Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 10.11.1988, Blaðsíða 8
ALÞYPUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Reykjanesi Aðalfundur kjördæmaráðs Aðalfundur kjördæmaráðs AB á Reykjanesi verður haldinn 12. nóvember nk. í Félagsheimilinu Festi í Grindavík og hefst kl. 10.00 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Skýrsla kosningastjórnar: Valþór Hlöðversson. Matarhlé. 3) Ólafur Ragnar Grímsson form. AB og fjármálaráð- herra: Alþýðubandalagið í ríkisstjórn - verkefnin framundan. 4) Almennar umræður. Ólafur Ragnar Stjórnin Margrét Jónas Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Aðalfundur og árshátíð Steingrímur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn laugar- daginn 12. nóvemberkl. 13.30 ÍAIþýðuhúsinu Vestmannaeyjum. Venjuleg aðalfundarstörf. Gestir fundarins verða Margrét Frímannsdóttir alþingis- maður og Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og samgöngumálaráð- herra. Félagar hvattir til að mæta og nýir félagar eru velkomnir. Um kvöldið verður árshátíð Alþýðubandalagsfélagsins í Alþýðuhúsinu. Húsið opnað kl. 19.30. Skemmtunin hefst með borðhaldi kl. 20 og heldur áfram með fjölbreyttum skemmtiatriðum fram eftir kvöldi. Gestir hátíðarinn- ar verða Margrét Frímannsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og hinn þjóð- kunni Jónas Arnason. Félagar fjölmennið og takið með ykkurgesti. Stjórn- in. AB Vestfjarða Árshátíð Alþýðubandalagsfélaganna á Vestfjörðum verður haldin að kvöldi laugar- dagsins 12. nóvember í veitingahúsinu Skálavík. Gestir: Svanfríður Jónasdóttir og Guðrún Ágústsdóttir. Miðapantanir í síma 4017 á Isafirði, 7437 í Bolungarvík, 6215 á Suðureyri og 7619 á Flateyri. Kjördæmisráð. Bolungarvík Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins í Bolungarvík verður haldinn laugardaginn 12. nóvember kl. 16.00 í Félagsheimilinu. Dagskrá: venjuleg aðalfund- arstörf. Gestir: Svanfríður Jónasdótt- ir, Guðrún Ágústsdóttir og Smári Haraldsson bæjarfull- trúi á ísafirði. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Kópavogi, í Þinghól Hamraborg 11,3. hæð verður opin frá og með 31. október á mánudögum og fimmtudögum kl. 16-18 e.h. Alþýðubandalagið í Kópavogi Alþýðubandalagið Kópavogi Morgunkaffi ABK Laugardaginn 12. nóvember verður Heiðrún Sverrisdóttir, bæjarfulltrúi með heitt á könnunni í Þinghóli frá kl. 10-12. Auk hennar verða á staðnum fulltrúar úr skipulags- og heilbrigðisnefnd. Stjórnin AB Akureyri Bæjarmálaráð Fundur í Lárusarhúsi, mánudaginn 14. nóvember kl. 20.30. Fundarefni: 1) Dagskrá bæjarstjórnarfundar þriðjudag 15. nóv. 2) Onnur mál. Stjórnin r Blaðburðarfólk L* 4 * ress. Ef þú ert morgunh Hafðu þá samband við afgreiðslu Þjóðviljans, sími 681333 ERLENDAR FRÉTTIR Kqsningar í_ Fœreyjum Stjómin fallin Efnahagsörðugleikar voru helsta kosningamálið yf osningar til færeyska gk lögþingsins fóru fram í fyrra- Jdag og varð niðurstaðan sú að íandsstjórnin, undir forustu jafn- aðarmannsins Atla Dam, lög- manns, missti þingmeirihluta sinn. Töpuðu stjórnarflokkarnir tveimur þingsætum og hafa nú 15, höfðu áður 17. Flokkar þeir er stóðu að fráfar- andi stjórn eru auk Jafnaðar- flokksins Þj óðveldisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stýriflokkurinn. Tapaði Jafnað- arflokkurinn einu þingsæti og hefur nú sjö, Framsóknarflokk- urinn missti það eina þingsæti sem hann hafði og Þjóöveldis- flokkur og Sjálfstýriflokkur fengu jafnmörg og síðast, sex og tvö. Um stjórnarandstöðuna er það að segja að Fólkaflokkurinn fékk átta þingsæti og vann eitt, Kristi- legi fólkaflokkurinn fékk tvö þingsæti og vann eitt og Sam- bandsflokkurinn stóð í stað, fékk sjö þingsæti. Þar sem Fólkaflokk- urinn er nú stærsti flokkur lög- þingsins er gert ráð fyrir að hann muni reyna stjórnarmyndun, en líklegt er að samningaumleitanir um það geti orðið erfiðar. Kosningabaráttan var með harðasta móti og snerist minna um sambandið við Danmörku en vaninn hefur verið, en þeim mun meira um efnahagsmál. Sjávarút- vegur Færeyinga, sem efnahagslíf þeirra byggist á fyrst og fremst, á í erfiðleikum vegna lítils afla und- anfarið og lækkandi fiskverðs. Atli Dam - er stjórnartíð hans á enda? Skuldir Færeyja erlendis nema nú nærri sjö miljörðum króna. dþ. Bush af konungakyni Ferill œttar hans vestra nœrri jafngamall byggð enskumœlandi manna þar Eins og vænta mátti eru ætt- fræðingar komnir á kreik með ættartölur George Bush, sem nú hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna. Telja breskir ættfræðingar fullsannað, að hann sé kominn af Hinriki sjö- unda Englandskonungi (1457- 1509), fyrsta konungi af Túdór- ætt og föður Hinriks áttunda, sem frægastur varð í sögunni fyrir kvonföng sín sex og það að koma á mótmælendatrú í Englandi. Að sögn ættfræðinganna gifti Hinrik sjöundi dóttur sína eina, er María hét, hertoga af Suffolk. Einn afkomenda þeirra sam- kvæmt sömu heimild var John nokkur Bush, stórjarðeigandi er átti heima í þorpinu Messing í Essex. Sonur hans, Reynold að nafni, flúði land sökum ofsókna og festi byggð sína í Massachus- etts 1631, tæpum aldarfjórðungi eftir að fyrstu ensku landnemarn- ir settust að á austurströnd Norður-Ameríku. Af honum var kominn í beinan karllegg Ti- mothy Bush höfuðsmaður, sem gat sér mikið frægðarorð í víga- ferlum gegn indíánum og barðist Hinrik sjöundi (málverk eftir óþekktan listamann), forfaðir 41. forseta Bandaríkjanna. síðan með George Washington gegn Bretum í sjálfstæðisstríði Bandaríkjanna. Ættfræðingarnir, Harold Brooks-Baker og Hugh Peskett, segja að vegna framgöngu Bush höfuðsmanns í því stríði hafi ætt hans hafist til mikillar vegsemdar og síðan heyrt til hástétt Banda- ríkjanna. Það fylgir með sögunni að 350 íbúar Messing hafi sent Bush boð um koma í heimsókn á fornar slóðir ættfeðra sinna. Þetta allt verður að vísu ekki svo mjög spennandi þegar ætt- fræðingarnir bæta því við, að flestir þeir aðsópsmestu af Bandaríkjaforsetum hafi einnig verið konungkynjaðir, þeirra á meðal George Washington, Thomas Jefferson og Franklin D. Roosevelt. En þeir bæta því við að meira sé af kóngablóði í Bush en nokkrum fyrirrennara hans. Niðurstöður ættfræðinganna um hann verða sennilegri þegar haft er í huga, að Hinrik sjöundi var kvennamaður mikill og barnmargur eftir því. Hefur verið kveðið svo að orði að varla hafi nokkur kvenmaður, sem dvaldist við hirðina, komist hjá því að verða börnuð af honum. Reuter/-dþ. Næsta Bandaríkjastjóm Baker verður utanríkisráðherra George Bush, nýkjörinn á for- setastól vestra, tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að útnefna James A. Baker, er stjórnaði kosningabaráttu hans, sem næsta utanrfkisráðherra Bandaríkj- anna. Tekur Baker þá við því embætti 20. jan. n.k. er Bush tekur við forsetaembætti af Reag- an. Eins og kunnugt er hefur Ge- orge Shultz verið utanríkisráð- herra í stjórn Reagans. Baker var um skeið fjármála- ráðherra í stjórn Reagans og hef- ur einnig þjónað honum sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. Bush sagði, er hann tilkynnti val sitt á Baker sem utanríkisráð- herra, að Baker myndi fljótlega eftir að hann hefði tekið við emb- ætti fara og ræða við leiðtoga annarra Vesturlandaríkja og einnig hitta að máli Eduard She- vétríkjanna. - Almennt hafði utanríkisráðherra, ef Bush næði vardnadze, utanríkisráðherra So- verið við því búist að Baker yrði kjöri sem forseti. Reuter/-dþ. James A. Baker stjórnaðl kosningabaráttu Bush, þar sem ýmsum brögðum, er þóttu miður drengileg, var beitt. Nú fær hann embætti utanríkisráðherra að launum. í • * 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 10. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.