Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 6
01ÓÐVI Lll N N Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkaíýðshreyfingar Byggða- kvóti Síöustu daga hafa sumir þingmenn Reyknesinga veriö fyrirferöarmiklir í fjölmiölum. Þeir hafa staðhæft aö þeir muni gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til aö koma í veg fyrir að tveir togarar verði seldir frá Keflavík. Að vonum hefur boriö mest á forsætisráðherra, Steingrími Hermannssyni, sem hefur látiö þung orð falla vegna þess að stjórn Byggðastofn- unar hefur ekki farið að tilmælum hans og frestað að taka afstöðu til lánsumsóknar frá kaupendum togaranna tveggja norður á Sauðárkróki. Mál þetta vekur ýmsar áleitnar spurningar, eins og þá hvort þingkjörin stjórn Byggðastofnunar eigi að hlýða for- sætisráðherra. En fyrst og fremst hefur þetta orðið til þess að varpa skæru Ijósi á margs konar gagnrýni sem fyrr og síðar hefur komið fram á ríkjandi fiskveiðistefnu. Það er tæpt ár síðan alþingi framlengdi kvótakerfið svo- kallaða til þriggja ára. Á alþingi var þáverandi og núverandi sjávarútvegsráðherra, Halldór Ásgrímsson, helsti talsmað- ur þess að kvótakerfið yrði framlengt nær óbreytt en hann var dyggilega studdur af formanni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni. Það vekur athygli að við umræðu um togarasöluna í Keflavík beitir Steingrímur nú sömu rök- um og þeir sem harðast börðust fyrir breytingum á kvóta- kerfinu. Frá því upp var tekin sú stefna að réttur til að draga fisk úr sjó skyldi fylgja fiskiskipum hefur kvóti gengið kaupum og sölum. í dag er gangverð á hverju kílógrammi af óveiddum þorski 8 krónur. Að sjálfsögðu hefur þetta orðið til að hækka verð á fiskiskipum. í fréttum hefur komið fram að útgerðarfé- lög hafa keypt fiskiskip til þess eins að ná í kvóta þeirra og hafa stundum látið sig litlu varða hvað verður um sjálf skipin. Heimsmarkaðsverð á notuðum fiskiskipum er mjög lágt um þessar mundir en það gagnast ekki þeim íslendingum, sem vilja stunda útgerð, nema þeir geti á einhvern hátt útvegað sér kvóta. Það getur því orðið vá fyrir dyrum í þeim byggðarlögum þar sem illa stödd útgerðarfyrirtæki neyðast til að selja fiskiskip. Þeir sem vilja reisa merkið að nýju og koma á legg nýrri útgerð til að tryggja atvinnu í viðkomandi byggðarlagi, eru bjargarlausir nema þeir hafi fé til að kaupa kvóta á einn eða annan hátt jafnframt því að þeir kaupa skip. Þegar núverandi kvótafyirkomulagi var upphaflega komið á, var strax bent á að það gæti orðið til að veita atvinnulífi í sjávarþorpum rothögg. Það hefur og orðið raunin sums staðar. Dæmi um það má finna í fyrrverandi kjördæmi Stein- gríms Hermannssonar á Patreksfirði. Þar voru til skamms tíma 10 vertíðarbátar. Nú eru aðeins tveir eftir. Röksemdir þeirra, sem koma vildu á núgildandi kvótafyrirkomulagi, voru þær að með þessu móti flyttist útgerð og fiskvinnsla til á hagkvæmasta máta fyrir þjóðarbúið. I desember í fyrra lögðu þingmenn Alþýðubandalagsins til róttækar breytingar á kvótakerfinu. Tillögur þeirra voru í samræmi við fiskveiðistefnu flokksins og miðuðu m.a. að því að tekinn yrði upp svokallaður byggðakvóti. Með þeim rök- um að það væru sjómenn og fiskvinnslufólk sem sköpuðu verðmæti úr fiskistofnunum við landið, var lagt til að tveir þriðju allra veiðiheimilda yrðu bundnir við byggðarlög. Að- eins einum þriðja af veiðiheimildum skyldi úthlutað á skip og einungis sá hluti kvótans skyldi fylgja þeim við sölu í annað byggðarlag. Með þessu móti vildi Alþýðubandalagið tryggja hag starfsfólks í fiskiðnaði, fiskvinnslustöðva og allra íbúa byggðarlaga sem byggja afkomu sína á öruggri og skipu- legri nýtingu sjávarafla. Það er furðuleg staðreynd að margir þeirra þingmanna, sem nú hamast gegn sölu Keflavíkurtogaranna ásamt kvóta þeirra norður í Skagafjörð, greiddu atvæði á móti þessum tillögum. Kannski liggur þeim í léttu rúmi hvaða stefnu er fylgt í fiskveiðimálum, ef þeir geta eftir bakdyraleiðum haft áhrif á gang mála þegar þeir verða fyrir þrýstingi úr kjördæmi sínu. ÓP KLIPPTOfí SKORIÐ izl uodviuinn 17. JUNI ÍÞRÓTT1R HEIMURINN Gudmundur J. Guðtnundsson Vil hreinsa mitt mannorð GuðmundurJ. Guðmundsson: Krefst rannsóknar á málinu. Mun segja af mérformennsku íDagsbrún og þingmennsku ámeðan. Albert Guðmundsson: Fékk Björgólf tilað aflafé meðal vina. Guðmundivaraldrei sagthvaðanpeningarnir komu Mamtorðift er mér heilagt. Kg hann gcgndi < mun þv( 6ska eftir rannsólcn á ráðhcrra. Har málinu. Ef hún fast mun ég óska málavöxtum a *r»ir «11 Ut« mf fnrnaftniwtÁrfnm A heilanum Það er sorglegt þegar eitt atvik leggst svo þungt á menn að þeir bíða þess aldrei bætur, geta ekki opnað munn í almennum sam- ræðum án þess að vera utanhjá og meðfram að verja eitt einstakt mál eða sækja, dæma heilt lífs- hlaup manns og annars eftir við- brögðum hans við afmörkuðum tíðindum löngu liðnum. Ætli það kannist ekki margir við eitthvað þessháttar í eigin ævi eða sinna nánustu. Það kemur fyrir í hverju lífi að menn lenda í að horfast í augu við hyldýpið, - ástvinamissir, hjónaskilnaður, hörkulegt uppgjör á vinnustað, gjaldþrot í viðskiptum, paradís- armissir í trúmálum eða pólitík og svo framvegis og svo framveg- is. Við þessar aðstæður veitast mönnum höggsár ýmis og gróa sum síðar en önnur. Og eftir at- burðinn verður háttalagið stund- um óröklegt með öllu, tilfinning- arnar springa út á tvist og bast, óvægnir andstæðingar verða alltíeinu að valinkunnum sóma- mönnum en gamlir vinir fá að éta það sem úti frýs, einkum þeir hugrakkari sem til vamms hafa sagt. Dæmi Guðmundar Johanns Svona harmleikur sýnist geta komið fyrir velflesta, jafnvel þá sem taldir voru hafa skrápinn þykkastan. Þetta er til dæmis saga Guðmundar J. Guðmunds- sonar verkalýðsleiðtoga og þing- manns. Hann dróst á sínum tíma inní Hafskipsmálið öllum til mikillar furðu. Það varð bert að Albert Guðmundsson, þáverandi fjár- málaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins, hafði veitt Guðmundi fjár- stuðning til sumarferðar í heilsu- farsskyni, og kom ennfremur í ljós að féð var ekki frá Albert heldur frá Eimskip og Hafskip, einum helstu viðsemjendum Dagsbrúnar. Upphaf þessa máls var ekki í Þjóðviljanum, en blaðið birti að sjálfsögðu fréttir af þróun mála, hafði viðtöl við helstu persónur í þessum leik, og skrifaði um stöðu þess í ritstjórnargreinum. Síðan fór að hljóðna um þetta vandræðamál hefur Guðmundur Jóhann hinsvegar ekki sett sig úr færi að gera úr Þjóðviljanum höfuðóvin sinn og andstæðing öðrum fremur. Það er eiginlega bara Alþýðubandalagið, hinn gamli flokicur Guðmundar, sem nær einhverjum samjöfnuði, en kemst þó varla í hálfkvisti við Þjóðviljann. Guðmundur hefur með öllu hafa haft milligöngu um ..Guðmundur er ekki rikur < honum fé til utanferð- maður. Hann er fátækur maður. •etta sagði Albcrt: Ég bað því Björgólf um að leita til •««* «« l-Monmoi-, ,.m oA hiilm. neitað að ræða við blaðið síðan í Albertsgjafarmálinu, og valið því hin verstu orð í öðrum fjölmiðl- um, jafnvel svo að helstu kjaft- háka hér innanstokks setur hljóða. Eða hvað segja menn um þessi orð Guðmundar Jóhanns í Morgunblaðinu um helgina: „Að lesa blaðið nú er stundum eins og skrúfað sé frá skólpröri. Persónuárásir og persónuníð, sem byggjast á uppslœtti og hasarfrétt- um.“ Staðreyndir verða oft „að víkja til að koma höggi á pólitískan samherja“, enda stendur að blað- inu „afbrigðilegur hópur mennta- manna“. Þessi dómur um Þjóðviljann nú reynist einsog að framan greinir eiga sér sögulegar ástæður og þær ekki af betra tæinu. Setið um mig lengi Næsti kafli í viðtalinu er nefni- lega um áðurnefnt fjárgjafarmál Guðmundar, og þar er ekkert fiallað um gerendurna, Eim- skipsmenn, Hafskipsmenn eða Albert Guðmundsson. Það óveð- ur allt var sýnilega magnað af Þjóðviljanum og Þjóðviljanum einum: „Þjóðviljanum tókst að gera mig að aðalsöguhetju gjaldþrots Haf- skips og reyndi að hengja það sam- an við afskipti mín af verkalýðs- málum. Það sem þeir ekki þorðu að setja íÞjóðviljann, skrifuðu rit- stjórarnir sjálfir íHelgarpóstinn.“ „Maður upplifir“ segir Guð- mundur um þessa reynslu sína „að menn sem maður hefur álitið vini sína ogfélaga eru komnir með hnífinn í bakið um leið og þeir halda að þeir geti drepið mann.“ Og Guðmundur segir ad„lengi hafi verið setið um sig“. Um þessar staðhæfingar þarf ekki að fjölyrða. Hér fer greini- lega fram ferðalag um heim í- myndunarinnar þarsem ofsækj- endur standa í hverju horni, þeim mun ógnvænlegri og verri við- skiptis sem þeir áður voru betri félagar. Guðmundur heldur svo áfram að lýsa árásum Þjóðviljans á hendur sér, og má ráða af þeirri frásögn að blaðið hafi gerst sekt um flesta þá glæpi sem yfirleitt er hægt að drýgja á prenti, allt í því augnamiði að gera útaf við Guð- mund Jóhann Guðmundsson. Sem hafði þó aldrei annað en tekið á móti nokkrum tugum þús- unda; (og man enginn hve mörg- um) í fimmhundruðköllum frá vini sínum án þess að skrifa nótu. Þegar litið er yfir Þjóðviljann í júnímánuði 1986 og þar á eftir verða ummæli Guðmundar afar þokukennd, svo ekki sé meira sagt. Þjóðviljinn segir af málinu fréttir einsog fara gerir, - þetta var eitt helsta hitamál það sumar- ið -, og gætir þarvið fullrar stil- lingar og hófsemdar. í rit- stjórnargreinum er líka tekin á- kveðin afstaða. Þar sagði til dæm- is að fjárhagsleg samskipti ráð- herrans og verkalýðsleiðtogans væru ekki siðferðilega verjandi, og þar sagði einnig að Guðmund- ur Jóhann mundi vaxa af því að segja af sér þingmennsku fyrir Alþýðubandalagið. Aldrei spurður? Þjóðviljinn hefur viljað forðast að valda frekari sárindum með því að svara síendurteknum árás- um Guðmundar J. á blaðið útaf þessum málum öllum. Enginn hefur haldið því fram að hér hafi verið um lögbrot að ræða, og þeg- ar Guðmundur er horfinn af þingi og á góðum vegi með að létta af sér helstu byrðum í verkalýðs- hreyfingunni sýnist best að eftir- láta sagnfræðingunum frekari umfjöllun um Guðmundarmál. Það er hinsvegar óviðkunnan- legt að sitja orðalaust undir dellu- makeríi einsog í Morgunblaðinu um helgina. Og þarf til dæmis ekki að leita lengi í rúmlega tveggja ára gömlum Þjóðviljum til að setja í afar sérkennilegt ljós þá staðhæf- ingu Guðmundar í Morgunblað- inu að „Þjóðviljinn einn blaða spurði aldrei um mína afstöðu (...) og lagði sig fram um að ekkert kœmi fram um raunverulegar staðreyndir málsins.“ Fyrsta frétt Þjóðviljans um þetta birtist á forsíðu 17. júní 1986 undir fyrirsögninni: „Vil hreinsa mitt mannorð“. Þar er vitnað í Guðmund J. Guðmunds- son, og þar er birt í heild yfirlýs- ing frá honum. I frétt í næsta blaði, 19. júní, er vitnað í sjónvarpsviðtal við Guð- mund um viðbrögð við nýjum upplýsingum í málinu, og daginn eftir, 20. júní, er forsíðufyrirsögn í fjórdálk: „Held ótrauður áfram“ yfir viðtali við Guðmund J. Guð- mundsson. Þarf við frekari vitna? Við Þjóðviljamenn þiggjum gagnrýni með þökkum og höfum sjaldan kveinkað okkur undan árásum. Við hljótum hinsvegar að biðjast undan því að blaðið sé dregið inní persónulega harma manna að ósekju. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans, Rit«tJórar:Árni Bergmann, Möröur'Árnason, OttarProppó. Fróttastjóri: LúövíkGeirsson. Blaöamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmy ndarar: Jim Smart, Þorf innur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pótursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrif stof ustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsinga8tjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóöir: Anna Benediktsdóttir Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúta 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarbiað: 100 kr. Áskriftarverð ó mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.