Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 7
30 MUONA VEÐSVIK Bankinn sjatlaði málið „Ég ber náttúrulega mína ábyrgð á þessu sem stjórnarfor- maður og get eflaust átt von á að fá ákúrur fyrir að hafa ekki fylgst betur með, en að öðru leyti er ég ekkert hræddur. Ég veit að bank- ar hafa farið í mál við menn ef þeir hafa ekki viljað taka ábyrgð á svona hlutum, en bankinn vildi láta sjatla málið svona, því að þeir fengu þarna ágætis ábyrgðar- menn,“ sagði Arnór. Telja sumir viðmælendur Nýja Helgarblaðsins að sú staðreynd að Theodor er fyrrum starfs- maður Landsbankans og fram- sóknarmaður og sé þar að auki mjög vel kynntur að öllu öðru leyti, hafi átt sinn þátt í hvaða ákvörðun Landsbankinn tók í þessu máli. Þykir saga O. N. Ol- sen reyndar um margt hin sor- glegasta og að áföll hlutaðeigandi hafi reynst þeim þung í skauti. Misminnir Sverri? Afskipti Landsbankans af sölu fyrirtækisins hafa verið mikil, jafnvel þó svo Sverrir Hermanns- son, bankastjóri, hafi harðlega borið á móti því í samtali við Nýja Helgarblaðið að þau afskipti hafi verið nokkur. Birgir Jónsson, úti- bústjóri Landsbankans á ísafirði sagði að lögfræðingur bankans hefði hugsað um málið fyrir hönd bankans og að bankastjórnin hefði gefið grænt ljós á það hvaða tilboði hafi verið tekið. Eins sögðu fulltrúi skiptaréttarins á ísafirði, Björn Jóhannesson og bústjóri Skarphéðinn Þórisson að bankinn hefði haft forræði í mál- inu. Tilraun til endurreisnar Að sögn Arnórs var gerð til- raun af hálfu hluthafa til að endurreisa fyrirtækið og fengin Forsvarsmenn Bjartmars hf., Ásgeir Erling Gunnarsson fjármálastjóri og Arni Sigurðssonframkvæmdastjóri áfyrstastarfsdegifyrirtækisins. Bjartmars-menn eru bjartsýnir á framtíðina, en ekki eru rækjuframleiðendur á isafirði ánægðir með þá ákvörðun að selja þeim þrotabú O. N. ölsen. BB-myndir. lánsloforð til hluthafa fyrir 9 milj- ónum hjá Byggðastofnun, en þeir hafi þá ekki átt nægjanleg veð. Sagði Arnór að hann hafi sjálfur tapað miljónum á þessu gjald- þroti og sér væri mjög umhugað um að fá þessum persónulegu ábyrgðum af sér létt. Reyndar segja heimildir blaðsins að Óttar Yngvason hafi við það tækifæri gert tilraun til að kaupa fyrirtæk- ið en hún hafi runnið út í sandinn, en að því verður vikið hér að neð- an. Gjaldþrotið O. N. Olsen varð síðan gjald- þrota 30. ágúst síðastliðinn og tók skiptaréttur ísafjarðar þrotabúið til gjaldþrotaskipta. Bústjóri var ráðinn Skarphéðinn Þórisson hdl. Skuldir þrotabúsins hafa ver- ið áætlaðar um 180 miljónir króna, en eins og fyrr segir hafði mikið verð fjárfest í fyrirtækinu og því fylgir verðmikill kvóti. Því var eftir allnokkru að slægjast og komu fram þrjú tilboð í búið. Lægsta tilboðið var frá Óttari Yngvasyni, sem á hlut í ýmsum útgerðarfyrirtækjum og nam það 115 miljónum. Guðmundur Tr. Sigurðsson átti 121 miljón króna tilboð, en Árni Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins, fyrrum prentsmiðjueigandi og fyrrum eigandi Vestfirska fréttablaðsins átti hæsta tilboð 152 miljónir. Því tilboði var að lokum tekið, en talsverðrar óá- nægju gætir með þá ákvörðun meðal ýmissa sem telja sig eiga hagsmuna að gæta. Mistök hlutahafa? Hafa hinir óánægðu gagnrýnt söluna á ýmsum forsendum og hafa talað um að „hagstæðasta" tilboði, þ.e. Guðmundar Sig- urðssonar hafi ekki verið tekið. Þá eru fyrrum hluthafar O. N. Olsen óánægðir með að persónu- legum ábyrgðum hafi ekki verið af þeim létt og benda á að tilboð bæði Guðmundar og Óttars hafi innifalið slík fyrirheit. Þá benda þeir á að í yfirlýsingu Lands- banka íslands frá 30. ágúst hafi verið lofað niðurfellingu per- sónulegra ábyrgða hluthafa, gegn því að „ákveðinn aðili fengi fyrir- tækið til kaups“, smk. fyrr- greindu bréfi. Samkvæmt heim- ildum Nýja Helgarblaðsins mun sá aðili hafa verið Óttar Yngva- son, en sömu heimildir greina jafnframt frá að Óttar hafi boðið fasteignatryggingar í Reykjavík á móti þeim persónulegu ábyrgð- um sem hafi hvílt á hluthöfum. Á þetta mun Landsbankinn hafa fallist að reyna. Tilboð Óttars hafi hins vegar verið háð því að svar yrði veitt innan tveggja vikna, en því hafi hluthafar neit- að. Þeir hafi hins vegar heimtað gjaldþrot vegna þess að þeir hafi talið sig getað fengið betri skipti frá ákveðnum aðilum sem hefðu áhuga á að kaupa fyrirtækið. Samkvæmt heimildum N.H. munu einhverjirfyrrverandi hlut- hafa Olsen nú hafa bakþanka af því að hafa ekki tekið tilboði Ótt- ars. Ekki á valdi skiptráðanda Það hefur farið mjög fyrir brjóstið á fyrri hluthöfum í O. N. Olesen að kaupendur þrotabús- ins, Bjartmar hf hafi ekki fallist á að aflétta af þeim persónulegum ábyrgðum. Telja þeiróeðlilegt að þeir séu í ábyrgðum fyrir vélum og tækjum sem aðrir aðilar noti til framleiðslu og skuldum sem aðrir hafi yfirtekið. Skarphéðinn Þórisson, bú- stjóri sagði í samtali við N.H. að það væri ekki á sviði skiptaréttar að aflétta persónulegum ábyrgð- um af fyrri hluthöfum. Það væri ekki heldur hægt að setja slík at- riði í kaupsamning því það væri eingöngu á færi veðkröfuhafa, þ.e. Landsbanka og Féfangs að aflétta slíkum kröfum. Kröfur fyrri hluthafa um að ábyrgðum þeirra yrði aflétt af kaupendum þrotabúsins, Bjartmar hf. væru því á nokkrum misskilningi byggðar. Árni Sigurðsson hjá Bjartmar hf. sagði í samtali við N.H. að það hefði alltaf staðið til að aflétta þessum ábyrgðum, en það tæki tíma. „í engu tilboðanna sem gerð voru er neitt talað um að aflétta ábyrgðum, né heldur er orð um það í kaupsamningi milli Bjartmars hf. og bústjóra“. Besta tilboðið? Ákvörðun skiptaráðanda um að taka tilboði Árna og félaga sem síðar stofnuðu hlutafélagið Bjartmar hf með 30 miljón króna hlutafé, hefur verið harkalega gagnrýnd. Hefur verið á það bent að tilboði og kaupsamningi beri ekki saman, þar sem gert sé ráð fyrir lægri útborgun í kaupsamn- ingi. Samkvæmt kaupsamningi yfirtekur Bjartmar hf 118 miljón- ir veðskulda, þar sem Lands- bankinn á kröfu á 60 miljónir. Engin útborgun er tilskilin á þessu ári, eri á næssta ári er gert ráð fyrir 7 miljóna útborgun í fjórum hlutum. Þær skal greiða án vaxta. Eftirstöðvar, 25,8 milj- ónir króna er greitt með skulda- bréfi til 10 ára, en veð fyrir skuld- abréfinu er tekið í húseignum og tækjum sem fyrrum tilheyrðu O.N.Olsen hf. Hin lága útborgun hefur verið gagnrýnd og svo að veð fyrir skuldabréfinu sé tekið í eignum sem þegar séu veðsettar í topp. Árni Sigurðsson mótmælir því hins vegar að ekki sé rúm fyrir frekari veðsetningar og telur að besta tilboði hafi verið tekið. Skarphéðinn Þórisson bústjóri vildi hins vegar ekki tjá sig um hvort tilboð Guðmundar Sig- urðssonar hafi verið betra. „Þetta varð niðurstaðan, en spurðu mig ekki af hverju hún varð svona. En hún er fundin með ssamþykki kröfuhafa, Landsbankans og annarra. Þeir hafa neitunarvald um hvort taka skuli ákveðnu til- boði og það þýðir að þeir ráða þessu í raun,“ sagði Skarphéð- inn. Taldi Skarphéðinn tilboð Bjartmars mjög hagstætt fyrir þrotabúið, „ef reksturinn gengur upp“. Landsbankinn mótsagna- kenndur Það sem ekki hefur síst vakið upp gangrýni á að tilboði Bjartmars var tekið og það að undirlagi Landsbankans m.a., er sú staðreynd að Landsbankinn hefur neitað að taka hið nýja fyr- irtæki í viðskipti. Hefur það verið lagt þannig út að bankinn hafi selt þrotabúið mönnum, sem varla geti haft fjárhagslegt bolmagn til að reka fyrirtækið, því annars neituðu þeir varla að taka þá í viðskipti. Sverrir Hermannsson, bankastjóri gaf sem ástæðu fyrir neitun bankans, „að Landsbank- inn ætlaði ekki að taka fleiri sjáv- arútvegsfyrirtæki í viðskipti, þar sem bankinn hefði þegar 70% af sjávarútvegnum í viðskiptum og það væri 30% of rnikið". Kveður hér við nokkuð annan tón, heldur en þegar ákvörðun um meðhöndlun veðsvika O.N. Ol- sen var tekin í bankanum og þykjast menn hér sjá merki um greinilega stefnubreytingu af hálfu bankans. Forráðmenn Bjartmars telja sig ekki hafa neina skýringu á af- stöðu bankans, en telja þó að ekki sé öll von úti enn. Fyrir bankastjórn liggi bréf, þar sem farið sé fram á að fyrirtækið verði eingöngu tekið í afurðalánavið- skipti. Sagðist Árni vera vongóð- ur um lyktir þess máls, enda hefði fyrirtækið alla burði til að standa sig vel í framtíðinni. „Ég vildi óska að við fengjum að sitja við sama borð og aðrir framleiðend- ur sjávarafurða í landinu," sagði Árni Sigurðsson. Ekki tókst að ná sambandi við Theodór Nordquist í gær. phh Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.