Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 13
ÖRFRÉTTTIR ERLENDAR FRÉTTIR Gorbatsjov hvetur til nýrra rekstursforma Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og aðalritari kommúnistaflokks þeirra, sagði í gær í ræðu að mikilvægasta innanríkismál Sovétríkjanna væri að auka framboð á matvörum. Hann Iagði í því sambandi áherslu á nauðsyn þess að grípa í auknum mæli til nýrra rekstrar- aðferða í landbúnaði, þar á með- al þess að leigja einstökum mönnum eða fjölskyldum land til afnota um lengri eða skemmri tíma. Nýlega var í Sovétríkjunum tekið að leigja bændum jarðar- skika til afnota í allt að 50 árum og er vonast til að nýbreytni þessi verði til þess að auka framleiðni í landbúnaðinum. Reuter/-dþ. Bretar áhyggjufulliraf mengun Samkvæmt niðurstöðum Gall- upkönnunar eru Bretar nú næst- um eins áhyggjufullir út af meng- un og hugsanlegu kjarnorku- stríði. 37 af hundraði aðspurðra telja hættuna á styrjöld milli risa- veldanna mesta háskann, sem yfir mannkyninu vofir, en 36 af hundraði telja eitrun umhverfis- ins vera það. 15 af hundraði sögðust hafa hætt að kaupa vörur framleiddar af fyrirtækjum, sem þeir teldu að sýndu af sér hirðu- leysi í umhverfisvernd, og sjö af hverjum tíu telja að umhverfi- svernd eigi að hafa forgang fram yfir aukinn hagvöxt. Þykja þessar niðurstöður benda til að áhugi á umhverfisvernd hafi aukist veru- lega í Bretlandi. Reuter/-dþ. Stærstu f lokkar Kanada jafnir að fylgi Tveir stærstu stjórnmálaflokk- ar Kanada, íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn, eru jafnir að fylgi samkvæmt niðurstöðum síðustu Gallupkönnunar um fylgi flokka þarlendis. Nýtur hvor flokkurinn um sig nú fylgis 35 af hundraði þeirra kjósenda, sem hafa ákveðið sig, samkvæmt niðurstöðunum. 26 af hundraði aðspurðra lýstu yfir fylgi við þriðja flokkinn, sem nefnist ný- demókratar. Er hér um að ræða verulega tilfærslu fylgis frá næstsíðustu Gallupkönnun á þessum vettvangi, en þá voru 43 af hundraði á bandi frjálslyndra og 31 af hundraði með íhalds- mönnum. Þingkosningar fara fram í Kanada 21. nóv. n.k. Reuter/-dþ. Wiesenthal tekur svari Jenningers Simon Wiesenthal, sem fræg- astur er fyrir að hafa leitað uppi hundruð nasískra stríðsglæpa- manna, tók í fyrradag svari Phill- ipps Jenningers, sem nýlega varð að segja af sér stöðu forseta vest- urþýska þingsins vegna ummæla í ræðu, sem hann flutti við minn- ingarathöfn um fórnarlömb nas- ista á Kristalsnótt svokallaðri fyrir hálfri öld. Vöktu ummælin hneykslun og reiði margra, þar eð mönnum þótti sem Jenninger reyndi með þeim að bera í bæti- fláka fyrir Þjóðverja viðvíkjandi glæpum þeim, er nasistar frömdu á gyðingum. Sagðist Wiesenthal vita, að Jenninger væri vinveittur gyðingum og Israel, og kvaðst telja að ummæli hans hefðu verið misskilin. Reuter/-dþ. Þing palestínska þjóðarráðsins Ágreiningur um ályktun 242 Palestínskir forustumenn, sem sitja nú þing Þjóðarráðs Pal- estínu í Algeirsborg, ræddust við mestalla aðfaranótt mánudags en mistókst að ná fullu samkomulagi um svo kallaða 242-ályktun Sam- einuðu þjóðanna. Litið er svo á, að ef þjóðarráðið samþykkti ályktunina, hefði það í raun við- urkennt tilverurétt ísraels. Meiri- hluti fulltrúa í þjóðarráðinu, með Yasser Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) frem- stan í flokki, vilja samþykkja ál- yktunina. Ýmsir aðilar í röðum Palestínu-araba í útlegð eru hins- vegar andvígir samþykkt álykt- unarinnar. Svokölluð Þjóðhjál- præðisfylking Palestínu (Palest- inian National Salvation Front, PNSF), sem njóta mun stuðnings Sýrlands, lýsti því yfir í gær að samþykkt þjóðarráðsins á álykt- uninni hlyti að fela í sér afsal Pal- estínumanna á sjálfsákvörðun- arrétti og rétti til að stofna sjálf- stætt ríki í eigin landi. Segir í fréttatilkynningu frá PNSF að enginn sá, sem ljái ályktuninni samþykki sitt, geti lengur talist fulltrúi palestínsku þjóðarinnar. Heita samtökin því að hafa sam- þykktina að engu, verði hún gerð, og halda áfram baráttu uns „landsvæði hersetin af ísrael hafa verið frelsuð og palestínska þjóð- in hefur endurheimt réttindi sín.“ Með „landsvæðum hersetnum af ísrael“ mun hér ekki einungis vera átt við Vesturbakkahéruð og Gaza, heldur og ísrael. Talið er að samþykkt palest- ínska þjóðarráðsins á ályktun 242 yrði grundvöllur að alþjóðlegri ráðstefnu með það markmið fyrir augum að koma á sáttum milli araba og ísraels. Yitzhak Shamir, sem að líkindum myndar næstu stjórn í ísrael, hefur lýst því yfir að hann muni líta á samþykkt Palestínumanna á ályktuninni sem pólitískt bragð og hafa það að engu. Umræðum um tillöguna um samþykkt ályktunarinnar var haldið áfram á þingi þjóðarráðs- ins í Algeirsborg í gær og sagði Hani al-Hassan, ráðunautur Ar- afats, fréttamönnum þá að hann teldi víst að ályktunin yrði sam- þykkt. Ennfremur verður á þing- inu lýst yfir stofnun palestínsks ríkis. Framkvæmdanefnd PLO með Arafat sem formann mun taka að sér að starfa sem ríkis- stjórn þess uns bráðabirgðaríkis- stjórn hefur verið mynduð. Reuter/-dþ. Palestínsk börn með þjóðfána sinn gera sigurmerki. Mynd: Ólafur Gíslason. Glæpaalda í Sjanghaí Foreldrar í Sjanghaí eru farnir að taka Iífverði á leigu til að fylgja dætrum sínum á unglingsaldri milli heimila og skóla, að sögn dagblaðs í Peking. Stafar þetta af stóraukinni tíðni glæpa í Sjang- haí, sem er stærsta borg Kína. f opinberum skýrslum fyrr á árinu var aðalorsökin til glæpafarald- ursins talin vera mikið atvinnu- leysi ungs fólks í borginni. Reutcr/-dþ. Svíar handtaka Pal- estínumenn Tilkynnt var af hálfu sænsku lögreglunnar í gær að hún hefði handtekið tvo Palestínumenn, sem grunaðir væru um sambönd við 14 landa sína, er handteknir voru í Vestur-Þýskalandi í s.l. viku. Menn þessir allir eru taldir vera í palestínskum samtökum, sem þekktust eru undir skamm- stöfuninni PFLP-GC. Vestur- þýska lögreglan telur að Palest- ínumennirnir kunni að hafa verið að undirbúa árásir á bandaríska og ísraelska aðila. f fórum þeirra, sem handteknir voru í Vestur- Þýskalandi, fannst sprengiefni, handsprengjukastari og mikið magn annarra vopna. Reuter/-dþ. Fjórir Austur- Þjóðverjar látnir úr eyðni Níu manns í Austur- Þýskalandi hafa til þessa veikst af eyðni og af þeim eru fjórir látnir, að sögn austurþýsku fréttastof- unnar ADN. Rúmlega 50 manns þarlendis eru smitaðir af HIV- veirunni, svo vitað sé. Enda þótt Sovétríkin og Austur-Evrópu- lönd hafi ekki sloppið við eyðnina, er útbreiðsla hennar enn sem komið er miklu minni þar en á Vesturlöndum, miðað við opinberar skýrslur. Reuter/-dþ. Skammdrœg kjarnavopn Nató Andstaöa við endumýjun Batnandi samskipti austur- og vesturblakkar gera að verkum að aðilar innan Nató telja endurnýjun skammdrœgra kjarnavopna ótímabœra Fyrirætlanir um að endurnýja skammdræg kjarnorkuvopn Nató í Evrópu hafa mætt veru- legri andstöðu innan bandalags- ins og eru jafnvel taldar horfur á deilum milli bandalagsríkjanna út af því máli. Það eru Bandarík- in og Bretland, sem beita sér kappsamlegast fyrir endurnýjun- inni, en tregðan við að sam- þykkja hana er mest meðal Vestur-Þjóðverja og Belga. Það hefur lengi staðið til hjá Atlantshafsbandalaginu að fram- leiða nýja skammdræga eld- flaugagerð til að leysa af hólmi Lance-flaugar svokallaðar, sem nú eru sagðar í þann veginn að verða úreltar. Hér er um að ræða flaugar, sem skotið er frá skot- pöllum á jörðu niðri. Lance- flaugin, sem er bandarísk fram- leiðsla, dregur 115 kílómetra, en John Galvin, bandarískur hers- höfðingi sem er æðsti maður her- afla Nató í Evrópu, vill fá í stað hennar flaug sem dragi 400 kíló- metra. Galvin og fleiri framá- menn í hermálum vilja og væða kjarnorkuherafla Nató í Evrópu flaugum af nýrri gerð, er skotið yrði úr flugvélum á skotmörk á landi og drægju einnig 400 kíló- metra. Af hálfu Nató er fullyrt, að Sovétmenn hafi mikla yfir- burði í Evrópu hvað skammdræg- um kjarnavopnum viðvíkur. Hinsvegar virðist þeirri skoðun aukast fylgi í sumum banda- lagsríkjanna að samskipti vest- rænna ríkja og sovétblakkarinnar hafi batnað að því marki, að þessi fyrirhugaði vígbúnaður sé óþarf- ur og þar að auki sé hætta á að hann verði téðum batnandi sam- skiptum þrándur í götu. Helsti talsmaður þessa viðhorfs er Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sem telur að nú, er Gor- batsjov er við völd í Sovétríkjun- um, hafi skapast nýir möguleikar á að eyða þykkjunni milli „austurs“ og „vesturs.“ í stað þess að væða Natóheri nýjum skammdrægum kjarnavopnum í stað gamalla vill Genscher semja við Sovétmenn um að báðir aðil- ar fækki hjá sér kjarnavopnum af þessu tagi. Ætla má að viðhorf vestur- þýsku stjórnarinnar í heild í þessu máli sé ekki langt frá viðhorfi Genschers, enda leggja Vestur- Þjóðverjar nú mikið kapp á bætt samskipti við Sovétmenn og stór- aukin viðskipti við þá, eins og glöggt kom fram í sambandi við opinbera heimsókn Kohls sam- bandskanslara í Moskvu fyrir skemmstu. En þar við bætist að flest hinna skammdrægu kjarna- vopna Nató eru staðsett í Vestur- Þýskalandi. Það hefur í för með sér að Þýskaland fengi öðrum löndum fyrr og fremur að kenna á slíkum vopnum, ef til kjarna- vopnastríðs kæmi. Þjóðverjar eru löngu orðnir þreyttir á að hafa þann háska vofandi yfir sér. Belgíska stjórnin er í þessu á sama máli og Genscher, og eru áhrif sósíalistaflokks Flæmingja í stjórninni sögð valda mestu um það. Kvisast hefur að ítalska stjórnin hallist í þessu máli að Genscher - fækkun í stað endur- nýjunar. sjónarmiðum Vestur-Þjóðverja og Belga. Afstaða Vestur- Þýskalands, öflugasta Natóríkis- ins næst Bandaríkjunum, kemur þó til með að skipta mestu máli þessu viðvíkjandi. Reuter/-dþ. Þriðjudagur 15. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.