Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Sambandið Rætt um að breyta skipadeildinni og skinnavörudeildinni íhlutafélög. Búvörudeild og Sjávarafurðadeild breytt í samvinnusambönd. Verslun ogfrœðslumál heyri undir Sambandið Ljóst er að mjög skiptar skoðan- ir eru innan Sambandsins um framtíðarskipulag SIS. Sl. sumar var stofnuð nefnd til þess að gera tillögur að skipulagsbreytingum og flutti Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsins, áfangaskýrslu vinnunefndarinn- ar á stjórnarfundi SÍS sl. mánu- dag. Því er neitað að komið hafi fram „bullandi ágreiningur" á fundinum og telja Sambands- menn að aðeins sé um skoðana- ágreining að ræða. Þeir benda á að hér hafi aðeins verið um áf- angaskýrslu að ræða og að nefnd- in hafi ekki enn lokið störfum. Það sem menn greinir einkum á um er hversu langt skuli ganga í breytingum á rekstrarformi ein- stakra deilda, einkum þó skipa- deildarinnar og skinnavöru- deildarinnar. Hafa m.a. komið fram hugmyndir um að breyta þeim í hlutafélög og mun meiri- hluti nefndarinnar vera því hlynntur. Guðjón B. Ólafsson forstjóri SÍS vildi engu svara í gær þegar Þjóðviljinn spurði hann hvort með þessum hugmyndum væri verið að gera hann að valda- lausum manni innan Sambands- ins. Hann svaraði því einu til að vinna nefndarinnar hefði ekki enn tekið neina ákveðna stefnu og því vildi hann ekki tjá sig um þessi mál. Valur Arnþórsson stjórnarfor- maður SÍS vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að nefndin hefði ekki enn lokið störfum. Talið er að nú þegar hafi verið ákveðið að sérgréina Sambandið mjög mikið. Ljóst sé að sjávaraf- urðadeildin og búvörudeildin verði skilin frá SÍS og hugsanlega verða þær gerðar að sérstökum samvinnusamböndum eða þá að þær verði hlutafélög eins og Olíu- verslunin. Guðjón B. Ólafsson taldi að vinna nefndarinnar hefði ekki enn tekið neina ákveðna stefnu. Hann vildi hinsvegar ekki tjá sig um hver hans skoðun væri á því að breyta skipadeildinni og skinnavörudeildinni í hlutafélög. „Þetta mál er á því stigi að ég gef engar yfirlýsingar um það.“ Guðjón var spurður að því hvenær hann teldi að nefndin þyrfti að ljúka störfum. „Þegar búið er að kanna skipulagsmálin í botn, en ég tel afar ólíklegt að það gerist á árinu.“ Undanfarna 9 mánuði hefur hallinn á rekstri Sambandsins verið 700 miljón krónur. Þar af hefur SÍS tekið á sig 650 miljónir í gengistap, að sögn Guðjóns. Hann telur þennan mikla halla þó ekki kalla á að skipulagsnefndin Ijúki störfum sem fyrst. „Það mætti skipuleggja Sam- bandið þvers og kruss og það myndi ekki breyta neinu um þennan hallarekstur sem stafar fyrst og fremst af gengistapi,“ sagði Guðjón. -Sáf/ÓP Silja Aðalsteinsdóttir kemur til starfa sem ritstjóri Þjóðviljans son, Soffía Björgúlfsdóttir, Silja, Mörður Árnason, Guðmundur um áramót. í gær kom hún í kynnisferð á ritstjórn og ræddi við Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Árni Bergmann og starfsmenn. A myndinni eru: Dagur Þorleifsson, Lúðvík Geirs- Óttar Proppé. Mynd: Jim Smart Kirkjusandur 20% fram úr áætlun Guðjón B. Ólafsson: Við leituðum til sérfróðra manna og svo er mér kennt um alltsaman Vinna við breytingar á hús- næði Sambandsins á Kirkjusandi hefur farið töluvert fram úr áætl- un. Samkvæmt síðustu áætlun verður kostnaður vegna breyt- inganna um 350 miljónir, en upp- hafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 220 miljónir, sem fram- reiknað gerir um 270-280 miljón- ir króna, að sögn Guðjóns. „Það virðist ekki vera hægt að treysta íslenskum verkfræðingum til þess að gera kostnaðaráætlanir sem standast,“ sagði Guðjón. „Upphaflega áætlunin var alltof lág. Við leituðum til sérfróðra manna um þetta og svo kemur í ljós að útreikningar þeirra stand- ast ekki og mér er kennt um allt saman.“ Að sögn Guðjóns er töluvert meira inni í síðustu áætlun en var inni í upphaflegu áætluninni og má áætia að þær framkvæmdir hafi kostað „einhverja tugi milj- óna,“ einsog hann sagði orðrétt. Þrátt fyrir það sagði hann ljóst að verkið hefði farið um 10-20% fram úr áætlun. _saf Síld Sovétmenn blankir Síldarútvegsnefnd: Mun halda áfram að reyna að afla heimildarhjá Sovétmönnum til kaupanna Sfldarútvegsnefnd barst í gær skeyti frá sovésku stofnuninni V/O Sovrybflot um að þeim hefði ekki tekist að afla gjaldeyristekna fyrir viðbótarkaupum á 50 þús- und tunnum af hausskorinni og slógdreginni síld. Að sögn Einars Benedikts- sonar framkvæmdastjóra Síldar- útvegsnefndar mun nefndin þrátt fyrir þetta svar Sovétmanna halda áfram að reyna að afla heimildar hjá sovéskum yfirvöld- um til kaupanna. í viðskipta- samkomulagi íslands og Sovét- ríkjanna er gert ráð fyrir að þeir kaupi árlega 20-25 þúsund tonn sfldar eða 200 - 250 þúsund tunn- ur. Þegar hafa þeir keypt 150 þús- und tunnur af hausskorinni og slógdreginni Suðurlandssíld sem verið er að salta á fullu um alla Austfirði. Það sem af er vertíðinni er búið að salta í ríflega 160 þúsund tunn- ur sem er um 3/4 af því heildar- magni sem selt hefur verið fyrir- fram til Svía, Finna og Sovét- manna. Þegar hefur verið skipað út um 2 þúsund tunnum til Svía tunnur til Svíþjóðar og Finnlands og Dana en þessa dagana er sem er jólamatur þeirra í ár. Urriðafoss að lesta 11 þúsund -grh SH Neyðarfundur ífyrsta sinn ífjöldamörg ár vegna alvarlegrar stöðu Idag verður haldinn sérstakur félagsfundur hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna til að ræða hina alvarlegu stöðu og ört versnandi rekstrarskilyrði fryst- ingarinnar í landinu. Slíkur aukafundur hefur ekki verið haldinn í fjöldamörg ár. Á þessum neyðarfundi Sölu- miðstöðvarinnar mun Jón Ingv- arsson stjórnarformaður SH flytja yfirlitsræðu og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ávarp. Þá mun Arnar Sigur- mundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva flytja erindi um stöðuna að mati SF og Þórður Friðjónsson forstjóri um stöðuna að mati Þjóðhagsstofnunar. Enn- fremur mun Sigurður Stefánsson löggiltur endurskoðandi tala um rekstrarafkomuna fyrstu 9 mán- uði ársins og hvernig komið er eiginfjárstöðu fyrirtækjanna. Að lokum munu 4 forráða- menn frystihúsa af landsbyggð- inni tala undir yfirskriftinni: Ástandið séð úr héraði, en það eru framkvæmdastjórarnir Ólafur B. Ólafsson frá Sand- gerði, Jón Páll Halldórsson ísa- firði, Finnbogi Jónsson Neskaup- stað og Sigurður Einarsson frá Vestmannaeyjum. -grh Alþingi Spurt um Atvinnuátak kvenna Margrét Frímannsdóttir og Hjörleifur Guttormsson Alþýðu- bandalagi spyrja forsætisráð- herra hvernig ríkisstjórnin hygg- ist framkvæma ákvæði stjórnar- sáttmálans „um að sérstakt átak verði gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á landsbyggð- inni.“ Fiskútflutning í gámum Páll Pétursson Framsóknar- flokki spyr utanríkisráðherra hversu mikill gámaútflutningur á þorski, ýsu, ufsa og karfa hafi verið árið 1987 fram til október- loka í ár. Páll óskar þess að út- flutningurinn verði sundurliðað- ur eftir kjördæmum í svari ráð- herrans. Hann spyr einnig hversu mikill ísfiskur hafi verið fluttur út á sama tímabili eftir kjördæmum. Skiptingu gjaldeyristekna Óli Þ. Guðbjartsson spyr við- skiptaráðherra hvernig gjald- eyristekjur þjóðarinnar skiptust eftir kjördæmum á tímabilinu 1984 til og með 1987. Ólafur vill fá svarið í íslenskum krónum miðað við gengi í nóvember 1988. Mistakasjóð sjúklinga Karvel Pálmason og Karl Steinar Guðnason Alþýðuflokki spyrja heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra ásamt Skúla Alex- anderssyni Alþýðubandalagi og Guðmundi Ágústssyni Borgara- flokki, hvort á döfinni sé hjá ráð- herra eða ríkisstjórn að koma á fót tryggingasjóði til aðstoðar sjúklingum sem orðið hafi fyrir áföllum vegna mistaka við lækn- ismeðferð. Kjöt til Kanans Guðni Ágústsson Borgara- flokki spyr utanríkisráðherra um sölu landbúnaðarvara til „varn- arliðsins“. Guðni vill fá upplýs- ingar um hversu mikið var selt til Kanans, sundurgreint eftir teg- undum, árin 1985 til 1987. Þá vill þingmaðurinn fá að vita hvað Kaninn fékk að flytja inn mikið af kjötvörum á sama tímabili, sund- urgreint eftir tegundum. Að lok- um spyr Guðni hversu mikið hafi verið flutt inn af öðrum landbún- aðarvörum. Söluskatt á námsbókum Danfríður Skarphéðinsdóttir Kvennalista spyr fjármálaráð- herra hvað tekjur ríkissjóðs af námsbókum hafi verið miklar árið 1987 og hvað þessar tekjur séu áætlaðar miklar á þessu ári. -hmp Apartheid M.H. Nemendur í Menntaskólanum í Hamrahlíð vilja að skólasjopp- an, Sómalía, hætti að selja sæl- gæti frá fyrirtækinu Rowntree Mackintosh vegna tengsla þess við Suður-Afríku. Áskorun þess efnis var samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða á skóla- fundi fyrir skömmu. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.