Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 5
miljóna í biðlaun Hœtti þingmenn eftir kosningarfá þeir sjálfkrafa biðlaun. Erlitið á biðlaunin sem launauppbót? Fékk alþingismaðurinn sem gerður var að sendiherra biðlaun auk sendiherralaunanna ? Launakostnaður ríkissjóðs vegna biðlauna þingmanna ncmur tugum miljóna frá því að lögin um biðlaun þeirra voru samþykkt árið 1980. Ýmsir þeirra manna sem hafa þegið bið- laun hafa horfið í mjög vel launuð störf á vegum hins opinbera, t.d. var einn þeirra dubbaður upp í sendiherrastöðu eftir að hann hætti á þingi og nokkrir þing- menn og ráðherrar hafa sest í bankastjórastöður. Þess ber þó að geta að ekki hafa allir þingmenn sem hætt hafa á miðju kjörtímabili þegið biðlaun, t.d. segjast þeir Tómas Árnason, seðlabankastjóri og Lárus Jóns- son, sem settist í bankastjórastól í Utvegsbankanum ekki hafa þegið slík laun. Og Sverrir Hermanns- son, Landsbankastjóri, segist ekki hafa fengið biðlaun send heim til sín, en hann lifi enn í von- inni. í stað uppsagnarfrests Lögin um biðlaun þingmanna voru samþykkt á þingi árið 1980. Frumvarp um biðlaun þing- manna kom fyrst fram árið 1978 og í greinargerð með frumvarp- inu segir að allir opinberir starfs- menn eigi rétt á uppsagnarfresti en þingmenn séu hinsvegar rétt- lausir hvað þetta varðar. Þá segir í greinargerðinni að ætlast sé til að ákvæði laganna taki til þing- manna sem láti af þingstörfum „í síðustu alþingiskosningum“. Lögin voru svo samþykkt árið 1980 og í greinargerð með frum- varpinu þá segir að ákvæðið um biðlaun þyki eiga heima í lögum um launakjör þingmanna. Þar var þeim síðan komið fyrir sem áttundu grein laga um þingfar- arkaup alþingismanna. 8. greinin hljóðar svo orðrétt: „Alþingismaður, sem setið hefur á Alþingi eitt kjörtímabil eða lengur, á rétt á biðlaunum, er hann hættir þingmennsku. Bið- laun jafnhá þingfararkaupi skv. 1. gr. skal greiða í þrjá mánuði eftir eins kjörtímabils þingsetu, en í sex mánuði eftir þingsetu í 10 ár eða lengur.“ Aðrir sem fá biðlaun Nú er það svo að þingmenn eru ekki einu opinberu starfsmenn- irnir sem eiga rétt á biðlaunum. Auk þeirra eiga forseti lýðveldis- ins, ráðherrar, aðstoðamenn ráð- herra og ríkisstarfsmenn í tiltekn- um tilvikum, þegar staða er lögð niður, rétt á biðlaunum. Þessir aðilar eiga þó ekki rétt á biðlaunum fari þeir í önnur störf sem eru jafn vel launuð eða betur launuð, hverfi þeir hinsvegar til starfa sem eru verr launuð er mis- munurinn borgaður. í lögunum um biðlaun þingmanna er hins- vegar ekkert slíkt ákvæði og slíkt ákvæði er ekki heldur að finna í greinargerð með lögunum um þingfararkaup alþingismanna frá 1980. Samkvæmt því virðast allir þingmenn eiga rétt á biðlaunum hvort sem þeir hverfa til annarra starfa á vegum hins opinbera eða í einkageiranum og þó svo að þau störf séu jafnvel mun betur launuð en alþingisstörf. Eru biðlaun launauppbót? Rauði þráðurinn í gegnum lög um biðlaun ríkisstarfsmanna er sá að biðlaun séu greidd vegna aðstæðna sem menn ráði ekki við, t.d. hjá ríkisstarfsmönnum, þá eiga þeir einungis rétt á bið- launum séu störf þeirra lögð nið- ur og standa því allt í einu atvinnulausir uppi. Um þetta má eflaust deila hvort þeim beri meiri réttur en öðrum mönnum, sem missa allt í einu vinnu sína. En þar sem litið er á þetta sem öryggisnet fyrir ríkisstarfsmenn eru sér lög um biðlaun hjá þeim en þau ekki færð inn sem ein grein í launasamning þeirra. Biðlaun þingmanna eru hins- vegar færð inn í lög um þingfar- arkaup og því eðlilegt að líta á Við þökkum samstarfið og óskum þér velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Biðlaunin koma á banka- reikninginn. þau sem launauppbót, einkum og sér í lagi þar sem allir sem setið hafa eitt kjörtímabil eða lengur eiga rétt á biðlaununum. Það gengur þó ekki alveg sjálf- krafa fyrir sig að um leið og þing- menn hætta þá fái þeir biðlaun, slíkt gerist bara eftir þingkosn- ingar. Samkvæmt upplýsingum í launadeild fjármálaráðuneytisins þá kemur tilkynning frá Alþingi eftir alþingiskosningar um þá menn sem dottið hafa út og eiga því rétt á biðlaunum. Hætti menn í miðju kjörtíma- bili þá þurfa þeir að fara fram á biðlaunin hjá skrifstofu alþingis og er það þá tilkynnt til launa- deildarinnar. 31 hætt Frá því að biðlaunin voru sam- þykkt hafa 31 þingmaður hætt. Þar af eru 10 þingmenn sem höfðu setið á þingi í 10 ár eða meira. Flestir þessara þingmanna hafa horfið til ágætlega launaðra verka eftir að þingmennsku lauk en svo mun þó ekki alltaf hafa verið. „Þetta var hryllilegt helvíti í gamla daga. Ég man að þegar Björn Jónsson, á Akureyri, féll í kosningum eftir tveggja áratuga þingsetu, þá stóð hann allt í einu uppi kauplaus daginn eftir. Mér fannst þetta hörmulegt," sagði Sverrir Hermannsson, Lands- bankastjóri, við Nýja Helgar- blaðið í gær. En lítum aðeins á þá þingmenn sem hafa horfið af þingi síðan 1980. Eftir kosningarnar 1983 hættu eftirtaldir þingmenn: Árni Gunnarsson, Benedikt Gröndal, Geir Hallgrímsson (fékk reyndar sæti Ellerts B. Schram sem þar með hætti þingmennsku), Guð- mundur Karlsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Ingólfur Guðna- son, Jóhann Einvarðsson, Jósep Þorgeirsson, Magnús H. Magnússon, Sighvatur Björg- vinsson, Stefán Jónsson og Steinþór Gestsson. Af þessum þingmönnum höfðu einungis tveir setið 10 ár eða lengur, þeir Benedikt Gröndal, sem var gerður að sendiherra og Geir Hallgrímsson, sem á miðju kjörtímabilinu settist í banka- stjórastól í Seðlabankanum. Fjórir þingmannanna komust aft- ur á þing í síðustu alþingiskosn- ingum, Árni, Guðmundur G., Jóhann og Sighvatur. Samkvæmt 8. gr. laga um þingfararkaup al- þingismanna eignast þeir því aft- ur rétt til biðlauna að loknu þessu kjörtímabili. í síðustu kosningum, 1987, duttu eftirtaldir þingmenn út: Árni Johnsen, Björn Dagbjarts- son, Davíð Aðalsteinsson, Garð- ar Sigurðsson, Guðmundur Ein- arsson, Guðmundur J. Guð- mundsson, Gunnar G. Schram, Helgi Seljan, Ingvar Gíslason, Kolbrún Jónsdóttir, Kristín S. Kvaran, Pétur Sigurðsson, Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir, Stefán Benediktsson og Valdi- mar Indriðason. Á kjörtímabilinu 1983-1987 hurfu þeir Lárus Jónsson og Tómas Árnason af þingi og á þessu kjörtímabili hefur Sverrir Hermannsson hætt þingstörfum, en allir settust þeir í bankastjóra- stöður. Af þessum þingmönnum hafa eftirtaldir setið meira en 10 ár á þingi: Pétur Sigurðsson, Helgi Seljan, Ingvar Gíslason, Lárus Jónsson, Tómas Árnason, Sverr- ir Hermannsson, Þórarinn Sigur- jónsson og Garðar Sigurðsson. Bankastjorarnir Við höfðum samband við þrjá þingmenn af þeim fjórum sem sest hafa í bankastjórastól þegar þeir luku þingstörfum. Sverrir Hermannsson sagði að hann hefði ekki enn fengið biðlaun, „en maður lifir alltaf í voninni.“ „Nei ég fékk ekki biðlaun þar sem ég fór beint í annað starf á vegum ríkisins,“ sagði Lárus Jónsson. „Ég hef aldrei fengið nein bið- laun enda aldrei farið fram á þau,“ sagði Tómas Árnason. Hann bætti því við að honum fyndist fáránlegt að menn sem hverfa til annarra starfa fái bið- laun. Mál þessara manna eru sérstæð að því leytinu að þeir hættu allir á miðju kjörtímabili og afgreiðsla biðlaunanna var því ekki sjálf- virk. Tugir miljóna Þingfararlaun í dag eru 135 þúsund krónur og ofan á það leggjast launatengd gjöld, sem eru áætluð um 30% af laununum, eða um 40 þúsund krónur þannig að hver mánuður til þingmanns gerir um 175 þúsund krónur. Síð- an geta menn margfaldað og þá kemur í ljós að ef miðað er við þíngfararlaun í dag, þá hefur rík- ið þurft að greiða tugi miljóna króna í biðlaun frá því að lögin um biðlaun þingmanna voru sam- þykkt árið 1980. -Sáf Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.