Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR f lllarsala Sovétmönnum send verðtilboð ViðrœðurÁlafoss við Sovétmenn á svipuðu róli og á sama tíma ífyrra. Alafoss hefur seltfyrir minni upphæð íár en Iðnaðardeild SÍS og Alafoss seldu í fyrra Alfoss sendi verðtilboð vegna ullarsölu næsta árs til Sovét- ríkjanna í gær og segist Kolbeinn Sigurbjörnsson markaðsfulltrúi vonast til að samningaviðræður geti hafist við Sovétmenn í byrjun desember. Hann segir gang við- ræðna vera á svipuðu róli og fyrri ár þó viðræðurnar hefðu dregist fram úr hófi í fyrra. Verðmæti útfLutningsins í ár hefur verið 3 miljónum dollara minna en í fyrra hjá Iðnaðardeild SÍS og Alafoss fyrir sameiningu fyrir- tækjanna. í íslenskum krónum er þessi munur um 150 miljónir. Kolbeinn Sigurbjörnsson sagði Þjóðviljanum að það ylli Álafossl töluverðum vonbrigðum að ekki hefði náðst að selja upp í það stefnumarkmið sem Álafoss og Sovétmenn hefðu gert með sér. Sovétmenn væru ákaflega orð- heldnir í samningum og þegar þeir hefðu samið á annað borð stæði sá samningur. Stefnumark- miðið væri hins vegar ekki samn- ingur, aðeinsgagnkvæm viljayfir- lýsing. Skýringin sem Sovétmenn gæfu á minni kaupum væri skortur á gjaldeyri. Sendinefnd frá Álafossi er ný- komin frá Sovétríkjunum þar sem haldin var venjubundin sölu- sýning þar sem Sovétmenn velja þá vöru sem þeir vilja kaupa. Kolbeinn sagði að síðan væri gangurinn þannig að íslendingar sendu hugmyndir um verð austur og í kjölfarið fylgdu samninga- viðræður. Þeim möguleika hefur verið velt upp að Perestroikan geti dregið úr vissum viðskiptum So- vétmanna við útlönd þar sem sjálfstæði fyrirtækja væri meira vegna hennar. Kolbeinn sagðist ekki geta svarið fyrir þetta, en hann vonaði að áhrif Perestroiku yrðu frekar jákvæð en hitt. Nú er aðeins unnið 3 daga í viku hjá Álafossi. Kolbeinn reiknar með að þetta ástand vari á meðan samningar við Sovét- menn liggi ekki fyrir. En starfs- menn Álafoss væru ákveðnir í að rífa fyrirtækið upp og menn væru bjartsýnir á að ný fatalína fyrir- tækisins mæltist vel fyrir á Evróp- umarkaði. Mikilvægi japans- markaðar væri einnig orðið meira en áður og það gæfi tilefni til bjartsýni. -hmp Reiknað er með að samningaviðræður við Sovétmenn geti hafist í byrjun desember. Norðurlönd Bmgðist við Evrópumarkaðnum Ný efnahagsáœtlunfjármálaráðherra Norðurlandanna: Áhersla á velferðarríkið og styrkara efnahagslíf Fjármálaráðherrar Norður- landa samþykktu á fundi sín- um í Kaupmannahöfn á mánudag tillögu um nýja efnahagsáætlun Norðurlanda 1989-1992. Megin- markmið þessarar áætlunar er þríþætt. Að styrkja efnahagslíf á Norð- urlöndum og renna stoðum undir norræna velferðarríkið. Að ryðja úr vegi viðskipta- hömlum milli Norðurlanda og efla þannig sameiginlegan heima- markað þeirra. Að búa Norðurlöndin undir aukna samkeppni í kjölfar sam- eiginlegs markaðar Evrópuband- alagsins 1992. Af íslands hálfu var meginá- herslan lögð á sérstakar aðgerðir til þess að efla útflutningsiðnað og styrkja rannsókna- og þróun- arstarfsemi á ýmsum sviðum. Þar á meðal var gerð tillaga um sam- eiginlegar rannsóknir Norður- landanna á nýtingu fiskistofna og auðlindum sjávar. Þessar tillögur hlutu góðar undirtektir og voru með einum eða öðrum hætti teknar með í Efnahagsáætlunina. í efnahagsáætlun Norðurland- anna er lögð sérstök áhersla á að- gerðir á sviði umhverfisverndar. Norræni fjárfestingarbankinn mun veita sérstök lán til fjárfest- inga í þágu umhverfisverndar og Norræni iðnþróunarsjóðurinn mun beita sér fyrir sérstöku tækniátaki á þessu sviði. f efna- hagsáætluninni er gert ráð fyrir að verja umtalsverðum fjárhæð- um til útflutnings á tækniþekk- ingu á sviði umhverfismála, til dæmis til þróunarlandanna. í áætluninni eru einnig margvísleg- ar tillögur um norræn samstarfs- verkefni í umhverfismálum og má þar nefna rannsóknir á áhrif- um ýmissa efnasambanda í iðnaði á lífríkið. Kjell Oolof Feldt formaður Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa yfir eindreginni andstöðu við breyttar áherslur í utanríkismál- um sem koma fram í fyrstu emb- ættisverkum utanríkisráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar. Þessi breytta stefna hefur endur- speglast í afstöðu landsins á þingi Sameinuðu þjóðanna og í um- mælum ráðherra varðandi hug- myndir um Natóherflugvöll hér á landi. Sú ákvörðun utanríkisráðherra að ísland skuli sitja hjá við at- kvæðagreiðslu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um tillögu ráðherranefndarinnar reiknar með að þessi áætlun verði sú síð- asta sinnar tegundar. Eftir 1992 yrði stefnt að því að gera slíkar áætlanir árlega. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra tók fram, að ísland gæti ekki unnið eftir áætluninni á allan hátt. Efnahagsleg uppbygging væri allt önnur á íslandi og til dæmis væri lítið um að íslensk fyrirtæki fjár- festu erlendis og svo yrði að um stöðvun á framleiðslu nýrra kjarnorkuvopna og hjáseta landsins þegar tillaga um for- dæmingu á grimmdarverkum ís- raelshers gagnvart Palestínuaröbum var samþykkt sýnir að verið er að hverfa frá þeirri stefnu sem Steingrímur Hermannsson mótaði í utanríkis- ráðherratíð sinni. Þá var því ennfremur lýst yfir að ekki kæmi til greina að leyfa byggingu herflugvallar hér á landi. Jón Baldvin Hannibalsson hefur hins vegar á síðustu dögum öllum líkindum framvegis. Eins og er sé meira um að erlend fyrir- tæki fjárfesti á íslandi en það kom fram í greinargerð ráðherra- nefndarinnar. Aðspurður sagði Ólafur að ísland ætti að leggja áherslu á að leita nýrra markaða í Evrópu og á Norðurlöndum í framtíðinni til að tryggja sér ör- ugga markaði í fleiri heimsálfum. Guðrún Gísladóttir, HelsingOr/- •g ítrekað lýst þeirri skoðun sinni að það sé sjálfsagt að láta Nató byggja hér hervöll fyrst peningar séu til reiðu. Samtök herstöðvaandstæðinga telja að þessar breyttu áherslur boði afturhvarf til kaldastríðs- hugmynda sem eru í engu sam- ræmi við raunveruleikann í heiminum í dag. Samtökin telja einnig að þær séu í andstöðu við vilja meginþorra íslendinga um að ísland verði málsvari friðar og afvopnunar jafnt á heimaslóðum sem á alþjóðavettvangi. Utanríkisráðherra Afturhvarf til Kaidastríðs Samtök herstöðvaandstœðinga lýsa yfir eindreginni andstöðu við breyttar áherslur í utanríkismálum Fimmudagur 17. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5 Bokaklubbur áskrifenda Þjóðviljans Tilboð vikunnar 15.-21. nóv. Sturlunga Þriggja binda glæsiútgáfa frá Svörtu og hvítu. Verð kr. 11.900 (Verð út úr búð kr. 14.980). Leitin að dýragarðinum Nýtt smásagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Verð kr. 2.150.- (Verð út úr búð kr. 2.670) Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Verð kr. 1.850 (Verð út úr búð kr. 2.175). Þrjársólirsvartar Skáldsaga af Axlar-Birni eftir Úlfar Þormóðsson. Verð kr. 1.900 (Verð út úr búð kr. 2.632)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.