Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 25
 Sextett ásviöi erof breiðurfyrirmyndavél úti ísal... þvíuröu gítarleikararnir í Defunkt útundan... hér sjáum við John Mulkerin meö trompetinn, Joseph Bowie söngvara og básúnuleikara (bróöur djassarans Lesters), trommarann Kenny Martin og bassaleikarann Kim Anette Clarke. Ljósmyndina tók Kalli. Fönkað og flissað í Tunglinu Alveg var asskolli gaman á hljómleikum Defunkt í Tunglinu á fimmtudag fyrir viku. Það verð- ur að segjast eins og er að Def- unkt er með bestu böndum sem hingað til lands hafa komið hvað snertir hæfni liösmanna á hljóð- færi sín að minnsta kosti. Svo er kannski misjafnt hversu tónlist hljómsveitarinnar fellur fólki í geð, en svo vill til að undirrituð fflar þessa blöndu af Jimmy Hendrix, fönki, djassi, sálartón- list og rokki í botn, ekki síst út af því hvað sá fyrst nefndi eða áhrif hans eru áberandi í tónlist Def- unkt. Defunkt er með eindæmum góð hljómsveit og alveg eins góð á hljómleikum og á plötu. Ann- ars höfum við kannske ekki feng- ið að njóta fullra krafta liðs- manna nú þar sem ísland var síð- asti áfanginn á langri og erfiðri hljómleikareisu þeirra um Evr- ópu, og lítur jafnvel út fyrir að þeir hafi rétt náð því að stoppa hérna, því að þeir lentu í Keflavík síðdegis sama dag og hljóm- leikarnir voru og flugu strax dag- Risaeðlan ómótstæðilega... Kalli myndaöi hana líka, en í lit, þannig aö óvíst er hvernig hún prentast... en hvað sem því líður þá eru þær frænkur sjón og heyrn ekki vondar saman til aö fanga skemmtilegheit Eölunnar og hvet ég fólk til að nota næsta tækifæri sem til þess gefst. Auk Möggu Stínu og Dóru eru á myndinni Sigurður Guömundsson gítarleikari og Tóti trommari (úr Vonbrigöum)... Ivar bassaleikari var of langt til hægri... inn eftir heim á leið til New York. Ekki merkti ég þó þreytu á spila- mennsku þeirra, en sá að þau voru nokkuð sibbin og slæpt bak- sviðs eftir hljómleikana, þar sem þau tóku íslenska blávatnið fram- yfir Pripps-bjórinn sem var á boðstólum. Það liggur í augum uppi að maður fer ekki að plaga dauðþreytt fólk með leiðinlegum spurningum enda þótt það sé bæði glaðlegt og alþýðlegt ... kvenrembusvínið í mér gat þó ekki stillt sig um að spurja bassa- leikkonuna Kim Clarke hvort það væri algengt að konur væru bassaleikarar að atvinnu í Banda- ríkjunum í þekktum hljómsvei- tum. ún kvaðst vita um svona 10 til 12 konur sem leika á bassa að atvinnu, þannig að varla væri hægt að tala um að það væri al- gengt, en hins vegar sagðist hún lítið hugsa um hversu þekktar hljómsveitir væru hvort sem hún léki í þeim eða aðrir, það væri henni nóg að spila með góðu fólki - hún væri músikant númer eitt. Það er nefninnilega það - og Kim Clarke hreif marga með bassaleik sínum þetta kvöld. Lág- vaxni trompetleikarinn af írsku ættunum, hvíti gítar-leik-arinn af norsku ættunum, sá dökki með „dredd“lokkana, trommarinn og hljómsveitarstjórinn með Hendrix-röddina og básúnuna voru heldur ekkert slor... allt frá- bærir einstaklingar sem kunna auk þess að blanda tóngeði með öðrum - og ekkert að útsetning- unum á þeim bænum... Tungl- menn eiga heiður skilinn að ráð- ast í það fyrirtæki að fá þessa hljómsveit hingað næstum því vitandi að þeir myndu bíða af því tap, því að svona sveitir fást ekki fyrir neitt slikk. Risaeðlan hitaði upp fyrir Def- unkt þegar hljómleikarnir byrj- uðu töluvert of seint, sem var vegna hljómprufu Defunkt- manna. Ég er ekki að orðlengja að Risaeðlan er alveg stór- skemmtileg hljómsveit en á auðvitað langt í land með að ná þeim aga og flinkheitum sem Defunkt ræður yfir (ósanngjarn samanburður!...) ...maður sem sagt hló og flissaði yfir tilburðum forystukonunnar Dóru saxófón- leikara og því sem maður náði af textunum. Hún og hinn kven- maðurinn í bandinu, Magga Stína, leika skemmtilega saman á saxinn og fiðluna - og maður stendur sig að þeirri illgirni að hafa gaman af því hvað þær stöllur eru miklu færari en strák- arnir þrír í sveitinni... það er eins og þeir séu stundum á annarri rás ... auðvitað er hljómsveit hljóm- sveit og ég bara vona að risaeðlan haldi áfram á sömu braut og upp- ávið... að heitið verði ekki áhrínsorð. Það hlýtur að hafa vaf- ist fyrir Möggu Örnólfs, núver- andi Sykurmola, að hætta í svona skemmtilegri sveit... P. s.: ... það síðasta er ekki illa meint - ég er sólgin í Sykur- mola, jafnvel þótt þeir geti valdið tannpínu. Föstudagur 11. nóvember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.