Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 14
Skipan prestakalla Þetta blað hefur nú, eins og hver maður getur séð, verið fært til fyrra horfs að því leyti, að í stað þess að vera aðeins 12 síður tvo daga í viku, er það nú aftur komið í 16 síður. Meira olnbogarými gefst því fyrir kynningu á útvarps- og sjónvarpsefni þótt því sé auövitað eftir sem áður þröngur stakkur skorinn, miðað við þau ókjör, sem yfir okkur heyrendur og sjáendur hvolfist á hverjum drottins degi. Og enn er boðuð fæðing nýrrar afþreyingar- stöðvar. Og svo þarf ég að fara að hnoða saman þremur pistlum í viku í stað eins áður, og það er núheldurlakara. Jæja, enn ætla ég að halda mig á slóðum Kirkjuþingsins og bið engan afsökunar á því. Þau mál, sem þar eru rædd, eru eng- an veginn úr sögunni þegar þing- inu lýkur. Þau munu því ekki íþyngja neinum úreldingarsjóð- um. Og því er hægt að ræða þau og gaumgæfa þó að þingf ulltrúar séu horfnirtil síns heima. Eitt þessara mála, og ekki hiö umfangsminnsta, varfrumvarp um breytingar á skipan presta- kalla og prófastsdæma og í tengslum við það nefndarálit um starfsmenn Þjóðkirkjunnar. Gert er ráð fyrir því að prestaköllum fækki en prestum þó ekki, heldur verður um tilfærslur að ræða. Ekki voru allir á eitt sáttir um frumvarpið og í álitsgerð, sem þeir lögðu fram sr. Árni Sigurðs- son á Blönduósi, sr. Sigurjón Ein- arsson á Kirkjubæjarklaustri, Jón Guðmundsson á Fjalli og Halldór Finnsson í Grundarfirði segir m. a.: „Við leggum megin áherslu á, að engin breyting verði gerð á skipan prestakalla og prófasts- dæma nema með meirihluta samþykki safnaða og presta. Enda liggja þegar fyrir mótmæli fjölmargra safnaða og presta hvað varðar hinar róttæku breytingar, sem frv. gerir ráð fyrir úti á landsbyggðinni. “ Svo fór að Kirkjuþing samþyk- kti megin stefnu frumvarpanna. En þar sem um er að ræða mörg nýmæli og álitamál er biskupi og Kirkjráði falið að kynna frumvörp- in og breytingatillögur þingsins fyrir prestum og söfnuðum og leita álits þeirra. Telji Kirkjuráð síðan ástæðu til, verði frumvörp- in lögð fyrir Kirkjuþing á ný, áður en þau fara fyrir Alþingi. - Og nú er það þitt og mitt að segja okkar skoðanir. -mhg ÍDAG er 17. nóvember, fimmtudagur í fjórðu viku vetrar, tuttugasti og sjöundi dagur gormánaðar, 322. dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 10.03 en sest kl. 16.22. Tungl vaxandi á öðru kvartili. VIÐBURÐIR Starfsmannafélag ríkisstofnana stofnað 1939. Alþjóðadagur stúdenta. Samvinnubankinn stofnaður 1962. Stofnað Jafnað- armannafélagið Sparta 1926. Fertug Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndaleikstjóri. ÞJÓÐVILJINN FYRIR 50ÁRUM Gyðingaofsóknirnar fordæmd- ar um allan heim. Harðorð rit- stjórnargrein í Pravda um fram- ferði þýzku valdhafanna. Sterk andúðgegn Þjóðverjum í U. S. A. Eyþór Þórðarson segir af sér1 bæjarstjórastarfinu á Norðfirði. Hann hefir neitað að framkvæma samþykktir bæjarstjórnarinnar. UM UTVARP & SJONVARP Sinfónían og Beethoven Kappar og kjamakonur Rás 2 fímmtudag Þættir um kappa og kjarnakon- ur, sem eru á dagskrá Rásar eitt á sunnudögum og svo endurteknir í Útvarpi unga fólksins á Rás 2 kl. 20.30 á fimmtudagskvöldum, hafa vakið verðskuldaða athygli. Þetta eru þættir úr íslendingasög- unum, sem Vernharður Linnet hefur búið til flutnings í útvarpi. Hefur Vernharður valið í þessu skyni leikræna og örlagaríka þætti úr Eglu, Laxdælu, Grettlu og Njálu. I kvöld kynnast hlust- endur aðdraganda brennunnar á Bergþórshvoli og atburðum þeirrar örlaganku nætur. Fram kemur fjöldi leikara og ekki skemmir upplestur Einars Ólafs Sveinssonar. - mhg Rás 1 kl. 20.30 Svo hefur verið komist að orði að rauði þráðurinn í efnisskrá Sinfóníuhljómsveitar íslands í vetur séu einleikskonsertar Beet- hovens. Allir verða þeir fluttir með íslenskum einleikurum að Tríókonsertinum undanskildum, þar sem Fontenay-tríóið fór með einleikshlutverkið. - í kvöld verður útvarpað á Rás eitt frá fjórðu áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói. Stjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar er Murry Si- dlin og er nú komið að fyrsta ís- lenska einleikaranum, Þorsteini Gauta Sigurðssyni, píanóleikara, sem leikur einleik í píanókonsert nr. 2. Að auki eru svo á efnisskránni hljómsveitarverkið „Ruy Blas“ eftir Mendelssohn og Sinfónía nr. 5 eftir Sjostakovits. - Murry Si- dlin hljómsveitarstjóri er af rússnesku bergi brotinn. Nam í Bandaríkjunum og Ítalíu. Var Murry Sidlin hljómsveitarstjóri. 1979, undir handleiðslu Halldórs Haraldssonar. Stundaði síðan framhaldsnám við Julliardtón- listarháskólann í New York en einnig í Róm. Hann hefur leikið einleik með Útvarpshljómsveit- inni í Helsinki, Kringkasthljóm- Njáll, Bergþóra og Þórður Kára son. um skeið aðal-hljómsveitarstjóri Galveborg-sinfóníuhljómsveitar- innar í Svíþjóð en hefur annars stjórnað hljómsveitum vítt um heim, en einkum þó í Bandaríkj- unum og Kanada. Er nú tón- listarstjóri Sinfóníuhljómsveitar New-Haven og Sinfóníuhljóm- sveitar Long Beach. - Þorsteinn Gauti lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykajvík sveitinni í Osló og Sinfóníu- hljómsveit íslands. Nýlega kom Þorteinn Gauti fram á tónleikum í París og Barbican-senter í London, á vegum E.P.T.A. - Kynnir á tónleikunum er Hanna G. Sigurðardóttir. - mhg Þorsteinn Gauti Sigurðsson, ein- leikari. GARPURINN KALLI OG KOBBI FOLDA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.