Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 8
_______________________FRETTIR________________________ Hvalur Enn tapast fiskkaupendur Pýskafyrirtœkið Nordsea kaupir ekki lengurfrystarsjávarafurðir héðan vegna hvalveiðistefnunnar Andstaðan við hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda í Þýska- landi magnast dag frá degi og nú hefur þýska fyrirtækið Nordsea ákveðið að hætta að kaupa fryst- ar sjávarafurðir vegna þrýstings frá viðskipavinum þess. Að sögn Friðriks Palssonar forstjóra Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna hefur fyrirtækið selt að jafnaði um 4 - 500 tonn til Nordsea á ári en fyrirtækið rekur um 140 - 150 fiskverslanir um gjörvallt Þýskaland. Fyrir utan það fjárhagslega tap sem SH verður fyrir vegna ákvörðunar Nordsea, sagðist Friðrik óttast einna mest þau óbeinu áhrif sem ákvörðun fyrirtækisins myndi hafa bæði á þýska kaupendur sem og á aðra viðskiptavini þar í landi. Fyrstu 10 mánuði þessa árs hef- ur sjávarafurðadeild Sambands- ins selt til Nordsea um 656 tonn af frystum botnfiskafurðum fyrir um 80 miljónir króna eða 3,2 miljón þýsk mörk. Þetta er um 2% af heildarviðskiptum sjávar- afurðadeildarinnar og að sögn Sigurðar Markússonar fram- kvæmdastjóra kemur þessi ákvörðun Nordsea illa við fyrir- tækið bæði sölulega og tilfinn- ingalega. Það hefur vakið athygli að stjórnendur Nordsea hafa á sama tíma sem þeir neita að kaupa frystar íslenskar sjávarafurðir vegna hvalveiðistefnunnar, vilja þeir halda áfram að kaupa fersk- an fisk, aðallega karfa. Skýringin á því mun vafalaust vera sú að ferskur fiskur frá íslandsmiðum sem keyptur er á fiskmörkuðum í Þýskalandi er ekki merktur sem íslenskur þegar hann fer til kaupenda, hvort sem það eru neytendur eða framleiðendur. -grh Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við lengingu Bústaðavegar við Miklatorg. Brúarframkvæmdir eiga að hefjast á þriðjudag, þrátt fyrir að tilskilin ieyfi liggi ekki fyrir frá bygginganefnd. Mynd-Jim Smart. Miklubrautarbrúin Bygginga- leyfið „gleymdist Borgaryfirvöld hafa samið við verktaka um að smíði sérstakrar umferðarbrúar við Miklatorg hefjist á þriðjudaginn, þrátt fyrir það að engin tilskilin leyfi frá bygginganefnd borgarinnar liggi fyrir. Þeir Gunnar H. Gunnarsson og Gissur Símonarson, fulltrúar A-flokkanna í bygginganefnd kröfðust þess á fundi nefndarinn- ar í fyrradag að embætti bygging- afulltrúa sæi til þess að engar framkvæmdir hæfust við brúna fyrr en byggjandinn, Borgarsjóð- ur Reykjavíkur, hefði fengið byggingarleyfi fyrir brúnni. Til- laga þess efnis var samþykkt sam- hljóða í bygginganefnd. - Það hefur sýnt sig að það er full ástæða til að vera á varðbergi °g fylgjast með framkvæmdum borgaryfirvalda, þar sem oftar en einu sinni er farið af stað án þess að samþykktir og leyfi liggi fyrir, sagði Gunnar H. Gunnarsson í samtali við Þjóðviljann. Það var í lok október á sl. ári sem teikningar af brúnni við Miklatorg voru lagðar fyrst fram í bygginganefnd. Brúin sem á að liggja yfir torgið er tenging nýja Bústaðavegarins við Snorra- braut. Athugasemdir komu fram við teikningarnar í bygginga- nefnd og var afgreiðslu frestað en vísað til frekari umsagnar hjá skipulagsnefnd. Þaðan hafa eng- in svör borist og teikningarnar því ekki endanlega afgreiddar í bygginganefnd. -Ig- •.xe\a°P''' H«áSsaaBa.-=i. 1 i, **S 07 > Omn,. rsks’“” Frumrit C,# lðtlutk/ai EINDAGI . SKILA . A STAÐGREÐSLUFE Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Ekki skiptir máli íþessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eðaeftirá. Með skilunum skal fylgja greinargerð á sérstökum eyðublöðum „skilagreinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálfstæðir rekstraraðilar eiga að hafa fengið send eyðublöðfyrirskilagrein. Þeirsem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sértil skattstjóra, gjaldheimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.