Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 17. nóvember 1988 249. tölublað 53. árgangur Þjóðarbúið Aldrei nær gjaldþroti Forsœtisráðherra á neyðarfundi SH: Var ífílabeinsturni utanríkisráðu neytisins ífyrrverandi stjórn og vissi ekki neitt. Boðaði langan og strangan ríkisstjórnarfundínœstu vikuþarsem tekiðyrðitilhendinni. SH reiðubúið til samstarfs um leiðir til úrbóta í ávarpi Steingríms Hermanns- sonar forsætisráðherra á neyðar- fundi SH í gær sagði hann að aldrei fyrr hefði þjóðin staðið nær gjaldþroti en einmitt nú. Hann sagðist því miður ekki hafa vitað hvað staðan væri alvarleg vegna þess að hann hefði verið í fíla- beinsturni utanríkisráðuneytisins í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Steingrímur sagði að eftir að hann hefði tekið við forsætisráð- herraembættinu hefði hann varla gert annað en að rýna í bókhald fiskvinnslufyrirtækja og sagðist vera hissa á að fiskvinnslumenn hefðu ekki boðað til þessa neyðarfundur miklu fyrr. Ráðherrann sagði að vandi fiskvinnslunnar væri víðtækur. Búið væri að fella gengið um 20% á skömmum tíma sem hefði litlu breytt og skýringin á því væri annarsvegar sú að langmestur hlutí skulda fiskvinnslunnar væri gengistryggður og hinsvegar að ekki hefði tekist að halda afleið- ingum gengisfellingarinnar í skefjum. Þær hefðu undantekn- ingarlaust haldið út í allt þjóðfé- lagið með tilheyrandi kostnaðar- hækkunum. Steingrímur sagði að grípa þyrfti til viðeigandi aðgerða eins fljótt og auðið yrði og tilkynnti fiskvinnslumönnum að í næstu viku yrði haldinn langur og strangur fundur í ríkisstjórninni þar sem þessi mál yrðu tekin til meðferðar og reynt að leita lausna. . Þá gagnrýndi hann fiskvinnslu- menn og sagði að sér virtist að Níkaragva Byltingin okkar Contraskæruliðar halda áfram að drepa fólk og voru að því í næsta nágrenni við okkur á með- an við dvöldum í landinu. Stríð- inu er alls ekki lokið eins og margir virðast halda hér heima, segir Högni Eyjólfsson nemi sem er nýkominn heim ásamt tveimur öðrum íslendingum eftir þriggja mánaða dvöl í Níkaragva. í fróðlegu viðtali í blaðinu í dag lýsir Högni ástandinu í landinu, ógnum styrjaldarinnar, eyðilegg- ingu fellibylsins Jóhönnu, við- horfum landsmanna og lífsk- jörum. Sjá bls. 8-9 kylfa hefði verið látin ráða kasti í alltof mörgu í sjávarútveginum. í því sambandi benti hann ma. á að þrátt fyrir að frystingin væri í stöðugum mæli að færast út á sjó- inn, fækkaði frystihúsum í landi ekki neitt. Steingrímur varpaði fram þeirri hugmynd hvort ekki þyrfti að fækka fiskiskipum á rót- tækan hátt, sameina kvóta og fækka vinnslustöðvum. Þá þyrfti að losna við sem flestar vísitölu- tengingar og þá sérstaklega lánskj aravísi töluna. Forsætisráðherra lofaði víð- tæku samráði við forráðamenn atvinnugreinarinnar og sagði að taka þyrfti reksturinn á gjörgæslu til að sjúklingurinn næði bata. Neyðarfundur SH samþykkti samhljóða að skora á ríkisstjórn- ina að grípa þegar til ráðstafana til að koma í veg fyrir lokun fleiri fyrirtækja. Jafnframt lýsti fund- urinn yfir fullum vilja til að taka upp náið samstarf við aðra hagsmunaaðila sem tengjast sjáv- arútvegi svo og ríkisstjórnina um að leita varahlegra úrbóta, sem tryggi framtíðarrekstur sjávarút- vegsins. _________________________-grh Hönnunarkostnaður vegna ráðhússins á þessu ári er áætlaður 104 miljónir kr. Er þó langt í land að lokið sé við að hanna húsið. Mynd Jim Smart. Ráðhúsið Lýtur ekki fjárhagsáætlun Þráttfyrir aðframkvœmdir hafifarið 100 miljónirfram yfir fjárhagsáœtlun þessa árs hefur aldrei verið sótt um aukafjárveitingu. Sigurjón Pétursson: Fjárhagsáœtlun borgarinnar ekkert sinnt þegar ráðhúsið á í hlut Það er ljóst að fjárhagsáætlun er ekkert sinnt í sambandi við þetta hús. Bygging þess virðist vera hafin yfir þær reglur sem unnið er eftir þegar ráðist er í framkvæmdir á vegum borgar- innar. Alls staðar er glímt við að fylgja fjárhagsáætlun, en þarna er bygging sem þarf ekki að vera tilbúin á einhverjum tilteknum tíma, sem gerir þetta dæmi enn undarlegra, sagði Sigurjón Pét- ursson borgarfulltrúi. Eins og kom fram í Þjóðviljanum í gær er gert ráð fyrir að eyða þurfi um 100 miljónum kr. meira í ráð- hússbygginguna í ár en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun borgar- innar. í svari Þórðar Þ. Þorbjarnar- sonar borgarverkfræðings við fyrirspurn frá Sigurjóni um bygg- ingarkostnað ráðhússins á þessu ári kemur fram að kostnaður vegna stálþils ofl. hafi verið rúm- ar 22 miljónir kr. í rannsóknir er gert ráð fyrir að fari 3,4 miljónir kr. og vegna verksamninga rúm- ar 197 miljónir kr. Þá er gert ráð fyrir að greiða fyrir hönnun húss- ins rúmlega 104 miljónir kr., tæp- ar 15 miljónirfara í umsjón, eftir- lit, prentun, og gæslu á vinnu- svæði og að lokum er gert ráð fyrir ýmsum kostnaði upp á 7,6 miljóhir kr. í allt er því gert ráð fyrir að eyða 350 miljónum á þessu ári í ráðhúsið. - Það er rangt hjá borgarverk- fræðingi þegar hann heldur því fram að útkomuspáin sé aðeins 9% hærri miðað við fjárhagsáætl- un. Nær sanni væri að útkoma á þessu ári sé 36% hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun sem samþykkt var af borgarstjórn, segir Sigurjón. Að sögn Þórðar Þ. Þorbjarnar- sonar borgarverkfræðings eru megin ástæður þess að fjárhagsá- ætlun hefur ekki staðist þær, að ráðist var í breytingar á kjallara hússins, en þær voru samþykktar í borgarráð í sumar. Þrátt fyrir að það lægi fyrir að þessar breyting- ar myndu kosta um 65 miljónir var ekki sótt um aukafjárveitingu vegna þeirra. -sg T Eistland lýst fullvalda Mikil tíðindi berast nú frá Eist landi.Samkvæmt frétt frá Tallinn hefur eistneska æðstaráðið (þing- ið) samþykkt að það skuli hér eftir hafa æðsta vald um löggjöf fyrir Eistlands hönd. Þetta er kjarninn í yfirlýsingu æðstaráðs- ins um fullveldi Eistlands, sem einnig var samþykkt á fundi þess í gær. Það sem leysti þessar sam- þykktír eístneska þingsins úr læð- ingi var andstaða við tillögur sov- ésku forustunnar um breytingar á stjórnarskrá Sovétríkjanna, en gegn þeim virðast Eistir hafa snú- ist nálega sem einn maður. í Lett- landi og Litháen er þess nú krafist að farið sé að dæmi Eista. Nú er að sjá hver viðbrögðin verða í Moskvu. Sjá síðu 12

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.