Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.11.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN- Hvernig líst þér á stofnun sjálfstæös ríkis Palest- ínumanna? Sigurður Svavarsson: Mér líst alveg prýðilega á það og vona að þetta geti orðið fram- tíðarlausn á vanda þjóöarinnar. Margrét Hilmarsdóttir: Hef ekki hugmynd um það. Jónas Björnsson: Ég hef ekki myndað mér neina skoðun um það. Það er búið aö flækja þetta svo í fréttum að mað- ur botnar ekkert í þessu. Sigrún Kristjánsdóttir: Eg hef ekki myndað mér skoðun á málinu. Óskar Ingimarsson: Þetta er á byrjunarstigi. Ég hef alltaf verið með því að Palestínu- menn gætu átt sitt eigið ríki. Framtíðin verður svo að skera úr því hvernig til tekst. SÍMI 681333 Á KVÖLDIN eo4040 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Vígreifur hópur nemenda hrósar sigri á þaki Ármúlaskóla eftir að það fréttist að menntamálaráðherra hefði tekið vel í óskir þeirra um bætta aðstöðu í skólanum. _ Mynd: Jim Smart. w Ármúlaskóli Afangasigur nemenda lOfélagar í Útivistarklúbbiskólanssváfu tvcer nœtur ítjöldum uppá þaki tilað leggja áherslu á kröfurum mötuneyti ogfélagsaðstöðu. Fullurskilningur menntamálaráðherra áþörfum skólans. Reykjavíkurborg virðist engan pening eiga til viðhalds og endurbóta á húsnœði hans Um 10 félagar í Útivistacklúbbi Fjölbrautarskólans í Armúla höfðust við í nokkrum tjöldum á þaki skólans frá því sl. mánudag og fram á gærdaginn til að leggja áherslu á kröfur nemenda og skólans að lokið yrði við bygg- ingu skólans og nemendum tryggð sómasamlegt mötuneyti og féiagsaðstaða. Þessi aðgerð nemendanna vakti að vonum mikla athygli og á fundi sem stjórn skólans átti í gærmorgun með Svavari Gests- syni menntamálaráðherra var ákveðið að ráðherra ræddi við Reykjavíkurborg um kostnað vegna endurbóta og viðhalds á húsnæði hans. Jafnframt að skólinn færi inn á næstu fjárlög til að hægt yrði að byrja að huga að þeim byggingarframkvæmdum sem ólokið er. Nemendur voru að vonum ánægðir með þessi málalok en þeir höfðu ákveðið að gista uppá þaki uns viðunandi niðurstaða fengist í málinu. I spjalli við nem- endur kom fram að aðstaða þeirra til félagsstarfa er nánast engin og til að mynda tekur hátíð- arsalur skólans aðeins 100 nem- endur en í skólanum eru um 700 nemendur. Það er því við ram- man reip að draga að koma öllum nemendum skólans fyrir á Sal. Þá er mötuneytisaðstaða nem- enda í skólanum nánast engin ef undanskilin er smá sjoppa með tilheyrandi sjoppufæði. Skólatíminn er frá 8 - 18 á degi hverjum og með öllu óviðunandi fyrir nemendurna að hafa ekki aðgang að mötuneyti á þeim tíma. Þar fyrir utan stríðir það gegn þeim aðgerðum sem heilbrigðisráðherra hefur staðið fyrir að undanförnu fyrir heilbrigðu fæði skólanemenda þegar þeir hafa ekki að öðru að hverfa en því sem hægt er að kaupa í sjoppunni. Að sögn Hafsteins Þ. Stefáns- sonar skólameistara Armúla- skólans er það einkum af þrem ástæðum sem ekki hefur verið neitt byggt við skólann frá því sem nú er. Skólinn hefur ekki fengið neitt stofnframlag þótt lög hafi verið samþykkt unt starfsemi hans. Þá hefur Reykjavíkurborg ekki verið áfjáð í að reka fram- haldsskóla, enda ber borgarsjóð- ur ábyrgð á rekstri grunnskóla og á í rauninni fullt í fangi með rekst- ur þeirra. Þá hafa umræður lengi hnigið í þann farveg að ríkissjóð- ur tæki að sér rekstur framhalds- skóla. Loks má nefna að mjög margt landsbyggðarfólk hefur sótt skólann. Af þeim sökum hef- ur borgin ekki verið áfjáð í að veita fé til skólans. Skólameistarinn lagði áherslu á að sem fyrst yrði veitt fé til endurbóta og viðhalds á vestur- álmu skólans sem er illa farin. Eftir því sem það dregst á langinn yrði allur kostnaður dýrari en þyrfti, fyrir utan þann vansa sem skólinn hlyti af því að vera ekki haldið við sem skyldi. -grh í tvær nætur sváfu þær Hafdís Guðmundsdóttir t.v. og Sif Ásmunds- dóttir í tjaldi sínu á þaki Ármúlaskólans til að leggja áherslu á kröfur skólans og nemenda um viðunandi mötuneytis- og félagsaðstöðu í skólanum. Mynd: Jim Smart. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.