Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 11
Á tæpasta vaði í sjálfu sér ekki rangt að sýna Bíóborgin: „Die Hard“ (Á tæpasta vaði). Bandarísk. Árgerð 1988. Framleiðendur: Lawrence Gordon/ Joel Silver. Leikstjórn: John McTiernan. Handrit: Jeb Stuart, Eteven E. de So- uza. Byggt á skáldsögu Roderick Thorp. Kvikmy ndun: Jan de Bant. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Alan Ric- kman, Alexander Godunov, Bonnie Bedelia, Reginald Veljohnson, Paul Gleasono. fl. „Kvikmyndir eru öðru fremur ... eins og tónlist“, fullyrti Ing- mar Bergman einhverju sinni í viðtali. Kvikmynd er einnig hreyfing, leifturspil ljóss og skugga, lita og forma. Byggir aukinheldur oft á tíðum á svo tor- kennilegri meðferð hljóða, að ef vel er að málum staðið, eru áhorfendur sér sjaldnast meðvit- aðir um, hvað það er í raun, sem veldur þeim hughrifunt er þeir verða fyrir á sýningarstundinni. Hvort heldur það er í raun sjálf atburðarásin, eða framsetningar- mátinn sem slíkur. Pað er: Að- ferðin, sem notuð er til að koma viðkomandi atburðarás til skila, yfir tjaldið til áhorfenda. „Die Hard“ er kvik mynd, í þess orðs fyllstu merkingu. Hún þjónar fullkomlega þeim tilgangi sínum, að svipta áhorfendum um stundarsakir upp úr harðneskju- legum gráma hvundagsins. Hún fjallar ekki um neitt. Hún bara ER. Hér og nú. Á meðan hún líður yfir tjaldið. Stórfengleg flugeldasýning, sem þjónar ekki öðrum tilgangi en þeim, að veita oss vesælum þurftamönnum vest- rænna lífsgilda, um stundarsakir, útrás fyrir þær bældu ofbeldis- hvatir, er sumir vilja meina að þrátt fyrir allt, og af hendi sjálfrar náttúrunnar, búi í okkur öllum. Hvatir, sem „ofverndun" samfé- lagsgerðarinnar meinar flestum okkar að fá útrás fyrir á öðrum vettvangi. Vissulega er „Die Hard“ of- beldismynd. Býsna hreinræktuð sem slík. Og að sama skapi áhrif- arík. Ofbeldi í sinni viðurstyggi- legustu mynd Ærslafengið skemmtanaofbeldi. Eða er hægt að gera greinarmun á ofbeldi í þessu tilliti? Sagði ekki Aristoe- les á sínum tíma, að fegurð skáld- skapar færi ekki eftir fegurð við- fangsefnisins, heldur eftir þeirri meðferð sem það hlýtur í skáld- verkinu. Er hægt að réttlæta skemmtanaofbeldið með hlið- sjón af þeirri fullyrðingu? Er í því tilliti einhver munur á leiknum kvikmyndum og heimildarkvik- myndum? Hvað réttlætir gerð ofbeldis- kvikmyndar á borð við myndina um svívirtu börnin, er sýnd var á Stöð 2 á dögunum? Hvað rétt- lætir fordæmingu kvikmyndar á borð við „Die Hard“? Og síðan spyrja aðrir: Hvers vegna skyldum við loka augunum fyrir ofbeldinu sem þrátt fyrir allt viðgengst allt í kringum okkur í samfélaginu? Hvers vegna skyldum við leitast viðað „of- vernda“ börn okkar í þessu tilliti? Fullvissa þau um að heimurinn sé ein allsherjar undurþýð sápukúla með blúndulagðri skrautslaufu, sem síðan springur þeim mun kirfilegar í lúkunum á þeim. Þeg- ar á unglingsárunum. Sem listform höfðar kvik- myndin mun fremur til tilfinn- ingalífs okkar en rökhyggju. Á þessu tvennu verðum við að gera skýran greinarntun, áður en við fellum rótgróna sleggjudóma okkar um eðli hennar og eigin- leika. Og umfram allt, um áhrifa- mátt hennar á atferlismunstur óharðnaðra unglinga og barna. Hvar liggur ábyrgð kvikmynda- framleiðandans? Hver er ábyrgð uppalandans í þessu tilliti? Það er börnumofbeldiskvikmyndir. Það er aftur á móti forkastanlegt að ræða ekki þessi mál við þau að lokinni sýningu. Eða af öðru gefnu tilefni. Ofbeldi viðgengst jú, og í mun viðurstyggilegri mynd, allt í kringum þau í samfé- laginu. Vandinn liggur sent sagt ekki einvörðungu í ofbeldiskvik- myndunum sem slíkum. Heldur umfram allt í því, hvernig þær eru notaðar. Neysluvenjum hins al- menna „neytanda" kvikmynda og myndbanda. Hvað um það. Sem kvik mynd er „Die Hard“ með eindæmum fagmannlega unnin. Það er ekki sagan sem slík sent heillar. Enda er hún í sjálfu sér býsna lítilsigld, margsögð og öldungis laus við hin stærri perspektífin. Nema ef vera skyldu einstaka smærri hliðarsög- ur,s em fylgja í kjölfar meginat- burðarásarinnar. Eins og t.d. bráðskondin lýsing handritshöf- undanna á því, hvernig fjölmiðl- arnir bregðast við þeim ósköp- um, er svo óforvarandis dynja yfir höfuðpersónur verksins. í þess stað er það fyrst og fremst sjálfur frásagnarmátinn sem heillar. Hið feiknarlega magnþrungna myndmál kvik- myndarinnar og umfram allt hljóðvinnslan. Sjálft hljóðiðer jú drjúgur helmingur þess, er við upplifum þar í gráskímunni á sýn- ingarstundinni. Það eru ár og öld síðan þvílík undur og stórmerki hafa boðist hérlendunt unnend- um listgreinarinnar. Hér er ekk- ert til sparað. Galdur miðilsins, blekkingarvefur myndmálsins nánast fullkomnaður. Eftir stendur þó sem fyrr, þar bakatil í hugskotinu, þá er við um síðir kjögum út í blákaldan hvun- daginn að lokinni sýningu: Hvers vegna í ósköpunum látum við glepjast? Olafur Angantýsson Ragnheiður Thorlacius og Oddný S. Jónsdóttir i hlutverkum sínum í Hvarfinu dularfulla. Leikhús Hvarfið dularfulla Um helgina frumsýndi Ung- mennafélagið íslendingur í Borg- arfirði leikritið Um hið átakan- lega og dularfulla hvarf ungu brúðhjónanna Indriða og Sig- ríðar daginn eftir brúðkaupið og leitina að þcim. Leikritið er eftir þær Hjördísi Hjartardóttur, Ingi- björgu Hjartardóttur, Sigrúnu Oskarsdóttur og Unni Guttorms- dóttur. Hvarfið dularfulla er gaman- leikur með alvarlegum undirtón. Hann gerist í nútíma sveitasamfé- lagi. Leikstjóri er Hákon Waage. Leikendur eru 17 og fara allir með aðalhlutverk. Þetta er fjöl- mennasta verk sem íslendingur hefur sýnt um langt árabil. Leikritið verður sýnt í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit. Þar sýndi félagið síðast Týndu te- skeiðina eftir Kjartan Ragnars- son fyrir tveimur árum við ágætar undirtektir. Af öðrum verkum sem Ungmennafélagið íslending- ur hefur sýnt síðustu ár má nefna Saklausa svallarann og Músa- gildruna. Næstu sýningar verða í kvöld, þriðjudag, fimmtudag og laugar- dag. TVÖFALDUR NÆSTA LAUGARDAG! Vinningstölurnar 12. nóv. 1988 HEILDARVINNINGSUPPHÆÐ: Kr. 4.825.771,- Þar sem enginn var með 5 réttar tölur á laugardaginn var, færist 1. vinningur sem var kr. 2.221.409,- yfir á 1. vinning á laugardaginn kemur. BÓNUSTALA + fjórar tölur réttar kr. 386.302,- skiptast á 7 vinnings- hafa, kr. 55.186,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 666.328,- skiptast á 149 vinningshafa, kr. 4.472,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.551.732,- skiptast á 4116 vinningshafa, kr. 377,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111 Þriðjudagur 15. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.