Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Akærur í Hafskips- og Útvegsbankamálinu Svipaðar ákærur og síðast, en ísumum tilfellum á hendur öðrum mönnum Akærur í Hafskips- og Útvegs- bankamálinu svonefnda voru birtar sakborningum í gær og vekur athygli að þeir sem nú eru ákærðir eftir rannsókn Jónatans Þórmundssonar, sérstaks sak- sóknara í málunum, eru að hluta til ekki þeir sömu og þegar Hallvarður Einvarðsson stýrði málsmeðferð sem ríkissaksókn- ari. Þremur bankastjórum Út- vegsbankans sem áður höfðu ver- ið ákærðir, er nú hlíft við ákær- um, þeim Armanni Jakobssyni, Bjarna Guðbjörnssyni og Jónasi Rafnar. Nú eru fjórir bankaráðs- menn Útvegsbankans ákærðir og verður sá fímmti ákærður, veiti Alþingi til þess leyfi. Þá er þrem- ur nýjum sakborningum úr Haf- skipsarminum bætt á listann. Þá er endurskoðanda Útvegsbank- ans birt ákæra, sem ekki var gert áður. Ákærum á hendur Hafskips- mönnum má skipta í tvo flokka, fjárdrátt og skjalafals. Þeim Ragnari Kjartanssyni, Björgólfi Guðmundssyni, Páli Braga Krist- jónssyni og Helga Magnús- syni er gefið að sök að hafa falsað rekstrarreikning Hafskips fyrstu átta mánuði ársins 1984 í því skyni að villa um fyrir stjórn fél- agsins og afla því frekara lán- strausts. Ragnari, Björgólfi og Páli Braga er gefið að sök að hafa villt um fyrir stjórn Útvegsbank- ans með röngum upplýsingum árin 1984 og 1985. Ragnar, Björgólfur og Helgi eru ákærðir fyrir að hafa rangfært ársreikning Hafskips 1984 svo munaði u. þ.b. 150 miljónum króna. Þeir Þórður og Sigurþór eru sakaðir um að hafa tekið þátt í þessu og látið Helga í té tilbúin skjöl um upps- afnaðar tekjur félagsins. Björgólfur er ákærður fyrir fjárdrátt af sérstökunr tékka- reikningi að fjárhæð 6,7 miljónir króna frá 1979-1985. Helgi er ákærður fyrir að hylma yfir þenn- an fjárdrátt. Páll Bragi er sakað- ur um fjárdrátt í sameiningu við Björgólf og Ragnar. Hér kemur til sögunnar tékki til Guðmundar J. Guðmundssonar, formanns Dagsbrúnar, frá Hafskip og Eim- skip sem Albert Guðmundsson hafði milligöngu um. Sá fjár- dráttur að upphæð 120 þúsund krónur mun síðan hafa runnið til Guðmundar J. sem greiðsla vegna sjúkrakostnaðar. Eimskip greiddi síðan helminginn, eða 60 þúsund krónur, til Hafskips og er þeim Björgólfi og Páli Braga gef- ið að sök að hafa dregið sér þá fjárhæð. Árni Árnason er ákærður fyrir skilasvik, en hann ásamt Björg- ólfi og Ragnari á að hafa greitt Reykvískri endurtryggingu viku- lega 20 þúsund bandaríkjadali, eftir að ljóst mátti vera að gjald- þrot vofði yfir. Með því hafi þeir dregið taum þessa lánardrottins Hafskips, en þeir Björgólfur og Ragnar voru á þessum tíma hlut- hafar og stjórnarmenn í Reyk- vískri endurtryggingu. Krefst saksóknari þess að ákærðir verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar, auk þess sem Helgi Magnússon verði sviptur réttindum löggilts endur- skoðanda. Ákærur á hendur fyrrum starfsmönnum Útvegsbankans, bankastjórum, bankaráði og endurskoðanda lúta hins vegar í grófum dráttum að því sama, þ.e. að þessir aðilar hafi vanrækt með ýmsum hætti að huga að hag bankans. Þeir eru því ákærðir fyrir brot í opinberu starfi og van- rækslu phh Frá aðalfundi Hafskips. Halldór Guðbjarnason fyrrverandi bankastjóri Úí, Ragnar Kjartansson forstjóri og síðar stjórnarformaður Hafskips, Albert Guðmundsson, sem um tíma var formaður bankaráðs Úí og stjórnarformaður Hafskips og Helgi Magnússon, endurskoðandi Hafskips. Gunnlaugur Briem yfirsakadómari: Þrír saka- dómarar „Málið kom hingað til Saka- dóms sl. föstudag þar sem Jóna- tan Þórmundsson kynnti það í bréfi að hann muni annast sak- sókn í málinu fyrir Sakadómi Reykjavíkur, en þar verður mál- ið höfðað,“ sagði Gunnlaugur Briem yfirsakadómari í samtali við Þjóðviljann í gær. Gunnlaugur sagði að hann myndi fela málið þremur saka- dómurum og yrði einn þeirra for- maður dómsins. Dómararnir ákveddu síðan sjálfir hvenær málið yrði tekið fyrir, þannig að hann gæti ekki sagt fyrir um hve- nær það yrði. Mál Jóhanns Einvarðssonar verður tekið fyrir í næstu viku og er búist við að það verði afgreitt án umræðu, þ.e. að það verði gegnið beint til atkvæðagreiðslu í þinginu um það hvort Jóhann verði sviptur þinghelgi. phh Arni Arnason: Smáatriði hvað mig varðar Árni Árnason, framkvæmda- stjóri Álafoss og fyrrum deildar- stjóri fjárreiðudeildar Hafskips, sagði að sér kæmi það á óvart að hljóta ákæru í þessu máli. „En þetta er aðeins eitt lítið atriði úr heildarákærunni sem mig snertir og ég tel mig geta snú- ið ofan af því. Það snertir greiðslu til eins lánardrottins Hafskips, þ.e. Reykvískrar endurtrygging- ar, en þetta er svo lítið atriði sem að mér snýr að það er varla orð á því gerandi,“ sagði Árni. Ekki náðist í Sigurþór Charles Guðmundsson, fyrrum aðalbók- ara Hafskips í dag. -phh Ragnar Kjartansson, stjórnarformaður Hafskips Ákært á tækniatriðum Pórður Hilmarsson: Ákæran kom mjög á óvart Þórður Hilmarsson, núverandi forstjóri Glóbus hf. og fyrrum deildarstjóri skipulags- og hag- deildar Hafskips hf., er einn þeirra Hafskipsmanna sem hljóta ákæru nú, en höfðu ekki hlotið ákæru í málsmeðferð Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksóknara. Sagðist Þórður ekki vilja tjá sig um ákæruna að neinu leyti nú, annað en að hún kæmi sér mjög á óvart, sérstaklega þar sem nú væri verið að ákæra fyrir atriði sem ekki hefði verið kært fyrir áður. Sér sýndist kæran aðallega byggjast á bókhaldstæknilegum atriðum sem væru sér algjörlega óviðkomandi. -phh Það eru þarna ýmsar breyting- ar á ákærum, en meginsvip- urinn er að Jónatan ætlar að láta þarna reyna á reikniskilareglur og ýmis tæknileg atriði er varða bókhald, sagði Ragnar Kjartans- son, fyrrum stjórnarformaður Hafskips, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um ákærur á hendur honum og öðrum í Hafskips- og Útvegsbankamá- linu. Sagði Ragnar að það væru þó ýmsar breytingar sem hann áttaði sig ekki á: „Ég get nefnt sem dæmi að við höfðum átt að hafa falsað, eins og sagt er í ákæru, reikningsskil hvað varðaði skipa- möt. í ákæru Hallvarðs var þessi tala um 130 miljónir en nú er þessi tala í kringum 40 miljónir í ákæru Jónatans. En ég hef ekki séð nein undirgögn í þessu, svo ég veit ekki hvernig menn hafa byggt þessa tölu upp.“ Sagði Ragnar að það hefði komið sér mjög á óvart að ákærur hefðu 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Bestað spyrja að leikslokum verið birtar á hendur fleiri fyrr- verandi starfsmönnum Hafskips. Ragnar sagði að það hefði enn fremur komið sér á óvart að bankastjórar og bankaráð hefði verið ákært, „fyrst við erum ákærðir fyrir að hafa falsað gögn ofan í þá. Ef það er rétt þá hefðu þessir aðilar væntanlega getað komið við litlum vörnum. Eins kom mér á óvart að ekki er minnst á bankaeftirlitið, því hafi einhver brugðist starfsskyldum sínum þá er það bankaeftirlitið. Menn verða að hafa í huga að þetta eru bara ákærur og þær eru þannig orðaðar að það eru gerðar ítrustu kröfur. En menn skulu spyrja að leikslokum en ekki vopnaviðskiptum og mér er mik- ill léttir að þetta er loksins.komið fram núna,“ sagði Ragnar Kjart- ansson. phh Lárus Jónsson: spumingum ósvaraö Mörgum Mér sýnist þetta vera svipaðar ákærur og þegar ákært var í fyrra skiptið, án þess að mér hafi gefist tækifæri til að skoða þetta ofan í kjölinn, sagði Lárus Jóns- son, einn af þeim fyrrum banka- stjórum Útvegsbankans sem nú eru ákærðir í annað sinn. Sagðist Lárus ekki kunna neina skýringu á þeim breytingum sem hafa orð- ið á því hverjir eru ákærðir nú, miðað við hverjir voru ákærðir síðast. „Það eru bara þeir sem stjórnuðu bankanum og báru ábyrgð á honum á þeim tíma sem Hafskip varð gjaldþrota, sem eru ákærðir. Ég kann enga skýringu á því, en þetta er niðurstaðan.“ Sagði Lárus að ákærur á hend- ur bankastjórunum væru fyrir vangá í opinberu starfi og það sama virtist upp á teningnum með ákæru á hendur Inga R. Jó- hannssyni. „Það á við þetta hvort tveggja að ef við hefðum starfað í einkabanka, hefðum við ekki verið ákærðir, því þetta fjallar um vangá í opinberu starfi.“ Sagði Lárus að það væru ótal spurningar í þessu máli, sem hann ætti mjög erfitt með að svara og átti þá við spurningar um hvaða aðilar sem tengdust málinu bæru ábyrgð og hverjir ekki. „En ég átti satt að segja ekki von á þessu og tel þetta hið versta mál,“ sagði Lárus Jónsson. phh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.