Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.11.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN— Á Alþingi aö rjúfa þing- helgi þingmanna að ósk ákæruvaldsins? Páll Ólafsson Já alveg hiklaust. Hafi þeir gert eitthvað af sér eiga þeir ekki að sleppa. Randver Agnar Sveinsson Já, mér finnst þaö fáranlegt ef ekki er hægt að dæma þá þótt þeir séu á þingi. Jóhann Gíslason Já ég mundi telja það rétt. Hvers vegna ættu þeir að sleppa? Magnús E. Baldvinsson Ég hef nú ekki velt því svo mikið fyrir mér. Auðvitað eiga þeir ekki að sleppa ef þeir hafa gert eitthvað það sem brýtur í bága við lög. Linda Leifsdóttir Já, þeir eiga ekki að vera yfir okk- ur hin hafin. Hafi þeir brotið lög verður að vera hægt að sækja þá til saka. þJÓÐVIUINN ___Þriðjudagur 15. nóvember 247. tölublað 53. árgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C040^0 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Grétar Hjartarson, forstjóri Laugarásbíós, sagði að eftir að hann hefði séð myndina Síðustu freistingu Krist hefði hanri hugsað meira um Krist og kristna trú. Mynd Jim Smart. Kvikmyndir Knstsmyndin veldur deilum Grétar Hjartarson: Það hafa margir reynt aðfá mig til að hœtta við að sýna Síðustufreistingu Krists. Fulltrúar trúarsambanda hafa leitað til ríkissaksóknara og beðið hann að koma í vegfyrir að myndin verði sýnd Það komu til mín þrír fulltrúar trúarsamtaka í gærmorgun og rcyndu að tala mig inn á að hætta við að sýna þessa kvik- mynd, þeir voru ekki með neinar hótanir, sagði Grétar Hjartar- son, forstjóri Laugarásbíós, en hann hefur ákveðið að taka til sýningar kvikmynd Martins Scorseses, Síðustu freistingu Krists og verður hún frumsýnd í vikunni. Miklar deilur hafa staðið um þessa kvikmynd hvarvetna þar sem hún hefur verið sýnd og óhætt er að segja að hún sé um- deildasta kvikmynd sem komið hefur fram undanfarna áratugi. Andstæðingar hennar vilja meina að í henni felist guðlast. Myndin er gerð eftir samnefndri skáld- sögu eftir Grikkjann Nikos Kaz- antzakis sem þekkastur er hér fyrir skáldsöguna um Zorba. Það sem einkum hefur farið fyrir brjóstið á andstæðingum myndarinnar er síðasti hluti hennar, en þá stígur Jesús af krossinum eftir að engill hafði komið til hans og boðið honum síðustu freistinguna; í stað þess að iáta krossfesta sig kýs hann að lifa venjulegu líf. Hann kvænist Maríu Magdalenu og kemur upp fjölskyldu; atriði í myndinni sýnir samfarir þeirra og María verður ófrísk og deyr. Eftir dauða henn- ar giftist Jesús Maríu systur Las- arusar, síðan drýgir hann hór með systur hennar Mörtu. Á dán- arbeði koma til hans þeir Páll, Júdas, Pétur og Jóhannes og þeir tala um fyrir honum og fá hann til þess að hverfa aftur á krossinn svo kristin trú geti orðið að því afli sem Ritningin hefur boðað. Allt þetta upplifir Jesús í draumi í myndinni og það er þessi draumur sem andstæðingum myndarinnar finnst vera helgi- spjöll. - Það er ekki því að neita að það hefur verið mikli pressa á okkur að sýna ekki þessa mynd. Ég hef svarað öllum jjví sama. Ég hef haft umboð fyrir Universal- myndir í mjög langan tíma og ég fengi bágt fyrir hjá þeim ef ég tæki hana ekki til sýningar, jafn- framt er það alveg ljóst að ef ég myndi ekki sýna hana myndi ör- ugglega einhver annar gera það, sagði Grétar. Hann sagðist ekki búast við mikilli aðsókn þrátt fyrir allt umtalið. Mikil fundahöld hafa verið hjá hinum ólíku trúarhópum hér á landi undanfarna dag vegna sýn- ingar á þessari mynd, og sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans hefur verið rætt ítarlega á þessum fundum hvort og hvernig hægt verði að koma í veg fyrir að hún verði sýnd hér á landi. Ekki er talið líklegt að krafist verið lög- banns en það mun þó hafa verið rætt á þessum fundum. Einkum hafa það verið menn frá svoköll- uðum sértrúarhópum sem hafa haft sig í frammi í þessu máli. Að sögn Björns Helgasonar aðstoðarríkissaksóknara barst embættinu bréf í gær undirritað af 18 fulltrúum trúarsamtaka hér á landi, þar sem farið var fram á að embættið hlutist til um að sýn- ingar og dreifing á myndinni ver- Það er leikarinn Willem Defoe sem fer með hlutverk Krists í myndinni. Hann hefur fengið mjög misjafna dóma fyrir leik sinn í þessari mynd. ið ekki leyfð. Ekki vildi Björn segja hvenær vænta mætti niður- stöðu en Ijóst er að það verður allra næstu daga sagði hann. -sg BBBHBBBimnHHMB

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.