Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR Kvennaathvarf Allt komið í strand Eina og hálfa miljón vantar til að endar nái saman. Öllum starfskonum sagt uppfrá og með áramótum. Jafngildir lokun slysavarðstofunnar Alþingi Rólegt vegna fjanrista Fremur rólegt er yfir störfum Alþingis þessa dagana vegna utanfara þingmanna. Fundur sem átti að vera í sameinuðu þingi í þessari viku var fluttur fram til síðasta föstudags og dauft var yfir fundi í neðri deild í gær. Tíu þing- menn þeirrar deildar voru með fjarvistarleyfi; níu þeirra vegna setu á Norðurlandaráðsþingi og setu á NATO-fundi. Sex þingmenn efri deildar eru fjarverandi vegna Norðurlanda- ráðsþings og NATO-fundar, og voru engir fundir í deildinni í gær. Reiknað er með að heldur dauft verði yfir þinginu í þessari viku en utanfararnir byrja að tínast heim í kvöld. Allir forsetar sameinaðs þings eru fjarverandi. -hmp Ollum starfskonum Kvennaat- hvarfsins í Reykjavík hefur verið sagt upp störfum frá og með áramótum. Guðrún Jóhannsdótt- ir segir að 1,5 miljónir vanti til að endar nái saman í ár og útistand- andi skuldir athvarfsins séu 900 þúsund krónur. Hún segir at- hvarfið aldrei hafa verið tómt frá því það opnaði 1983 og lokun þess jafngildi lokun slysavarðstofunn- ar en vafasamt væri að ætla að lokun hennar fækkaði slysum. Kvennaathvarfið fékk frá rík- inu 5,5 miljónirí ár, af þeirri upp- hæð var 1 miljón aukafjárveitmg. Athvarfið sótti um 2,8 milljónir hjá Reykjavíkurborg en fékk 1,3. Beiðni um aukafjárveitingu hef- ur verið að velkjast hjá borginni í um 2 mánuði. En Guðrún Jó- hannsdóttir sagðist í gær reikna með að aukafjárveiting upp á 500 þúsund krónur kæmi í dag. Tíu sveitarfélög hafa neitað Kvenna- athvarfinu um fjárveitingu á þessu ári en alls hafa önnur sveitafélög en Reykjavík sett 600 þúsund til athvarfsins. í fjárlag- afrumvarpi fyrir 1989 eru Kvenn- aathvarfinu ætlaðar 6,2 miljónir en farið hafði verið fram á 9,5 milljónir. Guðrún sagði að athvarfið yrði opið fram á síðustu stundu og engri konu yrði úthýst fremur en venjulega. Hugmynd hefur kvknað að styrktartónleikum svipuðum þeim sem Bubbi Mort- hens hélt fyrir um tveimur árum og sagðist Guðrún rétt hafa frétt að Bubbi hefði tekið vel í þá hug- mynd. Kvennaathvarfið hefði búið að tónleikum Bubba allt fram á síðasta vor en með öllu sem fylgdi fyrri tónleikunum söfnuðust 2,5 miljónir. Að sögn þeirra hjá Kvennaat- hvarfinu hefur ekki linnt símhrin- gingum frá fólki sem er reitt vegna þessarar fréttar. Nafna Guðrúnar Jónsdóttir sagði að þessi staða endurspeglaði verð- mætamat yfirvalda. Þegar flest hefur verið í athvarfinu hafa ver- ið þar 12 konur og 17 börn, ann- ars hefur húsið aldrei verið tómt frá upphafi. Kvennalistinn skoraði í gær á stjórnvöld að bregða skjótt við og afstýra því að þessu eina athvarfi nauðstaddra kvenna og barna verði lokað. -hmp Umh verfisráðstefnan Fiskvinnslan Forráðamenn fiskvinnslunnar og forsætisráðherra að snæðingi á neyðarfundi SH. í gær, þar sem fram kom að rekstur atvinnugreinarinnar riðar til falls verði ekkert aðhafst til bjargar. Mynd: Jim Smart. vinnslunni. Hann sagði að krafa fiskvinnslunnar væri að rekstur- inn yrði jákvæður en til hvaða leiða ætti að grípa til að svo yrði var hann hinsvegar fáorður um. Misjöfn afkoma Það vakti athygli hvað afkoma hraðfrystihúsa er geysilega mis- jöfn innbyrðis. Sigurður Stefáns- son löggiltur endurskoðandi tal- aði um rekstrarafkomuna fyrstu 9 mánuði ársins og um eiginfjár- stöðu fyrirtækja. Hann tók til at- hugunar 10 fyrirtæki af handahófi og þar kom fram að meðaltap þeirra var um 7,3%. Á þessu tímabili höfðu fyrirtækin misst 27% af eigin fé og lausafjárstað- an var neikvæð um 28% af árs- veltu fyrirtækjanna. Af þessum 10 fyrirtækjum sýndu aðeins tvö hagnað. Annað upp á 1,5% og hitt 1,7%. Sex þeirra voru með tap frá 10,4% og alit upp í 18,6%. Margir forráðamenn fisk- vinnslunnar hafa hingað til gert gys að Atvinnutryggingasjóði og nefnt hann Sefánssjóð en Sigurð- ur Stefánsson sagði að til að rétta hag fiskvinnslunnar þyrfti 5-7 miljarða til skuldbreytinga, sem er einmitt það sem ætlað er að Atvinnutryggingasjóðurinn hafi til ráðstöfunar. Síðan er það spurningin sem margir velta fyrir sér hverjir séu tilbúnir að skuld- breyta skuldum fiskvinnslunnar. Það liggur ekki á hreinu enn sem komið er. -grh Afar dökk framtíð Að mati Pjóðhagsstofnunar er 6% halli á fiskvinnslunni í ár mið- að við almennar forsendur sam- kvæmt þjóðhagsáætlun og þá er miðað við þróun kostnaðar, verðlags á afurðum og gengisþró- unar. A þessum forsendum mun afkoma frystingar halda áfram að versna á næsta ári og munar þar að mest um minni afla miðað við 1988. Afurðaverð er talið að sé nálægt botninum og teikn á lofti um að verðbreytingar til hækkun- ar séu á næsta leyti. Þá hefur þró- un markaðsverðs á sjávarafurð- um í SDR-dölum frá janúar fram í október í ár lækkað um 10 - 15%. í rekstraráætlun fiskvinnslunn- ar miðað við stöðuna eins og hún var 15. nóvember eftir síðustu að- gerðir ríkisstjórnarinnar sam- kvæmt útreikningum Samtaka fiskvinnslustöðva kom fram að frystingin er rekin með 6,3% halla og söltunin með 0,8% halla. Tapið í heild hjá frystingu og söltun er því talið nema 4,2% og er þá reiknað með 9% ávöxtun stofnfjár. Fall dollarans að undanförnu uppá 1,5% hefur skert tekjur fiskvinnslunnar um 4-500 miljón- ir króna frá 30. september og ef þróun dollarans heldur áfram niðurávið munu tekjur atvinnu- greinarinnar halda enn áfram að lækka frá því sem þegar hefur orðið. Arnar Sigurmundsson, for- maður Samtaka fiskvinnslust- öðva, sagði að þrátt fyrir ein- hverja vaxtalækkun, auk lækkun- ar raforkuverðs um 25% eins og stjórnvöld hafa lofað, yrði þrátt fyrir það enn taprekstur á fisk- Mála- miðlun sigraði Naumur meirihluti þing- manna samþykkti breyttar tillögur ráð- herranefndarinnar Ráðherranefndin fékk sínu framgengt í dag á aukaþingi Norðurlandaráðs. Með 45 at- kvæðum gegn 39 var tillaga henn- ar um aðgerðir til verndunar líf- ríkis hafsins samþykkt. Þó nokkr- ar breytingar höfðu þá verið gerðar að tillögu minnihluta þingmannanefndarinnar, en meirihiuti þeirrar nefndar vildi að tillagan yrði felld og endur- unnin fyrir aðalþing ráðsins í Stokkhólmi í febrúar nk. Af íslensku þingmönnunum voru Guðrún Helgadóttir, Val- gerður Sverrisdóttir og Eiður Guðnason með, en Páll Péturs- son, Friðjón Þórðarson og Ólafur G. Einarsson á móti. Ólafur Þ. Guðbjartsson sat hjá. Fjárhagsáætlun fjármálaráð- herranna var samþykkt með 71 atkvæði gegn 1 og sömuleiðis aukin fjárveiting til menningar- starfs á Norðurlöndum. Aðaltillaga ráðherranefndar- innar um aðgerðir í náttúru- verndarmálum var einnig sam- þykkt með þeim 19 breytingartil- lögum sem meirihluti þing- mannanefndarinnar hafði gert. Má því segja að málamiðlunin hafi sigrað við atkvæðagreiðslur um verndun lífríkisins, bæði í sjó og á landi. Guðrún Gísladóttir Helsingjaeyri A hvínandi kúpunni Neyðarfundur SH: 6-7% tap áfiskvinnslunni. Útlitið afar dökkt og fáttsem bendir til betri tíðar. Afkomafyrirtœkjaákaflega misjöfn. Aneyðarfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna sem hald- inn var í gær kom fram að tap- rekstur fiskvinnslunnar er gríð- arlegur og ekkert sem bendir til betri tíðar á næstunni nema síður sé. Þá mun nýútgcfin reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um tugþúsunda tonna samdrátt í botnfiskveiðum á næsta ári hafa sín áhrif til hins verra á afkomu fiskvinnslunnar frá því sem nú er. Til að ræða afkomumál fisk- vinnslunnar á neyðarfundinum voru samankomnir helstu tals- menn vinnslunnar vítt og breitt af landinu og var það samdóma álit þeirra að staðan hefði sjaldan eða aldrei verið jafn slæm og hún er í dag. 5-7 miljarða skuldbreyting mundi nœgja Israel Þakklátir fyrir samstööu Sendiherra ísraels um afstöðu íslands til mannréttindabrota ísraels- hers á herteknu svœðunum í Palestínu Við erum mjög þakklátir fyrir þá samstöðu með málstað ís- raels sem íslenska ríkisstjórnin sýndi nýverið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sagði Ye- hiel Yativ, sendiherra ísraels hér á landi, á fundi sem Samband ungra Sjálfstæðismanna, Heimdallur og Týr stóðu fyrir í Valhöll s.l. þriðjudag. Kom glögglega fram á fundinum að sendiherrann túlkaði hjásetu Is- lands við afgreiðslu ályktunar, þar sem mannréttindabrot ísra- elsstjórnar á herteknu svæðunum í Palestínu voru fordæmd, sem samstöðuy firlýsingu. Fundurinn, sem auglýstur var sem umræðufundur, opinn öllu áhugafólki um utanríkismál, var fámennur og málfrelsi var þar takmarkað því bæði Palestínu- maður sem þar var staddur og fleiri fyrirspyrjendur máttu sitja undir hótunum fundarstjóra um brottrekstur af fundi þegar fyrir- spurnum var beint til sendiherr- ans. Yehiel Yativ viðurkenndi á fundinum að Ísraelsríki hefði engin fastákveðin landamæri, þau væru „samkomulagsatriði“. Hann sagði jafnframt að viður- kenning PLO á samþykkt Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 242 væri ómerk, en í tillögunni segir að öll ríki í Mið- Austurlöndum eigi rétt á að búa við örugg landamæri. Sagði hann PLO hafa samþykkt þessa álykt- un ásamt fjölda annarra sem gerðar hefðu verið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og væru ís- raelsríki í óhag, og því væri ekki mark á neinu takandi sem sam- tökin segðu. Aðspurður um við hverja ísra- elsmenn ætluðu að semja um landamæri sín sagði sendiherrann að þeir vildu semja um þau við Palestínumenn sem væru hlið- hollir ísrael og gætu litið vanda- málin „raunsæjum augum“.-ólg. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 17. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.