Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 17
Dr. Sigurbjöm Einarsson biskup blaðar í Ijósprentun af Guðbrandsbiblíu, árið 1984. Nýkomin er út hjá bókaforlaginu Setbergi bók Siguröar A. Magnússonar, Sigurbjörn biskup-Ævi og starf, sem samin var í samráði við Sigurbjörn og að nokkru byggð á viðtölum við hann. Með góðfúslegu leyfi höfundar birtir Þjóðviljinn tvö brot úr tólfta kafla bókarinnar, sem ber yfirskriftina „Þjóðvörn". Kosningar fóru í hönd og öllum flokkum var umhugað að láta í það skína, að þeir væru andvígir herstöðvum á íslandi. Á tveggja ára afmæli lýðveldisins lýsti for- sætisráðherra yfir því, að það væri skýlaus vilji íslendinga að hafa ekki hernaðarbækistöðvar í landi sínu á friðartímum. Við þessar aðstæður fengu rót- tækari öflin í Alþýðuflokknum byr í seglin, en í þeirri fylkingu voru þeir Jón Blöndal, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Hannibal Valdimarsson og Gylfi Þ. Gísla- son. Tekist var á um framboðið í Reykjavík og kosið milli þeirra Gylfa og Sigurjóns Á. Ólafssonar formanns Sjómannafélags Reykjavíkur, og hafði sá síðar- nefndi betur, með naumindum þó. Þessu undu fylgismenn Gylfa illa og heimtuðu hann í öruggt sæti, en hann var sjálfur erlendis við fræðistörf. Var nú tekið að Ieita, hófanna hjá Sigurbirni umað fá hann í framboð, fyrst með hógværð, en síðan með vax- andi þunga, ekki síst vegna þess að Framsóknarflokkurinn og Só- síalistaflokkurinn báru líka í hann víurnar. Sjálfur hafði hann engan áhuga á beinum pólitísk- um afskiptum og neitaði lengivel að fara í framboð, en svo jókst þunginn og áhrifamenn í flokkn- um lögðu fast að honum, ekki síst Haraldur Guðmundsson sem sat yfir honum heila nótt. Það átti nokkurn þátt í lokaákvörðun Sig- urbjörns um að taka sæti á fram- boðslista Alþýðuflokksins, að honum þótti eftir atvikum skárra að losna við látlausan þrýsting úr öðrum áttum, að því tilskildu að hann væri ekki þarmeð ánetjaður pólitíkinni. Átökunum um framboð hans lauk semsé með því að vinir hans í Alþýðuflokknum komu til hans eftir stormasaman fund og tjáðu honum, að hann væri eini maður- inn sem sætt gæti stríðandi fylk- ingar í flokknum með því að taka sæti á listanum. Hann þver- neitaði að setjast í öruggt sæti, einsog honum var boðið, en lét undan vinum sínum með tveimur skilyrðum: í fyrsta lagi, að hann yrði í vonlausu sæti; í öðru lagi, að Gylfi skipaði öruggt sæti. Með þessi skilaboð fóru þeir og útá þau náðist listinn saman. Harald- ur Guðmundsson bauðst til að fara í þriðja sæti listans, sem var baráttusætið, en Gylfi var í fyrsta og Sigurjón Á. Óíafsson í öðru sæti. Sigurbjörn var í fjórða sæti listans og gerði það ennfremur að skilyrði að hann þyrfti ekki að hafa sig í frammi í kosningabar- áttunni, en það endaði samt með því að hann varð að tala í útvarp- ið „í orðastað Alþýðuflokksins" við almennar stjórnmálaum- ræður og hélt harðskeytta ræðu gegn undanslætti í herstöðvamál- inu. Þegar Sigurbjörn hafði tekið sæti á lista Alþýðuflokksins, var Sölvi Blöndal vinur hans sendur til að telja honum hughvarf. Sat hann lengi yfir honum, en hafði ekki erindi sem erfiði. Síðan kom Tvö brot Framsóknarflokksins og 2 þing- menn Alþýðuflokksins. Einn þingmaður Alþýðuflokksins, Barði Guðmundsson, sat hjá, en hinirsex samþykktu hann. I Kefl- avíkursamningnum voru Banda- ríkjamönnum heimiluð tíma- bundin afnot af vellinum til að sinna skyldum sínum vegna her- náms Þýskalands, einsog það var orðað, en í reynd vareinungis um það að ræða, að bandarísku her- mennirnir höfðu fataskipti og klæddust fötum óbreyttra borg- ara. Árið 1950 setti Sigurbjörn nafn sitt undir „Stokkhólmsávarpið" svonefnda, sem var friðará- skorun runnin undan rifjum Heimsfriðarráðsins. Voru þeir Halldór Kiljan Laxness þar sam- an á blaði í bland við marghátt- aða áhrifamenn austan tjalds og vestan. En einsog stundum vildi brenna við áðuren Nóbelsverð- launin komu til sögunnar, gat Halldór ekki setið á strák sínum og samdi níðangurslega grein um Fisher erkibiskup í Kantaraborg, bar honum á brýn morðfýsnir og staðhæfði, að „öll tryltustu stríðsæsingafífl heimsins eru sannkristnir menn“. Sigurbjörn afréð að láta strika yfir nafn sitt undir ávarpinu, þar- eð hann gæti „úr hvorugum okk- ar svo lítið gert að láta þetta af- skiptalaust". Þá ákvörðun rök- styður hann nánar með þessum orðum: „Auk alls annars, sem um þessa málfærslu er að segja, þá jafngildir það því, að því er mig snertir persónulega, að stinga rýtingi í síðu samferðamanns. Slíkt er ekki skáldleyfi, heldur fólska, sem ég læta ekki líðast, ekki einu sinni þótt í hlut eigi hið dáða skáld. Afleiðingar þessarar rýtingsstungu eru ekki mín sök. Eg gat ekki brugðizt við henni á annan hátt en þann, sem ég hef gert.“ I lok yfirlýsingar sinnar kemst Sigurbjörn svo að orði: „Það má vera, að eitthvað muni um það hér innan lands, til eða frá, hvort ég er yfirlýstur and- stæðingur kjarnorkumorða eða ekki. Afstöðu minni til þess máls, út af fyrir sig, fær ekki Halldór Laxness haggað, fremur en aðrir orðhákar. Ög ég vil nota tækifær- ið til þess að lýsa fyrirlitningu minni á því, hvernig þeir menn eru í vissum blöðum hundeltir og ataðir, sem með undirskrift sinni undir Stokkhólmsávarpið hafa viljað tjá viðbjóð sinn á þeirri. hugsun að gera ráð fyrir að beita slíkum vopnum. En það munar miklu meira um afstöðu Halldórs Kiljans til kristindómsins en um það, hvernig ég lít á kjarnorku- sprengjur. Og úr því að hann getur ekki haldið uppi merki friðar- hreyfingar án þess að níða það, sem mér er helgast, þá geng ég ekki undir því merki. Þar er að minni dýpstu vitund meira í húfi en svo, að það geti verið mér áhorfsmál.“ Útaf þessu varð allmikill hvell- ur í Þjóðviljanum, sem lét hjá líða að birta yfirlýsingar og at- hugasemdir Sigurbjörns, og á kreik fóru ýmsar sögusagnir í þá veru að Sigurbirni hefði verið ógnað til að strika yfir nafn sitt undirávarpinu. Þessum skriffinni hér er kunnugt um að Bjarni Benediktsson beitti áhrifum sín- um og valdi til að fá menn til að strika nöfn sín burt, til dæmis Guðna Jónsson prófessor, sem neitaði að hlýðnast ráðherranum með þeim afleiðingum að dóttir hans var flæmd úr starfi í ráðu- neytinu. Engu slíku var til að dreifa í tilviki Sigurbjörns. Hann ræddi ákvörðun sína einungis við Magneu konu sína og Þorvarð Jón Júlíusson góðvin sinn, sem var honum samdóma. Hinsvegar lá Sigurbjörn undir miklum þrýstingi úr hinni áttinni útaf þessu máli, og varð Kristinn E. Andrésson honum þyngstur í skauti, sat yfir honum lon og don og reyndi að telja honum hug- hvarf. Þegar hvorki gekk né rak, greip hann til sömu formúlu og Sigurbjörn hafði heyrt hjá Brynj- olfi fjórum árum fyrr: „Það er bara verst fyrir þig sjálfan. Þú átt eftir að reka þig á það.“ Sigurbirni var í sjálfu sér ekk- ert sárt um að hoppa af þessari skútu, því hann var farinn að sjá í gegnum blekkingavefinn og vissi að hér var uni fjarstýrt fyrirbæri að ræða. Samt vissi hann að ýmsir kirkjunnar menn kusu framar öllu öðru að snúa saman bökum við slíkar hreyfingar, þó vafa- samar kynnu að vera, í þeirri trú að opinn hugur og jákvæð við- brögð gætu haft áhrif. Hann hafði orðið fulla vitneskju um að þessi rauða friðarhreyfing var af eng- um heilindum. Sigurbjörn var svo fordæmdur í herbúðum hægrimanna á þessu skeiði, að enginn yrti á hann úr þeirri átt, og því af og frá, að nokkur úr þeim hópi hefði fyrir því að reyna að telja honum hug- hvarf. hann aftur og kvaðst vera með skilaboð frá Brynjólfi Bjama- syni, sem þá var mennta- málaráðherra í nýsköpunar- stjórninni, um að hann lang- aði til að hafa tal af honum. Ark- aði Sigurbjörn með Sölva vestrí bæ til fundar við Brynjólf, sem las lengi yfir honum og reyndi að leiða honum fyrir sjónir, að það væri hið versta verk að fara á lista fyrir Alþýðuflokkinn. Sigurbjörn fékk ekki með góðu móti skilið að hvaða leyti það væri hermdar- verk, og þá klykkti Brynjólfur út með þessúm minnisverðu orðum: „Það er bara verst fyrir þig sjálf- an. Þú átt eftir að reka þig á það. “ Sigurbjörn skildi þessi orð Brynjólfs svo, að þegar völdin væru komin í hendur sósíalista, þá væri búið að vega hann og meta, og hann væri léttvægur fundinn - eða kannski réttdræpur við aðstæður einsog tíðkuðust austan járntjalds. Jónas Haralz, sem var mjög handgenginn Bryn- jólfi á þessum árum, kveður hann hafa talað af mikilli virð- ingu um Sigurbjörn fyrir einstaka hæfileika hans til að hafa áhrif á fólk, og hafi hann því talið fram- boð hans hættulegt sósíalistum, en hann álítur að hin illa dulda hótun liafi einungis falið í sér þá spásögn, að Alþýðuflokkurinn mundi svíkja Sigurbjörn þegar á hólminn væri komið, Gylfi og Hannibal og þeirra fylking lúta í lægra haldi fyrir Stefáni Jóhanni og hans liði í þingflokknum, og því væri Sigurbjörn í reynd að draga taum andstæðinga sinna í flokknum; það sem hann gerði mundi hafa þveröfug áhrif við það sem hann vildi. Hafi sú spá verið fólgin í orðum Brynjólfs, þá reyndist hann sannspár, því forusta Alþýðu- flokksins átti fljótlega eftir að snúa við blaðinu og gera allt sem í hennar valdi stóð til að lama þá Gylfa og Hannibal og gera þá á- hrifalausa innan flokks sem utan. Kveður Gylfi það nánast vera undur, að þeir félagar skyldu harka af sér kuldann og fjand- skapinn sem þeim var sýndur í þingflokknum. í þingkosningunum 30ta júní 1946 vann Alþýðuflokkurinn tvö Sigurður A. Magnússon, höfund- ur bókarinnar Sigurbjörn biskup - Ævi og starf. þingsæti af Framsóknarflokkn- um, en samstarfsflokkar hans í nýsköpunarstjórninni héldu sínu fylgi nokkurnveginn óskertu. Munaði ekki nema 70 atkvæðum að Haraldur Guðmundsson kæmist að sem þriðji þingmaður flokksins í Reykjavík. Gylfi er ekki í neinum vafa um að kosn- ingasigurinn 1946 varframaröðr- um Sigurbirni og hans stefnumál- um að þakka, enda glutraði flokkurinn báðum nýju þingsæt- unum niður í kosningunum 1949. Eftir kosningarnar 1946 urðu þær raddir æ háværari sem heimtuðu tafarlausa brottför bandaríska hersins, en Bretar höfðu farið burt um vorið og af- hent íslendingum Reykjavíkur- flugvöll. Hinn 22an júlí var kvatt saman aukaþing til að ræða fyrir- hugaða aðild íslands að Samein- uðu þjóðunum, og flutti þá Hannibal Valdimarsson tillögu unt fyrirvaralausa brottför hers- ins, sem felld var með 26 at- kvæðum gegn 22. Síðan settist ríkisstjórnin að samningum við Bandaríkjastjórn sem lauk með hinum umdeilda Keflavíkur- samningi, sem Alþingi samþykkti 5ta október, sama dag og Sigur- jón Pétursson á Álafossi flutti stolin bein Jónasar Hallgríms- sonar með leynd norðrí Öxnadal til að fá þau grafin þar. Samningurinn var samþykktur með 32 atkvæðum gegn 19. Gegn honum stóðu 10 þingmenn Sósí- alistaflokksins, 7 þingmenn Fjölskyldumynd frá 1954 þegar Árni Bergur varfermdur. Fremst standa yngstu sveinarnir þrír, Karl, Gunnar og Björn en að baki þeim frá vinstri Þorkell, Sigurbjörn, Rannveig, Einar, Magnea, Árni Bergur, Gíslrún og foreldrar Magneu, þau Rannveig Magnúsdóttir og Þorkell Magnússon. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. nóvember 1988 Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.