Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 3
Þjóðviljinn Samstaðaum breytingar í samþykkt Útgáfustjórnar Þjóðviljans, frá því í fyrrakvöld segir m.a. að til að Þjóðviljinn geti gegnt hlutverki sínu sé mikil- vægt að samstaða sé mcð að- standendum blaðsins um þær breytingar sem nauðsynlegt sé að gera á rekstrinum, þannig að blaðið fái staðist í vaxandi sam- keppni á fjölmiðlamarkaðnum. Utgáfustjórnin kaus þá Helga Guðmundsson, Halldór Guð- mundsson og Hrafn Magnússon í sérstaka nefnd sem á að fara yfir rekstur blaðsins og gera tillögur til stjórnar um „nauðsynlegar breytingar á útgáfunni", eins og segir í tillögunni. Nefndin á skila sínum tillögum eigi síðar en 1. mars og miða við að breytingarn- ar komi til framkvæmda eigi síðar en 1. júní n.k. f sömu tillögu sem lá fyrir fundi útgáfustjórnarinnar var fallist á uppsögn Óttars Proppé og sam- þykkt að ráða Mörð Arnason og Silju Aðalsteinsdóttur í stöður ritstjóra til 31. maí á næsta ári við hlið Árna Bergmanns. Sigurjón Pétursson lagði þessa tillögu fram. Olga Guðrún Arna- dóttir lagði hins vegar til að Mörður og Silja yrðu ráðin til 1. desember á næsta ári. Tillaga Sigurjóns var borin fyrst upp og hlaut hún 6 atkvæði, tveir sátu hjá og þrír á móti. Þeir sem greiddu atkvæði með voru: Sigurjón Pétursson, Helgi Guð- mundsson, Hrafn Magnússon, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigurð- ur Á. Friðþjófsson og Gestur Guðmundsson. Á móti voru þau Olga Guðrún Árnadóttir, Álf- heiður Ingadóttir og Ragnar Árnason. Tveir sátu hjá, Olga Clausen og Úlfar Þormóðsson. ->g- FRETTIR Ríkisstjórnin Steingrímur J. Sigfússon: „Lítum þannigáað ál-hugmyndir Jóns séu enn órœddar íríkisstjórninni“ Þegar Jón Sigurðsson, iðnað- arráðherra gerði tilraun til að kynna hugmyndir sínar um skipan nýrrar stóriðjunefndar eftir að ríkisstjórnarfundi var lokið í fyrradag, andmæltu ráð- herrar Alþýðubandalagsins þeirri málsmeðferð og lýstu því yfir að þeir litu svo á að málið hefði ekki verið formlega kynnt í ríkisstjórninni. Virðist sem Jón hafi ætlað að fá álmálið afgreitt í ríkisstjórn í einni svipan og án frekari umræðu, með dreifingu Ijósrita til ráðherra með upplýs- ingum um það hverjir væru nefndarmenn auk annarra upp- lýsinga um málið. Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra segist líta þannig á, að málið sé enn alveg órætt í ríkisstjórninni og hann samþykkti ekki að Jón Sigurðsson hefði kynnt málið þar á nokkurn hátt. Álmálið olli nokkrum deilum við ríkisstjórnarmyndunina, en að lokum var fallist á það sam- komulag í sáttmála ríkisstjórnar- innar að ekki verði unnið að stækkun álversins í Straumsvík. í tíð fyrri ríkisstjórnar var hins veg- ar samþykkt að af hálfu þeirra fjögurra erlendu álfyrirtækja sem sýnt hafa áhuga á að reisa hér álver, yrði unnið að hagkvæmnis- athugun um slíkar framkvæmdir. Þeirri hagkvæmnisathugun á að ljúka í mars á næsta ári og sagði Steingrímur J. Sigfússon að menn hafi talið að ekkert gerðist frekar í málinu fyrr en að niðurstöður þeirrar athugunar lægju fyrir, nema þá að fullt samkomulag væri um frekari aðgerðir í ríkis- stjórninni. „Hér er á ferðinni svo stórt og mikið mál að það hlýtur að varða alla ríkisstjórnina og einn ráðherra getur ekki afgreitt það, eins og virðist hafa verið ætl- unin þarna,“ sagði Steingrímur. Hugmyndir Jóns ganga í þá veru að skipuð verði ráðgjafa- nefnd, sem í eiga sæti þeir Jó- hannes Nordal, Seðlabankastjóri og fyrrum formaður stóriðju- nefndar um árabil, Ólafur Da- víðsson, frkvst. Félags íslenskra iðnrekenda, Guðmundur G. Þór- arinsson, sem einnig átti sæti í stóriðjunefnd á sínum tíma, Geir A. Gunnlaugsson, frkvst. Marels og fulltrúi Alþýðuflokks og Bald- ur Óskarsson félagi í Alþýðu- bandalaginu. Mun verkefni þeirrar nefndar vera að vinna að frekari hugmyndum um stækkun álvers í samráði við þau fjögur álfélög sem nú vinna að hag- kvæmninsathugun sinni og að hún sinni hugsanlegum samning- um við þessi sömu fyrirtæki um aukna sölu á orku. Um skipan þessarar nefndar sagði Steingrímur að ef ætlunin væri að fulltrúar í nefndinni væru fulltrúar sinna flokka, að þá þætti sér heldur ógeðfellt að ráðherra „handveldi einhverja fulltrúa út úr Alþýðubandalaginu". Ef nefndarmenn ættu að vera full- trúar flokkanna ætti að fjalia um það á lýðræðislegan hátt innan flokkanna, hver sá fulltrúi ætti að vera. Þá hefur Jón Sigurðsson fyrir- hugað að skipa aðra nefnd sem geri athugun á þjóðhagslegum áhrifum aukinnar álframleiðslu í samvinnu við Þjóðhagsstofnun og Byggðastofnun. Fyrirhugað er að formaður þeirrar nefndar verði Birgir Árnason, viðskipta- fræðingur í viðskiptaráðuneyt- inu. phh Frá ráðstefnuhaldinu í Hamrahlíðinni í gær. Fundinn sækja níu gestir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, allir sérfróðir um tölvu- vædda framleiðslu á blindraletri. Mynd: ÞÓM. Blindir Tölvan er mikil hjálparhella Norrœnni ráðstefnu um blindraletur og tölvutœkni lauk ígœr. Möguleikar á samstarfi kannaðir Tölvuvædd framleiðsla á blindraletri er tækni sem gerir það mögulegt að umbreyta texta sem til er á tölvutæku formi yfir í blindraletur. Þetta gengur þannig fyrir sig að ef þú ert með texta á disklingi geturðu valið hvort þú prentar hann út á venjulegu prcntletri eða blindraletri, sagði Helga Ólafsdóttir, forstöðumaður Blindrabókasafns íslands, er tíð- indamenn blaðsins litu inn á nor- ræna ráðstefnu um blindraletur og tölvutækni í Hamrahlíð 17 í gær, en Blindrabókasafnið og Blindrafélagið standa að henni. Helga sagði að hér væri um til- tölulega einfalt mál að ræða að því tilskildu að rétt forrit og tækj- abúnaður væri fyrir hendi, og svo sem í áréttingarskyni barst okkur þessunr sem eigum að heita sjá- andi tvöföld fréttatilkynning um ráðstefnuna; auk hinnar venju- legu önnur prentuð út á blindra- letri með hjálp tölvutækninnar. Tilgangur ráðstefnunnar er að skiptast á þekkingu og skoðunum og kanna möguleika á samstarfi milli Norðurlandaþjóðanna á þessu sviði. Helga sagði að Norð- urlöndin hefðu komið sér upp tölvuvæddu kerfi til framleiðslu á blindraletri hvert fyrir sig, og að ráðstefnan hér og nú markaði tímamót í þeim skilningi að nú væri verið að bera saman bæk- urnar í fyrsta skipti. HS ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Skipaskiptin 400 miljónir fyrir togarana Valbjörn hf. í Sandgerði vill kaupa togara Hraðfrystihúss Keflavíkur. 200 miljónirfyrir hvortskip. Tekiðfyrir á stjórnarfundi SÍS á mánudag Utgerðarfyrirtækið Valbjörn hf. í Sandgerði hefur lagt fram kauptilboð í togara Hrað- frystihúss Keflavíkur Aðalvík og Bergvík KE og hljóðar það uppá 200 miljónir fyrir hvert skip. Að sögn Eyþórs Jónssonar framkvæmdastjóra Valbjarnar hf. er stjórn H.K. með tilboðið í athugun en það verður tekið fyrir á stjórnarfundi Sambandsins sem verður haldinn nk. mánudag. Eyþór sagðist vera bjartsýnn á að tilboðinu yrði tekið þó svo að margt bendi til þess að stjórn H.K. verði ekki hvikað í áform- um sínum að skipta á togurunum fyrir frystiskipið Drangey SK. Valbjörn hf. gerir út fyrir tog- arann Hauk GK og aðspurður hvað gert yrði við afla Aðalvíkur og Bergvíkur ef svo skyldi fara að stjórnH.K. mundifallastátilboð fyrirtækisins, sagði Eyþór að hann yrði seldur á fiskmarkaði Suðurnesja. í gær var haldinn fundur með stjórn Hraðfrystihússinss og al- þingismönnum Reykjaneskjör- dæmis, bæjarstjórn Keflavíkur og forráðamönnum útgerðarfé- lagsins Eldeyjar þar sem skipst var á upplýsingum um stöðu málsins. Ekki var það til að kæta geð Suðurnesjmanna þegar það spurðist á fundinn að Útgerðarfé- lag Skagstrendinga^ hefði keypt tvo vertíðarbáta frá Grindavík til niðurrifs og með þeim færi 1100 tonna kvóti frá suðursvæðinu og norður í land. -grh Sjónvarp Stöð 2 ekki heildsala Jón Óttar Ragnarsson sendi kollega sínum Markúsi Erni Ant- onssyni bréf í gær þess efnis að Sjónvarpinu væri heimilt að tengjast útsendingum Stöðvar 2 frá leikjum í 1. deild karla í vetur. Þannig, sagði Jón, ættu allir landsmenn að geta fylgst með þessari vinsælu keppni. Markús svaraði þessu „gylli- boði“ á þann veg að Ríkisútvarp- ið myndi semja beint og milliliða- laust við íþróttahreyfinguna og ennfremur að RÚV viðurkenndi Stöð 2 ekki sem heildverslun. Á morgun heldur Ríkisútvarp- ið fund með forystu HSÍ og verða þar ræddir þeir samningar sem „Stöð 2 telur sig hafa samið um við 1. deildar liðin sl. miðviku- dag,“ eins og segir orðrétt í bréfi Markúsar. Samningurinn sem Stöð 2 gerði við 1. deildarfélögin var fyrir deildina auk bikarkeppninnar. Stjórn HSÍ verður að leggja blessun sína yfir það síðarnefnda og geri hún það ekki gæti samn- ingurinn því verið ógildur. -þóm Deilur um álversnefnd

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.