1987, var Ijóst að brýnna aðgerða var þörf vegna fyrirsjáanlegra erfiðleika í atvinnulífi. Fjöldi fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu var að komast í þrot. Mörg þessara fyrirtækja eru burðarásinn í atvinnulífi heilla byggðarlaga. Leggist starfsemi í þeim niður án þess að eitthvað annað komi í staðinn, hefur það í för með sér almennt atvinnuleysi á viðkomandi stöðum. Hætt er við að í kjölfar þess fylgdu stórkostlegir búferlaflutningar með til- heyrándi afskriftum á gífurlegum verðmætum sem lögð hafa verið í vegi, hafnir og ýmiss konar fasteignir vítt og breitt um landið. Sú búseturöskun gæti orðið samfélaginu dýr. Ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafði enga stefnu í þess- um málum. Fyrir utan óánægjumuldur einstakra ráðherra voru skilaboðin, sem þjóðin fékk, þau að háir vextir og viðbragðsleysi við byltingarkenndum breytingum á stöðu frystiiðnaðarins væru liður í því að hin ósýnilega hönd mark- aðarins gæti ótrufluð grisjað fyrirtækjaskóginn. í upphafi stefnuyfirlýsingar nýrrar ríkisstjórnar, sem settist að völdum fyrir rúmum mánuði, segir að hún sé mynduð til að leysa þann bráða efnahagsvanda sem steðjar að þjóð- inni. Höfuðverkefni hennar sé að treysta grundvöll atvinnu- lífsins, stöðu landsbyggðarinnar og undirstöðu velferðarrík- is á íslandi. Aðgerðir til lausnar aðsteðjandi vanda miði að því að treysta atvinnuöryggi í landinu, færa niður verðbólgu og vexti, verja lífskjör hinna tekjulægstu, bæta afkomu at- vinnuveganna og draga úr viðskiptahalla. Á síðustu vikum hefur komið í Ijós að ástandið er miklu verra en þó hafði verið gert ráð fyrir. Mörg fyrirtæki eru komin yfir strikið þannig að boðuð vaxtalækkun getur ekki orðið þeim til bjargar, jafnvel þótt henni fylgdu umfangsmikl- ar skuldbreytingar til að lengja lánstíma og skera niður refsivexti. Sums staðar skilar reksturinn litlu sem engu áður en komið er að afskriftum og fjármagnsgjöldum. Auðséð er að slíkur rekstur getur ekki gengið nema í stuttan tíma. Þar hlýtur að koma til einhvers konar upþstokkunar í atvinnulífi. í fjölmennum byggðarlögum, þar sem atvinnufyrirtæki eru mörg, er sums staðar kostur að sameina fyrirtæki eða auka umsvif hjá þeim, sem eftir standa, þegar önnur hafa lagt upp laupana. Slík uppstokkun gæti leitt til aukinnar hagkvæmni og gefið ýmsum byggðarlögum nýja lífsvon. Annars staðar er ekki um slíka sameiningu að ræða og menn standa í sömu sporum og fólkið á Kópaskeri þar sem allt hefur verið lagt undir og hagsmunir aðalatvinnufyrirtækisins, kaupfé- lagsins og sveitarfélagsins þrinnast saman í eina órjúfan- lega heild. í slíkum tilfellum verða að koma til sérstakar aðgerðir stjórnvalda þar sem horft er langt fram á veg en ekki látið nægja að bjarga málunum fyrir horn. Sem betur fer hefur rekstur ýmissa fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu gengið þokkalega. Eiginfjárstaða sumra þeirra er góð og þau þurfa því ekki að greiða vexti af lánsfjárhæð- um sem slaga upp í virðingarverðmæti allra eigna og stund- um gott betur. Því er fráleitt að leysa vanda fiskvinnslunnar með almennum aðgerðum á borð við gengisfellingu. Þvert á móti verður að skoða og skilgreina hvert sjúkdómstilfelli fyrir sig og beita síðan einstaklingsbundinni lyfjameðferð, ef þeir, sem ferðinni ráða, vilja á annað borð að viðkomandi sjúkl- ingur lifi. -ÓP KLIPPT QG SKORIÐ Hvernig skal um konur skrifa Eftir að Kvennalistinn kom til skjala og þingstóla hafa menn oftar en ekki klórað sér í höfðinu yfir því, hvernig þær konur skyldi ávarpa í hávaðasamri og ekki alltof kurteislegri umræðu dags- ins. Menn hafa allmargir reynt að fjalla um Kvennalistakonur af varfærni. Þetta hefur komið til af ýmsum ástæðum - sumpart þeirri að í mönnum situr sú gamla sannfæring Bjarts í Sumarhúsum að „kvenkynið er nú einusinni aumara en mannkynið" - hvað sem þeir hafa annars frétt og látið síast inn í sig í jafnréttisumræðu tímans. Hin ástæðan er sú, að Kvennalistakonur hafa oftar en ekki verið mjög hörundssárar og brugðist illa við því að menn ræddu um þær með svipuðum hætti og aðrar staðreyndir í póli- tíkinni. Þær hafa þá lagt mjög áherslu á það að með því móti væri konum ekki leyft að vera nærstaddar í pólitík „á eigin for- sendum". Og verður þá margur karlhólkurinn klumsa, því eðli málsins samkvæmt getur hann ekki vitað í hverju þær forsendur eru ólíkar hans eigin. Étur svo hver úr sínum poka. Sjálfsgagnrýni Kvennalistans Það var því að mörgu leyti góðs viti að Kristín Ástgeirsdóttir tók upp fróðlega sjálfsgagnrýni á landsfundi Kvennalistans á dög- unum. Hún bæði varaði við óhollri sjálfumgleði og svo því, að það lauslega „grasrótarskipu- lag“ sem Kvennalistinn hefur mjög haldið á Iofti og verið stolt- ur af, gæti verið mjögseinvirkt og skapað þá ringulreið að engiii vissi lengur hver bæri ábyrgð á hverju. Og hefði Kvennalistinn þar af leiðandi verið illa í stakk búinn undir viðræður um stjórn- armyndun nú fyrir skemmstu. Staða Kvennalistans Sjálfsgagnrýni af þessu tagi er vafalaust holl fyrir Kvennalista- konur sjálfar. Og hún ætti, ef vel til tekst, að bæta umræðuskilyrði um jafnsérstætt og merkilegt fyrirbæri og Kvennalistinn raun- ar er. Þessi Klippari hér segir fyrir sína parta: hann hefur nátt- úrlega aldrei getað hrifist af þeirri meginhugmynd að höfuðand- stæður í samfélaginu lægju milli kynjanna en færu ekki eftir þeirri stéttaskiptingu, sem að sönnu er flókin orðin svo að margir hafa misst yfirsýn yfir hana - en hefur engu að síður ráðið mestu um pólitísk áform manna og valkosti í margradda þjóðfélagi. Og hon- um hefur Iíka fundist það þreytandi, þegar sá angi feminis- mans hefur gert sig gildan hjá Kvennalistakonum sem gerir úr karlþjóð einskonar allsherjarf- janda hins góða, fagra, sanna og miskunnsama. En allt um það: sá sem ekki kemur auga á það, að Kvennalistinn hefur breytt tal- svert skemmtilega áherslum og málflutningi í samfélaginu í heild, auk þess sem hann er mikill þátt- ur í þeirri lotu í vitundarvakningu ■ kvenna sem nú hefur staðið í nær tvo áratugi - hann er í meira lagi glámskyggn á sína samtíð. Piparkerlingatal Óþarfi var það hinsvegar fullkominn hjá Alþýðublaðinu að leggja út af sjálfsgagnrýni á landsfundi Kvennalistans með herfilegum látum og Þórðargleði í þessa veru hér: þetta sögðum við alltaf! En Alþýðublaðið skrif- aði leiðara á þriðjudaginn var, þar sem mikið er talað um að nú hafi Kvennalistakonur loksins séð að þær geti ekki verið stikkfrí og setið hjá í hinum stóru málum. Þær meiningar- sem blaðið hefur vitaskuld allan rétt til - brjótast fram í þessu formi hér: „Aðdáun á dyggð jómfrúa endist til dœmis ekki til eilífðar. Jómfrú sem heldur áfram að vera jómfrú fram eftir aldri verður ekki eftirsóknarverð jómfrú, hún verð- ur piparkerling. Og það er náttúr- lega það sem Kvennalistinn er að verða: sjálfumglöð piparkerling. Og sjálfumglaðar piparkerlingar eru ekki ýkja eftirsóknarverðar“. Klausa af þessu tagi er í sjálfu sér ósköp eðlilegt tilefni fyrir Kvennalistakonur til að segja sem svo: svona skrifa þessir kall- ar alltaf um okkur. Altént er það víst, að skrif af þessu tagi (og eng- inn heldur því fram að þau skjóti ekki víðár upp kolli en í Alþýðu- blaðinu) eru partur af því þyngd- arlögmáli lágkúrunnar sem dreg- ur hverja umræðu ofan í fúlan pytt. Kvennalistinnerekki heilög kýr, en ef ádrepa á „ábyrgðar- leysi“ hans, tregðu á því að koma út úr skjóli stjórnarandstöðu, tekur á sig form af þessu tagi, þá verður aldrei neitt úr umræðu. Er pólitík skemmtun? Leiðarinn sem vitnað var til tí- undar ýmislegt fleira í syndaskrá Kvennalistans. Þar segir meðal annars á þessa leið: „Flokkur sem lítur á stjórnmál sem félagslega afþreyingu og út- rás fyrir óánœgju er og verður pólitískur saumaklúhbur". Hér skýst Alþýðublaðinu illi- Iega. Flokkur sem ekki getur gert pólitík að félagslegri afþreyingu og veitt óánægju í farveg, hann blátt áfram koðnar niður í leiðindum og skoðanaleysi. Hitt er svo annað mál að það þarf fleira einum flokki til langlífis en þetta tvennt. Þjóðviljinn Síðumúla 6 * 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Porleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljó8myndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útiitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingast jóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Utbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Fimmudagur 10. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.