Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 4
FLÓAMARKAÐURINN Reglusamt par Óska eftir 2 herbergja íbúö frá 1. janúar til 1. júní. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 671426 eftir kl. 19.00. Vantar felgur undir Lada Sport, hugsanlega einn- ig lítið slitin snjódekk. Upplýsingar í síma 98-21689 á kvöldin. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama s,tað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Ökukennsla Kenni á Lada Samara '89. Valur Haraldsson, sími 28852. Barnavagn til sölu Upplýsingar í síma 77738. Til sölu Kringlótt eldhúsborð og ísskápur. Upplýsingar í síma 84319. Sófar eða hornsófi óskast 2 tveggja sæta sófar eða hornsófi óskast ódýrt. Vinsamlegast látið vita í síma 685787. Sófasett Til sölu gott, notað sófasett, 3+2+1, selst ódýrt. Uppl. í síma 84914 e.kl. 18. Til sölu Peugeot 205 árg. ’87, ekinn 15.000 km. Góður bíll, í toppstandi, vetrar- dekk fylgja. Uppl. í síma 29819. Reykjavík-Stokkhólmur 2 herbergja, vel hönnuð 60 ferm. íbúð til leigu í suðurhluta Stokk- hólms gegn leigu á íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Leigutími eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 43294. Vantar: Eru einhverjir sem þurfa að losna við gamla muni? í Dyngjuna, sem er áfangastaður fyrir konur, sem hafa iokið áfengismeðferð, vantar sárlega loftljós, borðlampa, fata- skápa, bókaskápa, rúmteppi, gólf- mottur, pottaog pönnur. Uppiýsing- ar veitir Ester Eygló í síma 91- 35450 kl. 10-11.30 alla virka daga. Timbur! Áttu timbur(afganga) sem þú vilt láta fyrir lítið eða vantar að losna við? Hafðu samband við Margréti í síma 621720 eða á kvöldin í sima 79622. Til sölu Viljum selja vel með farinn barna- vagn á kr. 5000, ungbarnastól sem líka er hægt að nota í bílinn á ca. 1500 kr. og barnaleikgrind á ca. 1500 kr. Einnig fást 2 sófasett (3+1) gefins. Á sama stað er til sölu Daihatsu Charade árg. '80, vantar hjörulið öðru megin, á ca. 45.000 kr. og Saab árg. '78 sem þarfnast lagfæringar, verð tilboð. Uppl. í síma 651017. Elfa og Aggi. Vatnsrúm Til sölu nýlegt vatnsrúm 160x200 sm, hvítt að lit með hitara, 95% dempun og hlífðardýna. Verð 45.000 kr. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17. Til sölu Eldavél og eldhúsinnréttingar til sölu. Uppl. í síma 17479. Óskast keypt Óska eftir. að kaupa gamla borð- stofustóla frá Kristjáni Siggeirssyni. Uppl. í síma 32053. Til sölu nýlegur ísskápur án frystis, frysti- kista, tvær ömmustangir 180 og 255 sm á lengd, þykk svampdýna frá Pétri Snæland 200x80 sm. Uppl. í síma 16404. Kerra óskast Óska eftir regnhlífakerru, helst með skermi. Uppl. í síma 681463. Óskast keypt Óska eftir nýlegum, sambyggðum frysti og ísskápi. Uppl. í síma 16404. Til sölu Daihatsu Charmant árg. '79, skoð- aður '88. Einnig dökkblár Silver Cross barnavagn árg. ’87. Uppl. í síma 15702 e.kl. 19. Húsnæði óskast Hjón með tvö lítil börn óska eftir húsnæði. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 42754. ísskápur Óska eftir ísskáp, ódyrt eða gefins. Má vera stór. Uppl. í síma 17319 e.kl. 18. Til sölu litasjónvarp og lítill ísskápur. Selst ódýrt. Hansahillur fást gefins á sama stað. Uppl. í sima 36272. Sófasett Til sölu gott notað sófasett, 3+2+1. Uppl. í síma 84914 e.kl. 18. Saumavél Skapstór og viðkvæm gömul raf- magnssaumavél fæst fyrir 1000 kr. Kvöldsími 26482. Tölvuprentari Til sölu EPSON Lx80 tölvuprentari, 3áragamall. Verð aðeinskr. 9.000. Uppl. í síma 20633. Hjónarúm Ágætis hjónarúm til sölu á kr. 2000 (án dýna). Sími 656332. Isskápur Vantar lítinn ísskáp ca. 85 sm á hæð. Uppl. í síma 42293 e.kl. 20.30. Ellý. Góð svampdýna til sölu, 195x120x30, verð kr. 7000. Uppl. í síma 74304 e.kl. 21. Til sölu Silver Cross barnavagn á 5000 kr. Einnig nýleg kerra á kr. 5000. Uppl. í síma 33224. ^ljs\ iM/g *IS\* Útboð Fyrir hönd Innkaupanefndar sjúkrahúsa ofl., er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi, magn miðað við 1 ár: Útboð nr. 3434/88 Handþurrkur áætl. 5.000.000 st. Útboö nr. 3434/88 Munnþurrkur áætl. 2.000.000 st. Útboð nr. 3434/88 Smekkir f. fullorðna áætl. 250.000 st. Útboð nr. 3436/88 Rúllupapþír á skoð.bekki áætl. 8.000 st. Útboð nr. 3437/88 Eldhúsrúllur áætl. 25.000 st. Útboð nr. 3438/88 Salernispappfr, litlar áætl. 200.000 st. Útboð nr. 3438/88 Salernispappír, stórar áætl. 5.000 st. Útboð nr. 3439/88 Bleiur, barna áætl. 180.000 St. Útboð nr. 3439/88 Bleiur, fullorðinna áætl. 572.000 St. Útboð nr. 3439/88 Undirbreiðslur áætl. 150.000 st. Útboð nr. 3439/88 Fæðingarbindi áætl. 150.000 St. Útboð nr. 3439/88 Dömubindi áætl. 350.000 St. Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri á kr. 500,- per. sett. Tilboð verða opnuð á sama stað í viður- vist viðstaddra bjóðenda dagana 30. nóv. og 2. des. n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 FRÉTTIR Ferðaskrifstofa ríkisins Viðskiptavildin niðurgreidd Er Eimskip horfið úr myndinni? SteingrímurJ. Sigfússon: Máliðleitt tillykta á nœstu dögum. Albert Guðmundsson: Söluverðið alltoflágt. Flýtti MatthíasÁ. Mathiesen sér ofmikið? Viðræður milli samgönguráð- uneytisins og Ferðaskrifstofu íslands hf (áður Ferðaskrifstofu ríkisins) lúta að því, að nýir eigendur, 24 starfsmenn ásamt ríkissjóði, taki upp samvinnu við ferðamálasamtök landshlutanna. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar samgönguráð- herra í fyrirspurnartíma á alþingi í fyrri viku. Ráðherrann nefndi ekki Eimskipafélag íslands hf í þessu sambandi og má samkvæmt því ætla að ekki verði af þeim hugmyndum að Eimskip eignist eitth vað af þeim hlutabréfum sem eiga að hafa verið seld starfs- mönnunum. Guðmundur Ágústsson spurð- ist fyrir um sölu hlutabréfanna en eins og kunnugt er samþykkti al- þingi í maí leið að breyta fyrir- tækinu í hlutafélag og skyldu starfsmenn þess hafa forkaups- rétt að þeim tveimur þriðjungum hlutabréfa sem ríkið ætlaði að selja. Það var svo eitt af sumar- verkum Matthíasar Á. Mathie- sen fyrrum samgönguráðherra að gangafrá sölunni. Upphafakom- ið raddir um að hann hafi þrýst mjög á um að kaupin gengju hratt fyrir sig. Talið er að umræður hafi farið fram milli starfsmanna ferð- askrifstofunnar og Eimskips um hlutabréfakaup. Skiptir þá miklu hvort þær hafi átt að leiða til þess að Eimskip eignaðist hlut í fyrir- tækinu með því að nýta sér fork- aupsrétt starfsmannanna. I svörum samgönguráðherra kom fram að matsverð alls fyrir- tækisins hefði verið 30,4 milj. kr. og þar af hafi viðskiptavild verið metin til 6 miljóna en það mat hafi verið lækkað um 2 milj. áður en gengið var frá sölu hlutabréfa. Þegar söluverðið var þannig komið niður í 28,4 milj. var ákveðið að 7,4 milj. skyldu vera skuld fyrirtækisins við ríkissjóð og samanlagt hlutafé ekki nema 21 milj. Starfsmönnum voru síð- an seid hlutabréf fyrir 14 milj. en ríkið á 7 milj. kr. hlut. Guðmundur Ágústsson harm- aði hversu lítill hluti starfsmanna hefði eignast hlut í fyrirtækinu, þeir væru nokkur hundruð en að- eins 24 þeirra ættu nú í fyrirtæk- inu. Samgönguráðherra upplýsti að 7 starfsmenn hefðu keypt hlutabréf fyrir 1.490 þús. kr. hver, 14 starfsmenn fyrir 240 þús. hver, 1 fyrir 110 þús og 2 fyrir 50 þús. hvor. Fyrirspurn Guðmund- ar um það hvort unnt hefði verið að fá hærra verð fyrir bréfin á frjálsum markaði svaraði ráð- herra á þann veg að ekki hefði verið látið á það reyna. , Albert Guðmundsson taldi að fýrirtæki ríkisins væru ekki einka- eign starfsfólks umfram aðra landsmenn. Ferðaskrifstofa ríkis- ins hefði skilað 10 til 20 miljón króna árshagnaði í mörg ár. Hann hefði farið í fjárfestingar, m.a. tölvukerfi. Viðskiptavild fyrirtækisins vítt og breitt um heiminn væri mikil. Matsverðið hefði verið mjög lágt og lét hann að því liggja að það hefði jafnvel átt að vera meir en 50 milj. Steingrímur Hermannsson upplýsti að þessi sölumál yrðu leidd til lykta á allra næstu dögum. Verið gæti að inn í sam- þykktir hins nýja hlutafélags yrðu sett ákvæði sem kvæðu á um nán- ara samstarf við ríki og samtök sveitarfélaga. Athygli vakti að hann minntist ekkert á Eimskip í því sambandi. Hjálparsveitir skáta Sjúkraspjald fýrir heimilið Slys í heimahúsum nœr fjórða hvertslys sem á sérstað Landssamband hjálparsveita skáta stendur þessa dagana fyrir landsátaki til að bæta ástand sjúkragagna á heimilum lands- manna með sölu á sjúkraspjaldi heimilisins. Á sjúkraspjaldinu eru sjúkragögn, einnig eru tíund- uð frumatriði skyndihjálpar. Að auki fylgir bók um skyndihjálp. Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu um slys árið 1987 þarf því sem næst þriðji hver maður að leita sér læknisað- stoðar vegna slysa. Fjöldi skráðra slysa árið 1987 á 160.894 íbúa svæði reyndist vera 47.753 (ný- komur). Slys eru flokkuð eftir orsökum og þar kemur í Ijós að heimaslys eru nálægt fjórðungur af nýkomum (23,5%). Til saman- burðar voru umferðarslys 6,4% af nýkomum og íþróttaslys 8,1%. Sem bætur fer eru heimaslys oft- ast ekki jafn alvarleg og umferð- arslys, - en þau eru margfalt al- gengari. Landsskráning slysa 1987 náði til 160.894 íbúa. Heildarfjöldi slysa í öllum flokkum: 47.753, Heimild: Landlæknisembættið. Kynningarmyndir Þjóðarátak í umferðinni Þjóðarátaksnefnd um aukið umferðaröryggi hefur í samvinnu við bifreiðatryggingafélögin, Umferðarráð og fleiri látið gera ellefu stuttar fræðslu- og kynn- ingarmyndir, sem ætlað er að leggja áherslu á einstaka þætti aksturs bæði í þéttbýli og dreifbýli. Myndirnar eru stuttar, u.þ.b. 2 til 4 mínútur hver, og er þess vænst að sjónvarpsstöðvarn- ar sýni þær á næstu mánuðum. Einnig verða þær notaðar í Fræðsluvarpinu, ökuskólum, framhaldsskólum og víðar. Undirbúningur að gerð mynd- anna fór fram í starfshópi á veg- um Umferðarráðs, en AUK Vt- Auglýsingastofa Kristínar Ólafur Pétursson skrifaði handrit og texta myndanna. Saga film Vf framleiddi þættina undir stjórn Egils Eðvarðssonar, en Kristín Á. Ölafsdóttir og Jón- as R. Jónsson gegna hlutverki kynna í myndunum. Þættirnir eru kostaðir af Tryggingafélögum, Toyota-umboðinu og Olíufé- laginu. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.