Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 4
ÍSLENSKA MJCL ÝSINGASTOFAN HF Þú getur fengið 7,25% vexti umfram verð- tryggingu næstu 15 mánuðina, ef þú leggur strax inn á Afmælisreikning Landsbankans. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna J FRÉTTIR Aðalnámskrá Foreldrar kallaðirtil liðs Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að kalla fulltrúa for- eldra, kennara og sérfræðinga til samstarfs um þá vinnu sem fram- undan er við gerð aðalnámskrár grunnskóla. Skipuð verður sér- stök samstarfsnefnd með full- trúum Bandalags kennarafélaga, Kennaraháskóla, Háskóla Is- lands, fræðslustjóra og foreldra- félaga. Drögum að aðalnámskrá hefur verið dreift til umsagnaraðila og beðið um skriflegt álit. Nú er að hefjast annað stig þessarar vinnu sem felst í því að vinna úr athuga- semdum sem borist hafa og ganga frá nýjum texta. Samstarfsnefn- din á að fylgjast með framgangi verksins og gera sínar athuga- semdir en skólaþróunardeild mun síðan vinna úr athuga- semdum. Þessir tveir aðilar eiga einnig að fjalla um þau álitamál sem upp kunna að koma við gerð námskrárinnar. Gerður G. Óskarsdóttir ráðu- nautur menntamálaráðherra í skóla- og uppeldismálum verður fulltrúi ráðherrans við fram- kvæmd verksins, fylgist með því, gerir athugasemdir og situr fundi samstarfsnefndarinnar þegar og ef ástæða þykir til. Verkinu á að vera lokið fyrir 15. febrúar og tekur menntamálaráðherra þá ákvörðun um útgáfu aðalnám- skrár. Ný aðalnámskrá á að taka gildi í upphafi skólaársins 1989- 1990. -hmp Ádrepusmiður og klisjubrjótur Danski rithöfundurinn Carsten Jensen er í heimsókn hér- iendis og ies í dag úr verkum sín- um í Lögbergi, lagadeildarhús- inu, frá klukkan tvö. „Carsten Jensen er einn þekkt- asti penni Danmerkur og hefur lag á því að vekja umræðu með hnyttinni gagnrýni á margt það sem er efst á baugi hverju sinni,“ segir í kynningu íslandsdeildar Norræna sumarháskólans sem stendur fyrir heimsókninni ásamt Félagi gagnrýnenda og Félagi áhugamanna um bókmenntir: „Hann ræðst gegn hvers kyns hræsni í opinberri umræðu og tætir í sundur klisjur sem gera daglegt líf okkar að blekkingu. Stundum verður prósi hans að ljóðrænum smásögum eða næm- um ferðalýsingum. Hann er fund- vís á þá strauma sem bærast í samtímanum en syndir þó oft á móti straumnum og ræðst gegn heilögum kúm og tískustefnum sem fáir þora að gagnrýna." Cársten Jensen er menntaður bókmenntafræðingur en fæst einkum við að skrifa stuttar Carsten Jensen ádrepur í blöð og tímarit og hefur gefið út tvær metsölubækur með stuttum prósaverkum og eina skáldsögu. Hann hefur unnið við tímarit og dagblöð, Politisk revy, Information, Politiken, og er nú á Det fri aktuelt. Verði Albert sendiherra Oli P. næsti þingflokksformaður Júlíus Sólnesformaður og Benedikt Bogason áþing. Ingi Björn varaformaður? Jafnvel þó Albert Guðmunds- son, hafi ekki tekið ákvörðun um hvort hann taki tilboði Jóns Baldvins Hannibalssonar um sendiherrastöðu í París, eru Borgaraflokksmenn farnir að íhuga tilfæringar innan flokksins sem verða, taki Albert boðinu. Benedikt Bogason, er fyrsti vara- þingmaður Alberts, jafnvel þó Asgeir Hannes Eiríksson sitji nú á þingi sem varamaður Alberts. Albert Guðmundsson sagði að Benedikt settist að öllum líkind- um í sitt sæti á Alþingi og að Júlí- us Sólnes, sem nú er varaformað- ur tæki við formennsku fram að næsta landsfundi. Hins væri Jú- líus í dag bæði varaformaður og formaður þingflokksins og sagð- ist Albert reikna með að það þyrfti að gera breytingar þar á, yrði Júlíus formaður flokksins. í sínum huga lægi beinast við að Óli Þ. Guðbjartsson tæki við starfi þingflokksformanns, en þessi mál væru hins vegar órædd enn sem komið væri. Hver yrði næsti varaformaður vissi hann ekki, „en það verður örugglega 4 SÍOA - ÞJÓÐVILJINN ekki vandamál," sagði Albert Guðmundsson. Heimildir Þjóð- viljans telja ekki ólíklegt að það sé Ingi Björn Albertsson sem verði næsti varaformaður Borg- araflokksins, fari svo að Albert Guðmundsson gerist sendiherra í París. Albert bætist þá á lista fyrrum „þungavigtarmanna" í stjórnmálum sem er umbunað með sendiherrastarfi og má þar nefna t.d. Sigurð Bjarnason, Gunnar Thoroddsen, Einar Ág- ústsson og Benedikt Gröndal. Jafnframt lengist biðin fyrir þá starfsmenn utanríkisþjónustunn- ar sem farið hafa löngu leiðina og setið hafa kokteilboðin svo hundruðum skiptir á leiðinni að þessu æðsta marki í utanríkis- þjónustunni. -phh Búnaðarfélagið Stóðhestar valdir Um 50 gœðagripir verið skoðaðir Senn líður að fundi kynbóta- nefndar þar sem ákvarðanir verða teknar um val á stóðhestum fyrir Stóðhestastöð ríkisins i Gunnarsholti. í haust hafa ráðu- nautar og starfsmenn stöðvarinn- ar verið á þönum um landið í leit að efnilegum stóðhestum og hafa 50 verið skoðaðir. Nokkrir eldri stóðhestar Stóð- hestastöðvar ríkisins í Gunnars- holti hafa verið vanaðir og eru nú til sölu. Búið er að steypa haughúsið og hafin er bygging á 60 hesta hesthúsi og verður fram- kvæmdum við það haldið áfram eftir því sem tíð og fjármunir leyfa. Þá er æfinga- og sýningar- völlur vel á veg kominn svo og gerð vegar að mannvirkjunum. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.