Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 4
í fyrra studdi forveri þinn til- lögur sem Mexíkanar og Svíar lögðu fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um fryst- ingu kjarnvopnaframleiðslu. Nú á að greiða atkvæði á ný og kvis- ast hefur út að þú hyggist söðla um í þessu máli. - Þetta eru gamlar tillögur. Þær voru lagðar fram við allt aðr- ar aðstæður í afvopnunarmálum en nú ríkja. Þær eru um frystingu núverandi ástands. Það sem síð- an hefur gerst, sem betur fer, er að í viðræðum stórveldanna hef- ur tekist samkomulag um að ganga feti lengra, þ.e.a.s. að út- rýma ákveðinni tegund kjarnork- uvopna. Og það er unnið af nokkurri bjartsýni að frekari fækkun kjarnorkuvopna, lang- drægra kjarnorkuvopna á landi og, vonandi, langdrægra flauga um borð í kafbátum á hafi úti. Af minni hálfu er ekki um við- horfsbreytingu að ræða frá því í fyrra. Þetta snýst ekki um það hvort við erum með eða á móti afvopnun. Aðstæður hafa breyst. Við gerum okkur ekki ánægð með frystingu heldur viljum við samkomulag um frekari fækkun vopna og horfur eru góðar á því að svo fari. Að sumu leyti kynni samþykkt um frystingu að tor- velda gerð samnings um fækkun vopna. Vegna þess að hugmyndir um fækkun langdrægra kjarnork- uvopna tengjast rökrétt hug- myndum um minnkun herja og fækkun hefðbundinna vopna. Frystingarkrafan er því úrelt. Sú hætta vofír yfir að spennu- slökun í Mið-Evrópu leiði til aukinnar vígvæðingar á Norður- höfum. Eru það ekki rök með stuðningi við þessar tillögur? - Við eigum að taka og höfum tekið mjög harða afstöðu til þessa. Ég fjallaði sérstaklega um þetta mál í ræðu minni fyrir Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna og hóf máls á því á ráðstefnu jafn- aðarmannaflokka í Berlín í tengslum við tillögugerð um um- hverfisvernd og hafsvæði. Okkar tillögur um að beina því til ríkis- stjórna að ná alþjóðlegu sam- komulagi um að koma í veg fyrir losun úrgangs- og eiturefna í haf- ið voru samþykktar. Því einsog strandbyggjar hafa meiri réttindi en aðrir um nýtingu sjávarauðlinda samkvæmt haf- réttarsáttmála ber þeim einnig meiri skylda en öðrum til þess að eiga frumkvæði að verndun lífrík- is hafsins. Því lagði ég áherslu á að árangur í kjarnorkuafvopnun á landi mætti undir engum kring- umstæðum leiða til vígvæðingar á höfum, vígvæðingar sem ógnaði lífi sjávar. Ég heyrði menn áðan láta í Ijós óánægju með það hve seint þú kynntir afstöðu þína til tillög- unnar í utanríkismálanefnd. - Klukkan hálf tólf í dag (fimmtudag) var mér skýrt frá því að taka þyrfti ákvarðanir varð- andi 20 tillögur um afvopnun- armál. Fimm væru álitamál sem þyrfti að taka afstöðu til innan 25 mínútna því atkvæðagreiðslan færi fram klukkan eitt í dag. Því gafst ekkert svigrúm til samráðs. Umrædd tillaga er að vísu gömul og meta þurfti hvort aðstæður hefðu breyst. Það gerði ég. For- veri minn breytti afstöðu til þess- arar tillögu án samráðs við ríkis- stjórn og utanríkismálanefnd. Ég áskil mér rétt til að taka þessar ákvarðanir, enda ber ég ábyrgð á þessum málum, þótt ég sé alla jafna fús til samráðs. Ég hef sent sendimönnum okkar í New York fyrirmæli um að leggja tillögur sem þessar fyrir utanríkisráðu- neytið með miklu rýmri fyrirvara framvegis. Hví fordæma íslendingar ekki ofbeldi ísraelshers á herteknu svæðunum einsog fulltrúar 130 annarra þjóða gera á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna? - Vegna þess að tillaga sem fordæmir einhliða ofbeldisverk annars aðilans í hatrömmum deilum sem staðið hafa í áratugi stuðlar ekki að því að draga úr ofbeldi og fá fjendurna að samn- ingaborði. Hún gerir illt verra. En eru deiiur þessar ekki á milli unglinga sem kasta grjóti og her- manna sem skjóta blýkúlum? - Gyðingavandamálið er að minnsta kosti 2000 ára gamalt. Það byrjaði ekki í gær og ekki í desember í fyrra. En einskorðaðist þessi tillaga ekki við „intifada“... - Þessi tillaga var í mjög löngu og ítarlegu máli einhliða fordæm- ing á ofbeldisverkum ísraela gagnvart Palestínumönnum. Al- mennt fordæming á ísrael. ísland á að koma fram á alþjóðavett- vangi sem friðarafl. Við eigum að styðja allar tillögur sem stuðla að því að binda enda á ofbeldi og mannréttindabrot. En ótal margir, jafnvel Banda- ríkjastjórn, hafa gagnrýnt fram- komu Israelsmanna á herteknu svæðunum. - Það er engin deila um að gagnrýna ísraelsstjórn. Margt af því sem fráfarandi ísraelsstjórn hefur gert er mjög gagnrýnisvert. Deilan snýst ekki um það. Ég var ekki að breyta afstöðu ríkisstjómarinnar frá því í fyrra. Þá voru Iagðar fram tvær tillögur. Önnur var efnislega skyld þeirri sem við ræðum nú. Þ.e.a.s. hún fól í sér einhliða fordæmingu á ísrael. Við sátum hjá þegar hún var borin undir atkvæði. Hins- vegar samþykktum við aðra til- lögu sem fjallaði sérstaklega um ákveðnar gjörðir ísraelsstjórnar á Gazasvæðinu og vesturbakka Jórdanar. Þar mótmæltum við til að mynda þeirri stefnu hennar að heimila landnám gyðinga á þess- um svæðum. Við hefðum líka greitt atkvæði með slíkri tillögu nú. Ég endurtek að afstaða okkar er óbreytt frá því í fyrra. Við sitj- um hjá þegar um er að ræða ein- földun á gríðarlega flóknu vanda- máli, fordæmingu á öðrum of- beldisaðilanum. Það sem höfuð- máli skiptir er að fá ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að setj- ast niður við samningaborð. Evrópumenn og Evrópuríki hafa skyldum að gegna við Israel. Þetta ríki var stofnað sem griðar- staður fyrir þá gyðinga sem lifðu af þjóðarmorð Evrópubúa á gyð- ingum, griðland fyrir ofsótt fólk. Binda átti enda á „helförina" í eitt skipti fyrir öll. ísraelsríki var sett á fót að frumkvæði vestrænna ríkja og áttu íslendingar þar hlut að málum. Verkalýðshreyfingin í Evrópu og vinstrisinnar hafa löngum átt mikil samskipti við landnema- byggðina í Israel. Arabaríkin hafa þrisvar farið með ófriði á hendur þessu ríki í því augnamiði að tortíma því. Það sem nú gerist á þessum slóðum verður að skoða í ljósi sögunnar. Heyrst hefur að gera eigi Al- bert Guðmundsson að sendiherra í París og fá þvínæst Borgara- flokkinn inní stjórnina. Er fótur fyrir þessu? - Nei. Þrír forvera minna hafa boðið Albert sendiherrastöðu í París. Einar Ágústsson, Ólafur Jóhannesson og Steingrímur Hermannsson. Hvers vegna? Það var ekki til þess að kaupa hann útúr pólitík. Heldur vegna þess að Albert var á yngri árum víð- kunn íþróttahetja, einkum þó í Frakklandi. Hann á þar marga nána vini í röðum áhrifamanna. Við eigum mikið og munura eiga enn meira undir greiðum aðgangi að áhrifamönnum í Frakkalandi, skilningi þeirra á okkar hagsmun- um. Ég feta í fótspor þessara forvera minna því ég tel að Al- bert Guðmundsson, þekktur Frakklandsvinur og félagi í Heið- ursfylkingunni, geti greitt götu okkar þar syðra. í síðustu stjórnarmyndunar- viðræðum var rætt við fulltrúa þingflokks Borgaraflokksins um hugsanlega stjórnaraðild hans. Alþýðubandalagið kom í veg fyrir þann möguleika og er það óbreytt enn. Er það rétt að Jóhanna Sigurð- ardóttir hyggist ekki gefa kost á sér áfram í embætti varafor- manns Alþýðuflokksins á þingi hans um helgina vegna ósættis við aðra flokksforingja? - Hún hefur ekki tjáð mér þá ákvörðun sína og ég held að hún sé ekki tekin. í annan stað er ekk- ert ósætti milli mín og Jóhönnu Sigurðardóttur. Pólitískt sam- starf okkar hefur frá upphafi vega verið náið og er svo enn. -ks. „Tillögur um frystingu em úreHar“ Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýöuflokks- ins, fyrrum fjármálaráðherra og núverandi utanríkis- ráðherra er á beininu í dag. Hvað sem mönnum finnst um störf hans, stefnu og framkomu þá er víst að aldrei er lognmolla í kringum manninn. Og það er þegar farið að hvessa í kringum hann í nýja embættinu. Hann hefur skýringar á reiðum höndum á teknum ákvörðunum sem styr stendur um en þekkir ekki gróusögur um hræringar í Alþýðuflokki og hrossakaup við Borgaraflokk um sendiherra- stöðu og ráðherrastóla 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. nóvember 1988 A BEINI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.