Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.11.1988, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRETTIR Pakistönsku kosningarnar Hér er kona, um konu, frá ídaggengur Benazír Bhutto á hólm viðþríhöfðaþurs: Her, karl og aldinn átrúnað Herforingi, karl, gerir bæn sína í augsýn nokkurra karla. „Það er ekkert pláss fyrir konuríki í íslam." Benazír Bhutto er staðráðin í því að verða forsætisráðherra músiimaríkisins Pakistans. Og í dag kveða landar hennar upp úr um það hvort við völdum tekur kona sem kennd er við veraidar- hyggju ellegar einhver af þessum gömlu góðu körlum sem elska og dýrka herinn og halda fornar dyggðir í heiðri. Fréttaskýrendur telja að frú Bhutto (og Pakistanski alþýðufl- okkurinn, PPP) eigi undir högg að sækja og skal það ekki dregið í Benazír Bhutto undir risastóru málverki af föður sínum. efa. Konur eiga erfitt uppdráttar í stjórnmálum á hinum siðmennt- uðu Vesturlöndum en í Pakistan trúa 96 af hundraði manna á All- ah og Múhameð, spámann hans. Og hermt er að þeir fóstbræður séu ekki fyrir kvennapólitík. „Það er ekkert pláss fyrir konuríki í íslam,“ sagði dánu- maðurinn, öldungadeildarþing- maðurinn og karlinn Samjul Haq nýverið á kosningafundi. „Við munum berjast með oddi og egg gegn því að gála sem gekk í skóla á Vesturlöndum hefjist til valda hérlendis.“ Skylt og rétt er að geta þess að Haq þessi er í fram- boði fyrir íslamska lýðræðis- bandalagið, svarna féndur Bhutto fjölskyldunnar. Hann er ekki einn um hituna. „Það verður okkur öllum afar stirður biti í hálsi ef kona verður þjóðhöfðingi," segir Murtaza Poya, formaður ónefnds heittrúarflokks og málsvari ÍL. Og þekktur pakistanskur blaða- maður, karl, bætir við: „Karlarn- ir í þorpunum úti á landsbyggð- inni verða ekki hrifnir. Þeir munu segja sem svo; „Nú fer hún kella mín að reyna að setja mér stólinn fyrir dyrnar.““ Félagar Jamaat-i-íslamí hafa borið hitann og þungann af kosn- ingabaráttu íslamska lýðræðis- bandalagsins. Flokkur sá aðhyll- ist réttan og heitan trúnað og hampar Kóraninum sem vegi, sannleika og lífi. Félagarnir hafa eytt miklu púðri í að sýna og sanna guðleysi og efnishyggju í málflutningi pakistanskra al- þýðuflokksmanna, einkum þó og sérílagi í ræðum núverandi höfuðs Bhutto ættarinnar. Þeir hafa dreift bæklingum með rógi og níði um Benazír Bhutto, föður hennar og móður. Mikil áhersla er náttúrlega lögð á að benda pakistönskum körlum á akkilesarhæl andstæðíngsins; að hann sé kona. En fleiri annmark- ar eru afhjúpaðir, t.a.m. sá að frú Bhutto öðlaðist menntun á Vest- urlöndum. Nánar tiltekið á Bret- landi. Ennfremur þykist einhver „guðsmaðurinn“ hafa fyrir satt að oddviti stjórnarandstöðunnar hafi brúkað getnaðarvarnir á meðan hann lagði stund á nám. Annar gróf upp 13 ára gamla mynd af ekkjufrú Ali Bhutto þar sem hún hjúfrar sig upp að Ger- ald Ford, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í innilegum vangadansi. Hvort tveggja, getn- aðarvarnir og vangadans, eru eitur í beinum pakistanskra karla. Herma málsvarar íslamska lýðræðisbandalagsins. Þótt fréttaskýrendur spái öðru eru félagar Pakistanska alþýðu- flokksins alls ekki úrkula vonar um að Benazír Bhutto vinni sigur. Mikið sé undir því komið að konur hlýði kalli og greiði götu hennar í dag. Ljóst er að stjórnvöld (tómir karlar) hafa einnig óttast að kynsystur höfu- ðóvinarins flykktust til liðs við hann. Því gripu þeir til þess örþrifa- ráðs (sumir segja valdníðslu og gerræðis) að breyta kosninga- reglunum á elleftu stundu. Nú fær enginn að greiða atkvæði nema að hann framvísi nafnskírt- eini. í Pakistan er það kunnara en frá þurfi að segja að konur, eink- um og sérílagi þær sem búsettar eru utan bæja og borga, eiga ekki slík plögg í fórum sínum. Og úti- lokað var að þær yrðu sér úti um þau fyrir kosningar. En Benazír er dóttir Zulfíkars heitins Alí Bhuttos, forsætis- ráðherrans sem Zía heitinn ul- Haq rændi völdum og lét drepa, og fékk í arf vinsældir hans í röðum fátæks fólks, karla og kvenna. Þorri karla í PPP setur ekki fyrir sig að Benazír skuli vera kona. „Konan er ekki síðri karl- inum,“ kvað einn þeirra að orði, opinber starfsmaður, á útifundi fyrir skömmu. Félagi hans bætti um betur: „Við viljum gjarnan að kona gegni embætti forsætisráð- herra.“ Á mánudag efndu flokksmenn til samkomu í Peshawar. Þar var PPP broddurinn Ishaq Zafar ræðumaður dagsins. Mál hans var langt og snjallt og klykkti hann út með þessu: „Karlinn er höfuð fjölskyldunnar en konan er forsætisráðherra hennar." Þá gall við úr salnum, digrum karlarómi: „Hún er ekki kona, hún er Bhutto!“ Kvenréttindakonan Hena Ji- lani blæs á málflutning gráskeggj- anna í íslamska lýðræðisbanda- laginu. „Því fer fjarri að íslam banni konum að gegna æðstu embættum ríkisins. Sérhver þegn er í fullum rétti til þess að skipa hverja þá stöðu sem hugur hans stendur til. Þeir sem halda öðru fram stjórnast ekki af guðsótta og lögmálshlýðni heldur verald- legum hvötum." -ks. Ólympíumótið í skák Sigur innan seilingar A ýmsu gekkgegn Brasilíumönnum ígœr. Margeir vann biðskák Islendingar öttu kappi við Brasilíumenn í þriðju umferð Olympíumótsins í skák í gær. Úr- slit fengust í þrem skákum en ein fór í bið. Jóhann Hjartarson tefldi sína fyrstu skák en hafði ekki erindi sem erfiði og tapaði fyrir fyrsta borðs manni Brassanna, Milos. Jóhann hafði svart og varðist með drottningarindverskri vörn. Eftir 43 leiki lagði hann niður vopnin. Á öðru borði glímdu þeir Jón L. Árnason og Lima. Jón stýrði hvítu mönnunum og lék að vanda kóngspeði í fyrsta leik. Brassinn galt líku líkt og fetuðu þeir um skeið troðnar slóðir í spænskum leik. Þar kom að landi hristi af sér slenið, fórnaði manni og knúði fram sigur á einkar snotran máta. Helgi Ólafsson hafði svart á þriðja borði gegn Van Riemsdijk (hlýtur að eiga hollenska forfeð- ur!). Hann svaraði e4 með sikil- eyjarvörn og jafnaði taflið án erf- iðleika. Eftir nokkurt þóf í mið- taflinu reif hann frumkvæðið í sínar hendur og stóð um skeið til vinnings. Lenti í kapphlaupi við klukkuna, lék ónákvæmt og varð að lokum að fallast á skiptan hlut. Karl Þorsteins atti drottning- arpeði sínu á foraðið gegn Braga á fjórða borði. Andstæðingurinn tefldi kóngsindverska vörn frem- ur illa og þegar skákin fór í bið hafði Karl unnið mann. Hann stendur því með pálmann í hönd- unum og er „okkar mönnum“ í Makedóníu mjög til efs að Braga nenni að tefla. áram í dag. Sigri Karl sigrar íslenska sveitin þá brasilísku með 2,5 vinningi gegn 1,5. Og þar eð Margeir Pétursson lagði Talts að velli í gærmorgun, (skák þeirra fór sem kunnugt er í bið í fyrra- kvöld), báru íslendingar sigur úr býtum í viðureigninni við Kan- adamenn með 2,5 v. gegn 1,5. Af öðrum úrslitum má nefna að Rúmenar sigruðu Perúmenn örugglega með 3 vinningum gegn 1 og hafa því tekið forystuna. Hafa þeir 1,5 vinnings forskot á næstu sveit. Kínverjar komu á óvart með því að gjörsigra Júgóslava. í sveit þeirra hefur Tjangsjúen Je sýnt miklar kúnstir á fyrsta borði. Hann bar Predrac Nikolic ofur- liði í gær og í fyrradag bar hann hærra hlut úr viðureign sinni og Bandaríkjamannsins Larry Christiansens. Bandaríska sveitin glímdi við þá kanadísku og fóru þrjár skákir í bið. Spánverjar voru þeir einu í hópi 20 efstu til þess að fá fullt hús, fjóra vinninga úr fjórum skákum. Sovétmenn og Argentínumenn leiddu saman hesta sína í gær. Garríj Kasparov, Alexander Beljavskíj og Jaan Ehlvest sigr- uðu fjendur sína skjótt og vel en Anatólíj Karpov verður að fara á fætur í fyrramálið til þess að inn- byrða sinn vinning. Úrslit úr þriðju umferð (20 „helstu" viðureignirnar); Perú 1 Rúmenía 3 Indónesía 1 Frakkland 1 (2 í bið) Ungverjaland 2 Tékkóslóvakía 2 Kúba 2 Holland 2 Svíþjóð 2 A.-Þýskaland 1 (1 í bið) Sovétríkin 3 Argentína 0 (1 í bið) England 3 írael 1 Danmörk 2 V.-Þýskaland 2 Kína 3 Júgóslavía 1 Kanada 0 Bandaríkin 1 (3 í bið) Brasilía 1,5 Island 1,5 (1 í bið) Skotland 3 Pólland 1 Síngapúr 0,5 Búlgaría 3,5 Dómíníka 1 Grikkland 3 Ástralía 2 Pakistan 0 (2 í bið) Portúgal 1 Tyrkland 3 Barbadoseyja 0 Spánn 4 Kólombía 2,5 (talía 0,5 (1 í bið) Jón L. knúði fram sigur. Sem fýrr segir hafa Rúmenar forystu.með 11 vinninga. Næstir eru Sovétmenn með 9,5 og biðskák. Englendingar og Búlgarir hafa 9,5. íslendingar hafa hreppt 8 vinninga en eiga von á einum í viðbót þannig að horfur eru góðar. -ks. 12 SÍÐÁ - ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 16. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.