Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRÉTTIR Perú Völt er veraldar blíðan Fyrir þremur árum nautforsetinn ástríkis 96 afhundraðiþegna sinna. Nú ersvo komið að tœp lóprósenttelja hann viðunandiþjóð- höfðingja Alan García, forseti Perú, er ekki nema 39 ára gamall og þriggja ára í embætti en man þó tímana tvenna í æðstu stöðu. Á skammri stundu hefur fylgi þegnanna fallið af krónu hans einsog sölnað lauf að hausti. Nú er svo komið að hann ber dag- lega til baka fréttir um afsögn sína og gróusögur um launráð herforingja gegn sér. Meðan því fer fram æðir verðbólgan áfram með Ijóshraða og æ fleiri fyrirtæki leggja upp •aupana. í árdaga embættisferils síns tókst García að leiða landsmenn út úr kreppuskeiði til betri tíðar með blóm í haga. Alþýða manna trúði í fyrstu ekki sínum eigin augum en þóttist síðan hafa him- in höndum tekið. Yngsti forseti í Rómönsku Ameríku hafði unnið kraftaverk og þjóðin stóð nær einhuga að baki honum, 96 af hundraði kváðu hann mannval hið mesta. Fyrstu tvö árin var allt í lukk- unnar velstandi en á öndverðu því þriðja dró ský fyrir sólu. Síð- an hefur jafnt og þétt sigið á ógæfuhliðina og nú er kreppa á ný í Perú. Spáð er 6 prósent sam- drætti í þjóðarframleiðslu í ár og verðbólga var 1.100 af hundraði síðustu 12 mánuði! Verkföll eru afar tíð og mótmælafundir dag- legt brauð. Aðeins 16 af hundraði landsmanna halda tryggð við forseta sinn. „Landið sekkur æ dýpra í fúa- fenið, skortur er á öllum nauðsynjum og verkföllum fjölg- ar ótt og títt,“ segir Manuel nokk- ur D‘Orneiílas en hafa ber hug- fast að hann er ritstjóri dagblaðs hægrimanna, Expreso. Ihaldsmönnum hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarið ár. Þeir hata García einsog pestina; einkum hefur þeim verið upp- sigað við ýmsar ráðstafanir hans í efnahagsmálum. Þjóðnýting bankanna í fyrra þótti þeim þó alverst af öllu. Það hefur orðið íhaldsmönnum mjög til fram- dráttar, jafnt erlendis sem á heimaslóðum, að nafntogaður rithöfundur hefur gerst málsvari þeirra og merkisberi. Þetta er enginn annar en skáldsagnasmið- urinn Maríó Vargas Llosa. García nýtur enn trausts þorra Nauðungaruppboð Nauðungaruppboð, önnur og síðari sala, fer fram á M.S. Keflavík, skráðri eign Skipafélagsins Víkur hf., föstudaginn 18. nóvember 1988 kl. 14.00 á skrifstofu uppboðshaldara Ránarbraut 1, Vík í Mýrdal. Uppboðsbeiðendur eru Lífeyrissjóður sjómanna, Landsbanki íslands og innheimtumaður ríkis- sjóðs. Sýslumaðurinn Vestur-Skaftafellssýslu, Einar Oddsson Blaðburðarfólk Ef þú ert morgunhress Halðu þá samband við afgreiðslu Þjoðviljans, sími 681333 Laus hverfi víðsvegar um borgina Það er af sem áður var að múgur og margmenni þyrpist á fundi til þess að sjá og heyra forseta sinn. flokksbræðra sinna og systra í Byltingarsinnaða ameríska al- þýðubandalaginu. Þar á bæ herma menn að forsetinn sé „... fórnarlamb allsherj arstyr j - aldar í fjölmiðlum...sem hafi það ólýðræðislega markmið að espa menn til óhæfuverka, skapa tor- tryggni og svartsýni." En hvað sem slíkum traustsyf- irlýsingum líður þá má vera ljóst að vargar eru í véum forsetans, einnig innanflokks vex þeim ás- megin sem horn hafa í síðu hans. Perúmenn hafa í valdatíð Garcías fylgt þeirri stefnu að láta greiðslu erlendra skulda sitja á hakanum. Ríkið skuldar nú 16,4 miljarða dollara og hafa ráða- menn þvertekið fyrir að eiga orðastað við yfirmenn Alþjóða- bankans og Alþjóða gjaldeyris- sjóðsins um nýja greiðsiuskipan. Fyrir vikið er Perú í alþjóðlegu lánastraffi. f gjaldeyrisvarasjóð- um ríkisins eru aðeins um 50 milj- ónir dollara. Flestir málsmetandi menn, jafnvel framámenn í flokki forsetans, þykjast sjá að við svo búið megi ekki standa og hvetja til þess að gripið verði til gamaldags hagstjórnar og leitað hófanría hjá ofannefndum sjóði og banka um syndaaflausn og sættir. Verkalýðshreyfingin hefur ærna ástæðu til þess að fjand- skapast við ríkisvaldið. Nægar voru hremmingarnar en ríkis- stjórnin bætti gráu ofan á svart í septembermánuði í haust með „nauðsynlegum bráða-aðgerð- um.“ Verð á matvöru var hækkað um helming, launahækkanir bannaðar með lögum og gengi gjaldmiðils landsins fellt um 47,5 af hundraði. Verkalýðsfélög efndu til mót- mæla og vinnustöðvana. Jafnað- armaðurinn Alan García brást við af fullri hörku og gaf herlög- reglunni lausan tauminn. For- ystumenn verkafólks voru settir á bak við lás og slá. Ekki endur- heimti forsetinn fyrri vinsældir sínar meðal alþýðunnar að því sinni. Ofan á allt annað bætast síðan fréttir af síendurteknum mannréttindabrotum hersins undir yfirskyni „baráttu gegn hryðjuverkamönnum.“ Fáir bregða García um fúlmennsku og gerræði. Fréttaskýrendur draga því þær ályktanir af tíðindum að herinn telji sig þess umkominn að fara sínu fram hvort sem forset- anum Ifkar betur eða verr. Og þess sé kannski ekki langt að bíða að framgjarnir og borðalagðir íhaldsmenn þoki honum úr sessi. -ks. Rœða Dubceks Stytt að ósk sjónvaips Ekki vegnaþrýstings frá Prag. Hvetur Vesturlönd tilþess að styðja Gorbatsjov með ráðum og dáð að er alkunna að Alexander Dubcek, leiðtogi Tékkó- slóvakíu á tímum „vorsins í Prag,“ er staddur í Bolognaborg á Ítalíu. Þar tók hann við heiðurs- doktorsnafnbót í stjórnmála- fræðum í fyrradag. Þegar Dubcek hafði fengið nafnbótina flutti hann ræðu eins- og lög gera ráð fyrir. Ýmsum Ijöl- miðlamönnum fannst hún hljóma ókunnuglega; daginn áður hafði henni verið dreift í þúsund ein- tökum og í ítalskri þýðingu. Eftir skamma umhugsun uppgötvuðu áheyrendur að gestur hafði fellt úr kafla þar sem farið var hörð- um orðum um vaidhafa í Prag. Og jafnskjótt ályktuðu þeir í þá veru að Dubcek hefði verið neyddur til þess að sleppa þessari gagnrýni sinni ellegar að hann hefði sjálfur tekið þá ákvörðun til þess að eiga afturkvæmt í heima- hagana að nýju. Dubcek fundaði með ítölskum námsmönnum í gær og kvað af og frá að hann hefði verið neyddur til þess að draga gagnrýni sína til baka. Breytingarnar ættu rót að rekja til þess að ítalska sjónvarp- ið hefði sent athöfnina út, áætlað hve langan tíma það tæki og beð- ið sig um að vera stuttorðan og gagnorðan. „Ég strikaði ekki yfir neitt í ræðunni af ótta við yfirvöld né strikuðu nein yfirvöld yfir eitt né neitt...Það sem ég hef skrifað, það hef ég skrifað." Á fundi þessum fór Dubcek lofsamlegum orðum um Míkhaíl Gorbatsjov sovétleiðtoga og hvatti þjóðhöfðingja í vestri til þess að styðja hann með ráðum og dáð. „Lýðræðisríkin verða að láta sig miklu skipta hvernig Gorbat- sjov tekst til og styðja hann því það sem hann hefur fyrir stafni er að færa sósíalismanum á ný hinar gömlu hugsjónir." Dubcek varði „vorið í Prag“ af hita og ástríðu og kvað Kremlverja standa í sömu spor- um nú og hann sjálfur fyrir rétt- um tveim tugum ára. Ef perest- rojka og glasnost Gorbatsjovs færu út um þúfur yrði afturkipp- urinn „hryllilegri en orð fá lýst ...einskonar ný-stalínismi.“ Reuter/-ks. Ólympíumótið í skák Jafnt gegn Kanadamönnum Sveit Puerto Rico gersigruð í fyrradag r Olympíuskákmótið hófst um helgina í borginni Þessalóníku á fornum slóðum Aiexanders mikla á Grikklandi. Mótið var sett með pompi og prakt á laugar- dag en síðan hófst alvaran strax daginn eftir. Sá háttur er iðulega hafður á að veikum sveitum er teflt fram gegn sterkum í fyrstu umferð ólympíu- móta í skák. Því var það að ís- lenska sveitin atti kappi við full- trúa Puerto Rico í fyrstu umferð. Þeir eru ekki hátt skrifaðir í skák- heiminum enda fóru leikar þann- ig að „okkar inenn“ sigruðu á öllum borðum. Af hálfu mör- landans tefldu þeir Jón L. Árna- son, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Þröstur Þórhallsson í fyrstu umferð. Önnur umferð var tefld í gær. íslendingar og Kanadamenn leiddu saman hesta sína. Þrjár skákir voru tefldar til lykta en ein fór í bið. Enn var Jóhann utan vallar en Jóni L. skotið í stafninn í hans stað. Hann gerði jafntefli við ígor ívanov (fyrrum Sovét- mann). Helgi lagði O'Donnell að velli á þriðja borði en Karl Þor- steins laut í lægra haldi fyrir Pjetsevskíj (?) á fjórða borði. Skák Margeirs og Tálts á öðru borði fór í bið. Kváðust menn vongóðir um að henni lyki með íslenskum sigri. Fari svo sigra fs- lendingar Kanadamenn: 2,5-1,5. En það er náttúrlega of snemmt að bóka sigur. Sveitir Sovétmanna og Eng- lendinga eru afar sigurstrang- legar (vegna elóstiga). í sveit þeirra fyrrnefndu eru þrír heiðursmenn sem tefldu fyrir skemmstu hér í Reykjavík á Heimsbikarmóti Stórmeistara- sambandsins. Þeir Garríj Kasp- arov heimsmeistari (1. borð), Ar- þúr Júsúpov (3. borð) og Alex- ander Beljavskíj (4. borð). Auk þeirra teflir svo Anatólíj Karpov fyrrum heimsmeistari á öðru borði. í sveit Englendinga eru tveir sem tóku þátt í Heimsbikarmót- inu hér, Jonathan Speelman (2. borð) og John Nunn (3. borð). Á fyrsta borði teflir „gamall“ kunn- ingi frá þvf á IBM-mótinu hér- lendis, Nigel Short. Murray Chandler situr við fjórða borð í ensku sveitinni. -ks. 12 SlÐÁ — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.