Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 13
Flóttamannahjálp fyrir unglingana Rætt við Christoph Kaute, uppeldisfræðing frá Múnster í Vestur-Þýskalandi, en hann stendur fyrir óhefðbundnu hjálparstarfi fyrir krakka sem hafa hlaupist að heiman Uppeldið hjá okkur er býsna strangt og satt að segja er allt of mikið um beinar til- skipanir foreldra - þú mátt þetta, ekki hitt, þú skalt - og óneitanlega mættu tengslin milli kynslóðanna við meira trausti en tilfellið er. Foreldr- arnir eru uppteknir af eigin áhyggjuefnum og vilja ekkert múður í afkvæmunum; finnst að krakkarnir eigi að vera þæg og góð, hugsa um að standa sig vel í skóla o.s.frv., og ef eitthvað kemur upp á finnst krökkunum oft á tíðum að það sé enginn tími aflögu handa þeim. Þora jafnvel ekki að segja frá því heima fyrir ef eitthvað er ekki eins og það á að vera, og þessvegna finnst manni að það sé meira um það en þyrfti að vera að ung- lingar grípi til þess óyndisúr- ræðis að hlaupa að heiman, segir Christoph Kaute, upp- eldismenntaður Þjóðverji um þrítugt sem dvelst þessa dag- ana hér á landi. Christoph býr í borginni Munster, ívið fjöl- mennara plássi en Island allt, og hefur þar staðið fyrir merki- legu brautryðjandastarfi í þágu unglinga sem hafa hlaupist að heiman. „Hlaupist að heiman“ er reyndar heldur ónákvæmt orða- lag yfir það sem þarna er á seyði, þar sem drjúgur hluti flóttamann- anna ungu eru að stinga af frá þartilgerðum uppeldisstofnunum á vegum hins opinbera, segir Christoph, en að hans mati er það ein hliðin á ráðríkri uppeldis- hefðinni að krakkar fá ekki alltof marga sénsa ef þau makka ekki réttáannað borð. Ofmikiðséum að foreldrar slái vandamálinu þá frá sér og fái hreinlega inni fyrir krakkana á uppeldisstofnun. Ungir flóttamenn Þessi brotthlaup eru umfangs- mikið vandamál í Vestur- Þýskalandi, segir Christoph. Op- inberar tölur yfir landið allt gefa til kynna að í kringum 40.000 unglingar hlaupist að heiman ár- lega, en flestir séu á því að hinn raunverulegi fjöldi þeirra sé all- miklu nteiri. Krakkarnir sem hér urn ræðir eru frá tíu ára aldri og upp í sautján, en átjándi afmæl- isdagurinn setur punkt, þar sem maður verður sjálfum sér ráðandi frá og með þeim aldri. Christoph segir að þetta vandamál megi skýra að talsverðu leyti með rétt- leysi unglinganna, en hann vill meina að félagasamtök heimafyr- ir sem beita sér fyrir dýravernd séu til muna öflugri hinum sem hafi vernd barna fyrir sitt leiðarljós. En að hvaða leyti er „flótta- mannahjálp" Christoph og sam- starfsfólks hans í Múnster frá- brugðin því sem gerist og gengur þar sem vestur-þýskir unglingar eiga í hlut? Hann lýsir hinu opin- bera fyrirkomulagi á þann veg að ákveðnar stofnanir séu til staðar og þangað komi lögreglan krökkum sem hún hirði upp af götu sinni. Þar eru þeir gjarnan settir í ntiðlungi manneskjulega klefa, stundum dögum saman, meðan þess sé beðið að „réttir eigendur" gefi sig fram. í okkar hjálparhópi sér lög- reglan í engum tilfellum um fram- boðið á skjólstæðingunum ef maður má orða það svo kald- hæðnislega, segir Christoph; við tökum aðeins við krökkum sem koma til okkar af fúsum og frjáls- um vilja, og til að geta orðið þeim að liði höfum við laus herbergi í íbúðunum hjá okkur í þeírra þágu. Fyrirkomulagið Sjálfur bý ég til dæmis í fjög- urra herbergja íbúð og eru þrjú herbergjanna fyrir starfsemina. Eitt er nokkurslags skrifstofa, annað svefnherbergi og það þriðja setustofa. Þarna er ég í standi til að hýsa einn ungling í einu, en við reynum að finna lausnir fyrir hvern og einn eins fljótt og við getum, og hefur lán- ast fyrir bragðið að komast hjá því að sitja uppi með sama skjól- stæðinginn í langan tíma. Al- gengur dvalartími meðan lausna er leitað er svona þrír til fjórir mánuðir. Þeim krökkum sem eru að hlaupast að heiman verðum við helst að liði með því að telj a þau á að leyfa okkur að hafa samband við foreldrana, endurreisa sam- skiptin þeirra í milli og þar með oftastnær að koma á sáttum. Það er mjög algengt að foreldrarnir komist í hina mestu flækju, að minnsta kosti í upphafinu, yfir því að einhverjir „félagsráðgjaf- ar“ séu að vasast í þeirra málum, og þessa varnarmúra verðum við að vera fólk til að fást við. Það sem aftur er snúnast gagn- vart krökkunum er að sannfæra þau um að við séum ekki að rag- ast í þeirra málum til að draga þau fyrir dóm ef svo mætti segja. Starfið stendur og fellur með því að okkur lánist að koma á traustum tengslum. Enda hefur það sýnt sig að komi einhver van- dkvæði upp síðar meir í þeim fjöl- skyldum sem við höfum áður reynt að aðstoða þá er það al- gengt að leitað sé til okkar á nýj- an leik og þá vísað til fyrri reynslu, og þetta þykir okkur náttúrlega afskaplega vænt urn. Hinn hluti krakkanna aftur á móti, þessi sem finnst nóg komið af einhverri stofnanavistinni; þau getum við til dærnis aðstoðað með því að hjálpa þeim að leita að uppeldisheimili sem þeim finnst henta sér betur en hitt sem þau voru að flýja. Við ferðumst þá gjarnan með þeim í þessu skyni, athugum hvar sé pláss að fá, og hjálpum þeim að útvega sér leyfi til að fá að dvelja fáeina daga til reynslu á tilteknum stað ef því er að skipta. Böggullinn og skammrifiö Við erum ekki nema þrjú sem erum virkust í þessu hjálparstarfi í Munster, og það hefur sýnt sig að það er eina vitið að hafa þetta fyrir fullt starf. Fjármögnunin hefur nú satt að segja alltaf verið dálítill höfuðverkur þó að frjáls framlög og samskot dragi langt, en við eigurn fjármálin óútkljáð við hið opinbera. Frá þeirri hlið- inni hefur viðkvæðið verið að það sé ekkert mál að veita okkur fjár- hagsaðstoð, en það er einn bögg- ull sem fylgir skammrifi, og hon- um höfum við ómögulega viljað kyngja. En málið er að það er engin fyrirstaða að borga okkur refjalaust fyrir hverskyns kostn- að, en með því fororði að foreldr- arnir fái síðan bakreikninginn. Þessu erum við ósammála, og finnst reyndar að slíkt og þvílíkt yrði bara til að auka á vandræði krakkanna. Hvernig það atvikaðist að ég fór sjálfur út í þetta? Það var nú satt að segja tilviljun eins og svo margt. Það eru orðin tíu ár síðan ég fluttist til Múnster og fór í há- skólann þar. Fyrst þýsku og heiinspeki reyndar, hvergi í ná- munda við uppeldisfræðina eins og síðar varð. Eg hafði litla íbúð á leigu og eitt kvöldið var bankað upp á. Það var kunningi minn einn úr skólanum sem þorði ekki heim eftir að hafa lent í útistöð- um við karl föður sinn. Ég hýsti hann í nokkra daga og svo var það ekki meir. Satt að segja var ég búinn að gleyma þessu atviki þegar ég fékk svo svipaða heim- sókn nokkrum vikum síðar, nema hvað þar voru krakkar á ferðinni sem ég þekkti hvorki haus né sporð á, og þau spurðu hvort það væri ekki rétt að ég skyti skjólshúsi yfir krakka ef þannig stæði á! Svona kynntist ég nú sem sagt þessum vandamál- um, og stofnaði síðan hjálpar- hópinníframhaldiafþessu. Þetta var fyrir sex árum, og á þeim tíma vildi enginn vita af vandræðum þessara krakka. Og fyrir mig varð ekki aftur snúið... HS Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.