Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 14
Þjóðmálaráð kirkjunnar Meðal merkra mála, sem rædd voru og afgreidd á síðasta Kirkju- þingi, var þingsályktunartillaga um Þjóðmálaráð kirkjunnar. Mál- ið er ekki nýtt. Það mun hafa komið fyrir Kirkjuþing 1986 og hefur verið til meðferðar hjá Kirkjuráði. Að loknum ítarlegum umræð- um var málinu vísað á ný til Kirkjuráðs, sem síðan leggi niðurstöðu sína fyrir næsta Kirkjuþing. Ekki þykir ástæða til að greina frá ályktunartillögu þeirri, sem nú lá fyrir Kirkjuþingi þar sem gera má ráð fyrir að hún taki einhverjum breytingum áður en málið kemur aftur til kasta Kir- kjuþingsaðári. Þjóðmálaráð, hvað er nú það? Ætlar kirkjan nú aö fara að vasast í pólitík? Þannig kunna einhverjir að spyrja. En hvað segja Kirkju- þingsmenn um tilgang Þjóðmál- aráðsins: SéraJón Einarsson íSaurbæ: Ráðiö á ekki að gefa út yfirlýsing- ar heldur að vera ráðgefandi, m.a. fyrir biskup, um vandasöm og viðkvæm mál. Þaö á að stuðla að og efla umræður um þjóðmál út frá kirkjulegum forsendum. Benda má á barnaverndarmál, almenn mannréttindamál, hvers- konar ofbeldi, rétt og stöðu heimilanna, stöðu konunnar í þjóðfélaginu o.s.frv. Ráðið á ekki að blanda sér í umræðurmeð beinum hætti, heldurveraráðgefandi. Við skulum gæta þess að þögnin get- ur líka veriö þátttaka í pólitík sagði dr. Gunnar Kristjánsson. Guðmundur Magnússon benti á, að þess misskilnings gætti hjá sumum að þetta ætti að vera (flokks-)-pólitískt ráð. Þetta væri rangt og þennan misskilning þyrfti að leiðrétta. Og hvað sagði svo biskup, herra Pétur Sigurgeirsson?: Ráðið á að vera ráðgefandi inn á við. Ég er oft spurður að því hver sé afstaða kirkjunnar til þessa eða hins. Þá væri gott að hafa einhvern aðila, sem hægt væri að ráðfæra sig við. Kirkjan á ekki og má ekki hliðra sér hjá því að taka afstöðu til vandamála sam- tímans hverjusinni. Hygg ég þá að menn séu nokkru nær um það hvaða hlut- verk Þjóðmálaráði kirkjunnar er ætlað að gegna. -mhg IDAG er 15. nóvember, þriðjudagur í fjórðu viku vetrar, tuttugasti og fimmti dagur gormánaðar, 320. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 9.57 en sest kl. 16.27. Tungl vaxandi á fyrsta kvartili. VIÐBURÐIR Fæddur Finnur Jónsson listmálari 1892. Stofnuð Samtök frjálslyndra og vinstrimanna 1969. Verkamannasamband Is- lands (hið fyrra) stofnað 1907. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Alþýðan fylkir sér í Sósíalista- flokkinn. Sósíalistafélög stofnuð á Akureyri, Norðfirði, Eskifirði og Stokkseyri með 406 meðlimum. Um 1000 manns eru innritaðir í Sósíalistafélag Reykjavíkur. Stofnun óháðs fagsambands undirbúin. Trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar hélt fund á sunnu- daginn og samþykkti eftirfarandi tillögu með 43 atkvæðum gegn 7 Einnig staðfesti það brottrekstur hinna6. Sauma Kvenkjóla, blússurog kápur. Sníð og máta. Guðrún Rafnsdóttir, Bergþórugötu 1. UM UTVARP & SJONVARP 7 Sverð Múhameðs Sjónvarp kl. 21.45 Astæða er til þess að minna á að síðari hluti fræðsluþáttarins um ástandið í Miðausturlöndum, Sverð Múhameðs, verður á dag- skrá Sjónvarpsins í kvöld. Þessir þættir unnu til Emmy- verðlaunanna haustið 1987 og segir það sína sögu. Hópur manna frá Granada-sjónvarpinu dvaldi 18 mánuði í Miðaustur- Iöndum og varð þá ýmiss vísari m.a. varðandi hryðjuverk, trúar- brögð og frelsisbaráttu. - Áhrif Múðhameðstrúarmanna fara sí- vaxandi í Miðausturlöndum og skipta trúarbrögðin æ meira máli í lífi íbúanna og eru auk þess ákaflega pólitísk. Unga fólkið er í þessum efnum síður en svo eftir- bátar hinna eldri. í þessum þætti verður áfram fjallað um öfga- hópa Múhameðstrúarmanna m.a. Hizbollah í Líbanon. - mhg „Paradís” Rás 1, kl. 20.15 Björgvin Guðmundsson var af- kastamikið og ágætt tónskáld og afburða söngstjóri. Hann var Vopnfirðingur að uppruna, dvaldi árum saman vestanhafs og vann þar að tónlistarmálum en kom um síðir heim og settist þá að á Akureyri. Þar átti hann heima til endadægurs og stundaði söngkennslu, söngstjórn og tón- smíðar. Björgvin Guðmundsson var maður þeirrar gerðar, að hann gleymist ekki þeim, sem kynntust honum. Meðal fjöl- margra tónverka Björgvins var Óratorian „Friður á jörðu“ við texta Guðmundar Guðmunds- sonar, skólaskálds. - í kvöld verður flutt á Rás 1 upphaf „Friðar á jörðu", „Paradís", í hljómsveitarútsetningu dr. Hallgríms Helgasonar. Svala Ni- Garðar Cortes elsen, Sigurveig Hjaltested og Hákon Oddgeirsson syngja með söngsveitinni Fílharmoníu og Dr. Hallgrímur Helgason Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjórnandi er Garðar Cortes. -mhg. Baldvin Halldórsson Ástarsaga prófessorsins Rás 1, kl. 22.30 Fyrir 28 árum frumflutti Út- varpið leikritið „Ástarsaga próf- essorsins", eftir skoska rithöf- undinn James E. Barrie, í þýð- ingu Hjartar Halldórssonar. Leikritið verður nú endurflutt í kvöld. - Prófessor nokkur er að glíma við nýjungar í rafmagns- verkfræði. A hann herjar krank- leiki, sem veldur því, að honum sækist verkið seint. Vinur próf- essorsins verður þess áskynja hvað í efni er. Það hefur nefni- lega hent hann að verða ástafang- inn og eru nú góð ráð dýr, því hér duga engar venjulegar mixtúrur. - Leikstjóri er Baldvin Halldórs- son en leikendur eru þeir gömlu og góðu kunningjar: Þorsteinn Ö. Stephensen, Inga Þórðardótt- ir, Helga Bachmann, Jón Sigur- björnsson, Valur Gíslason, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Þóra Friðriks- dóttir, Ævar R. Kvaran, Róbert Arnfinnsson, Jón Aðils og Kle- mens Jónsson. -mhg GARPURINN KALLI OG KOBBI Hvað ernúþetta?! Risaeðlaí stórmarkaðinum! Risaeðlan tekur strikið yfir í kjötvinnsluna og gleypir slátrarann. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.