Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 30

Þjóðviljinn - 11.11.1988, Blaðsíða 30
Hvað á að gera um helgina? FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Ólöf Einarsdóttir og Sigríður Kristinsdóttir sýnatextílverk. Sýningin, sem eropin daglega kl. 14-19, stendur til 13. nóv- ember. Gallerí Borg, Baltasar sýnir 26 nýjar lithografíur. Sýningin, sem stendurtil 15. nóvember, er opin virka daga kl. 10-18, og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1, Hafdís Ólafsdóttir sýnir grafíkmyndir. Sýningin stendur til 13. nóvember og er opin kl. 12-18 þriðjudaga til föstu- daga, og kl. 14-18 um helgar. Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4 A, samsýning á verkum listamannanna sem að galleríinu standa. Opið kl. 12- 18 alla virkadaga. Gallerí Svart á hvítu, Laufásvegi 17, Jón Óskar opnar sýningu á málverk- um unnum á þessu ári á morgun kl. 14. Sýningin stendur til 27. nóvem- ber, galleríið er opið kl. 14-18, alla daga nema mánudaga. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnar- firði, Litli salurinn: Sýning á verkum Halldórs Árna Sveinssonar er opin dagiega kl. 14-22 og lýkur 26. nóv- ember. Aðalsalur: Málverk í eigu stofnunarinnar, hluti af málverkagjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur. Bogasal- uroganddyri:Ámorgunkl. 10-17, sýning (tengslum við 60 ára afmæli Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar. Hoiiday Inn, sýning á verkum Snorra Arinbjarnarstendurtil 13. nóvember og er opin virka daga kl. 14-22, og kl. 14-19umhelgar. Hótel Borg, sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar stendur út nóvem- ber. Kjarvalsstaðir, Vestursalur, Septem ‘88, sýning Septem-hópsins til minn- ingar um Valtý Pótursson. Austursal- ur, málverkasýningar Guðmundar Ármanns og Kristins G. Jóhanns- sonar. Sýningarnarstandatil 13. nóvember, Kjarvalsstaðir eru opnir daglegakl. 14;22. Listasafn ASÍ, Kristín Jónsdóttirfrá Munkaþverá sýnir myndverk úr ull. Sýningin, sem stendurtil 20. nóvem- ber, er opin kl. 16-20 virka daga og kl. 14-20um helgar. Listasaf n Einars Jónssonar er opið kl. 13:30-16 um helgar. Högg- myndagarðurinn er opinn daglega kl. 11-17. Listasafn íslands, sýning á kyrralífs- myndum Kristínar Jónsdóttur stendur til 27. nóvember. Sýnishorn eldri verka í eigu Nýlistasafnsins verða á efri hæð safnsins til 13. nóvember. Einnig eru til sýnis íslensk verk í eigu Listasafnsins. Á sunnudaginn kl. 15 fer fram leiðsögn um sýningarnar. Leiðsögnin Mynd mánaðarins fer framáfimmtudögum kl. 13:30, oger mynd nóvembermánaðar Uppstil- ling, eftir Kristínu Jónsdóttur. Lista- safnið er opið alla daga nema mánu- daga, kl. 11 -17. í dag verður kvik- myndin Erró engum líkur sýnd í fyrir- iestrasal safnsins, á morgun syrpa um aðdragandann að stofnun Ný- listasafnsins, og á sunnudaginn verður myndin um Erró endurtekin. Listasafn Sigurjóns Ólaf ssonar á Laugarnesi, ýfirlitssýning á 50 verk- um Sigurjóns, þar á meðal myndir sem aldrei áður hafa verið sýndar hér á landi. Safnið og kaffistofan eru opin laugardagaogsunnudagakl. 14-17, tekið á móti hópum eftir samkomu- lagi. MIR, Vatnsstíg 10, sýning á svart- listarmyndum og listmunum frá Sov- étlýðveldinu Kirgizíu í Miðasíu verður opin laugardag og sunnudag kl. 14- 18. Aðgangur ókeypis. Mokka, Skólavörðustíg, Ásta Guö- rún Eyvindardóttir sýnir olíumyndir. Sýningin stendurtil 13. nóvember. Norræna húsið, Anddyri: Land- mótun og byggð í fimmtíu ár, sýning á 50 svart/ hvítum loftmyndum úr safni Landmælinga íslands verðuropnuð á morgun. Myndirnar eru teknar á ár- unum 1937-87. Sýninginstendurtil 20. nóvember. Kjallari: Björgvin Björgvinsson opnar málverkasýn- ingu á morgun kl. 14. Sýningin, sem stendur til 27. nóvember verður opin virka daga kl. 16-22, og kl. 14-22 um helgar. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Gunnar Örn sýnir málverk og máluð einþry kk unnin á þessu ári. Sýningin stendur til 16. nóvember og verður opin virka daga kl. 10-18, kl. 14-18 um helgar. Nýlistasafnið, sýning á verkum er- lendra listamanna í tilefni 10 ára af- mælis safnsins stendur til 13. nóvem- berogeropin virkadagakl. 16-20 og kl. 14-20 um helgar. Leiðsögn um sýninguna verður á sunnudaginn kl. 13. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, sýning á þjóðsagna- og ævintýramyndum Asgríms stend- ur til febrúarloka 89. Safnið er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardagakl. 13:10-16. Slúnkaríki, Isafirði, sýning á verkum Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur stendurtil 13. nóvember. Sparisjóður Reykjavíkurog ná- grennis, Álfabakka 14, Breiðholti, sýning á verkum Jóhannesar Geirs stendurtil25. nóvember. Opiðkl. 9:15-16 alla virka daga. Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6, íslensk ull 1988, sýning Huldu Jósefsdóttur um stöðu íslenskrar ullar í dag stend- ur til 20. nóvember og er opin kl. 14- 18 alla daga nema mánudaga. Undir pilsfaldinum, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3, Örn Karlsson sýnir klippimyndir. í tengslum við sýning- una, sem stendur til 20. nóvember, verða ýmsar uppákomur á sunnu- dagskvöldum. LEIKLIST Alþýðuleikhúsið, Kjallara Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3, Koss kóngulóar- konunnar, annað kvöld kl. 20:30, sunnudag kl. 16, mánudagskvöld kl. 20:30. Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11, Mjallhvít, á sunnudaginn kl. 15. Leikfélag Hafnarfjarðar, Emil í Katt- holti, í Bæjarbíói á morgun og sunnu- dag kl. 17. Leikfélag Kópavogs, Félagsheimiii Kópavogs, Fróði og allir hinir grisling- arnir. Leikfélag Reykjavíkur, Hamlet, í kvöld kl. 20. Sveitasinfónía, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Selfoss, Leikhúsinu v/Sig- tún, Mávurinn. Leiklistarskóli Islands, nemendur þriðja bekkjar kynna Mávinn í dag kl. 15, laugardags- og sunnudagskvöld kl.20, mánudagkl. 16,þriðjudagkl. 20, miðvikudag kl. 16 og fimmtudag kl. 20. Litla leikfélagið, Garðinum, Himna- ríki Hitlers (Ótti og eymd í Þriðja rík- inu), Gyðingakonan, Spæjarinn og Krítarkrossinn. Nemendaleikhúsið, Lindarbæ, Smáborgarabrúðkaupið eftir Brecht og Sköllótta söngkonan eftir lonesco, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30, síðustu sýningar. Ungmennafélagið Islendingur, Borgarfirði, Um hið átakanlega og dularfulla hvarf..., frumsýning á morgun. Þjóðleikhúsið, Stóra sviðiö, Ævin- týri Hoffmanns, í kvöld og annað kvöld kl. 20. Litlasviðið, Skjaldbakan kemst þangað líka, í kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20:30. Gamla bíó, Hvar er hamarinn? á morgun kl. 14, sunnudag kl. 15. TÓNLIST Dómkírkjan, Marteinn H. Friðriks- son heldur orgeltónleika á morgun kl. 17. Marteinn frumflytur Stálræðu, fantasíu fyrir orgel eftir Atla Ingólfs- son, auk þess sem hann leikur verk eftir Mendelssohn, Brahms, Þorkel Sigurbjörnsson og Bach. Bella í kröfugöngu ir ættu að koma líka og sjá til þess að börnin væru ekki með nein skrflslæti í göngunni og á fundin- um á eftir. „Það er allavega eitt sem víst er og það er það að ég ætla að mæta í kröfugönguna uppi á Hlemmi núna á laugardaginn eftir hádeg- ið,“ sagði Bella úr Töfragluggan- um er blaðamaður forvitnaðist um hvað hún ætlaði að gera um helgina; „við erum mörg sem finnst umferðin í Reykjavík alveg orðin stórhættuleg og ætlum að halda fund um það á Lækjartorgi þegar gangan frá Hlemmi er komin niður Laugaveginn," sagði hún. Bella sagðist vonast til að hitta öll skólasystkinin og kennarana í göngunni, og líka alla leiðindap- úkana með unglingaveikina, nema systur sína sem hún vonaði að yrði bara heima. Þá sagði hún að allar mömmurnar og pabbarn- Gerðuberg, áttatónlistarmenn halda tónleikaásunnudagskvöld kl. 20:30. Tvö íslensk verk verða frumflutt: Ljómur, verk fyrir klarinettu og strengjakvartett eftir Atla Heimi Sveinsson og Tengsl, verk fyrir söng- rödd og strengjakvartett, sem Hjálm- ar H. Ragnarsson samdi við Ijóð Stef- áns Harðar Grímssonar. Tónleikun- um lýkurá Silungakvintetti Schu- berts. Flytjendur eru Gerður Gunn- arsdóttir, Sean Bradley, Helga Þórar- insdóttir, Nora Kornblueh, Jóhannes Georgsson, Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Sigurður I. Snorrason. Háteigskirkja, á sunnudaginn kl. 17 flytja Louis Devos frá Belgíu, Dóm- kórinn í Reykjavík, Skólakór Kársness og félagar úr Sinfóníu- hljómsveitinni, kórverkið Saint Nico- las eftir Britten. Stjórnendur eru Þór- unn Björnsdóttir og Johan Duijck. Norræna húsið, bandaríski gítar- leikarinn William Feasley heldur tón- leikaásunnudaginn kl. 17. Efnisskrá- in spannar tónlistarsöguna frá endur- reisnartímanum til okkar daga, meðal annars verkið La Selva sem tón- skáldið Alan Hirsh samdi sérstaklega fyrir hann, og gítarverk og útsetningar eftir J.S. Bach, Giuliani, Aguado, Regondi, Paganini, Gerhard og Ro- drigo. HITT OG ÞETTA MÍR, Vatnsstíg 10, kvikmyndin Ham- let eftir G. Kozintsévs verður sýnd í bíósalnum á sunnudaginn kl. 16. Kvikmyndin er gerð eftir leikriti Shak- espeares og fara margir af fremstu leikurum Sovétríkjanna með aðal- hlutverkin. Tónlist við myndina er eftir Sjostakovitsj. Enskirtextar, að- gangur ókeypis og öllum heimill. Félag eldri borgara, opið hús í Tónabæ á morgun kl. 13:30, frjálst frá kl. 14. Danskennsla kl. 17:30-20:30, eftirþaðdiskótek. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 á sunnudaginn kl. 14, frjálst spil og tafl, dansað kl. 20-23:30. Opið hús íTónabæ á mánudaginn kl. 13:30, félagsvist hefst kl. 14. Meira til söngs, söngkvöld með Jón- asi Árnasyni á veitingastaðnum Mun- anum, Vestmannaeyjum í kvöld. Jón- as syngur meðal annars lög úr ný- útkominni bók sinni, Meira til söngs, honum til stuðnings verður sönghóp- ur úr Eyjum. Að þessu tilefni býður Muninn uppásérstakan matseðil. Verkakvennafélagið Framsókn heldur basar á morgun í húsakynnum félagsins, Skipholti 50 a. Basarinn hefst kl. 14, kökurog munir vel þegn- ir, allur ágóði rennur til jólaglaðnings eldri félagskvenna. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Mogginn skiptir um spariföt Ég leit aðeins inn á ráðstefnu um menntun fjölmiðlafólks sem Blaðamannafélag íslands hélt um síðustu helgi. Ég kom þó allt of seint til þess að ætla mér þá dul að segja frá henni. Hins vegar langar mig að vitna í ummæli Olafs Sig- urðssonar sjónvarpsfréttamanns sem sagði eitthvað á þá leið að ekki væri endilega mikilvægast fyrir blaðamann að skrifa fallegt mál. Mestu skipti að hann beitti málinu af nákvæmni, skrifaði svo ljóst að enginn vafi léki á merk- ingunni. Hvað þýðir til dæmis að rekstr- argrundvöllur útflutningsgrein- anna sé brostinn? Vita allir blað- amenn sem nota þennan frasa hvað hann merkir? Hvenær brestur grundvöllurinn? .Hvað þarf til að hann bresti og hvernig má lagfæra hann? Þessu kastaði Ólafur fram og urðu margir til að taka undir með honum. Eitt er að nota málið af óná- kvæmni, annað að nota það beinlínis rangt. Skúli Gautason var að stjórna landsbyggðarþætti í Stykkishólmi á sunnudags- kvöldið og þegar ungur piltur hafði ráðið í teiknigátu mynd- menntakennarans hrósaði Skúli honum í tvígang fyrir „glám- skyggnina". Samkvæmt orðabók þýðir það að vera sjóndapur, sjá ofsjónir eða missýnast. En þrátt fyrir þennan tungu- brjót vil ég taka það fram að þessi þáttur Skúla var miklu betri en sá síðasti frá Selfossi. Ekki veit ég hvort það er vegna þess að þeir séu svona miklu menningarlegri á Snæfellsnesi en Suðurlandi, held þó ekki. En þarna var allt sem prýðir landsbyggðina: lúðrasveit, góður kór, sagnaþulir og hagyrð- ingar, húmoristar, dansfólk og svo menningarstofnunin Árni Helgason. Góður þáttur. En það var reyndar ætlun mín að fjalla um Morgunblaðið sem átti 75 ára afmæli á dögunum og hélt upp á það með því að um- bylta sunnudagsblaðinu. Við fjölmiðlafríkin höfðum beðið eftir þessu blaði með nokkurri eftirvæntingu því fæðingarhríðir þess höfðu staðið lengi, með- göngutíminn var ámóta langur og hjá konu því nú eru tæpir níu mánuðir síðan Árni Þórarinsson var ráðinn til að móta og stjórna blaðinu. í annan stað vekur það athygli þegar Morgunblaðið breytir sér eitthvað að ráði. Vissulega hefur blaðið breyst verulega á undan- fömum árum og áratugum. Það sést ef maður ber saman blaðið eins og það er núna og það var fyrir 15 árum. En allar breytingar hafa gerst hægt og rólega þannig að fáir hafa gefið þeim gaum. Ég hef oft dáðst að þessari yfirvegun sem moggamenn hafa sýnt. Þeim hefur tekist að fylgjast með öllum tískustraumum og framþróun í útliti blaða en vera samt íhalds- semin og fastheldnin uppmáluð. Mogginn hefur fyrir löngu tekið sér þá stöðu að vera þjóðarstofn- RUKKARINH MEÐ RISAPENNANN V&tÖIV.'MADVARMNN 30 MNUDAGUR ________________________ S>»Ur MarU SMaLiIium (llAlWnr. M.r(rln.dAi;ir/ un sem aldrei bregst, hvað sem á dynur. Nú var aldrei þessu vant blásið í lúðra og boðaðar breytingar á helgarútgáfunni. Og vissulega hefur sunnudagsblaðið breyst. En af einhverjum ástæðum finnst mér breytingin ekki vera nærri því jafn vel hugsuð og fyrri breytingar. Um fjörutíu dálkar og fastaþættir eru einum of mikið fyrir minn smekk og svo er útlitið ekki nógu heildstætt. Þar á ég við að mér finnst skipulag blaðsins ómarkvisst en á því sviði hefur Mogginn yfirleitt kunnað sitt fag. Ég kem ekki auga á hugsunina í niðurröðun efnisins og auk þess bregður manni óneitanlega við að detta niður á „gamlar" síður hér og þar, síður sem hafa ekkert breyst eins og mmningargreinarnar og sumar frétta- og auglýsingasíður. Þar er allt óbreytt, leturnotkun, umgjörð síðna og annað ?em er verulega breytt á hinum síðun- um. Þótt ég sé dálítið sammála þeim sem segja að betra væri að hafa dálkahöfundana færri en þeim mun djúphugulli, þá get ég ekki neitað því að margt er vel gert í blaðinu. Auglýsingakálf- arnir tveir eru mikil framför, ým- islegt í útliti blaðsins er smekk- lega leyst og þrátt fyrir göt er yfir- bragð blaðsins fallegra og heildstæðara en það var. Samt er eins og eitthvað vanti. Varla getur maður búist við að þetta blað þróist neitt að ráði. Ef svo væri, til hvers var þá allur meðgöngutíminn? 30 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.