Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 12. nóvember 246. tölublað 53. órgangur Alþingi Utanríkisráðherra hirtur Ágreiningur innan stjórnarflokkanna um stefnu Jóns Baldvins í utanríkismálum. Hjörleifur Guttormsson: Öndvert stefnu stjórnarinnar. PállPétursson: Eining um aðfylgjafyrri stefnu „Alþýðuflokkurinn hefur bankað upp á rangar dyr, þegar hann leitaði eftir ríkisstjórnar- samstarfi við Alþýðubandalagið, ef hann ætlar að taka upp þá utanríkisstefnu sem felst í afstöðu og embættisgerðum Jóns Bald- vins Hanníbalssonar utanríkis- ráðherra að undanförnu." Þetta kom fram í máli Hjörleifs Gutt- ormssonar í umræðum sem fóru fram utandagskrár á fundi Sam- einaðs þings í gær. Páll Pétursson tók undir það sjónarmið að af- staða utanríkisráðherra væri ekki í samræmi við stefnuyfírlýsingu rfkisstjórnarinnar. Hörð gagnrýni kom fram á þá ákvörðun utanrfkisráðherra að ísland skyldi sitja hjá við at- kvæðagreiðslu á þingi Samein- uðu þjóðanna um fordæmingu á framferði ísraela gagnvart Pal- estínumönnum. Utanríkisráð- herra þurfti einnig að svara gagnrýni vegna fyrirskipana til fulltrúa íslands hjá Sameinuðu þjóðunum um hjásetu í atkvæða- greiðslu, sem fram fór í gær, um frystingu kjarnavopna, og um glannalegar yfirlýsingar varðandi hugmyndir um gerð varaherflug- vallar fyrir NATO hérlendir. Hjörleifur sagði að stefna Jóns Baldvins risi öndverð gegn ákvæðum um utanríkismál í stefnuyfirlýsingu ríkisst j órnar- innar sem samin var fyrir um ein- um og hálfum mánuði. Þar er m.a. lýst yfir stuðningi við bar- áttu fyrir mannréttindum, hvar sem hún er háð, og ákveðið að taka skuli virkan þátt í umræðum um afvopnunarmál og kjarnork- uvopnalaus svæði. Þar segir einn- ig: „Ríkisstjórnin mun ekki gera nýja samninga um meiri háttar hernaðarframkvæmdir." Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknarflokksins sagði að hann hefði tekíð þátt í að semja utanríkismálakaflann í stefnufirlýsingu ríkisstj órnarinn- Bœkur Strákajol r r iar 300 til350 titlaraðþessu sinni. Bókaverð hœkkar um 20%. Minna um íslensk skáldverk Bókavertíðin er hafin. Start- byssuskotinu var hleypt af í boði bókaútgefenda í vikunni þar sem kynntar voru væntanlegar bækur. Að þessu sinni verða færri titl- ar á söluborðum bókabúðanna en undanfarin ár. Helgast það af tvennu, að sögn bókaútgefenda, í fyrsta lagi minni kaupmáttur fólks og í öðru lagi hefur framboð á bókum fyrir jólin verið of mikið á liðnum árum. Bókaverð hækkar að þessu sinni um 20%, það þýðir í raun að bækur eru mun ódýrari í ár en í fyrra, meðalverð þeirra liggur á bilinu 2000 til 2400 kr. íslenskir kvenrithöfundar settu svip sinn á útgáfuna í fyrra, nú er haft á orði að það séu strák- arnir sem taki við, mikið er af skáldverkum eftir yngri kynslóð íslenskra höfunda, fátt nýtt kem- ur frá þeim eldri. Páll Valsson bókmenntafræð- ingur segir í viðtali við blaðið að við getum ailt eins búist við prýði- legum bókajólum í ár. Sjá opnu ar. í því hefðu m.a. tekið þátt Steingrímur J. Sigfússon og Kjartan Jóhannsson. Þeir hefðu talið tryggt að áfram yrði fylgt stefnu fyrrverandi utanríkisráð- herra. „Út frá því gengum við þegar við völdum Jón Baldvin Hanníbalsson sem utanríkisráð- herra." Kristín Einarsdóttir sagði það fráleitt að ráðherra hefði ekki haft nema hálfa klukkustund til að ákveða afstöðu til 20 tillagna um afvopnunarmál. Tillögurnar hefðu komið fram á mánudag á þingi Sameinuðu þjóðanna. Utanríkisráðherra sagðist hafa djúpa sannfæringu fyrir því að hann hefði tekið rétta ákvörðun. „Hverjir erum við að við getum kveðið upp Salómonsdóm í þessu máli?" sagði hann og átti þá við fordæmingu á ísraelsstjórn. Minnti hann á langa sögu Gyð- inga og að Gyðingavandamálið væri 1500 ára gamalt. Þeir þingmenn, sem komu utanríkisráðherra til varnar og töldu að hann hefði tekið rétta afstöðu, voru úr Sjálfstæðis- flokknum. „Hér er rætt um meg- inþátt íslenskra stjórnmála," sagði Ragnhildur Helgadóttir og lagði á það áherslu að um hann væri ágreiningur innan ríkis- stjórnarinnar. Útifundur Umferöin er ekkert grín Baráttufundurfyrir bœttri umferðarmenningu á Lœkjartorgi ídag Áhugahópur um bætta umferðarmenningu í samvinnu við Grunnskóla Reykjavíkur efnir til kröfugöngu og útifundar í dag. Safnast verður saman á Hlemmi klukkan hálftvö og gengið niður Laugaveginn. Að göngunni lokinni verð- ur haldinn baráttufundur á Lækjartorgi um umferðarmálin. Áhugahópurinn hefur verið iðinn við að út- búa áróðursefni um skuggahliðar og mannfórnir umferðarinnar frá því hann varð til í sumar og kveðið sterkar að orði en tíðkast hefur. Fyrir bragðið hefur framtakið vakið mikla athygli. Á útifundinum í dag verður gerð grein fyrir starfinu og nauðsynlegar úrbætur í umferðarmálunum viðraðar, þar á meðal fleiri hraðahindranir í íbúðahverfum, hert viðurlög við hraðakstri og ölvunarakstri, fleiri gang- brautarverðir og aukin fræðsla. Grunnskólanemar hafa tekið virkan þátt í undirbúningi fundarins, og til marks um það er kröfuspjaldagerðin sem hér fylgir með á mynd, en hana tók Jim Smart í Vesturbæjarskólanum í vikunni. Þjóðviljinn hvetur foreldra, kennara og ann- að áhugafólk um bætta umferðarmenningu til að fjölmenna í kröfugönguna í dag með börn sín og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni við umferðarslysin. HS Alþingi Friðanáðstefna á Islandi Tillaga umfordœminguámannréttindabrotum ísraelsstjórnar. Réttur Palestínumanna til stofnunar eigin ríkis. Tekiðframfyrir hendur utanríkisráðherra Á alþingi hefur verið lögð fram tillaga til þingsályktunar um deilur ísraels og Palestínumanna þar sem fordæmt er framferði ís- raelsstjórnar gagnvart Palestínu- mönnum. Flutningsmenn eru þau Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir og Páll Pét- usson. í tillögunni ertalið að ástand- ið, sem ríkir fyrir botni Mið- jarðarhafs, sé ógnun við heims- friðinn. Fordæmd eru síendur- tekin mannréttindabrot og lögð áhersla á að ísraelsstjórn virði mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna og Genfarsáttmál- ann um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum. Lagt er til að ísland bjóðist til að vera gestgjafi alþjóðlegrar friðarráðstefnu á vegum Samein- uðu þjóðanna með þátttöku allra deiluaðila. Þá er lagt til að viðurkenndur verði sjálfsákvörðunarréttur pal- estínsku þjóðarinar og réttur hennar til að stofna eigið ríki um leið og viðurkenndur verði tilver- uréttur ísraelsríkis innan öruggra landamæra. Jafnframt verði viðurkenndur réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur til fyrri heimkynna. Samkvæmt tillögunni á að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Frelsissamtök Palestínu, PLO, sem málsvara palestínsku þjóðar- innar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.