Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 4
FLÓAMARKAf)! JRTNN Reglusamt par Óska ettir 2 herbergja íbúð frá 1. janúar til 1. júní. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 671426 eftir kl. 19.00. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóa- markaður SDÍ Hafnarstræti 17, kjallara. Ökukennsla Kenni á Lada Samara ’89. Valur Haraldsson, sími 28852. Vatnsrúm Til sölu nýlegt vatnsrúm 160x200 sm, hvítt að lit með hitara, 95% dempun og hlífðardýna. Verð 45.000 kr. Uppl. í síma 681310 kl. 9-17. Til sölu Peugeot 205 árg. ’87, ekinn 15.000 km. Góður bíll, í toppstandi, vetrar- dekk fylgja. Uppl. í síma 29819. Góð svampdýna til sölu, 195x120x30, verð kr. 7000. Uppl. í síma 74304 e.kl. 21. Gefins 2 unglingaskrifborð fást gefins. Upplýsingar í síma 41493. Til sölu 10 síðar gardínulengjur úr brúnu Atlassilki með snúrulögðum, slétt- um köppum. Upplýsingar í síma 41493. Til sölu 2 sæta svefnsófi úr Habitat til sölu á kr. 13.000 og ónotaður Britax barnabílstóll á kr. 2.000. Upplýsing- ar í síma 39137 eftir kl. 18.00. Til sölu eins manns rúm til sölu. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 23886. Bassi til sölu Til sölu Aria prof, bassi. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 10342. Atvinna óskast Ég er 24 ára rafvirki og óska eftir vinnu strax. Upplýsingar í síma 44921. Óskast keypt Óska eftir 3 sæta sófa og 2 stólum. Upplýsingar í síma 36116. Fyrir ungabörn Til sölu Silver Cross regnhlífakerra með skermi og svuntu á kr. 4.000, burðarrúm á kr. 1.500, hár barnas- tóll á kr. 1.500 og lágur barnastóll á kr. 1.000. Upplýsingar í síma 10131. Til sölu Tekk borðstofusett til sölu. Upplýs- ingar í síma 91-51138. Ryksuga óskast Vantar litla, notaða, ódýra ryksugu. Upplýsingar í síma 18439 á kvöldin, Björn. íbúð óskast Barnlaust par óskar eftir 2 her- bergja íbúð. Góð umgengni og skil- vísar greiðslur. Meðmæli ef óskað er. Upplýsingar í síma 681310 á daginn og 641425 á kvöldin. Rúm til sölu Til sölu rúm með góðri dýnu, 3 stór- um púðum og 2 góðum rúmfata- skúffum. Rautt og hvítt áklæði. Selst á kr. 5.000. Upplýsingar í síma 74212 eftir kl. 20.30. Flóamarkaður Rússneskar vörur í miklu úrvali, m. a. tehettur, babúskur, vasaúrog ullarsjöl. Póstkröfuþjónusta. Upplýsingar í síma 19239. Þurrkari til sölu 2 ára gamall Zerowatt þurrkari til sölu. Lítið notaður, hefur aldrei bil- að. Verð kr. 15.000 (hálfvirði). Upp- lýsingar í síma 22631 eftir hádegi. Húshjálp Sjúkraliði óskar eftir að taka að sér húshjálp 1-2svar sinnum í viku. Nánari upplýsingar í síma 10877 milli kl. 18 og 21. Ritsöfn til sölu Til sölu eru verk Þórbergs Þórðar- sonar, 15 bækur (allt safnið), glæ- nýtt og ólesið utan ein bók, Landið þitt ísland, 6 bækur, glænýjar, ó- lesnar og Ritsafn Gunnars Gunn- arssonar, mjög vel með farið. Selst allt saman eða sitt í hvoru lagi á góðu verði. Upplýsingar í síma 681331 eða 681310 á daginn. Fiat 125 árgerð '82 til sölu. Útvarp/ segulband, sumar- og vetrardekk á felgum. Upplýsing- ar í síma 40511 á kvöldin. Óskast keypt Óska eftir ódýrum ísskáp, eldhús- borði og stólum. Upplýsingar i síma 19239. Til sölu Panasonic diktafónn, nýr og mjög fullkominn, handfjarstýring, hrað- spólun, hraðastillir og m. fl„ verð kr. 20.000 kostar 30.000 í búð. Sem nýtt ungbarnaskiptiborð til sölu á kr. 3.500. Upplýsingar í síma 35231 kl. 17-19. Til sölu sunnudagsblað Tímans 1962- 1971, gulbrúnt geitarskinnsband, 10 bindi ásamt 2 bindum af íslend- ingaþáttum Tímans, sama band. Satt 1954-1974, kápueintak 11 bindi, svart geitarskinn og Heima er bezt, 1951-1978, kápueintak 12 bindi, brúnt geitarskinn. Upplýsing- ar í síma 35231. Til sölu sem ný, Bauknecht þeytivinda, 2800 snúninga, 62 cm á hæð, kost- ar ný 16.300, selst á kr. 7-8000. Vel með farið eikarrúm frá Ingvari og Gylfa 90 cm breitt með góðri spring- dýnu og gamaldags sófi, „Sessal- on“, nýuppgerður með pluss- áklæði. Sími 35231. Ráðskona óskast Eldri mann sem býr á Vestfjörðum vantar ráðskonu. Uplýsingar í síma 27202. Tölva til sölu Amstrad PC 1512 640K með 2 di- skettudrifum, litaskjá og mús til sölu. Hugbúnaður og handbók fylgja. Upplýsingar í síma 29715 eftir kl. 19.00. Hornsófi Okkur vantar hornsófa. - Þóra og Halldór, sími 45665. íbúð óskast Ung móðir með eitt barn óskar eftir 2 herbergja íbúð í Kópavogi. Góðri umgengni, reglusemi og skilvísum greislum heitið. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 40425 eftir kl. 17.00. Óska eftir að kaupa notað mótatimbur, m. a. 1 x6. Upp- lýsingar í síma 12014. Óska eftir að kaupa notaðar eða nýjar Beta mynd- bandssnældur. Upplýsingar í síma 12014. Farmiðar til London 4. des. til sölu fyrir 1 fullorðinn og 2 börn. Seljast ódýrt. Sími 42754. Innkaupakerra undir vagn Á einhver innkaupakerru undir Sil- ver Cross vagn ódýrt eða gefins? Upplýsingar í síma 17855. Klósett gefins Notað klósett fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 12068. Munir óskast á flóamarkað margt kemur til greina. Sækjum heim ef óskað er. Einnig móttaka í Kornmarkaðinum Skólavörðustíg og leikskólanum Sælukoti, Skerja- firði. Upplýsingar í síma 24235. Hjálparstofnun Ananda Marga. Flóamarkaður og basar verður haldinn að Hallveigarstöð- um laugardaginn 19. nóvember kl. 13.30. Margt góðra muna, nýtt og notað. Hjálparstofnun Ananda Marga. Rafmagnsþjónustan - dyrasímaþjónustan Allar nýlagnir, breytingar og viðhald á raflögnum. Uppsetningar á dyra- símum og sjónvarpsímum svo og lagfæringar á eldri kerfum. Tilboð, kostnaðaráætlanir, ráðgjöf. Margra ára reynsla. Kristján Sveinbjörns- son rafvirkjameistari, sími 44430. Auglýsið í Þjóðviljanum ________FRÉTTIR__________ 100 ára afmæli Hvanneyrarskóla Leitað að fyrri nem- endum og starfsfólki Um þessar mundir er reynt að hafa uppi á öllum fyrrverandi nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Bændaskólans á Hvanneyri í tilefni af 100 ára af- mæli skólans á næsta ári. Fyrir tæpri öld, eða árið 1889, hófst skólastarf við Bænda- skólann á Hvanneyri í Borgar- firði. Starfsemi skólans hefur haft mikla þýðingu fyrir íslenskt samfélag, því auk bænda hefur fjöldi fólks á öðrum starfsvett- vangi hlotið þar skólanám sitt að hluta eða öllu leyti. Um 3000 nemendur hafa útskrifast frá skólanum á þessu tímabili. Rösk- iega 2000 munu vera á lífi hér- lendis en um 60 búa erlendis. 24. júní 1989 verður haldið upp á aldarafmælið á Hvanneyri með veglegri hátíð á skólastaðnum. Skipaður var í júní sl. 6 mann undirbúningshópur fyrir hátíða- haldið og 20. ágúst sl. hittust rúmlega 60 fyrrverandi nemend- ur úr flestum árgöngum skólans. Ákveðið var að efna til fjársöfn- unar meðal nemenda og velunn- ara skólans til að færa Hvann- eyrarskóla sundlaug að gjöf á 100 ára afmælinu. Undirbúningshópur leitar hér með eftir stuðningi við að hafa uppi á gömlum Hvanneyringum til að gefa þeim kost á að vera með í fjársöfnun og koma til af- mælishaldsins. Send hafa verið bréf eins víða og unnt er sam- kvæmt nemendaskrám. Hins vegar er ljóst að ýmsir verða út- undan með þeim hætti. Sérstak- lega eru það þrír hópar sem leitað er að: 1) Fyrrverandi starfsmenn og kennarar, því ekki eru til skrár yfir þá. 2) Aldraðir nemendur sem hafa haft búferlaskipti nýlega. 3) Nemendur sem búa erlendis. Undirbúningshópurinn biður þá að bregðast skjótt við sem geta bent á fyrrverandi Hvanneyringa í þessum hópum, eða aðra þá sem af einhverjum orsökum hafa ekki fengið bréf um undirbúning há- tíðahaldsins. Söfnun fjár til aldarafmælis- gjafar til Hvanneyrarskóla hefur stofnað bankareikning nr. 960 í Melaútibúi Búnaðarbanka ís- lands, Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veita Gunnar Guð- bjartssonar og Gísli Karlsson hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, s:91-28288. LESENDABRÉF Skammaiieg afstaöa Opið bréf til utanríkisráðherra r Ibráðum eitt ár hefur heimsbyggðin mátt horfa upp á grimmdarverk ísraelshers á her- teknu svæðunum í Palestínu. Dag eftir dag hafa fréttirnar haldið áfram að berast, þrátt fyrir rit- skoðun ísraelsku herstjórnarinn- ar: 13 ára stúlka skotin til bana í gær, sjö ára drengur drepinn í dag, þrír palestínskir unglingar féllu í morgun... Það heitir ekki morð ef fórnarlömbin eru palest- ínskt fólk. Harðorð mótmæli hafa verið höfð uppi hvarvetna í heiminum og alþjóðasamtök, þ. á m. Sam- einuðu þjóðirnar, hafa tekið þátt í þeim. Undir forystu Steingríms Hermannssonar sem utanríkis- ráðherra tóku íslendingar þátt í þessum sjálfsögðu mótmælum. En nú bregður svo við þegar „vinstri stjórn“ er tekin við að þú, Jón Baldvin, sem mátt vafalaust ekkert aumt sjá, treystir þér ekki til að lyfta fingri til varnar þeim lítilmagna sem verður enn og aft- ur fyrir barðinu á ofbeldi og kúg- un í heimalandi sínu Palestínu. Meðan utanríkismálin voru í höndum Steingríms Hermanns- sonar fór að rofa til og viðleitni sýnd í átt að sjálfstæðri utanríkis- stefnu. íslendingar þurftu ekki að vera jafn lúpulegir og áður á mannamótum um alþjóðamál. Það var eins og sæist fyrir endann á aftaníossahættinum gagnvart Bandaríkjastjórn. Nú leitar í gamla farið á ný. Aftur þurfa ís- lendingar að fara með veggjum á vettvangi S.Þ. og víðar, - af skömm. Sveinn Rúnar Hauksson læknir Kolbeinshaus við Skúlagötu er horfinn í uppfyllingu vegna nýrrar hraðbrautar. Mynd Jim Smart. Fuglalíf Kolbeinshaus verði endurgerður Reykjavík 11. nóv. 1988. Kolbeinshaus, skerið eða hleinin, sem verið hefur undan Skúlagötu vesturundir syðri hafnargarði er nú síðustu daga í viki, sem gengur inn í uppfyllingu þá sem unnið er að til breikkunar Skúlagötu. Án efa mun Kol- beinshaus hverfa í fyllingarefni næstu daga. Sýnt er að ekki hefur tekist að sveigja jaðar uppfyll- ingarinnar svo, að hausinn gæti haldið sér, en slíkt var um tíma rætt, sem ein lausn á varðveislu skersins. Önnur lausn, sem eink- um kom til álits, var að hlaða nýj- an Kolbeinshaus úr sjó í 10-20 m fjarlægð frá verðandi jaðri Skúla- götu. Borgarstjórn ritaði undirritað- ur 8. febr. 1982, til þess að vekja athygli á örlögum Kolbeinshauss. Um sama leyti var rætt um málið í hljóðvarpi og sjónvarpi og ritað í blöð. Ummæli bárust frá ráða- mönnum borgarinnar, að nýr Kolbeinshaus myndi hlaðinn. Við eftirgrennslan um málið hjá borgarverkfræðingi, virðist mér, að eigi muni bætt það rask á umhverfi Reykjavíkur, sem hvarf Kolbeinshauss leiðir af sér. Vegna þessa hefi ég tekið málið upp við umhverfismálaráð borg- arinnar og aðra sem kynnu að vilja láta örlög Kolbeinshauss til sín taka. Kolbeinshaussetti svip á lands- lagið, þó lágur væri og á kafi á hverju flóði. Hvarf hans, og ef hann yrði ekki bættur, myndi valda umhverfisröskun á strand- lengjunni. Hvíldarstöður fugla var Kol- beinshaus. Á sunnudegi, næst eftir sólhvörf, hafa fuglar verið taldir. Frá Granda til Grafarvogs hafa talist 7-10 þúsund fuglar, 18-24 tegunda. Líf fugla mun líða við hvarf Kolbeinshauss og mörg- um mun sjónarsviptir vera af því að sjá ekki skerið setið fugli. Endurgerður Kolbeinshaus myndi minna á og ýta undir, að röskun náttúru er unnt að bæta fyrir. Samkvæmt framanskráðu er leitað til forráðamanna Reykja- víkur, að Kolbeinshaus verði endurgerður. Þorsteinn Einarsson Laugarásvegi 47 104 Reykjavík 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.