Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 9
• • FOSTUDAGSFRETTIR Forseti vesturþýska þingsins „Hitlervakti sjálfstrausfc Tugirþingmanna gengu út ímótmœlaskyni við ummæliþingf orsetans um nasistaforingjann Um 40 vesturþýskir þingmenn gengu f gær í mótmælaskyni út af minningarathöfn, sem hald- in var til að minnast fórnarlamba nasista á Kristalsnótt svokallaðri fyrir hálfri öld. Á samkomunni var einn ræðumanna Philipp Jenninger, forseti vesturþýska þingsins og forustumaður í flokki kristilegra demókrata. Komst hann svo að orði að Hitler hefði endurvakið þjóðarstolt með Þjóðverjum eftir auðmýkjandi ósigur þeirra í heimsstyrjöldinni fyrri. Jenninger kvað árangur stjórn- ar Hitlers í efnahagsmálum og sigra hans í utanríkismálum fyrir heimsstyrjöldina síðari, er hann innlimaði Austurríki og Súdeta- héruð Tékkóslóvakíu, hafa fyllt þýsku þjóðina bjartsýni og sjálfs- trausti. Sagði þingforsetinn enn- fremur að áberandi árangur Hitl- ers á þessum vettvöngum hefði ef til vill haft í för með sér meiri hörmungar fyrir bæði Þjóðverja og Gyðinga en sjálfir glæpir hans. í mótmælaskyni vegna um- mæla þessara gengu út af minn- ingarathöfninni yfir 30 þingmenn jafnaðarmanna, sex þingmenn frjálsdemókrata, sem eru í stjórn með kristilegum demókrötum, og nokkrir þingmenn græningja. Olíuskip brotnar í tvennt 27 saknað Olíuflutningaskipið Odyssey, í eigu bresks fyrirtækis en skráð í Líberíu, brotnaði í tvennt á miðvikudagsnótt um 900 sjómíl- ur austur af Nýfundnalandi. Allra skipverja, 15 Grikkja og 12 Hondúrasmanna, er saknað. Ofviðri var er þetta gerðist og ölduhæð átta metrar. Skipið, sem var 65.000 smálestir, var á leið frá Hjaltlandseyjum til olíu- hreinsunarstöðvar á Nýfundna- landi með hráolíufarm upp á miljón tunnur. Þegar skipið brotnaði í tvennt kom upp eldur í olíunni, sem rann út yfir sjóinn, og var bálið slíkt um hríð að so- véskt veðurskip, sem heyrði neyðarkall frá Odyssey og varð fyrst skipa á slysstað, komst hvergi nærri skipshlutunum. All- mikil olíubrák er enn á sjónum skammt frá slysstaðnum, en talið er að hún muni dreifast og eyðast áður en hún nær landi. Þetta er annað olíuflutninga- skipið á þessu ári, sem brotnar í tvennt og brennur langt úti á Norður-Atlantshafi. í apríl fórst á þennan hátt austur af Ný- fundnalandi grískt olíuskip og með því 29 manns, pólskir skip- verjar og eiginkonur fjögurra þeirra. Reuter/-dþ. Frakkar og Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar á vegum SOFR- ES, franskrar stofnunar sem hef- ur slíkt með höndum, lítur nú meirihiuti Frakka á Þjóðverja sem bestu vinaþjóð sína. Svöruðu 54 af hundraði aðspurðra Frakka að þeir litu á Vestur-Þýskaland sem nánasta bandalagsríki Frakklands, en 39 af hundraði töldu Bandaríkin vera það. Hugur Vestur-Þjóðverja til Frakka var skoðaður í sömu Frá Kristalsnótt: Nasistar með handtekna Gyðinga í Baden-Baden. Fangarnir eru í háðungarskyni látnir bera fyrir sér davíðsstjörnu með áletruninni: „Guð yfirgefur okkur ekki.“ Einn jafnaðarmannanna, Sepp Binder, kvað sig og sína flokks- menn sérstaklega illa snortna af því jákvæða mati á vissum gerð- um og stefnuatriðum nasista, er fram hefði komið í ræðu Jennin- gers. Ein þingkona frjálsdemó- krata kvað sér hafa fallið untmæli hans þungt, enda hefðu þau hljómað eins og tilraun til að létta af Þjóðverjum ábyrgðinni á glæp- um nasista. Ofsóknin gegn Gyðingum á Kristalsnótt 9.-10. nóv. 1938 var sú mesta, er þeir urðu að þola af hálfu nasista fyrir heimsstyrjöld- ina síðari. Voru þá yfir 90 Gyð- ingar myrtir og um 26.000 hand- teknir. Fórnarlamba nasista í of- sókn þessari hefur undanfarna daga verið minnst með ýmsu móti í Austurríki, Austur-Þýskalandi og Vestur-Þýskalandi. Reuter/-dþ. Þjóðverjar bestu vinir könnun og reyndist bræðralags- andinn jafnvel enn meiri frá þeirra hálfu, því að 67 af hundr- aði aðspurðra þarlendis telja Frakka nánustu bandamenn Vestur-Þýskalands. Skoðana- könnun þessi fór franr af tilefni þess að í dag, 11. nóv., minnast Frakkar þeirra sem féllu af þeim í heimsstyrjöldunum báðum. Þennan dag 1918 var endir bund- inn á heimsstyrjöldina fyrri með vopnahléi. Þjóðverjar og Frakkar hafa marga hildina háð sín á milli í aldanna rás og aldrei var fjand- skapurinn þeirra á milli meiri en á fyrrihluta ftessarar aldar, er þeir áttust við í tveimur heimsstyrj- öldum. En nú h'ta ekki aðeins for- ustumenn Frakklands og Vestur- Þýskalands hvorir á aðra sem vini og bandamenn, heldur virðist það einnig hafa orðið ofan á hjá almenningi í þessurn löndum. Reuter/-dþ. Norðurlandaráð Vonbrigði með tillögur Isumar sem leið var ákveðið að halda aukaþing Norðurlanda- ráðs og fjalla um náttúruvernd á Norðurlöndum. Þingið hefst mið- vikudaginn 16. nóvember í Hels- ingör. Ákvörðun Norðurlanda- ráðs hefur verið fagnað og þótt merki um sameiginlegan vilja ráðamanna á Norðurlöndum að hefja aðgerðir sem allra fyrst. Þörfin er augljós: gífurlegt magn þörunga í Eyrarsundi og Katte- gat, seladauði á sömu slóðum og léleg fiskigengd eru dæmi um um- hverfisspjöll sem ógna Hfríki þar og annars staðar á Norður- löndum. Ráðherranefnd sú er fjallar um umhverfisvernd lagði nýverið fram tillögur sínar um aðgerðir og hafa þær verið harkalega gagnrýndar. Þær þykja máttvana og fremur sniðnar að þörfum stórfyrirtækja en lífríkisins. Ráð- herrranefndin leggur einnig fram sérstaka tillögu varðandi lífríki hafsins og hvaða aðgerða þarf að grípa til í verndarskyni. Umhverfis- og félagsmála- nefnd Norðurlandaráðs hefur gagnrýnt aðaltillöguna en styður hana með því skilyrði að veiga- miklar breytingar sem nefndin hefur gert tillögur um, verði gerðar. Aftur á móti leggur þingmannanefndin til að áætlun um verndun hafsins verði endur- unnin og lögð fram á ný á aðal- þingi Norðurlandaráðs í mars. Ég leitaði álits nokkurra sænskra þingmanna og voru svör- in flest á einn veg: Hörð gagnrýni og mikil vonbrigði með frammi- stöðu ráðherranefndarinnar. Miljöpartiet situr í fyrsta skipti þing ráðsins og verður Marianne Samuelsson fulltrúi flokksins. Fannst henni tillagan léleg, allt orðalag loðið og augljóst að ráð- herrarnir voru ekki sammála við gerð hennar og þess vegna miðl- að málum til að halda friðinn. Sten Svensson (Moderata Sam- lingspartiet) á sæti í Umhverfis- og félagsmálanefnd Norður- landaráðs og tók hann í sama streng. Fannst honum ráðherra- nefndin hafa brugðist, en hún virðist ekki vera þess megnug að koma með tillögur um markviss- ari aðgerðir og skarpari tíma- mörk. Karin Söder (Centerparti- et) sagðist alveg hafa misst von- ina um að aukaþingið gerði gagn þegar hún hafði lesið tillögu ráð- herranna. Það þyrfti svo sannar- lega að taka til strangra reglna um losun úrgangsefna og væri ástæðulaust að láta stórfyrirtækin ráða ferðinni í þessum málum. Eina vonin væri að þingmenn Norðurlandaráðs standi saman á aukaþinginu og fylgi eftir kröfun- um um aðgerðir í umhverfisvern- darmálum. Lars Werner formað- ur Kommúnistaflokksins sagðist fara á aukaþingið án nokkurra væntinga. Ráðherranefndir Norðurlandaráðs hefðu margoft sýnt og sannað að þeim er meira virði að halda friðinn í nefndun- um en að grípa til aðgerða sem væru til gagns fyrir Norðurlanda- búa. Þeir 6-12 mánuðir sem ráð- herrarnir hafa unnið að tillögunni eru ekki langur tími í sögu Norðurlandaráðs. En þeir eru of langir með tilliti til ástandsins í Eyrarsundi, Kattegat, Botten- viken, Eystrasalti og víðar. Lög- málið um að sá ráði ferðinni sem hægast fer virðist í hávegum haft að mati Werners. Þessu mætti snúa við. Ef ströngustu reglur um meðferð hættulegra efna yrðu látnar gilda fyrir öll Norður- löndin væri mikill sigur unninn. Til dæmis verða öll olíuflutninga- skip sem sigla til Finnlands að hafa tvöfaldan kjöl. Þetta gildir ekki á hinum Norðurlöndunum. Síðasti viðmælandi minn var Grethe Lundblad (Jafnaðarm.- flokkur). Hún sagðist nokkuð ánægð með ráðherratillöguna en lagði áherslu á mikilvægi þess að breytingartillögurnar yrðu sam- þykktar. Að öllum líkindum á hún erfitt um vik að gagnrýna til- löguna. Hún er flokkssystir Birg- ittu Dahl umhverfismálaráðherra Svíþjóðar og bundin í báða skó. Birgitta Dahl hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir frammi- stöðu sína. Hún er formaður ráð- herranefndarinnar og ætti að hafa haft möguleika á að hafa veruleg áhrif á niðurstöður nefndarinnar. Nú velta þing- menn hinna flokkanna því fyrir sér hvort tillögur ráðherranna séu hin raunverulega áhersla Jafnaðarmannaflokksins. Stefn- an í umhverfismálum var allt önnur í kosningabaráttunni í haust og liggur misræmið í augum uppi. Guðrún Gísladóttir/Lundi. Seladauðinn mikli í höfunum við Norðurlönd hefur opnað augu margra fyrir þeim stórfellda háska sem lífríki jarðar er búið af völdum mengun- ar og umhverfisspjalla af ýmsu tagi. Mynd: Einar Karlsson. Föstudagur 11. nóvember 1988, NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.