Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.11.1988, Blaðsíða 11
Bœkur Strákajól í ár Þó nokkur samdráttur í bókaútgáfu í ár. Halldór Guðmundsson: Vona að Ijóðabœkurnar spjarisig. Jóhann Páll Valdimarsson: Útgáfan hefurgrisjast Ólafur Ragnarsson forstjóri Vöku-Helgafells, Sigurður Pálsson rithöfundur og Árni Einarsson framkvæmdastjóri MM. bera saman bækur sínar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður, Bryndís Schram, sem segir frá lífshlaupi sínu í bók sem kemur út um þessar mundir, Guðmundur Daníelsson rithöfundur og Ólafur Ragnarsson. Bókavertíðin er hafin. í fyrra vartalað um að konursettu svip sinn á bókaflóðið en í ár verða það strákarnir.Guð- mundurAndri Thorsson, GyrðirElíasson, EinarMár Guðmundsson, Ólafur Jó- hann Ólafsson, Þórarinn Eld- járn og fleiri ungir rithöfundar kveða sér nú hljóðs með nýj- um ritsmiðum. Fátt nýtt kemur hins vegarfráeldri rithöfund- um að þessu sinni. Annað sem setur svip sinn á bóka- haustið er óvenjulega mikið af Ijóðabókum. - Við hjá Máli og menningu ætlum að láta á það reyna hvort ljóðabækur geti ekki spjarað sig sem jólagjafir. Við erum með fjórar ljóðabækur að þessu sinni og ég hef trú á því að þær eigi eftir að falla í góðan jarðveg, sagði Halldór Guðmundsson, útgáfu- stjóri hjá Máli og menningu. Hann sagði að nokkur sam- dráttur væri í fjölda titla hjá for- laginu á jólamarkaði í ár. Astæð- ur þess sagði hann tvíþættar; ann- ars vegar væri ljóst að hinn al- menni samdráttur í þjóðfélaginu hefði sín áhrif og hins vegar nefndi hann sem ástæðu að und- anfarin ár hefði verið of mikið framboð af bókum fyrir jólin. Undir þessi orð Halldórs tók Jóhann Páll Valdimarsson hjá Forlaginu. Hann sagði að mark- aðurinn hefði grisjast og að nú væri boðið upp á færri titla en í fyrra. „Mér sýnist þróunin stefna í þá átt að gefnar verið út færri en betri bækur, það er jafnara úr- val,“ sagði Jóhann Páll, og bætti því við að þó samdráttur væri al- mennt þá gæfu þeir út ívið fleiri titla í ár en í fyrra. - Við hér hjá Forlaginu leggj- um áherslu á skáldskap í ár eins og undanfarin ár, bæði íslenskan, og • eins þýðingar á erlendum skáldverkum. Sú breyting hefur átt sér stað undanfarin ár að fólk vill lesa vandaðar þýðingar á fag- urbókmenntum, sagði Jóhann Páll, og bætti við að verulega hefði dregið úr útgáfu á spennu- og ástarsögum undanfarin ár. Taldi Jóhann að skýringanna á því væri að leita í meira framboði af öðru léttmeti ss. myndböndum og öðru sjónvarpsefni, eins og hann orðaði það. Þeir Halldór og Jóhann Páll lögðu báðir áherslu á að þýðinga- sjóðurinn, sem styrkir útgáfu á þýddum skáldverkum hefði miklu hlutverki að gegna í þeirri viðleitni að kynna íslendingum bókmenntir annarra þjóða. Þeir fullyrtu að tilkoma hans hefði haft afgerandi áhrif á þá þróun að nú er gefið meira út af heimsbók- menntum hér á landi en áður var. Útlitið gott - Ég er hóflega bjartsýnn á að það verði góð bókasala að þessu sinni, ég veit ekki hvað fólk ætti að gefa í jólagjafir í ár annað en bækur. Bókaverð hefur hækkað um 15 til 20% frá því í fyrra, það þýðir í raun að bækur hafa lækk- að í verði, sagði Halldór. Jóhann Páll sagðist einnig vera bjartsýnn á að bókasala yrði góð að þessu sinni. „Það er alltaf þörf fyrir góðar bækur og það eru margar góðar í boði að þessu sinni,“ sagði hann. ,Sg I vikunni bauð Félag íslenskra bókaútgefanda til boðs þar sem jólabók aveislan var formlega sett. Fjölmenni var í boðinu og myndirnar hór á opnunni tók Jim Smart við það tækifæri. Hér sjást þeir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Oskar Guðmundsson ritstjóri Þjóðlífs, Ein- ar Kárason formaður Rithöfundasambandsins, HalldórGuðmundssonútgáfustjóri hjá Máli og menningu. Jóhann Páll Valdimarsson eigandi Forlagsins á tali við Þor- geir Þorgeirsson rithöfund. Sóra Árelíus Níelsson, en hann kemur nú út með ævisögu sína, ræðir hér við Þórunni Hafstein sem starfar í menntamálaráðneytinu. Þuríður Jóhannsdóttir kennari og Jóhanna Sveinsdóttir rit- höfundur og blaðamaður. Páll Valsson: Það eru greinilega færri bækur en í fyrra sem hafa að geyma íslenskan skáldskap. Býst fastlega við prýðilegum bókajólum Páll Valsson tjáirsig um bókahaustið „Það verða greinilega færri bækur en í fyrra sem hafa að geyma íslenskan skáldskap, en sú fækkun titla kemur gæðum að sjálfsöguð ekkert við og við get- um allt eins búist við prýðilegum bókajólum," sagði Páll Valsson bókmenntafræðingur þegar hann var spurður hvernig honum litist á jólabókaflóðið í ár. - Tveir ungir menn verða með sínar fyrstu skáldsögur, Guð- mundur Andri Thorsson og Ólafur Jóhann Ólafsson, en hvorugur þeirra er þó nýgræðing- ur á ritvellinum og báðir hafa þeir sýnt að þeir hafa hæfileika. Sennilega er nú mest eftirvænt- ingin á þessum bókajólum tengd sögum þessara tveggja manna. Þá koma þrír þekktari rithöfund- ar með smásagnasöfn, Einar Már Guðmundsson, Gyrðir Elíasson og Guðbergur Bergsson og ekki má gleyma skáldsögu Þórarins Eldjárns sem kemur nú með sína fyrstu skáldsögu eftir Kyrr kjör. Af ljóðabókum vekja kannski þrjár mesta athygli af þeim sem ég hef heyrt um. Sigurður Páls- son og Nína Björk eru með nýjar ljóðabækur og einnig Hannes Sigfússon sem hlýtur að teljast til tíðinda. Ég hef ekki sett mig nægilega vel inn í það hvaða þýðingar er- lendra bókmenntaverka koma út nú um jólin, en af því sem ég hef heyrt um bind ég mestar vonir við þýðingu Olafs Gunnarssonar á bók Kerouacs, On the road. Það verður gaman að sjá hvernig Ólafi tekst til og ekki síður að sjá hvernig íslenskir lesendur taka þessari frægu bók. - Ævisögum virðist fara fjölg- andi milli jóla ef eitthvað er, en í þeim flokki eru einkum þrjár bækur sem ég hlakka til að lesa og held að fari saman fróðleikur, skemmtun og bókmenntalegt gildi. Þar á ég við ævisögu Sigur- bjöms Einarssonar biskups sem SigurðUr A. Magnússon skráir, ævisögu séra Rögnvaldar Finn- bogasonar sem Guðbergur Bergsson skráir og lífssögu Bríet- ar Bjarnhéðinsdóttur sem Bríet Héðinsdóttir skrifar en mun þó að mestu leyti byggja á bréfum Bríetar eldri. Af öðrum bókum bíð ég einna spenntastur eftir bók Björns Th. Björnssonar um gamla kirkjugarðinn við Suður- götu; þar mætast góður penni og dýrlegt efni. -sg Bókafjöldinn fyrir þessi jól verður nokkru minni en undanfarin ár. Samkvæmt upplýsingum Félags íslenskra bókaútgefenda er gert ráð fyrir að fjöldi bókatitla verði á bilinu 300 til 350, sem er nokkur sam- dráttur frá því í fyrra. Bókaverð hækkar um 20% frá því í fyrra. Það er nokkuð undir verðlagsþróun, að sögn bókaútgefenda. Þeir hafa því ákveðið að stilla verðhækkun á bókum í hóf í von um að það leiði til meiri sölu. Hér fyrir neðan birtum við lista yfir hluta af þeim bókum sem eru nú annað hvort komnar í bókabúðir eða eru væntanlegar á næstu dögum. Islensk skáldverk Samkvæmt upplýsingum bóka- útgefenda verða nú gefnar út um 20 bækur sem hafa að geyma nýj- ar íslenskar skáldsögur eða smá- sagnasöfn. Mál og menning gefur út eina skáldsögu og eitt smásagnasafn að þessu sinni, „Mín káta angist“ eftir Guðmund Andra Thorsson, sem er hans fyrsta skáldsaga, og „Bréfbátarigningin“ eftir Gyrði Elíasson sem hefur að geyma fjórar samtengdar sögur. For- lagið sendir frá sér smásagnasafn Guðbergs Bergssonar „Maður- inn er myndavél". Vaka- Helgafell gefur út fyrstu skáld- sögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar „Markaðstorg guðanna". Al- menna bókafélagið sendir frá sér smásagnasafn Einars Más Guð- mundssonar „Leitin að dýragarð- inum“. Iðunn gefur út skáldsögu- na „Múkkinn" eftir Eyvind P. Eiríksson en það er fyrsta skáld- saga hans. Einnig sendir Iðunn frá sér bókina „I fjöruborðinu" eftir Njörð P. Njarðvík. Bóka- forlag Odds Björnssonar sendir frá sér skáldsöguna „Æskuást og önnur kona“ eftir Jón Gísla Högnason. Skjaldborg sendir frá sér tvær íslenskar skáldsögur sem báðar fjalla um ástina, en þær eru „Dagur hefndarinnar“ eftir Birg- ittu Halldórsdóttur og „Hættu- legt hlutverk“ eftir Soffíu Jó- hannesdóttur. Reykholt sendir frá sér skáldsöguna „Skugganrí' eftir Þröst J. Karlsson. Þórarinn Eldjárn hefur sent frá sér skáld- söguna „Skuggabox“. Ljóðabœkur Að þessu sinni eru gefnar út óvenju margar ljóðabækur, eða um 20. Mál og menning gefur út fjórar ljóðabækur. „Að lok- um“, síðustu ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, „Lágt muldur þrumunnar“ eftir Hannes Sigfús- son, sem inniheldur 30 frumort ljóð auk nokkurra þýðinga. „Undir hælum dansara" sem hefur að geyma ljóðaþýðingar Geirs Kristjánssonar á rússneskum ljóðum. og „Hvarf- bauga“, úrval ljóða eftir Sigurð A. Magnússon. Forlagið gefur út tvær ljóða- bækur. „Hvíti trúðurinn" er sjö- unda ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur. „Ljóð námu menn“ er annað bindi í Ljóðnámusafni Sigurðar Pálssonar. Vaka-Helgafell gefur út „Reimleika í birtunni" en þar birtast ljóð eftir Hrafn Gunn- laugsson sem hann hefur ort á undanförnum árum. „Þorpið" eftir Jón úr Vör kemur í nýrri útgáfu frá Vöku-Helgafelli. Almenna bókafélagið gefur út „Dagur af degi“ eftir Matthías Johannessen. Þá kemur einnig frá AB „Ferskeytlarí' safn lausa- vísna sem Kári Tryggvason tók saman. Þá sendir AB frá sér Ljóðaárbókina 1988 en hún hefur að geyma safn eftir ýmsa höf- unda. Frá Bókaútgáfu Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins kemur bókin „Ljóðastund á Sign- ubökkum". Hún hefur að geyma ljóð 12 franskra skálda. Víkurút- gáfan sendir frá sér bókina „Land minna mæðra". Þar má finna 22 ljóð eftir Gunnar Dal. „Dúnhárs kvæði“ heitir bók eftir Valgarð Egilsson sem Iðunn gefur út. Þýðingar Að vanda kemur út í ár mikill fjöldi bóka eftir erlenda höfunda; í allt er gert ráð fyrir að um 50 þýðingar verði á boðstólum að þessu sinni. Hér verða aðeins fá- einar nefndar til sögunar: Setberg gefur út þýðingu Njarðar P. Njarðvík á skáldsög- unni „Vetrarstríðið“ eftir Finn- ann Antti Tuuri sem hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs 1985. Einnig kemur frá Set- bergi ný skáldsaga eftir Isaac Bashevis Singer „Jöfur sléttunn- ar“ í þýðingu Hjartar Pálssonar. Forlagið sendir nú frá sér bókina „Ástkær" í þýðingu Úlfs Hjörvar en höfundurinn Toni Morrison hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir hana. Þá koma einnig frá For- laginu bækurnar „Dagbók góðrar grannkonrí' eftir Doris Lessing í þýðingu Þuríðar Baxter og „ And- rúmsloft glæps“ eftir spænska rit- höfundinn Juan Benet í þýðingu Guðbergs Bergssonar. Mál og menning sendir frá sér „Á vegum úti“ eftir Bandaríkja- manninn Jack Kerouac í þýðingu Ólafs Gunnarssonar, „Ást og skuggar“ eftir Isabel Allende í þýðingu Berglindar Gunnars- dóttur, „Húsið með blindu gler- svölunum", en það er fyrsta bók- in í sagnbálki um Þóru, eftir nor- sku skáldkonuna Herbjörgu Wassmo en hún hlaut bók- menntaverðlaun Norðurlanda- ráðs fyrir þennan sagnabálk. Bókina þýddi Hannes Sigfússon. Tákn sendir frá sér „Hvora hönd- ina viltu?" eftir dönsku skáldkon- una Vit Andersen í þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur. Ævisögur og endur- minningar Um 20 bækur sem koma út að þessu sinni hafa að geyma ævi- sögur og endurminningar íslend- inga. Þar kennir ýmissa grasa að vanda, en athygli vekur hvað margir prestlærðir spekingar taka til máls. Setberg sendir frá sér æviminn- ingar Sigurbjörns Einarssonar biskups sem Sigurður A. Magnússon hefur skráð, og nefn- ist bókin „Sigurbjörn biskup - ævi og starf“. „Trúin, ástin og ef- inrí' nefnist fyrra bindi minninga séra Rögnvalds Finnbogasonar á Staðastað sem Guðbergur Bergs- son skráði, Forlagið gefur hana út. Svart á hvítu sendir frá sér bók sem Bríet Héðinsdóttir hefur unnið uppúr bréfum Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Vaka- Helgafell gefur út bók þar sem segir frá lífshlaup Bryndísar Schram. Ólína Þorvarðardóttir skráði. „Baráttusaga athafnamanns" hefur að geyma ævisögu Skúla Pálssonar á Laxalóni, Eðvarð Ingólfssón skráði, og Æskan gef- ur bókina út. Tákn sendir frá sér bókina „Á miðjum vegi í mannsaldur" en þar er á ferðinni bók sem Guðmundur Daníelsson hefur skrifað um Ólaf Ketilsson. „Minna“ nefnist bók sem Helga Thorberg hefur skrifað um móð- ur sína, Guðfinnu Breiðfjörð. „Horft um öxl af Hálogalands- hæð“ heitir bók sem Reykholt gefur út en hún hefur að geyma æviminningar séra Árelíusar Ní- elssonar. „Svipmyndir frá litrík- um flugmannsferli“ heitir bók sem Sæmundur Guðvinsson hef- ur fært í letur um ævi Kristins Ol- sens, Frjálst framtak gefur hana út. Iðunn sendir frá sér bókina „Býr íslendingur hér?“ en hún hefur að geyma endurminningar Leifs Mullers sem Garðar Sverr- isson skráði. Saga og þjóðlegur fróðleikur Samkvæmt upplýsingum Fé- lags íslenskra bókaútgefenda munu koma út nú fyrir jólin á bilinu 15 til 20 bækur sem hafa að geyma sögu og þjóðlegan fróð- leik. Örn og Örlygur gefa út nokkr- ar bækur sem heyra undir þennan flokk. „Reykjavík - sögustaður við Sund“ eftir Pál Líndal, þetta er þriðja og síðasta bindi. „Þjóð- hættir og þjóðtrú" heitir bók sem Þórður Tómasson skráir eftir Sig- urði Þórðarsyni frá Brunnhól. „Undirheimar íslenskra stjórn- mála“ eftir Þorleif Friðriksson, þar sem fjallað er um pólitísk vígaferli í Alþýðuflokknum. „Fegurð íslands og fornir sögu- staðir“ hefur að geyma afrakstur íslandsferðar W. G. Collingwo- ods árið 1897. Mál og menning gefur út bók- ina „Minningamörk í Hólavalla- garði“ eftirBjörn Th. Björnsson í tilefni 150 ára afmælis gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. HROKi OC ~óiliís£arsasa ÍLtÝPlDÓMAp æskunnar Einnig gefur MM út „Sjómenn og sauðabændur" eftir Tryggva Em- ilsson. AB sendir frá sér tvær slík- ar bækur „Þjóð í hafti“ eftir Jak- ob F. Ásgeirsson, en hún fjallar um verslunarhöft á íslandi, og „íslandsævintýri Himmlers“ eftir Þór Whiteahead sem fjallar um þreifingar nasista hér á landi 1935 til 38. Tákn sendir frá sér bókina „íslenskir nasistar“ eftir þá bræður Hrafn og Illuga Jöku- Issyni. Bókin fjallar um hreyfingu íslenskra nasista á fjórða ára- tugnum. Menningarsjóður og Þjóðvinafélagið gefur út „Hafr- annsóknir við ísland" eftir Jón Jónsson, fyrrum forstjóra Haf- rannsóknarstofnunar. Sitt að hvoru tagi Fjöldi bóka er gefinn út fyrir hver jól sem fjalla um hin ýmsu viðfangsefni s.s. svokallaðar vandamálabækur, handbækur, dagbækur, fjölfræðibækur, bæk- ur um sjúkdóma og hvernig á að bregðast við þeim, og svo mætti lengi telja. „Islenskir utangarðsunglingar - vitnisburður úr samtímanum" heitir bók eftir Sigurð Á. Frið- þjófsson sem Forlagið gefur út, en hún segir frá lífsbaráttu óharð- naðra unglinga sem kiknað hafa undan ofurálagi í lífinu. Mál og menning sendir frá sér bókina „Hremmingar" sem er viðtalsbók eftir Sigrúnu Júlíusdóttur um nauðganir. Frá Iðun koma: „Hver er ég? - bók um stjörnusp- eki“ eftir Guðlaug Guðmunds- son, Alfræðibók um skák eftirdr. Ingimar Jónsson, „íslenska draumaráðningabókirí' eftir Steinunni Eyjólfsdóttur, og „Ein á forsetavakt" Dagar í Iífi Vigdís- ar Finnbogadóttur" eftir Steinunni Sigurðardóttur, svo nokkrar sé nefndar. Á vegum Skjaldborgar kemur út „íslensk knattspyrna 1988“ eftir Víði Sig- urðsson og „Lífríki náttúrunnar" eftir Mark Carwardine í þýðingu Gissurar Ó. Erlingssonar. Þeirri upptalningu sem hér birtist að ofan er einungis ætlað að gefa nokkra mynd af því mikla bókaúrvali sem þegar er komið eða er væntanlegt í verslanir fyrir þessi jól. Eins og fyrr segir er gert ráð fyrir að nýjar bækur að þessu sinni verið á bilinu 300 til 350, og því enginn vegur að telja þær all- ar upp hér. Einn þáttur bókaút- gáfunnar sem ekkert hefur verið nefndur í þessari upptalningu, eru barna- og unglingabækur, en að þessu sinni er von á um 60 til 70 bókum fyrir þennan aldurshóp Fjallað verður nánar um þær síð- ar í blaðinu. -sg v, z ÍP ii&iRuiiipmi ff m n * V VETRAS STklÐIÐ v-s | . .f- ' ‘ ■ Laugardagur 12. nOvomber 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 11 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.