Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.11.1988, Blaðsíða 3
Kjuregej Alexandra: „Ég er mikil ævintýramanneskja." Mynd - ÞÓM. , Magnús má ekki gleymast segir Kjuregej Alexandra, sem opnar sýningu tileinkaða Magnúsi Jónssyni í Ásmundarsal í dag - Sýningin er hugsuð sem bakgrunnur í dagskránni til minningar um Magnús, - segir listakonan Kjuregej Al- exandra. Kjuregej opnar myndlistarsýningu í Ásmund- arsal í dag kl. 17, og tileinkar hana Magnúsi Jónssyni kvik- myndaleikstjóra, sem hefði orðið fimmtugur í dag. - Magnús má ekki gleymast, - segir hún. - Fólk gleymist allt of fljótt í dag, og kannski er það eðlilegt í þess- um hraða. En svo lengi sem ég lifi vil ég koma í veg fyrir að Magnús gleymist. eöa 75, minnir mig. Ég varð fyrir miklum áhrifum af sýningu hans og byrjaði á því að gera veggteppi eftir mynd af einu verka hans, - af póstkorti sem ég stækkaði hundrað sinnum. Það teppi tókst mjög vel, og síðan hef ég haldið áfram. - Application, eða myndverk unnin í efni er forn listgrein, sem hefur verið því sem næst gleymd á okkar tímum. Það ber ekki mikið á henni hér á landi, en ég bjó í Danmörku í þrjú ár og gat ég kynnt mér hana, því þar er app- lication mikils metin listgrein. - í gamla daga var þetta gert í hönd- unum, en því nenna nútímakonur ekki. Ég nota saumavélina. - Mína fyrstu sýningu hélt ég í Norræna húsinu 1984. Síðan hélt ég sýningu í boði Sjálfsbjargar- hússins á Akureyri 1985, og ég vil nota tækifærið til að þakka þeim fyrir mig, enn einu sinni. Þessi sýning er svo afrakstur þess sem ég hef verið að vinna að síðan. Sýning Kjuregej stendur til 1. desember. Auk tónlistarflutnings og leiklestranna, sem verða á morgun kl. 14 og 15, og á sunnu- dag kl. 15, verður þjóðlagasöng- ur og ljóðalestur á tveggja tíma fresti frá klukkan 14 á fimmtudaginn. Sýningin verður opin virka daga kl. 12-22, og kl. 14-22 um helgar. -LG - Við opnun sýningarinnar verður flutt tónverk sem Atli Heimir Sveinsson samdi í minn- ingu Magnúsar. Það heitir Myst- erium Tremens og var frumflutt við jarðarför Magnúsar fyrir níu árum. Á laugardag og sunnudag verður svo lesið úr leikritum hans, Frjálsu framtaki Steinars Ólafssonar í veröldinni, og Ég er afi minn, en það lesa þeir leikarar sem tóku þátt í uppfærslunni á vegum Grímu 1967. - Á sýningunni er ég með myndverk unnin í efni, (applicat- ions), en efnið er fyrir mér eins og liturinn málaranum. Ég vinn með flauel, silki, skinn, gler, steina, og fleira, og fjalla um það sem mér dettur í hug. Efni verkanna er sótt í ýmsar áttir, ég bind mig ekki við neitt ákveðið frekar en í lífinu, ég er mikil ævintýramann- eskja í mér og vil helst sinna sem flestu. Gallinn við lífið er að það er of stutt, maður hefur allt of lítinn tíma til að njóta þess. - Ég hef alltaf unnið í höndun- um, þegar ég var barn skar ég í tré og bjó sjálf til mín leikföng. Ég hef sjálf saumað fötin mín síðan ég var unglingur, og þegar ég var í Leiklistarháskólanum í Moskvu saumaði ég meira að segja á mig í höndunum, og var einn af best klæddu stúdentunum. En myndir í þessum stíl fór ég að gera 1979- 80. - Löngunin til að vinna að myndlist vaknaði með mér þegar ég sá sýningu Hunderts Wassers, austurrísks myndlistarmanns sem sýndi í Þjóðminjasafninu 1974' SIEMENS Hljómtækjasam- stæða RS 260 Kraftmikill búnaður: 2x45 W hátalarar, hálfsjálfvirk- ur plötuspilari, 2x30 W magnari, útvarp með sjálfvirkri stöðvaleit og 15 stöðva minni, 2x5 banda tónjafnari, tvöfalt segul- bandstæki, fjarstýring. Verð 33.740,- Geislaspilari RW730 Þægilegir snertihnappar, Ijósstafaskjár, 15 laga minni, tengi fyrir heyrnartól, passar m.a. við samstæðuna RS260. Verð 15.580,- SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Fiskurinn sparaður Það vakti eftirtekt á neyðar- fundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, sem haldið var á Hótel Sögu í vikunni, að í hádegisverði, sem boðið var til, var gómsæt lambasteik á borðum. Höfðu flestir búist við að fá soðningu að hætti sjáv- arútvegsbænda. Menn voru þó ekki lengi að finna skýringu á þessum óvanalega rétti hjá SH. Skýringin er auðvitað sú að þessir menn bera þjóðar- hag fyrir brjósti og vildu ekki neyta verðmætrar útflutning- safurðar. Því var ráðist á ó- seljanlegt rollukjötið.B

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.