Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 1
Kvóti 1989 Tekjur útgerðar minnka Sjávarútvegsráðuneytið.Þorskveiðiminnkarum 25-35 þúsundtonnog karfaveiðium 13þúsundtonn. Obreyttar aflaheimildiráýsu og ufsa. Grálúðuhámark á sóknarmarksskip. Sjómenn: Erum á leið inn í samdráttarskeið í sjávarútvegi. Bitnar mest á bátasjómönnum Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að á næsta ári verði 10% samdráttur í þorsk- og karfa- veiðum og sett verði sérstakt há- mark í grálúðuveiðum sóknar- marksskipa. Aflaheimildir á ýsu- og ufsaveiðum verða hinsvegar óbreyttar frá því sem þær eru í ár. Þetta mun hafa í för með sér að tekjur sjómanna og útgerðar minnka um allt að tæpum 2 milj- örðum króna og útflutningsverð- mæti sjávarafurða um nálægt 4 miljörðum og munar um minna. Að sögn Oskars Vigfússonar forseta Sjómannasambands ís- lands þýðir þessi samdráttur gífurlega tekjuskerðingu fyrir sjómenn sem mun fyrst og fremst bitna á bátasjómönnum. Óskar sagði að um það væri ekki að vill- ast að við værum á leið inn í mikið samdráttarskeið í sjávarútvegi og því væri framtíðin afar dökk. Hinu væri auðvitað ekki að leyna að aðgerða væri þörf til að vernda fiskstofnana en sá grunur læddist að hvort skaðinn væri ekki nú þegar skeður. „Þessi samdráttur er með því dekkstasemég hef séð á mínum ferli," sagði Óskar Vig- fússon. Ráðuneytið gaf út í gær reglu- gerð um aflakvóta fyrir 5 helstu botnfisktegundir og miðast veiði- heimildir flotans á næsta ári við' þann aflakvóta. Samkvæmt hon- um er gert ráð fyrir að ekki skuli veiða meira af þorski en 325 þús- und tonn í stað 355 - 360 þúsund tonna eins og áætlað er að heildarþorskaflinn verði í ár. Það er nokkru meiri afli en tillögur Hafrannsóknastofnunar gerðu ráð fyrir en stofnunin lagði til að þorskafli 1989 og 1990 yrði ekki meiri en 300 þúsund tonn. Það hefði þýtt um 20% samdrátt en á það gat ráðuneytið. ekki fallist vegna ástands efnahagsmála. Á árinu er búist við að 90 þús- und tonn verði veidd af karfa en á næsta ári leggur ráðuneytið til að hann verði minnkaður niður í 77 þúsund tonn eða um 10%. Haf- rannsóknastofnun lagði til að heildaraflinn yrði 75 þúsund tonn. Þá verða aflaheimildir á ýsu 65 þúsund tonn á næsta ári sem er það sama og heimilt er að veiða í ár. En Hafrannsóknastofnun hafði lagt til minnkun um 5 þús- und tonn. Þrátt fyrir að veiðiheimildir á grálúðu í ár hafi miðast við 30 þúsund tonn þykir einsýnt að heildaraflinn í ár verði um 50 þús- und tonn. Á næsta ári verður tonnaviðmiðunin sú sama og til þess að hún nái tilætluðum ár- angri verður sett sérstakt hámark á grálúðuveiðar sóknarmarks- skipa. -grh Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti gengst um þess- ar mundir fyrir umferðarátaki í skólanum; fyrirlestar hafa verið haldnir, og sagðar hryllingssögur úr umferðinni eins og einn nemandinn orðið það. Þetta bílhræ hefur svo staðið á skólalóð- inni til að minna nemendur á að ölvun og akstur eiga ekki saman. Mynd Jim Smart. Stóriðja Vinnubrögðum mótmætt ii ÞingflokkurAlþýðubandalagsins tortryggirskipun nefndaávegum iðnaðarráðherra. Svavar Gestsson: Gerði ríkisstjórninnigreinfyrir afstöðu Alþýðubandalagsins „Ég gerði grein fyrir mótmæl- um þingflokks Alþýðubandalags- ins við vinnubrögðum iðnaðar- ráðherra f álmálinu," sagði Svav- ar Gestsson þegar hann var inntur eftir umræðum á ríkis- stjórnarfundi í gærmorgun um þá gjörð Jóns Sigurðssonar iðnaðar- ráðherra að skipa tvær nefndir til að fjalla um byggingu nýrrar störiðju hér á landi. .Önnur n^fndin á að vera eins konar ýiðræðunefnd við I Anantal-hopinn sem skipaður er fulltrúum fjögurra erlendra stór- Kfyrirtækja og lætur nú fara fram hagkvæmnisathugun á því að reisa og starfrækja nýtt álver við hliö þess sem fyrir er í Straumsvík. Hinni nefndinni er ætlað að athuga áhrif nýrrar stór- iðju á byggðaþróun. Fram hefur komið að þingmenn Alþýðu- bandalagsins telja að skipan þess- ara nefnda geti á engan hátt verið tímabær. „Á þessu stigi vil ég ekki rekja einstök atriði í umræðum innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál," sagði Svavar. „En við teljum tor- tryggilegt að í slíka nefnd skuli skipaður formaður efna- hagsmálanefndar Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Davíðsson. Ég mun ræða þessi mál við aðra Al- þýðubandalagsráðherra, þá Ólaf Ragnar Grímsson og Steingrím J. Sigfússon, þegar þeir koma heim af þingi Norðurlandaráðs sem nú stendur yfir í Danmörku. Við leggjum áherslu á að hér sé og verði aðeins um að ræða at- hugun á því hvort þessi atvinnu- kostur geti verið hagkvæmur fyrir íslendinga. Ljóst er að slík athug- un hlýtur að taka langan tíma." En er ekki reiknað með að í mars n.k. hafí Atlantal-hópurinn lokið við að kanna arðsemi á nýju álveri í Straumsvík út frá sjónar- hóli erlendra stóriðjufyrirtækja? „Jú, en þeirra tímasetningar geta ekki ráðið ferðinni við könn- un á þjóðhagslegri hagkvæmni fyrir íslendinga." -ÓP Ráðhúsið 100 miljomr fram úr áætlun Áætlaður kostnaður við bygg- ingu ráðhússins í Reykjavík hefur farið langt fram úr kostnaðar- áætlun. í svari Þórðar Þ. Þorbjarnar- sonar borgarverkfræðings við fyrirspurn í borgarráði, kemur fram að áætluð útgjöld vegna byggingarinnar á þessu ári muni nema 350 miljónum kr. Áætlað var að eyða um 257 miljónum kr. á þessu ári Þá segir í svari Þorbjarnar að kostnaður sé 9% hærri en gert var ráð fyrir í kostnaðaráætlun fyrir þetta ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.