Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 6
þj ÓÐVILJIN N Malgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Þvert á allar lýðræðishefðir Stjórnkerfi íslensks ríkis á sér ekki langa sögu. Um aldir voru æðstu embættismenn hér á landi fulltrúar dansks kon- ungsvalds, oftast útlendingar sem áttu engar rætur í ís- lensku samfélagi og voru því dæmdir til að misskilja siði og venjur þeirrar þjóðar sem þeir áttu að stjórna. Á síðustu öld fjölgaði þeim embættismönnum sem voru af íslensku bergi brotnir, einkum þegar komið var á embætti landshöfðingja og enn frekar þegar íslendingar fengu heimastjórn snemma á þessari öld. En þrátt fyrir íslenska embættismenn var um að ræða nokkurs konar útibú frá danska ríkinu. Þótt nýjar kynslóðir embættismanna hafi að mörgu ieyti tekið upp breytt vinnubrögð, verður ekki fram hjá því komist að emb- ættismannakerfi íslenska lýðveldisins á ættir að rekja til kanselís Danakonunga. Á íslandi ertil annað stjórnkerfi miklu eldra og rótgrónara en ríkisvaldið. Það hefur frá upphafi vega byggt á lýðræðis- legum hefðum og helstu embættismenn þess hafa um aldir mátt hlíta því að vera ekki æviráðnir heldur kjörnir til að gegna störfum um afmarkað skeið. Hér er átt við sveitar- stjórnir og þá menn, sem valist hafa til að vera í forsvari fyrir sveitarfélög. Saga íslenskra sveitarstjórna er ef til vill jafngömul sögu þjóðarinnar í landinu. Kjör manna í sveitarstjórnir virðist frá upphafi vega hafa byggst á lýðræðislegu vali. Þótt það lýðræði hafi löngum ekki náð nema til hluta íbúanna, var það til marks um allt annars konar hugsunarhátt en ríkti hjá fulltrúum ríkisvaldsins sem um aldir skipaði sína embættis- menn án þess að þurfa að ráðfæra sig við nokkurn um þau mál. Það er því lítt við hæfi að þeir, sem veljast til forystu fyrir íslenskar sveitarstjórnir, taki upp embættisfærslu í stíl land- fógeta og höfuðsmanna. Það verður stöðugt algengara að í Reykjavík komi upp mál sem benda til að þeir, sem ferðinni ráða í borgarstjórn, víli ekki fyrir sér að ganga þvert á allar lýðræðishefðir. Aftur og aftur berast Reykvíkingum og þjóðinni allri tíðindi sem benda til þess að forráðamenn Reykjavíkurborgar telji sig ekki þurfa að beygja sig undir gildandi lög og reglur. Sveitarstjórnum er gert að fylgja ákveðnum reglum um byggingar húsa og annarra mannvirkja, reglum sem tryggja eiga hag heildarinnar en jafnframt að koma í veg fyrir að gengið sé á rétt einstakra þegna umfram það sem nauðsyn- legt er. Sveitarstjórnum er með lögum gert að skipa sérstak- ar nefndir til að fjalla um byggingarmál. Þótt sveitarstjórnir taki endanlegar ákvarðanir í flestum þeim málum, sem starfsnefndir þeirra fjalla um, þá er Ijóst að sveitarstjórn hefur ekki síðasta orðið, sé um að ræða ágreining milli hennar og byggingarnefndar. Einkum ef sveitarstjórn ætlar sér viljandi eða óviljandi að brjóta ákvæði byggingarreglu- gerðar. Mönnum er í fersku minni að borgarstjórnin í Reykjavík stóð ekki rétt að málum við undirbúning ráðhússbyggingar. Þar þurfti að taka fram fyrir hendurnar á henni og stöðva framkvæmdir meðan málum var komið í betri farveg. Menn minnast þess og að stöðvaðar hafa verið byggingarfram- kvæmdir við hlið Morgunblaðshallarinnar vegna þess að ekki var staðið rétt að málum. Þar er þegar búið að leggja stórfé í framkvæmdir og getur það mál kostað borgarsjóð drjúgan skilding. Líklegt er að þeir, sem þar ætluðu að reisa stórhýsi, hafi byrjað framkvæmdir í góðri trú því að borgar- stjórinn, Davíð Oddsson, hafði marglýst því yfir að ekkert gæti hnekkt ákvörðunum hans. Og nú berast fréttir af því að gleymst hafi að fá byggingarleyfi fyrir brú sem byggja á yfir Miklatorg. Kjörnir fulltrúar í sveitarstjórnum ættu að íhuga að ís- lenska þjóðin rís öndverð gegn því að þeir beiti sams konar stjórnarháttum og embættismenn þeirra einvaldskonunga sem töldu sig hafa þegið vald sitt beint og milliliðalaust frá Guði almáttugum. ÓP KLIPPT Tilvistarfrelsi „Meginmálið er auðvitað að verkálýðshreyfing verður að hafa frelsi til að vera verkalýðshreyfing ogflokkarfrelsi til að vera flokkar“ segir Ögmundur Jónasson for- maður BSRB í nýútkomnu Þjóð- lífi, og telur sýnilega að gamlar vinstrikenningar um pólitíska og faglega arma sem tvær hliðar á sömu byltingarmynt séu úreltar: „Á sínum tíma var verkalýðs- hreyfingin skipulagslega nátengd stjórnmálaflokkunum. Þetta gaf stundum góða raun þegar sótt var á brattan. Eftir því sem leið á öldina fóru verkalýðsflokkar að ná völd- um og þá fara ýmsir hlutir að ger- ast. I olíukreppunni á síðasta ára- tug beitti Verkamannaflokkurinn breski til dcemis tengslunum við verkalýðshreyfinguna til að láta hana slá af eðlilegum kröfum. Dœmið gekk upp en fólkið glataði trausti sínu á verkalýðshreyfing- unni. Menn sáu hana réttilega sem handbendi flokksins. Dœmið getur einnig snúist við. Bceði Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag sátu á gagnrýni sinni í garð íslenskrar verkalýðshreyfingar á kaupskerð- ingarárunum upp úr 1983 vegna þess aðflokksmenn þeirra voru þar í fararbroddi. Þess vegna segi ég að heilbrigt þjóðfélag er þjóðfélag með öflugum stjórnmálaflokkum og öflugrifjölþátta verkalýðshreyf- ingu. Þar sem straumarnir togast á. Verkalýðshreyfing hefur að sjálfsögðu skoðun á þjóðfélags- málum, stjórnmálum sem koma öllum við. Hún tekurað sjálfsögðu afstöðu eftir því sem við á, en sú afstaða þarf síður en svo að falla saman við afstöðu stjórnmála- flokka.“ Viðkvæm „tengsl“ Þetta er hreystilega mælt hjá Ögmundi, og að því leyti trúverð- ugt að við hans eigið kjör fyrir nokkrum vikum var flokkapólitík óvenju fjarstödd. Tengsl verkalýðssamtaka og pólitískra flokka hefur síðustu árin verið mikið deilumál og við- kvæmt í vinstrihreyfingunni. Eitt af því sem formælendur traustra tengsla (hvort sem flokkurinn, einn eða fleiri, á þá að lúta sam- tökunum, samtökin flokknum eða allir að haldast í hendur) hafa óttast er að verkalýðshreyfingin, sem áður byggði á samstöðu í á- kveðinni grundvallarbaráttu, sé að leysast upp í sérsinna þrýsti- hópa þarsem hinir best settu muni verða ofaná og þarmeð enn betur settir. Verkalýðs- „hreyfingin" yrði þá ekki annað en samnafn misgrimmra og öflugra þrýstihópa með þann eina hugmyndagrunn að éta sem allra mest sjálfur áður en aðrir komast að. Þessi sýn - sem á sér þvímiður fulla stoð í veruleikanum - hefur komið ýmsum til að líta með eftirsjá til hinna gömlu góðu daga þegar allt var í lagi með „tengsl- in“. Hvenær það var sem allt var f lagi er svo annað mál og heldur vandséð af upprifjunum og endurminningum leiðtoga og sagnfræðinga. Og þörfin á samstöðu, innan samtaka launafólks og milli sam- takanna og þeirra flokka sem við þau vilja kenna sig, hefur svo auðvitað verið nýtt í ýmsu vafa- sömu skyni, einsog dæmi Ög- mundar sýna vel. Enda er soldið fráleitt að mæta nýjum tímum í verkalýðsbaráttu með gömlum formúlum, og raun- ar bendir margt til þess að þau nánu tengsl stjórnmálaflokka og verkalýðshreyfingar sem Ög- mundur andæfir í Þjóðlífsviðta- linu gangi hreinlega ekki lengur, séu hvað sem líður allri hug- myndafræði ekki skilvirk leið f starfi, og grafi undan trúnaði hvorratveggju, stjórnmálaflokk- anna og verkalýðssamtakanna. Afskipti krataleiðtoga í verka- lýðshreyfingunni af síðustu kjarasamningum juku til dæmis ekki tiltrú alþýðu til sjálfstæðrar og öflugrar hreyfingar launa- fólks, - og Alþýðubandalagið virtist ekki njóta þess verulega hjá launamönnum í Reykjavík að hafa forseta Alþýðusambandsins í baráttusætinu í síðustu kosning- um. Þetta verður allt í brennidepli næstu vikur og mánuði, - þing ASÍ hefst á mánudaginn og að því loknu hljóta forystumenn launa- fólks að byrja að tala sig saman innbyrðis og útávið um stefnuna í kjarasamningunum í vor. Mannleg verðmæti Stefnan sem þá verður tekin getur ráðið úrslitum um áfram- hald þeirrar tilraunar um félags- hyggju sem nú fer fram í stjórnar- ráðinu. Gagnrýninn stuðningur sjálfstæðrar verkalýðshreyfingar við þá tilraun - ef menn ætla sér hana og meðan hún stendur - væri stjórninni mikils virði og gæti orðið það lóð sem mestu skiptir á vogarskálinni. Stjórnar- fylgni verkalýðsfélaga af flokks- hollustu einni saman er hinsvegar jafn gegnsæ og innantóm og sú kröfugerð sem nú má gera ráð fyrir frá erindrekum Sjálfstæðis- flokksins til að spilla og kljúfa. Hvað sem verður um önnur samtök launafólks sýnist formað- ur BSRB vera hér í grenndinni þegar hann í Þjóðlífsviðtalinu leggur áherslu á þátttöku sinna samtaka í samfélagslegum breytingum jafnframt hreinni launabaráttu - slagurinn um kaupmátt launa snúist ekki um sérhagsmuni hópa heldur sé þátt- ur í annarri orrustu stærri um lífs- gæði fyrir einstaklingana: „Maður má aldrei gleyma því að spyrja hvað það er sem við viljum fá út úr lífinu, til hvers við erum að þessu öllu saman. Ég held að flest okkar komist að þeirri niðurstöðu að mannleg verðmœti megi ekki vanrœkja.“ Kjarakröfur BSRB í vor gætu samkvæmt þessu orðið merki- legur lestur. OG SKORÍff) Goðrún AgMrsdóttir og Kristin HalWórsdóttir Kvennalistaþlngmenn. Aform um að þœr segi af sér é miöju kjörtlmabili gætu kostað þing og þjóð tœplega 900 þúsund I biðfaun. _________ '/ Oviðurkvæmileg ókurteisi Það éru ekki nema rúmlega fimm ár síðan Kvennalistinn kom fyrst mönnum á þing, og aðeins rúm sex ár síðan fyrstu fulltrúar hans settust að sveitarstjóm í Reykjavík og á Akureyri. Það er þessvegna ekki nema von að þeim sem tóku að sér þessi trún- aðarstörf í nafni íslenskra kvenna og íslenskra barna hnykki við þegar þær sjá spurningar á prenti um hugleiðingar sem rabbað var um á skemmtilegum fundi uppá Snæfellsnesi. „Ofurvald fjölmiðlanna“ notað „til að koma höggi á Kvennalistak- onur“ segir Kristín Halldórsdótt- ir, þingmaður Reykjaneskjör- dæmis frá 1983, í yfirlýsingu hér í blaðinu fyrir helgi um þá frétt Þjóðviljans að útskipti tveggja þingmanna á miðju kjörtímabili kynnu að kosta tæp 900 þúsund í biðlaun. Guðrún Agnarsdóttir, þing- maður Reykvíkinga frá 1983, er einnig mjög sár í viðtali við Tím- ann. Biðlaunamálið er dæmi um „œsifréttamennsku“ og „ómak- lega umfjóllun“. Og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík 1982-88, skrifar hér grein af þessu tilefni í gær og segir að Þjóðviljinn sé „áttavilltur í á- kefð sinni við að koma Kvennalist- anum á kné“ með ,Jádœma óheiðarlegri fréttamennsku“. Menn geta haft ýmsar hug- myndir um útskipta- og varaþing- mannahugmyndir Kvennalist- ans, og menn geta líka haft ýmsar skoðanir á því hvort þingmenn sem ákveða með löngum fyrir- vara að hætta þingmennsku (og fara sumir beint í önnur störf bet- ur launuð) eigi rétt á biðlaunum, sem upphaflega höfðu þann rök- stuðning að vera trygging í sjúk- dómum og öðrum áföllum - þarmeðtalinni þeirri sérstöku áhættu í starfinu að falla í kosn- ingum. Viðurkvæmileg staðreyndakergja Hitt stendur uppúr eftir kergjuviðbrögð þingmannanna tveggja og borgarfulltrúans fyrr- verandi 1) að Kvennalistakonur höfðu þráttfyrir fimm ára sögu á þingi ekki gert sér grein fyrir afleiðing- um þess að skipta þingmönnum út á miðju kjörtímabili, 2) að þingmenn Kvennalistans hafa enn ekki tjáð sig um það hvort þær taki biðlaun þegar skipt er út, 3) að þráttfyrir karlmannlegt orðbragð um fréttaflutning Þjóð- viljans hafa hvorki Kristín, Guð- rún né Ingibjörg Sólrún hrakið einn einasta lið í frétt Þjóðviljans um biðlaunin. _ m Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáf ufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppó. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pótursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Lilia Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, Þorfinnur Ómarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ.Pótursson Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglysingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mónuði: 800 kr. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 17. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.