Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR Sparnaður er skaðlegt sport Ég, Skaöi, hefi alltaf haldið upp á fornar dyggðir. Ég hefi alltaf litið með söknuði til þeirra tíma þegar menn voru ekki að neinni óspilunar- semi, átu það sem í bú kom við að draga ýsur og skera hrúta og keyptu ekki neitt nema kaffipund, sneru við eilífðarbuxum afa og notuðu gleraugu ömmu sinnar hvort sem þau pössuðu eða ekki. Við vorum öngvir aumingjar svosem. Frændi menn einn gekk að sönnu fulllangt í sparnaði en ég hefi samt alltaf haft í laumi miklar mætur á honum fyrir það sem ég vil kalla gjörnýtingu tóbaks. Karlinn reykti sígarettur (ekki margar náttúrlega). Hann tróð svo stubbunuum í pípu. Öskunni sló hann úr pípunni og tók hana í nös og hafði þá neftóbak. Munntóbak fékk hann svo með því að snýta sér í neðri vörina. Ég segi það eins og er: mér er oft harmur og söknuður í hug þegar í minnist þessara daga. Þess vegna hlýnaði mér um hjartað eins og ég hefði fengið ókeypis sjúss á mánudegi þegar ég las í Mogganum mínum um daginn hug- myndirsem Friðrik minn Sóphusson hefur reifað um sérstakt sparnað- arátak. Hann er með tillögu á þinginu sem felur ríkisstjórninni „að gera átak til að efla frjálsan sparnað í landinu með fræðslu um þá sparnað- arkosti sem fyrir hendi eru og með því að stuðla að nýjum leiðum til að draga úr eyðslu og hvetja til sparnaðar." Það er eitthvert vit í þessu, sagöi ég við Guðjón frænda minn á dögunum. Það er bara verst að þetta er náttúrlega eins og að henda perlum fyrir svín að ætlast til að einhver kommakratastjórn fari að gera sparnaðarátak. Það eina sem þeir kunna er að brenna peninga á eldi brennanda og hoppa í kring með frygðargóli eins og hver annar Neró í Rómaborg. Er vit í að spara? spurði Guðjón og virtist ekkert mjög hrifinn. Auðvitað, sagði ég. Og Friðrik vekur athygli á mikilvægi þess að sparnaður, ráðdeild, fyrirhyggja og virðing fyrir verömætum verði þættir í uppeldi æskunnar. Jæja, sagði Guðjón. Ekki er öll vitleysan hálf. Hálf? hváði ég. Ég hélt ekki þú værir þessi asni, Skaði, sagði Guðjón. Skilurðu ekki að það er ekkert jafn hættulegt fyrir efnahaginn, framfarirnar og vel- ferðina og þessi andskoti sem þú kallar sparnað? Nei, segi ég. Og ég ætla að spara. Ég ætla að byrja á því að hætta að éta rándýrt kjöt, óhollt og feitt. Jæja góði. Og hvað gerist þá? Kjötfjallið hleðst upp. Bændur fara á hausinn eða þurfa meira af þínum skattpeningi. Þú étur fisk í staðinn og dregur þar með úr okkar eina útflutningi. Ef allir færu að herma eftir þér þá er voðinn hundvís. , Maður á að bera virðingu fyrir verðmætum, sagði ég. Ég sver og sárt við legg, að ég skal ekki kaupa mér flík næsta árið. Maður á nóg af þessu. Láttu ekki nokkurn mann heyra í þér, sagði Guðjón. Ætlarðu að setja ullariðnaðinn og saumastofurnar á hausinn? Ætlarðu að valda hruni byggðarlaganna? Hefurðu eitthvað á móti jafnréttri þátttöku kvenna í atvinnulífinu? Já en eitthvað verður að gera Guðjón. Sjáðu nú allar þessar hallir og einbýlishús... Hallirsegirðu? Skapa þær ekki atvinnu? Efla þær ekki sköpunargáf- una og þjóðarstoltið? Viltu kannski að hagvöxturinn verði neikvæður eins hjá kommúnistum? Eg segi það bara eins og er, Skaði minn, ég er hættur að skilja þig. Já en agi verður að vera Guðjón. Sjáðu allan þennan bílainnflutning og bensíneyðslu sem brennir upp gjaldeyrinum. Einhversstaðar verð- ur maður að byrja Guðjón. Það er rangt Skaði, sagði Guðjón alvarlegur. Sá sem byrjar hann endar illa. Ef þú hættir að leggja fram þinn skerf til bílasamfélagsins þá veldur þú ómældu tjóni hér og þar um heimsbyggðina. Þú leiðir til atvinnuleysis í bílaiðnaði og stálbræðslu erlendis. Hvurslags mannúð- arstefna er það? mér er spurn. Og það sem verra er: þú sviptir ríkissjóð íslands tekjum í stórum stíl af þessum innflutningi. Hann bara lamast. Hann getur ekki sett barnabörnin þín á skikkanlegan dagheimiliskopp og hann getur ekki sett þig á stofnun þegar þú getur ekki einusinni skrifað þetta rugl í Þjóðviljann. Nei vinur, sparnaður er upphaf ógæf- unnar, kreppunnar, hnignunarinnar, afturhaldsins, ófrelsisins og alls hins. I ROSA- GARÐINUM Matarskattur í nýrri mynd Kjöt fátæka mannsins, hverfur það af markaðnum? Fyrirsögn í DV Stressað samfélag Stressuð svín ekki góð vara Fyrirsögn í DV Ó, blessuö sért þú Seoul-borg Ég held að íþróttahreyfingin eigi meira inni hjá skattborgurunum en skattborgararnir hjá okkur. Frétt í Tímanum Nýjasta plágan Hungursneið í eldiskerjum Fyrirsögn í Tímanum Mörg er barnaraunin Á hverju kvöldi setti móðir barnastjörnunnar 56 krullupinna í hárið á henni og telpan var venjulega sofnuð áður en því lauk. Hún hlær af því núna en var sannarlega ekki hlátur í huga þá. Enginn nema sá sem reynt hefur, veit hv.ernig er að sofa með þetta drasl í hárinu. Spegill Tímans Ogild gifting Heimsmeistarinn segir Robin hafa gengið í hjónbandið undir fölskum forsendum. Hún hafi logið því að hún væri ófrísk, sem hún var svo ekki. Því geti hann fengið hjónabandið dæmt ógilt, og þá hafi hún engan rétt. Spegill Tímans Óvænt niðurstaða Þrátt fyrir að Kitty Dukakis og Barbara Bush heyi kosningabar- áttu sína á mismunandi hátt, er markmið beggja það sama, að ná til sem flestra kjósenda. Frétt í DV Hagsýnar húsmæður Kvennalistinn rekinn með lánum Fyrirsögn í DV Einhvers staðar verða vondir að vera En alltaf situr Árni Bergmann einsog eilífðarblóm eða póleruð mubla. Hann er Moskvulærður og sér um ofstækið, sem nær nú aðeins til lista og menningarmála í blaðinu. Garri Tímans Loksins, loksins Ef tala má um boðskap í verkini: (leikriti Indriða G. Þorsteins- sonar um Snorra Sturluson), þí sýnist mér hann liggja í því að héi sé verið að taka upp hanskanr fyrir Snorra, rétta hlut hans oj útskýra það að hann hafi fyrst o{ síðast lifað fyrir bækur sínar er ekki fyrir veraldarumsvif. Ritdómur í Tímanun 2 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.