Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Fiskeldi Skíma í myrkrinu Þróunarfélag íslands hefurhafið lánveitingar vegnafóðurkostnaðar til matfiskeldisfyrirtœkja ísamvinnu við nokkur fóðurframleiðslufyrirtœki. Lánað allt að 32 miljónum króna til einstaksfyrirtœkis. Vextir 10,5% Þróunarfélag íslands hf. hefur í samvinnu við fóðurfram- leiðslufyrirtækin Lýsi & mjöl hf., ístess hf. á Akureyri og Ewos hf. hafið lánveitingar til matfiskeld- isfyrirtækja til að auðvelda þeim fóðurkaup á meðan á eldinu stendur. Þegar hafa 5 stærstu fyr- irtækin í greininni fengið lán og mörg önnur hafa óskað eftir fyr- irgreiðslu. Að undanförnu hefur erfið greiðslustaða fiskeldisfyrirtækja verið mjög til umræðu og þá sér- staklega ófullnægjandi rekstrar- lánafyrirgreiðsla. Með þessari lánafyrirgreiðslu Þróunarfélags- ins er komið að nokkru til móts við þarfir fiskeldisfyrirtækja sem gerir möguleika þeirra til að ala fiskinn upp til mateldis mun betri en áður. Að sögn Gunnlaugs M. Sig- mundssonar, framkvæmdastjóra Þróunarfélags íslands hf., eru fóðurkaup einn af stærstu kostn- aðarliðum í fiskeldi og til að fjár- magna lánsveitingarnar var tekið erlent lán að upphæð 120 miljónir króna frá Bank fuer Gem- einwirtschaft í London en Lands- banki íslands hafði milligöngu um útvegun þess. Hámarkslán- veiting til einstaks fyrirtækis er allt að 32 miljónum króna og eru vextir 10,5% sem eru meðalvext- ir viðskiptabankanna af afurða- lánum í Bandaríkjadollurum. Samkvæmt þessu lánakerfi fjármagnar Þróunarfélagið þau fóðurkaup sem þarf til að ala fisk úr 500 gramma þyngd til slátur- stærðar sem venjulega er á bilinu Borgarstjórn Guðrún minnkar við sig Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu- bandalagi, aðstoðarmaður menntamálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar, hefur óskað eftir lausn frá störfum í tveimur nefnda Reykjavíkurborgar, skipulagsnefnd og félagsmála- ráði. Borgarstjórn samþykkti þessa málaleitan á síðasta fundi sínum, en áður höfðu bréf hér að lútandi verið lögð fram í borgarráði, og þaðan var þessu máli vísað til borgarstjórnar. Hildigunnur Haraldsdóttir tekur sæti í skipulagsnefnd í stað > Guðrúnar, en Guðrún verður varamaður hennar. Þá tekur Þor- björn Broddason sæti í fé- lagsmálaráði. Guðrún verður einnig varamaður í þessari nefnd, þar sem sá sem fyrir var, Skúli Thoroddsen, hefur óskað eftir lausn frá störfum. Nefndir þessar tvær, skipulagsnefnd og fé- lagsmálaráð, eru meðal viða- mestu nefnda borgarinnar. Guðrún gegnir eftir sem áður störfum borgarfulltrúa, og er varamaður í borgarráði fram til vors. Þá á hún sæti í stjórn Stræt- isvagna Reykjavíkur og í bygg- inganefnd aldraðra. -HS Starfsmaður Fiskeldisfélagsins fóðrar lax í eldiskvíum í Eiðisvík við Geldinganes. 3 - 4 kfló og tekur það um 9 mán- uði. Lánið er í formi reiknings- láns og fær viðkomandi fyrirtæki ákveðna lánsheimild sem er í bandarískum dollurum og er heimildin miðuð við áætlaða slátrun næstu 9 mánuðina. Á þessa lánsheimild er síðan dregið einu sinni í mánuði þegar fóður - kaup liðins mánaðar eru gerð upp og ráðstafar Þróunarfélagið fénu til fóðursalans. Greiðslur inná reikningslánið fara þannig fram að við skil á and- virði selds fisks heldur viðskipta- banki fyrirtækisins eftir 21% af skilaverði sem gengur til Þróun- arfélagsins. í lánssamningi viðkomandi fiskeldisfyrirtækis við Þróunarfé- lagið eru ákvæði um tryggingar þannig að lántakandi greiðir sér- staka áhættuþóknun sem tekin er í formi vaxtaálags. Áhættuþókn- unin er ákveðin fyrir hvert fyrir- tæki um sig og byggir ma. á mati á eiginlegum og fjárhagslegum styrk fyrirtækisins og því breyti- leg eftir fyrirtækjum. -grh Kynferðisafbrot Misnotkun barna verði könnuð Þrír þingmenn Borgaraflokks- ins hafa lagt fram þingsálykt- unartillögu þar sem lagt er til að ríkisstjórnin skipi nú þegar starfshóp til að kanna tíðni og umfang kynferðisiegrar misnotk- unar á börnum hér á landi. Starfshópnum er ætlað að gera tillögur um samræmdar aðgerðir opinberra aðila til að sporna gegn misnotkun barna með þessum hætti. Flutningsmenn leggja til að starfshópurinn geri einnig til- lögur að lagabreytingum, telji hann þörf á þeim. Hópurinn á að vera skipaður sérfræðingum á þeim sviðum sem málið varða og eiga þeir að hafa fullan aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsing- um hjá opinberum aðilum. f greinargerð með tillögunni segir að því miður sé engin ástæða til að ætla að ástand þessara mála sé betra hér á landi en annars stað- ar. Þess vegna sé full þörf á að heildarúttekt fari fram svo móta megi heildarstefnu af hálfu opin- berra aðila sem beinist ekki hvað síst að fyrirbyggjandi aðgerðum. Ingi Björn Albertsson, Ásgeir Hannes Eiríksson og Guðmund- ur Ágústsson leggja tillöguna fram og telja þeir að markviss rannsókn á stöðu mála geri kleift að veita börnum í landinu þá vernd sem þau þarfnist og eigi rétt á af hálfu samfélagsins. -hmp PCB-efni Innflutningur bannaður Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið hefur gefið út reglu- gerð sem bannar innflutning og notkun PCB-efna frá og með 1. desember. Bannið á við þegar um er ræða fjölklóruð bífenýlsam- bönd (PCB) í efnablöndum, varn- ingi og/eða tækjum sem innihalda meira en 0,2% slíkra efnasam- banda. Förgun PCB-eiturefna hefur verið töluvert í sviðsljósinu. Þangað til sett hefur verið reglu- gerð um förgun þessara efna er óheimilt að farga þeim án sam- ráðs við Hollustuvernd ríkisins, sem hefur samráð við Vinnueftir- lit ríkisins, Eiturefnanefnd og Náttúruverndarráð. Vinnueftirlitinu er heimilt í samráði við Eiturefnanefnd að veita undanþágur frá banni við innflutningi og notkun PCB- efnasambanda ef hann er nauðsynlegur og önnur efni geta ekki komið í staðinn. Þegar slíkar undanþágur eru veittar skal til- greint til hvaða nota efnin eru ætluð ásamt þeim varningi og tækjum sem innihald efnin. -hmp Olísskuldir Síldar- vinnslan ekki í vanskilum í frétt sem birtist í Nýja Helgar- blaðinu undir heitinu „Hvað býr að baki í Olísmálinu?“, var rætt um samskipti Olís og Landsbank- ans, í tilefni frétta af orðsendingu bankastjóra Landsbankans til fyrrum stjórnarformanns Olís þess efnis að bankinn opnaði ekki frekari ábyrgðir fyrir Olís nema ef staða fyrirtækisins yrði styrkt. Það gaf tilefni til vangaveltna um stöðu OIís; hvort bankinn hygðist hugsanlega loka alveg á fyrirtækið og hvaða áhrif slík þró- un hefði hugsanlega á aðra aðila í þjóðfélaginu. Var bent á að fyrir- tæki í sjávarútvegi, sem eru í við- skiptum við Landsbankann og Olfs, gætu hugsanlega átt líf sitt undir því hvernig þeim leik lykt- aði. Nafn Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað var nefnt í því sam- bandi, sem dæmi um fyrirtæki sem væri í viðskiptum við báða þessa aðila. Til að forða misskiln- ingi er rétt að taka fram að Sfldar- vinnslan í Neskaupstað er ekki í vanskilum við Olís hf. Óli Kr. Sigurðsson, aðaleigandi Olís, staðfesti þetta í samtali við Þjóð- viljann. Norðurlandaráð Aukaþing um mengun Miðvikudaginn í næstu viku verður sérstakt aukaþing hjá Norðurlandaráði um meng- unarmál. Til þingsins er boðað vegna þess að mengun sjávar kringum Norðurlönd þótti vera orðin slík, að grípa þyrfti til sam- eiginlegra norrænna aðgerða og ekki væri afsakanlegt að bíða næsta reglulega þings ráðsins. Ráðherranefnd Norðurlanda- ráðs hafði gert tillögur um meng- unarmál sem þingmenn hafa gert breytingar á og telja að verði samþykktar. Breytingartillögur þingmann- anna eru byggðar á þeirri grund- vallarhugmynd að umhverfismál skuli skoðuð í alþjóðaljósi og að eiginhagsmunir þjóðar geti því ekki ráðið ferðinni. Þingmenn- irnir leggja til að unnið verði markvissara að því en hingað til að samræma reglur um umhverf- isvernd og um aðgerðir gegn loftmengun og gróðurhúsaá- hrifum. íslandsdeild Norður- landaráðs leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í að hamla gegn notkun ozoneyðandi efna á Norðurlöndum og í öðrum löndum. íslendingar Ieggja líka höfuðáherslu á að markvisst verði unnið að því að hætt verði að losa umhverfismengandi úr- gang í sjó. Á blaðamannafundi sem ís- lenska sendinefndin hélt í gær sagði Páll Pétursson Framsókn- arflokki að það væri í raun harka- leg aðgerð af þingmönnunum að reka málið aftur til ráðherranna. Hagsmunir einstakra landa hefðu oftar en ekki ráðið ferðinni í mótun tillagna ráðherranna. Finnar væru td. með slakar reglur varðandi losun iðnaðarúrgangs, Danir varðandi losun eiturefna í sjó og Svíar varðandi geislavirk- an úrgang. Þessir slöku staðlar hefðu endurspeglast í tillögum ráðherranna og þingmennirnir vildu herða á þeim. Það kom fram í máii þing- mannanna að dreifing umhverfis- mála á ráðuneyti hér á landi hefði heft samstarf Islendinga með hin- um Norðurlöndunum. Umhverf- ismál heyrðu nú undir 7 ráðu- neyti en það þyrfti að koma þeim undir eitt ráðuneyti. íslensku sendinefndina skipa Páll Pétursson og Valgerður Sverrisdóttir Framsóknarflokki, Ólafur G Einarsson og Friðjón Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Guðrún Helgadóttir Alþýðu- bandalagi, Eiður Guðnason Al- þýðuflokki og Óli Þ Guðbjarts- son Borgaraflokki. -hmp Laugardagur 12. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.