Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 1
Hqfskips- og Útvegsbankamálið Sexlán ákærðir Fjórirbankastjórar, fjórir bankaráðsmenn og endurskoðandi Útvegsbankaíslands ákœrðirfyrir aðgœsluleysi. Hafskipsmenn ákœrðirfyrir skjalafals ogfjárdrátt Jónatan Þórmundsson, sér- stakur saksóknari í Hafskips- og Útvegsbankamálinu hefur sent Sakadómi Reykjavíkur ákærur á hendur 16 mönnum; 7 fyrrver- andi forsvarsmönnum Hafskips hf., fjórum fyrrum bankastjórum qg fjórum bankaráðsmönnum í Utvegsbanka íslands og löggilt- um endurskoðanda hans. Bankastjórarnir fyrrverandi, Lárus Jónsson, fyrrum alþingis- maður, Halldór Guðbjamason og Ólafur Helgason og Axel Kristjánsson aðstoðarbanka- stjóri eru allir sakaðir um brot í opinberu starfí, og að hafa óhlýðnast fyrirmælum bankaráðs en Axel er talinn hafa óhlýðnast fyrirmælum bankastjórnar. Pá eru þeir sakaðir um að hafa gerst sekir um vanrækslu og hirðuleysi í viðskiptum við Hafskip. Síðasta bankaráð Úí er dregið til ábyrgðar en formaður þess vár Valdimar Indriðason og Jóhann Einvarðsson, núverandi þing- maður, var varaformaður. Máls- höfðun á hendur Jóhanni er háð samþykki efri deildar Alþingis. Aðrir í bankaráðinu voru þeir Garðar Sigurðsson, Kristmann Karlsson og Arnbjörn Krist- mundsson. Eru bankaráðsmenn taldir hafa sýnt saknæma van- Álnefndir Mótmæli í ríkisstjóm Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins hefur falið Svavari Gests- syni, ráðherra flokksins, að koma á framfæri hörðum mótmælum á ríkisstjórnarfundi nú árdegis, vegna þeirrar ákvörðunar Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra að skipa í gær tvær nefndir vegna undirbúnings fyrir hugsanlegt nýtt álver í Straumsvík. Iðnaðarráðherra upplýsti fyrst um þessa ætlan sína á ríkis- stjórnarfundi sl. fimmtudag, en ráðherrar Alþýðubandalagsins neituðu þá að afgreiða málið. Jón Sigurðsson leggur hins vegar of- urkapp á að koma nefndunum á fyrir landsfund Alþýðuflokksins um næstu helgi og tilkynnti því skipan þeirra í gær. rækslu við yfirstjórn bankans. Fyrrum endurskoðandi Útvegs- banka íslands og núverandi endurskoðandi Útvegsbankans hf. Ingi R. Jóhannsson er ákærð- ur og gefið að sök að hafa látið undir höfuð leggjast að koma á framfæri við stjórn bankans að- finnslum sem honum hafi yerið kunnugt um í viðskiptum Úí og Hafskips. Af Hafskipsmönnum eru þeir Ragnar Kjartansson, fyrrum for- stjóri og stjórnarformaður, Björgólfur Guðmundsson, fyrrum forstjóri, Páll Bragi Krist- jónsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Hafskips, og Helgi Magnússon, endurskoðandi fé- lagsins ákærðir, en að auki þeir Árni Árnason, fyrrum deildar- stjóri fjárreiðusviðs Hafskips og núverandi framkvæmdastjóri Álafoss, Þórður Hilmarsson, deildarstjóri skipulags- og hag- deildar Hafskips og nýráðinn for- stjóri Glóbus, og Sigurþór Char- les Guðmundsson, fyrrum aðal- bókari Hafskips. Ákærur á hendur þeim Ragn- ari, Björgólfi, Páli Braga og Helga eru í stórum dráttum þær sömu og þegar Hallvarður Ein- varðsson gaf út ákærur, þ.e. fyrir fjárdrátt af sérstökum tékka- reikriingum og skjalafals. Öðrum bankastjórum Útvegs- bankans, serh hlutu ákærur þegar Hallvarður Einvarðsson var með málið sem ríkissaksóknari, er nú sleppt við ákærum en það eru þeir Ármann Jakobsson, núver- andi aðstoðarbankastjóri Út- vegsbankans, Bjarni Guðbjörns- son og Jónas Rafnar. Sjá síðu 2 Valdimar Indriðason, fyrrum formaður bankaráðs Útvegsbanka Islands, hefur nú verið ákærður í Hafskips- málinu ásamt þremur öðrum bankaráðsmönnum. Varaformaður bankaráðsins var Jóhann Einvarðsson þingmaður og ákveði Alþingi aö svipta hann þinghelgi í næstu viku, vofir yfir honum ákæra, m.a. fyrir vanrækslu í starfi. Ljósm. E. Ól. Skipaskiptin Sambandinu snýst hugur Ákvaðaðganga tíl viðrœðna viðEldey hf um sölu á hlut Sambandsins í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. JónNorðfjbrð:Gleðiefnifyrir Suðurnesjamenn. Togaraskiptín íbið Á stjórnarfundi Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í gær var samþykkt að fela Guðjóni B. Ól- afssyni, forstjóra SÍS, Gunnari Sveinssyni stjórnarformanni og Ólafi Jónssyni, varaformanni stjórnar Hraðfrystihúss Keflavík- ur, að gangu til viðræðna við Út- gerðarfélagið Eldey hf. á Suður- nesjum um væntanleg kaup þeirra á hlutabréfum Sambands- ins í Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Hlutur Sambandsins í Hrað- frystihúsinu er um 67% og er nafnverð hlutabréfanna um 67 miljónir króna. f dag verður fundur í Útgerðarfélaginu þar sem þessi nýja staða verður rædd og búast má við að fyrsti samn- ingafundur Sambandsmanna og Eldeyjarmanna verði ekki fyrr en á morgun. Að sögn Jóns Norðfjörðs, stjórnarformanns í Eldey, er þessi niðurstaða stjórnar Sam- bandsins gleðiefni fyrir alla þá . sem umhugað er um að halda út- gerð áfram á Suðurnesjum. Jón sagði að fyrirhuguð togaraskipti við Útgerðarfélag Skagfirðinga biðu að sjálfsögðu á meðan samningaviðræður stæðu yfir. Hversu lengi þær mundu standa og árangur þeirra yrði tíminn að leiða í Ijós. Hver framtíðin yrði í rekstri Hraðfrystihússins, ef svo skyldi fara að samningar næðust á milli Sambandsins og Eldeyjarmanna, vildi Jón ekki fjölyrða um á þessu stigi málsins. Fari svo að samn- ingar náist um kaup og kjör á hlut Sambandsins munu Eldey, Gæðafiskur hf. og Valbjörn hf. í Sandgerði hafa samvinnu um lausnir á vanda Hraðfrystihúss- ins. Ekki er nákvæmlega vitað um fjárhagsstöðu fyrirtækisins en tölur þar um munu ekki liggja fyrir fyrr en um næstu helgi. Þó er talið að skuldir þess séu eitthvað í kringum 400 miljónir króna. -grh Ólympíumótið í skák Stórsigur og jafirt Tvœr umferðir að baki íslenska ólympíusveitin tefldi við Kanadamenn í gærkvöldi og fóru leikar þannig að liðin skildu jöfn, hvor um sig hreppti einn og hálfan vinning. Ein skák fór í bið. í fyrradag var fyrsta umferð tefld. Þá sigruðu íslensku piltarnir sveit Puerto Rico: 4-0. Sjá síðu 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.